Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SiMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Loks sömdu þeir Ríkisstjórnin beygði sig um of fyrir háskólamönnum en þó einkum kennurum. Stífni kennara í sex vikna verkfalli skilaöi þeim nokkrum árangri. En jafnframt skal viðurkénnt, að betur fór en á horfðist um hríð. Háskólamenn hjá ríkinu fóru af stað til þess að sprengja launarammann í þjóðfélaginu. Þótt kennarar hafi komizt nokkuð áfram, hefur launaramminn ekki verið sprengdur. Að því leyti mistókst þetta langa verkfall. Kjaradeilan varð ein sú grimmasta, sem hér hefur verið háð um langt skeið. Hvað eftir annað gerðu menn sér vonir um samkomulag, er háskólamenn höfnuðu síðan og tóku sér að nýju stöðu á upphafspunkti með sínar himinháu kröfur. Því má fagna, að þessi deila hefur leystst, þótt það hefði átt að vera löngu fyrr. Mikið tjón hefur þegar orðið í þjóðfélaginu vegna verkfallsins. Athyglin beinist að kennurum. Samið var þannig, að þeir verða á tvöföldum launum að því leyti sem kennt verður í sumar. Þá greiðir ríkið háskólamönnunum sem heild upphæð, sem nemur um 20 þúsundum á mann. Þetta ber að líta á sem eins konar bætur fyrir verkfall- ið, þótt annað sé sagt. Kostnaður ríkisins af þessu nem- ur 25-30 milljón krónum. Samningarnir gilda til ársloka 1994 en eru uppsegjanlegir eftir 30. september á næsta ári. Háskólamenji hjá ríkinu -fá í ár svipaðar hækkanhs og háskólakennárar höfðu samið um. Siðan fá BHMR- menn 1,5 prósent launahækkanir í janúar og maí. Þeir fá 6500 króna orlofsuppbót og 22 þúsund króna desemb- eruppbót. Loks ber að nefna það, sem háskólamenn leggja mest upp úr, þegar litið er til lengri tíma. Sex manna nefnd mun gera samanburð á kjörum háskóla- manna hjá ríkinu og á almennum vinnumarkaði. Leiði það til launahækkana hjá BHMR, eiga þær að verða í áföngum fyrsta júlí ár hvert frá og með næsta ári. Þessi upptalning leiðir í ]jós, að þessir verkfallsmenn fá meira en til dæmis fólk í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hafði samið um. En óvíst er, að hið langa verkfall hafi borgað sig fyrir háskólamenn, þegar á allt er htið. Þeir hafa til dæmis jafnan gert meira en rétt er úr því, að þeir hafi haft verri kjör en sambærilegir hópar háskóla- manna á almennum markaði. í þjóðfélaginu gilda launa- hlutfóll, hlutföll sem hafa ekki orðið til af tilviljun einni. Háskólamenn hjá ríkinu eru hluti þess markaðar. Þeir hafa til dæmis jafnan getað fært sig til, teldu þeir það borga sig. Ríkisstarfsmenn hafa verulegt hagræði um- fram aðra, og nægir þar að nefna lífeyrissjóðina. Hér hefur verið nefnt sitthvað, sem athugavert er við samningana. RíMssrjórnin beygði sig. En við öðru var ekki að búast af svo veikri ríkisstjórn. Stjórnin hefur naumast þingmeirihluta. Hún er í bullandi mirmihluta meðal landsmanna. Þá hefur Alþýðubandalagið einkum verið veikt gagnvart kröfum kennara, þótt foringjar Alþýðubandalagsins hefðu orðið reiðir um sinn. Gerðar- dómur hefði úr því sem komið var, verið skásti kostur- inn. En við hann var hikað. Því verður þjóðin að sætta sig við þá niðurstöðu, sem orðin er. Aðstæður í efnahagsmálum eru þannig, að ekki er grundvöllur mikilla launahækkana. Slíkt mundi ein- ungis kalla á meiri verðbólgu og meiri gengisfellingar. Þetta höfðu menn skilið hjá Alþýðusambandinu