Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Síða 13
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989.
13
Lesendur
Staðgreiðsla og söluskattur:
Harðara innheimtukerfi
ENSKUSKÓLAR í ENGLANDI
Ef sótt er um strax eru enn möguleikar á að komast
með 24. júní. Uppl. hjá Sölva Eysteinssyni, s. 14029.
Skattgreiðandi skrifar:
Nú er komið til umræðu á Alþingi
frumvarp um breytingu á lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda. Felur
það í sér að horfið verði frá forgangs-
kröfum ríkisins í þrotabú fyrirtækja
ef þau skulda staðgreiðslu af sköttum
starfsmanna sinna svo og söluskatt.
Fjármálaráðherra hefur mótmælt
þessu frumvarpi eða talið það brjóta
gegn þeim fyrirætlunum sem ríkis-
stjórnin hafði uppi um að koma hér
á harðafa innheimtukerfi. Margir
hafa tahð að ríkið hafi ekki gengið
nógu hart fram í því að innheimta
söluskatt og aðra þá skatta sem það
á útistandandi hjá fyrirtækjum og
þá einkum þeim sem farið hafa yfir
um - orðið gjaldþrota eða dregið úr
hömlu að gera upp viö hið opinbera.
Það kom mér á óvart að þarna
skyldu standa að þingmenn úr öllum
flokkum en sýnir bara að í þessu
máh og sumum öðrum er verið að
gera úrslitatilraunir til að halda í
horfinu um þá samtryggingu sem hér
hefur verið, halda öhu óbreyttu í
þjóðfélaginu. Hér hafa fyrirtæki
komist upp með að verða eða láta
gera sig gjaldþrota og ekkert hefur
verið af þeim að hafa, jafnvel laun
til starfsfólks og skattar til hins opin-
bera hafa gjörsamlega gufað upp.
Á það skortir ekkert að fylgst sé
náið með launþegum og af þeim tek-
ið reglulega við hverja útborgun
launa. Hið sama verður að ganga
yfir fyrirtækin og það er réttlætismál
að allir sitji við sama borð þegar
kemur að skattheimtu hins opinbera.
Það hefur of lengi verið hægt að leika
þann ljóta leik að taka vörslufé -
staðgreiðsluskatta og söluskatt - inn
í rekstur fyrirtækja í stað þess að
skila þeim í hinn sameiginlega sjóð
okkar.
Það eru augljóslega að verða hér
kynslóðaskipti í mörgu tilliti og því
verða hinar gömlu forréttindaklíkur
í öllum stjórnmálaflokkum að fara
að átta sig á. Það heyrir brátt sög-
unni til að hér geti menn setiö í ein-
hverjum formannsstöðum og þegið
nær heilan tug milljóna fyrir vikið.
- Eða stofnað fyrirtæki eftir fyrir-
tæki í þeim einum tilgangi að verða
gjaldþrota og geta gómað hagnað
ásamt sköttum og skyldum fyrir-
hafnar- og eftirlitslaust.
Utarefni í laxafóðri
Kaupmaður hringdi:
Það er ýmislegt sem upplýsist á
verkfallstímum sem verður að telja
afbrigðilegt ástand miðað við þegar
aht gengur sinn vanagang í þjóð-
félaginu.
Eitt með öðru er það sem nú er
staðfest í frétt vegna verkfahs nátt-
úrufræðinga sem hindruðu starfs-
menn fyrirtækis, sem flytur inn fóð-
urblöndu, að flyta fóður í hús án
samþykkis Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins.
Það er sem sé staðfest opinberlega
að laxaseiði, sem alin eru hér í svo-
köhuðu fiskeldi, þurfa á htarefni að
halda og einnig kannski vítamínum
th að fullvaxinn fiskurinn standist
samanburð - þótt ekki sé nema í út-
hti - við hinn náttúrlega lax sem
veiddur er í ám hér á landi.
Einhvern tíma heföi svona nokkuð
hreinlega ekki verið viðurkennt hér
á landi, að setja þyrfti litarefni í fæðu
dýra, fiska eða spendýra, meðan
skepnurnar eru enn á lífi, til að af-
urðin sé girnilegri! Okkur ferst varla
að tala um matvælaframleiðslu ann-
arra þjóða og hormónagjafir t.d. til
kjúklinga eftir þetta. - Hvað skyldi
hagfræðingur Stéttarsambands
bænda segja við þessu?
Ég fer nú að skilja óbeit viðskipta-
vina minna á öllum fiski sem kemur
Litarefni í laxafóðri? - Einhvern tíma hefði svona nokkuð ekki verið viður-
kennt opinberlega hér á landi, segir hér m.a.
úr fiskeldi og er enda hættur að bjóða
hann til sölu. Er einungis með lax
að sumri til, fisk sem ég veit hvaðan
kemur, svo að ég þurfi ekki að standa
i deilum við viðskiptavini um hvort
þetta sé eldislax eða ekki. - Það verð-
ur að segja eins og er að þetta verk-
fah hefur þó upplýst hlut sem áreið-
anlega átti að liggja í þagnargildi. -
Eða vissu þetta þá kannski allir?
Videomyndar leitað
Videoeigandi hringdi: Myndin gerðist í Frakklandi og í til einhverrar annarrar leigu, ja&-
Fyrir nokkrum árum fékk ég íranoge.t.v. víðarogvarumnjósn- vel úti á landi. Ef einhver getur
leigða hjá Videospólunm viö Holts- ir og fyrirhugað morð á „hinum gefið upplýsingar um þessa mjmd
götu eina af mörgum frábærum þremur stóru“, Churchih, Roose- eða hvar hún var síðast er sá hinn
myndum sem þar voru tiltækar. velt og Stahn þegar þeir komu til samivinsamlegabeðinnaðgefaum
Myndin gæti hugsanlega heitið fundar í Teheran í íran í seinni það upplýsingar. Lesendasíða DV
„The Assassination“ eöa annaö í heimsstyrjöldinni. - Þetta var mik- hefur lofað að taka við þeim upp-
þessum dúr. Jafiivel „The Invad- il spennumynd og frábær mynd að lýsingum milh kl. 10 og 12 í síma
or“. Myndin var með Alain Delon öhu leyti. lesendasíðu, 27022, í von um árang-
sem aðalleikara í karlhlutverki en Myndin er löngu farin af Video- ur.
man ekki fleiri nöfn á leikurum. spólunni á Holtsgötu og sögð seld
Kr. 985,- fermetrinn
' Njóttu sumarsins sem best og fáðu
* þér grasteppi sem endist ár eftir ár.
Tilvalið á svalirnar, veröndina,
leikvöllinn, gufubaðið, sundlaugar-
bakkann, og hvar sem þér dettur í hug.
Teppaland • Dúkaland
Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk.
Æk BUtGK&DECKER
" Gardáhöld
Verð 13.821,-
Verð frá 3.964,-
SÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT
Geríð verðsamanbtirð
SINDRA A^STAL HF
BORGARTUNI 31, SÍMI 627222
Keflavík - Amsterdam - NAIRÓBÍ
Auðvelt og þœgilegt með Arnarflugi og KLM ■ Og verðið er
mjög hagstœtt