Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Síða 9
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989.
9
Utlönd
Námsmennirnir
gefasf ekki upp
Ráðamenn í Kína hvöttu snemma í
morgun kínverska námsmenn til að
hætta hungurverkfalli. Þúsundir
námsmanna í Peking hafa hvorki
neytt matar né vatns í sex daga og
eru margir þeirra orðnir örmagna.
Tvö þúsund hafa þegar verið flutt á
sjúkrahús í Peking, höfuðborginni,
vegna máttleysis.
Zhao Ziyang, formaður kínverska
kommúnistaflokksins, og aðrir hátt-
settir embættismenn ræddu við
nokkra námsmenn á Tiananmen-
torgi í Peking í dögun í morgun. Þetta
er í fyrsta sinn sem ráðamenn og
námsmenn ræðast við á torginu en
þar hafa mestu mótmælin farið fram.
Að sögn heimildarmanna í Kína stóð
fundurinn stutt.
Zhao sagði að um leið og hungur-
verkfalh um þrjú þúsund náms-
manna lyki myndu yfirvöld vera til-
búin til viðræðna við fulltrúa náms-
manna.
Mótmælendur hunsuðu hvatningu
yfirvalda og flykktust út á götur Pek-
ing og annarra borga. Tugir þúsunda
mótmælenda hafa að mestu lamað
Peking og mótmælin hafa breiðst út
um allt landið. í Shanghai mótmæltu
um 100 þúsund námsmenn í gær, á
síðasta degi heimsóknar Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga í Kína. Fjögur hundruö
námsmenn í Shanghai hafa verið í
hungurverkfalli í fióra daga. Sam-
kvæmt fréttum frá Kína hafa mót-
mæli brotist út í 25 borgum.
Sjónarvottar í Peking sögðu í morg-
un að fiöldi mótmælenda hefði verið
töluvert minni en síðustu tvö dægrin
þegar meira en milljón Kínverjar
komu saman á götum borgarinnar.
Talið er að um 500 þúsund mótmæl-
endur hafi safnast saman í morgun.
Námsmennirnir, sem hófu þessa
mestu mótmælaöldu síðan á tímum
byltingarinnar árið 1949, krefiast
aukins lýðræðis og umbóta. Þeir hafa
áunnið sér samúð landa sinna úr öll-
um stéttum þjóðfélagsins og vakið
athygh um ahan heim. Kínversk yfir-
völd hafa ekkert ráðið við þessi mót-
mæh. Ráðamenn hafa notað bæði
hótanir og blíðmæh en allt kemur
fyrir ekki. Li forsætisráðherra
kvaðst í gær líta svo á að stjómleysi
hefði ríkt í Peking síðustu daga og
að það væri hlutverk stjórnvalda að
vernda íbúa landsins. Námsmenn-
irnir létu slíkt sem vind um eyru
þjóta og héldu mótmælum sínum
ótrauðir áfram. Tahð er að valdabar-
átta eigi sér nú stað mihi ráða-
manna, að Deng og Li hafi tekið
höndum saman til að einangra Zhao.
Námsmennirnir beina spjótum sín-
um að Deng Xiaoping. Deng, sem
hefur enga opinbera titla fyrir utan
formannsstöðu herráðs kommún-
istaflokksins, er hinn rau-.verulegi
leiðtogi landsins. Þeir fara fram á
afsögn Dengs og Li Pengs forsætis-
ráðherra. Reuter
Leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, ræðir við fulltrúa
námsmanna á Tiananmentorgi í Peking snemma í morgun. Símamynd Reuter
Tugþúsundir kinverskra námsmanna hafa staðið fyrir mótmælum á Tianan-
mentorgi síðustu vikur. Mótmælin hófust i april en síðustu viku hafa æ
fleiri tekið þátt í þeim. Simamynd Reuter
ianga veru á Tiananmentorgi. Þessir námsmenn lásu um viðbrögð stjórn-
valda við hinum gifurlegu mótmælum i Peking i gær. Fjölmiðlar i Kína
hafa flutt daglegar fréttir af mótmælum námsmanna. Símamynd Reuter
Olíuiðnaður undir grun
Birgir Þórisson, DV, New York
Ehefu prósenta hækkun á olíu og
bensíni á einum mánuði, sem er ör-
asta hækkun sem sögur fara af í
Bandaríkjunum, hefur vakið upp
raddir um að ohufélög noti mengun-
arslysið í Alaska sem skálkaskjól til
að hækka olíuverð. Fylkisþingið í
Massachusetts hefur ákveðið að
hefia rannsókn á hækkuninni og
D’Amato öldungadehdarþingmaður
hefur opinberlega sakað ohufélögin
__ pm samsæri.
Sérfræðingar segja hækkunina
ekki stafa nema að mjög litlu leyti
af strandi risaolíuskipsins Exxon
Valdes við Alaska. Meginástæðuna
segja þeir vera truflanir á dreifingu
ohu vegna ýmissa atvika. Eldsvoði
dró úr blíuframleiðslu á Norðursjó,
mikið álag á olíuhreinsunarstöðvar
á vesturströnd Bandaríkjanna ásamt
vaxandi eftirspurn olh staðbundnum
skorti á bensíni sem aftur olli hækk-
un verðs á upþboðsmörkuðum.
Sérfræðingarnir spá því að olía eigi
enn eftir að hækka um 4 til 5 prósent
til viðbótar 19 prósenta hækkun frá
áramótum en aukin framleiðsla við
Persaflóa, einkum í írak, ætti að
hindra frekari hækkun.
Stjórnendur Exxon olíufélagsins
voru gagnrýndir harðlega á aðal-
fundi félagsins sem nú stendur yfir
en frambjóðandi umhverfisvemdar-
manna, leikarinn Robert Redford,
féh í stjórnarkjöri. Fékk hann aðeins
fimmtung atkvæða.
Verðbólga eykst
í Bandaríkjunum
Birgir Þórisson, DV, New York;
Hagfræðingar og spákaupmenn í
Bandaríkjunum láta sér fátt um
finnast þótt verðbólga í aprh hafi
verið meiri þar í landi en um árabh,
jafnghdi 6,6 prósenta á ársgrund-
velli, aðahega vegna mikhlar hækk-
unar olíuverðs undanfarið.
Búist er við minnkandi verðbólgu
er á árið líður þar sem Seðlabankinn
hefur haldið vöxtum háum th að slá
á þenslu og ýmis merki eru um að
hagvöxtur fari minnkandi. Verð
hlutabréfa er nú hærra í kauphöll-
inni í New York en verið hefur síðan
hrunið varð haustið 1987.
Viðskiptahalhnn varð minni en
búist var við í aprílmánuði sem varð
til að doharinn hækkaði í verði á
gjaldeyrismörkuðum. Hahinn er
samt enn mikill, jafnvirði 440 mhlj-
arða króna sem er 70 milljörðum
minna en spáð var. Ástæðan var að
útflutningur jókst helmingi hraðar
en innflutningur í aprílmánuði.
Tölvur, flugvélar og matvæh vógu
þyngst í þessari aukningu en gengis-
hækkun dollars gæti hamlað gegn
frekari bata.
Bandaríkjaþing samþykkti í gær
fiárlög fyrir næsta fiárhagsár og litla
55 þúsund mihjarða króna. Þótt tek-
ist hafi aö halda fiárlagahallanum
innan lögbundinna marka byggist
þaö á vægast sagt bjartsýnni tekju-
áætlun og margvíslegum bókhalds-
brellum.
Laugaveg 95 S. 624590
PÓSTSENDUM Opið 10-16 laugand.