Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MAl 1989. Spurningin Áttþúerfitt meö aö sofna þegar bjart er á kvöldin? Sigurður Pálsson læknir: Nei, það hefur engin áhrif á mig nema þá bara góð. Steinunn Harðardóttir líffræðingur: Nei, en maöur verður.að draga gluggatjöldin vel fyrir. Stelpan mín á efiðara með að sofna enda fara börnin fyrr aö sofa - þá er mjög bjart ennþá. Þóra Vignisdóttir, starfar hjá Heimil- ishjálp: Nei, það hefur engin áhrif á mig. Soffia Jónsdóttir verkfrœðingur: Nei, ég hef ekki fundiö fyrir því. Hilmar Helgason útgerðarstjóri: Nei, það truflar mig ekkert. Mér er alveg sama um birtuna og slekk bara á mér þegar ég þarf. Mrarinn Árnason lögfræðingur: Ég laet það vera en ég vakna aftur á móti fyrr á morgnana þegar svona bjart er................----- Lesendur Lítið um nýru á markaði? Hjörtu, lifur og nýru ættu eiginlega að vera komin á sinn stað - - þegar þetta kemur fyrir sjónir lesenda. í verslanir Eygló skrifar: Innmatur úr lömbum hefur ávallt verið talinn hollur og er auk þess prýðilega góður matur eftir að búið er að matreiða úr honum á ýmsa vegu. Uppskriftir að réttum úr inn- mat, t.d. lifur, hjörtum og nýrum, eru næstum ótæmandi. Ég er ein þeirra sem hafa mikið notað innmat og hvað sem um sjálft kindakjötið má segja eru þessi mat- væli, sem ég nefni hér, sérstaklega sígild matvara og ætti því að vera á boðstólum dag hvern í matvóru- verslunum. - En þar er hængurinn á. Ég hef átt erfitt með að fmna allar þessar tegundir í einu í versluninni sem ég versla í og jafnvel þótt leitað sé lengra og til annarra verslana. í einni verslun var inér sagt að nýru væru hreint ekki fáanleg og ástæðan væri sú að Færeyingar hefðu keypt upp allt sem hefði fundist í landinu af þeim! Þessu á ég nú bágt meö að trúa og vildi því gera fyrirspurn til þeirra sem selja nýrun til verslana hvort þetta sé rétt haft eftir. Lesendasíða DV tók á sig rögg og kannaði sannleiksgildi þessara um- mæla. Og mikið rétt! í þeim verslun- um, sem haft var samband við, voru til hjörtu og lifur en ekki nýru og höföu meira að segja ekki veriö til í talsverðan tíma. Þá hafði lesendasíða samband við þá tvo aðila sem líklegastir eru til aö selja nýru til verslana, nefnilega Afurðasölu Sambandsins og Slátur- félag Suðurlands. Hjá Afurðasölunni var það svar gefið að nóg væri til af nýrum þar og ekki þyrftu verslanir annað að gera én panta vöruna. Hjá SS fékkst það svar að nóg væri til af nýrum en nánast ekkert af lifur eða hjörtum. Og þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að verslanir bjóði við- skiptavinunum hjórtu, lifur og nýru, allt í senn - dag hvern. Hringið í sta 27022 miffikl. 10 og 12 eða skrifið Alltaf eru Svíar jafn „velvijjaðir" Helga Guðmundsd. hringdi: Það er einkennilegt að það skuli vera einmitt þessa dagana sem heim- sókn sænska forsætisráðherrans stendur yfir hér að gróflega móðg- andi staðhæfingar um okkur íslend- inga berast frá opinberum aðilum í Svíþjóð. - Það er eins og einhverjir áhrifamiklir menn í Svíþjóð sæti færis að koma lagi á okkur íslend- inga með vissu millibili, og oft er það í einhverjum tengslum við opinberar heimsóknir þangað, eða hingað til íslands. Það að láta uppi þá skoðun, og það af opinberri hálfu, að við íslendingar séum allt að því ekki gjaldgengir í samfélagi þjóða vegna fákunnáttu og vesaldóms er meira en hægt er að láta ósvarað. Ég er alveg undrandi á því hve mikil áhersla er lögð á það af okkar ráðamönnum aö þagga nið- ur þessa grófu móðgun. Með