og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. En háskólamenn hjá ríkinu vísuðu þessu á bug og hugðust komast lengra. Það hefur þeim að sumu leyti tekizt, þótt það ætti ekki að sundra efnahagnum frekaren orðið er. Haukur Helgason Frá Panamaskurði. - „Bandaríkjamenn eiga 10 kilómetra breiða landræmu meðfram skuröinum, allt frá Kyrrahafi til Atlantshafs". Hótanir og efndir Allir skákmenn vita að hótun um einhvern leik getur verið áhrifarík- ari en leikurinn sjálfur. í því ljósi ber að líta á tilburði Bandaríkja- stjórnar gagnvart Panama, eins og annað i því máh eru hðsflutningar þangað og æsingur í tali, póUtísk skák, sem ætlað er að veikja stöðu Noriegas herstjóra. Hitt er svo nokkuð ljóst, og vænt- anlega Noriega sjálfum, að ef al- vara yrði gerð úr þeirri hótun, sem Uggur í loftinu, væri það vísasta leið Bandaríkjamanna til að tapa taflinu endanlega, ekki aðeins í Panama heldur gjörvaUri Mið- Ameríku. íhlutanír Bandaríkjamenn eiga langa sögu í ^Jið-Ameríku og heldur ógeð- fellda. Sú saga er aðallega um græðgi og gróðafikn einkaaðila, sem hafa getað tryggt hagsmuni sína meö bandarísku hervaldi. Orðið bananalýðveldi er til komið vegna þess að bananafélagið mikla, United Fruit, sem nú er aðeins deild í General Foods, ræktaði ban- ana og aðra ávexti í Nicaragua, Guatemala, Honduras, Panama og víðar og hafði nær einokun á þeirri framleiðslu. Hvenær sem stjórnvöld í þessum löndum gerðust félaginu óþæg var vitnað í frelsi einstakhngsins, kommúnistagrýlan vakin upp og bolabrögðum og hervaldi beitt til að tryggja það stjórnarfar sem þjónaði sem best hagsmunum Un- ited Fruit Company. Bananafélagið lét skipta um stjórnir í þessum löndum eftir sínum hagsmunum, og ekkert þessara ríkja, ekki einu sinni Nicaragua, var jafnmikiö bananalýðveldi og Panama. Nú er þetta bananalýöveldi með derring við Bandaríkjastjórn, aö vísu af öðrum toga en áöur og þaö er þá ofarlega í herraþjóöinni að bregðast við eins og fyrrum. Síð- asta meiriháttar íhlutun Banda- ríkjamanna á vegum United Fruit var reyndar í Nicaragua, það land var hersetið í þágu félagsins aö heita má ósUtiö frá 1909 til 1933. Á árinu 1927 gerði Cesar Sandino uppreisn gegn bandaríska hernum og barðist viö hann þar til hann fór þaðan 1933, en hafði áöur komiö hinum fyrsta af þremur forsetum Somozaættarinnar til valda. Þaö stríð, sem enn er í Nicaragua, má líta á sem leifar þessa tíma, núver- andi stjórn Nicaragua kennir sig viö Sandino, sem Somoza fyrsti lét myrða 1934, og contraskæruliöar svokallaöir eru aö mestu leyti leif- arnar af her Somozas þriöja sem koUvarpaö var 1979. Bandaríkjamenn eru nú enn í miklum ógöngum í stefnu sinni gagnvart Nicaragua en nú er það samt hið eina sanna upprunalega bananalýöveldi sem veldur þeim þyngstum áhuggjum. . Panamaskuröurinn Bandarikjamenn eiga aUan heiö- urinn, ef heiöur skyldi kaUa, af því KjaJlarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Skærur og skipalyftur Það er ekkert auðvelt að verja Panamaskurðinn því að hann Ugg- ur vel við skemmdarverkum. Skurðurinn Uggur upp í mikla hæð yfir sjávarmál og það sem gerir hann yfirleitt skipgengan er að vatni úr ám og stöðuvötnum á há- lendinu er veitt í skipalyfturnar. Með því aö sprengja þessar stíílur er hægt að gera skipalyftur vatns- lausar og loka skurðinum til langs tíma. Það er einmitt þetta sem Uk- legast er að skæruUðar