Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. Utiönd Ef nahagslegt öngþveiti - bíður hins nýkjörna forseta Argentínu Hinn nýkjörni forseti Argentínu, Carlos Menem, á erfitt verk fram undan. Landið rambar á barmi gjaldþrots, skuldar milljaröa doll- ara í erlendum lánum, og er að margra mati í raun gjaldþrota. Á þriðja áratug þessarar aldar var efhahagur Argentínu í blóma. í dag er hann hruninn. íbúarnir orðnir langþreyttir Lægstu laun í Argentínu eru um 40 dollarar á mánuði eða sem svar- ar um 2.200 íslenskum krónum. Verðbólga á ársgrundvelU er aö meðaltali hátt í fjögur þúsund pró- sent og skuldir vegna erlendrar lántöku nema nú 60 milljörðum dollara. íbúar Argentínu eru orðnir lang- eygir eftir úrbótum í efnahagsmál- um og létu það í ljós í kosningunum sem haldnar voru þann 14. þessa mánaðar. Þá sigraöi Menem, fram- bjóðandi Perónista, frambjóðanda stjórnarflokksins, Eduardo Ang- eloz, með rúmlega 10 prósenta mun. Kjósendur lokuðu augunum fyrir því að stjórn Perónista hefur fram til þessa ætíð fylgt efnahags- legt og stjórnmálalegt öngþveiti. Vonin hrynur Ævintýraljómi hefur sveipað Perónista og frambjóðendurþeirra æ síðan Juan Perón var kosinn for- seti árið 1946. Perón höfðaði til verkalýösins í landinu sem hafði ætíð látið stjórnmálaumræðu fram hjá sér fara. Hugmyndir hans og hugsjónir héldu lífi á árunum eftir 1955, þegar herinn steypti stjórn hans, og til 1973 þegar hann komst til valda á ný. Árið 1983, þegar einræðisstjórn hersins lét af völdum eftir sjö ára setu, sigraði frambjóðandi Róttæka flokksins, Raúl Alfonsín, frambjóð- anda Perónista öllum til mikillar undrunar. MikO bjartsýni ríkti í landinu og vonuðust íbúarnir til að nú færi að rofa til. En Alfonsín tók viö landi í upplausn, efnahags- lega sem og stjórnmálalega, og hef- ur ástandið lítt batnaö. Efnahagur- inn er í rúst og herinn hefur þríveg- is ógnað lýðræðinu síðan árið 1987. Efnahagslífið í brennidepli Kosningarnar í ár snerust aðal- lega um tvennt: annars vegar um efnahagsástandið og efhahagsað- gerðir Alfonsíns forseta, sem htinn árangur hafa borið, og hins vegar um persónuleika frambjóðend- anna. Efnahagsástandið er skiljanlega á hvers manns vörum. „Við erum að leita að bjargvætti, argentínsku kraftaverki," sagði einn kjósenda í samtali við Reuter-fréttastofuna rétt fyrir kosningar. í kosningabaráttunni lofaði Me- nem öllu fögru og hét því að hækka laun og draga úr sköttum hins starfandi almennings í landinu. En fyrirhugaðar efhahagsaðgerðir Menems eru mjög óljósar. Hann talar um framleiðslubyltingu en erfitt er að gera sér grein fyrir hvernig hann hyggst rétta við hið nær gjaldþrota ríkisbú. Verðbólgan æðir áfram Sérfræðingar telja að verðbólga í maí muni ná 50 prósenta markinu. Gjaldmiðillinn, ástralinn, hefur rýrnað um 80 prósent gagnvart dollar frá því í febrúar og Alfonsín forseti hefur ekki greitt vexti af erlendum lánum í heilt ár. Menem kveðst munu fara fram á greiðslustöðvun á erlendum lánum á meðan ríkið réttir úr kútnum. Carlos Menem, frambjóðandi Perónista, sagði á blaöamannafundi að loknum sigri sínum í forsetakosningunum í Argentínu nýlega að efna- hagsástandið væri honum efst í huga. Hinn nýkjörni forseti á erfitt verk frám undan því gjaldþrot blasir við. Simamynd Reuter „Við getum ekki greitt skuldir okk- ar á meðan fólkið sveltur," sagði hann. Lánardrottnar Argentínu búast hvort eð er ekki við greiðsl- um á næstunni. Margir telja að ætii Menem að skera eitthvað niður halla ríkissjóðs og minnka verðbólgu verði hann að grípa til núkilla aðhaldsaðgerða og launalækkunar. Ekki er víst að það falli í góðan jarðveg meðal forystu- manna verkalýðsfélaga sem studdu hann í kosningunum. Þrátt fyrir bágborið efhahags- ástand í Argentínu segja fulltrúar erlendra banka í landinu að þeir séu nokkuð bjartsýnir á framtíð- ina. Einn þeirra kvaðst telja að Menem myndi takast að auka til- trúna á getu ríkisstjómarinnar með því að leggja fram raunhæft fjárlagafrumvarp. Glaumgosinn Menem Menem líkist lítt stjómmála- manni í útliti. Hann er 58 ára gam- all ríkisstjóri, lágvaxinn, með stóra barta, veikur fyrir skrautlegum fatnaði og dáir hraðskreiðar