því at- hæfi einu erum við að viðurkenna aumingjaskap okkar og þrælsótta. Ég veit ekki til þess að við höfum neitt slíkt til Svía að sækja sem gefur okkur tilefni til að kyngja niðurlægj- andi umsógn um okkur. Ekki kaupa Svíar svo mikið af okkur að við þurf- um að óttast viðskiptabann. Við kaupum mikið af þeim qg þau kaup mega alveg falla niður. Ég óttast að- eins eitt og það er, að við förum að taka það gott og gilt að um okkur sé illa talað og við séum rægðir af for- svarsmönnum annarra þjóða. En undir því megum við ekki sitja, þótt nokkur freisting sé til þess hjá okkar ráðamönnum. Árásir Svía halda áfram: Krefjumst afsök unarbeiðni Skúli Guðmundsson hringdi: Það hefur komið vel í ljós núna, þegar okkur berast fréttir af óviður- kvæmilegum og móðgandi ummæl- um háttsetts sænsks embættismanns um okkur íslendinga skömmu fyrir heimsókn sænska forsætisráðherr- ans hingað, að Svíar kalla ekki allt ömmu sína þegar þeir vilja móðga okkur íslendinga. Og það hafa þeir gert margsinnis. Það er eins og Svíar hafi alltaf öfundað okkur pínulitið, þessa fámennu eyþjóð. Ég man svo langt að hér varð uppi fótur og fit, og með réttu, þegar sænskir fjölmiðlar lögðu til atlögu við forsetafrú okkar þáverandi með mðrandi ummælum. Það var ekki í eina skiptið sem Svíar hafa sótt í að gera okkur litla í augum umheims- ins. Sennilega er skotið fóstu skoti til okkar einmitt nú vegna komu sænska forsætisráðherrans til að koma af stað úlfúð í hans garð meðan á heimsókn hans stendur. Svo miklir ódrengir erum við þó ekki aö láta nýleg ummæli bitna á hinum sænska gesti. Hins vegar eig- um við skilyrðislaust aö krefjast op- inberrar afsökunarbeiðni frá Svíum strax og ráðherrann er farinn heim. Ekkert annaö kemur til greina. En það er umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga hvort við höfum svo ekki endanlega fengið nóg af samskiptum okkar við Norðurlönd- in, og þá einkum Svía. Það er enginn vafi á því að með því að hafa látið það óátalið á síðustu áratugum að sænsk áhrif festu hér rætur, m.a. með ótímabæru og óviðráðanlegu félagsmálakerfi og „upphafningu" bókmennta- og hstamanna og ann- arra hugvísindamanna á kostnað raunvísinda, höfum við komið okkur í mikinn efhahagsvanda. Við værum áreiðanlega betur stödd þjóð í dag hefðum við haft aðrar Vestur-Evrópuþjóöir, svo sem Holl- endinga, Þjóðverja, Lúxemborgara og aðrar slíkar, aö fyrirmynd, þar sem hagkerfi blómstra og félags- hyggjan situr ekki í fyrirrúmi. En uinfram allt; krefjumst afsökunar- beiðni frá Svíum áður en málið fyrn- ist. ..... Árásir á hundeigendur: Af sem áður var Hundeigandi skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist vegna sífelldra árása á hundeigendur og skjólstæðinga þeirra í fjólmiðlum að undanfórnu. Þaö er af sem áður var þegar hundurinn var besti vinur mannsins. Nú fylkja menn Uði gegn þessum málleysingjum og ekki nóg með að bæjar- og jafnvel sveitarfélög banni hunda í byggðakjörnum, held- ur er svo komið að á mörgum útivist- arsvæðum utan þéttbýlis og jafnvel á tjaldstæðum úti á landi er hundum meinaður aðgangur^ Borgarbörnin mörg hver missa stjórn á sér af hræðslu ef þau mæta ferfætlingnum á förnum vegi, þrátt fyrir að hann sé bundinn við hlið eiganda síns. Við þau er ekki að sak- ast. Einhvers staðar í uppeldinu hef- ur misfarist að kenna þeim gjldi þess að lifa í sátt og samlyndi við skepnur og náttúru þessa lands. Fyrir þeim verður raunveruleikinn smám saman steinlögð stræti, fjar- stýrð leikfóng, myndbónd