í Panama mundu gera ef Bandaríkjamenn hrekja Noriega úr valdastóh út í skæruhernað í frumskógunum. Sá herstyrkur, sem Bandaríkja- menn hafa sent til Panama, á að öUum líkindum að verja þessa aujnu bletti frekar gn taka hátt í ,,Bandaríkjamenn eiga allan heiður- inn, ef heiður skyldi kalla, af því að Panama er yfirleirt sjálfstætt ríki." aö Panama er yfirleitt sjátfstætt ríki. Landið var hluti af Kólombíu, en Theodore Roosevelt forseti lét búa til sérstakt ríki á Panamaeið- inu 1903 til þess eins aö tryggja gerö og öryggi Panamaskurðar- ins. Panama var stofnað kringum skuröinn og skurðurinn ásamt bananaframleiðslunni hefur veriö eina verulega tekjulind landsins aUt fram á síöari ár, að meiri fjöl- breytni er orðin. Jafnframt hafa Bandaríkjamenn Utið á skurðinn, og þar með Panama, sem sína eign. Þegar skurðurinn var geröur var svo sagt í samningum aö hann væri eign Bandaríkjamanna „til eiUfðar". Þeirri eilífð lýkur nú áirið 2000 þegar Panamaskurðurinn verður afhentur stjórn Panama samkvæmt nýjum samningi sem Carter Bandaríkjaforseti geröi viö miklar óvinsældir heima fyrir árið 1977. Ókyrröin í Panama á einmitt rætur að rekja til þessara fyrir- huguðueigendaskipta. Bandaríkja- menn eiga 10 kílómetra breiða landræmu meðfram skurðinum aUt frá Kyrrahafl til Atlantshafs, og á þessari ræmu gUda bandarísk lög og aUt er þar með bandarísku sniði. Þar búa um 45 þúsund Bandaríkjamenn, þar af um 11 þús- und hermenn. Þar eru aöalstöövar Suðurstjórnar bandaríska hersins, sem stjórnar öUum hernaöaraö- gerðum Bandaríkjanna í Mið- og Suöur-Ameriku, líka stríöinu viö eiturlyfjasmyglara sem Noriega herstjóri er í slagtogj við. Hernaöaraöstaöan í Panama og flotastöðvarnar þar eru mikUvæg- ustu herstöðvar Bandaríkjanna á öUu suöurhveU átfunnar sem ekk- ert getur komið í staöinn fyrir. Þessi her á Uka að verja skurðinn enda ekki vanþörf á. valdaráni gegn Noriega. Slikt valdarán Bandaríkjahers getur ekki talist líklegt, það væri með óUkindum að Bandarikjamenn færu vitandi vits að etja sjálfum sér út á slíkt forað. Með hernaöaríhlut- un fengju þeir ekki aöeins flesta íbúa Panama á móti sér heldur íbúa allrar álfunnar og stefna þeirra í Miö- og Suöur-Ameríku hryndi til grunna. SUk lækning væri verri en meiniö Noriega sem ætlunin væri aö skera burtu. Hver sú stjórn, sem Bandaríkja- menn kæmu á, yröi aldrei áUtin annað en leppstjórn þeirra og að öUum líkindum brytist út skæru- hernaöur sem Bandaríkjaher gæti aldrei upprætt. Hitt er annað mál að hótanir um hernaöaríhlutun gætu haft póUtísk áhrif í þá átt aö stappa stálinu í andstæðinga Nori- egas innan Panamahers og ýta þeim út í valdarán gegn honum. Það er hugsanlegt að loforð um bandarískt fuUtingi yki einhverj- um herforingja nógu mikiö kjark til að ráðast gegn herstjóranum. Samt er þaö ekki taUð líklegt Nori- ega gerir vel við sína menn í her- num og á meðal þeirra mikinn stuöning. Þaö er ekki að sjá aö Bandaríkja- stjórn komist nær því markmiöi sínu að losna viö Noriega meö duld- um hótunum um hernaðaríhlutun. Hótanir sem ekki er fuU alvara á bak viö eru ekki hótanir, heldur blekkingar, og ef þessi blekking dugar ekki, eru Bandaríkjamenn ennþá verr staddir gagnvart Nori- ega og Panama en fyrr. Tími United Fruit og bananalýöveldanna er Uö- inn og kemur aldrei aftur. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.