bif- reiðir og fallegt kvenfólk. Menem er af sýrlensku bergi brotinn og var, þar til nýlega, mú- hameðstrúar. Þá snerist hann til kaþólskrar trúar til að geta boðið sig fram. Eiginkona hans, Zulema, er múhameöstrúar. Menem og kona hans era skihn að borði og sæng, aö því er talið er, en gerðu með sér samning um að halda saman vegna kosning- anna. „Fylgið mér" Menem er ekki mikill ræðuskör- ungur en bætir úr því með ræðum sem eru þrungnar tilfinninga- næmi. „Fylgið mér" vom kosn- ingaslagorð hans. Og fólkið fylgdi hqnum. í kosningabaráttunni lagði Me- nem áherslu á baráttu fyrir rétti almennings. Margir litu á kosning- arnar sem val milli flokks hinna ríku, Róttæka flokksins, og flokks almúgans, flokks Perónista. Styrkur Perónista hefur falist í stuðningi millistéttarinnar og verkamanna. Þeir hafa átt vísan stuðning í iðnhéruðum landsins, þéttbýhssvæðum og víða um sveit- ir. Þrá Argentínubúa eftir betri tíð og ævintýraljóminn, sem leikur enn um nafn Peróns, uröu til þess að flokkur Perónista komst til valda á nýjan leik eftir 13 ára langa bið. Reuter KJÖTSTÖDIN i GLÆSIBÆ LÆGST Hvað kostar kjötið? Mánudaginn 8. maí sl. kannaöi Verölagsstofnun verö á nokkrum tegundum af kjöti og unnum kjötvörum í nokkrum verslunum á höfuöborgarsvæðinu. DILKAKJÖT NAUTAKJÖT SVÍNAKJÖT UNNAR KJÖTVÖRUR 9.392, 9.784, 9.758, 9.408, 9.342, 8.789, 9.075, 9.979, 9.394, 9.539, 9.539, 10.042, 8.467, 9.221, Lærissn. úrmiðlæri Kótilettur 1 kg. 1 kg. Læri 1kg. Hryggur 1kg. Súpukjöt Hangikjöt blandað óúrb. læri 1 kg. 1 kg. Nauta-gúllas 1kg. Snitsel 1kg. Kótilettur 1kg. Læri með Kinda- Nauta-beini 1 kg. hakk 1 kg. hakk 1 kg. Kjötfars 1kg. Vínarpyls. 1kg. Arnarhraun, Arnarhrauni 21, Hf. 943-1032 630-651 672-687 615-638 394 792 998 1098 959 498 439 497 243 614 Asgeir, Tindaseli 3, Rv. 935 658 658 638 460 871 950 1295 957 520 435 495 298 614 Borgarbúðin, Hófgerði 30, Rv. 1030 616-649 609 602 427 835 960 1050 995 590 472 650 370 552-614 Breiðholtskjör, Arnarb. 4-6, Rv. 815 646 605-749 591 391 773 944 1310 874 491 428 616 310 614 Fjarðarkaup, Hólshrauni 1b, Hf. 843-1030 649 693 635 375-425 798 1037 1163 859 513 448 448-528 GlUndarkjðr, Furugrund 3, KÓp. 849- 948 574-651 633-687 574-638 393-436 764 915 915 853 498 444 465 - Gæðakjör, Seljabraut 54, Rv. 848-976 595-616 645-693 595-635 393-430 648-695 948 1050 950 498 398 545 Hagabúðln, Hjarðarhaga 47, Rv. 995 596 649 586 487 825 1044 1164 1042 596 Hagkaup, Kringlunni, Rv. 943-1030 630-649 683-693 576-635 415 807 992 1189 976 487 471 449 590 549 Kaupfélaglð, Miðvangi Hf. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1120 983 570 399 530 Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, Rv. 763 606 634 580 432 n8-728 599-659 595-649 549-765 365-445 833 999 9.837,- Laugarás, Norðurbrún 2, Rv. 10.109,- Melabúðln, Hagamel 39, Rv. 9.660,- Mlkllgarður, v/Holtaveg, Rv. 9.891,- Nóatún, Nóatúni 17, Rv, 9.837,- SS, Háaleitisbraut 68, Rv. 10.352,- Slgglog Lalll, Kleppsv. 150, Rv 10.125,- Spartcaup, Lóuhólum 2-6, Rv. 9.843,- Straumnes, Vesturbergi 76, Rv. 980-1030 9.743,- Veralunln, Austurstræti 17, Rv 998-1032 527-650 645-687 635-638 412-435 843 986 1195 998 615 459 545 631 685 621 420 830 1135 1450 980 593 390 590 944-1037 631-649 683-734 577-602 413-415 795 974 1220 983 570 479 565 646 684 632 410 890 933 1361 879 775-1030 595,- 649 693 635 393-415 802 996 1290 976 1032 651 687 638 436 790 1179 1287 990 489 599 590 460 545 495 575 498 595 898-1032 651-679 685-687 635-638 436 843 1198 ¦1278 970 635 499 554 620 663 595 395 843 1070 1041 1050 570 491 539 950 690 695 650 430 750 960 1170 920 510 495 550 329 348 295 249 365 337 552-614 298 614-639 614-639 639 449 290 552-614 Kaupstaður, Mjóddinni, Rv. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1220 983 530 499 565 285 457-614 KJÖthöllin, Háaleitisbr. 58-60, Rv. 970 657 707 642 441 870 961 1040 1070 650 467 430 315 608 485 382 295 614 Kjötmiðstöðin, Garðatorgi, G.bæ 785-976 649 639-693 629-635 415-428 795-827 825 925 748 495-614 614 614 369 457- 639 349 614 418 595 365 614-639 320 523-614 372 614 359 614

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.