og tölvu- leikir. Og þegar þau sjá jafnsjálfsagð- an hluta af dýraríkinu og hund gríp- ur þau mörg hver taumlaus ótti. - Þetta hafa flestir hundeigendur ein- hvern tíma horft upp á. Vissulega er rétt að brýna fyrir börnum sínmn að fara varlega í umgengni við hunda því þeir eru jú eins misjafnir og mennirnir. En sennilega ganga margir of langt. Allavega er ástæða til að óttast fyrir hönd borgarbarnanna sem ekki upp- lifa þá sjálfsögðu lífsreynslu sem eðlileg umgengni við skepnur er. Hundar eru staðreynd í landinu, líkt og hross, sauðfé og kýr, og því finnst mér nóg komið af taugaveikl- unariegum yfirlýsingum í fjölmiðl- um um hundafargan í Reykjavík, um hundaskít og hundgá hér og þar. Það er alvarleg þróun að ætla að meina hundeigendum og skjólstæðingum þeirra aðgang að útivistarsvæðum. Hvað hundaskítinn varðar er hann sjaldnast í kringum leiksvæði barna, þar eð lausir hurídar eru sjaldgæf sjón. - Kettir eru mun-skæðariá þess- um efhum þar sem þeir sækjá mjög í að gera sín stykki í sand og eru því oft í sandkössum barna. Það er hugmynd sem nöldurseggir ættu að hugleiða hvort ekki ætti að banna ketti í borg og bæjum. Þar er þrasefni sem ekki hefur verið nýtt ennþá! Svo eru þeir sem kvarta und- an hundgá. Þeir ættu að staldra við og hlusta á umhverfishhóðin í ná- grenni sínu. Drunur og mengun frá fjölförnum götum borgar og bæjarfé- laga, flugvélagnýr, þanin mótorhjól, hróp og köll í krókkum og fullorðn- um, o.sírv. - Ætli geltið í hvutta kafni ekki einhvers staðar í miöju þvarginu! Að framan er upptalið fátt eitt af þeim sökum sem á hunda eru born- ar. Þessi ofsóknarherferð hefur gengiö of langt. Nú er mál að linni, og aö „heimsborgarar" Reykjavíkur og annarra bæja læri að lifa í takt við tilveruna og njóti þess sem henni fylgir. Ummæli Svía um íslendinga: Ekki út í hött Kristinn Einarsson skrifar: Þau ummæli, sem höfð eru eftir ónafhgreindum embættismanni í sænska utanríkisráðuneytinu í við- tali við fréttamenn sænskrar frétta- stofu og eru eitthvað á þá leið, aö ámóta fjarstæðukennt sé að íslend- ingar geti gegnt forystuhlutverki innan EFTA og að borgin Malmö, með um 250 þús. íbúa, geti sinnt hagsniunum Svía gagnvart innri markaði EB, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum hér á landi. Ekki eru nú ummælin háðuleg eða niðurlægjandi heldur snýst málið eða hugsun þessa aðila um það að ísland sé svo lítið og hafi of litla tæknilega þekkingu og ennþá minni efhahagslega burði til þess að það geti sinnt hagsmunum EFTA ríkj- anna gagnvart EB á viðunandi hátt.' - Er þetta ekki bara hárrétt og allt eðh málsins samkvæmt? Ég get ekki betur séð. ............. Hvaða burði höfum við íslending- ar, 250 þús. manna þjóð, til þess yfir- leitt að vera í sviðshósinu á hvaða vettvangi sem er í alþjóðlegum sam- skiptum? Enga. Og hvað eigum við að gera í forystuhlutverki EFTA sem snýr að málum Evrópubandalagsins sem við ætlum hvort eð er ekki að ganga í? í EB er umræðan um fisk og sölu á fiski aðeins brot af þeim málum sem tekin eru til umræðu þegar málefni EB ber á góma. Og á öðrum málefnum en þeim er snúa að fiski höfum við enga þekkingu. Hvað eigum við, þjóð með allt niður um okkur á efnahagssviðinu, að leggja til málanna? Eöa þá í varnar- málum, sameiginlegri herskyldu, málum um gjaldmiðil? Ekkert. Það má því segja að ummæli þau sem menn hafa reynt að hneysklast á og eru ættuð frá sænskum stjórnar- skrifstofum séu alls ekki út í hött. >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.