Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Side 15
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. 15 Fjölmiðlar og barnabókmenntir Það er álit margra að umfjöllun um barnabækur og bamabókmenntir í fiölmiðlum sé í lágmarki. Reyndar hefur mátt merkja á síðustu árum breytingu til batnaðar. Enn skortir samt tilfinnanlega málefnalegar umræður um þennan mikilvæga þátt bókmenntanna. Lesefni ungu kynslóðarinnar mótar að miklu leyti bókmenntasmekkinn síðar á lífsleiðinni. Afhending verðlauna Tilefni þessara hugleiðinga er af- hending íslensku barnabókaverð- launanna, sem nýlega hefur farið fram, og fréttir fjölmiðla af þessum árlega viðburði. En þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin eru veitt. Ólafur Ragnarsson, formaður sjóðsstjórnar, flutti erindi og KjaUarinn Ármann Kr. Einarsson rithöfundur „Megintilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði á úrvalslesefni fyrir æsku landsins.“ kynnti verðlaunahöfundinn sem að þessu sinni er Heiður Baldursdóttir kennari. Ævintýrið „Álagadalur- inn“ er fyrsta bók hennar. Ólafur ræddi meðal annars um þýðingu íslenskra bóka fyrir börn, einkum með tilliti til tungunnar. Ármann Kr. Einarsson afhenti Bamabókaverðlaunin og minntist á mikilvægi þess fyrir óþekkta höf- unda að fá verk sín gefin út. Að lokum flutti menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, stutt er- indi þar sem hann fagnaði þessu framtaki til stuðnings málræktar í landinu. Hann gat þess m.a. að Vaka-Helgafell, sem er aðili að Verðlaunasjóði íslenskra bama- bóka, væri forlag nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness. En ein- mitt á þessu ári em 70 ár síðan fyrsta bók hans, „Barn náttúmnn- ar“, kom út. Hefur sannað tilverurétt sinn Vík ég þá aftur að þætti fjölmiðl- anna. Það vakti athygh ýmissa hve fréttinni af afhendingu íslensku bamabókaverðlaunanna vora gerð góð skil, bæði í ljósvakafjölmiðlum og dagblöðum. Þá má getá þess að ritdómur um verðlaunasöguna eft- ir ungan gagnrýnanda birtist strax nokkram dögum eftir útkomu bók- arinnar. Sannarlega athyghsverð ogánægjuleg tíðindi. Ég vitna enn í ræðu Ólafs Ragn- arssonar: „Ef þeir sem nú eru á æskuskeiði læra að meta bækur og njóta þeirra þurfa menn hvorki að hafa áhyggjur af framtíð bóka né tungu. Bömin munu sjá að heimur bóka er heihandi.“ Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka hefur þegar sannað til- verarétt sinn. Megintilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði á úrvalslesefni fyrir æsku landsins. Árlega berast tugir handrita í samkeppnina. Svo skemmtilega vih th að verðlaunasögumar hafa ahar verið fyrstu bækur höfund- anna: „Emil og Skundi" eftir Guðmund Ólafsson 1986, „Franskbrauð með sultu" eftir Kristínu Steinsdóttur 1987, „Fugl í búri“ eftir Kristínu Loftsdóttur 1988, „Álagadalurinn" eftir Heiði Baldursdóttur 1989. Ghdi góðra barnabóka orkar ekki tvímælis. Markvisst þarf að efla veg og viröingu barnabókmennta. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka er spor í rétta átt. Ármann Kr. Einarsson Ármann Kr. Einarsson rithöfundur og fyrstu verðlaunahafarnir, Guðmundur Ólafsson og Kristín Steinsdóttir. Nýr vinstri flokkur, nýtt vinstra blað: Umræðan má ekki þagna Um áramótin skrifaði ég kjahar- agrein í DV þar sem ég gerði þörf- ina fyrir nýtt, vinstri sinnað stjóm- málaafl á íslandi að umtalsefni. Síðan era hðnir íjórir mánuðir og vissulega hefur rnnræða um þetta mál verið mikh. Nú er hún hins vegar nánast þögnuð aftur og það er eins og menn hafl gefist upp við að reyna meira, reyna áfram að finna sameiginlegan grandvöh fyr- ir endurskoðun mála á vinstri væng. Efasemdarmenn um þetta mál hafa verið margir í röðum beggja A-flokkanna. Þeir hafa hins vegar fæstir komið með neinar thlögur að breytingum, aðeins gagnrýnt endurskoðunarthlögurnar. Funda- ferð formanna A-flokkanna vakti athygli og dró að sér áheyrendur: þetta var nýbreytni og íslenskir kjósendur vhja nýbreytni. Þeir eru orðnir þreyttir á stirðnuðu, þunglamalegu, óskýru flokkakerfi landsins. Ahar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið upp á síðk- astið, sýna það sama: kjósendur vilja ekki eða geta ekki tekið af- stöðu th flokkanna. Aht að helm- ingur þeirra tekur ekki afstöðu eða neitar að svara. Slíkt afstöðuleysi er fáheyrt í skoðanakönnunum í vestrænum heimi. íslenskir kjós- endur eru óánægðari með flokka- kerfi sitt en aðrir. Hugmyndir að utan Bein fyrirmynd að nýjum ís- lenskum vinstri flokki verður auð- vitaö ekki sótt th útlanda. Sérstaða íslensks þjóðfélags, mörkuð m.a. af dreifbýh og fámenni, veldur því. Hins vegar hggur beint við að hug- myndir séu sóttar til öflugra vinstri afla í Vestur-Evrópu, t.d. jafnaðar- KjaUarinn Einar Heimisson, sagnfræðinemi, Freiburg, Vestur-Þýskalandi manna í Frakklandi, Vestur-þýska- landi eða Sviþjóð. Augljóslega hgg- ur beinast við að sækja hugmyndir th þeirra vinstri manna sem mest- um árangri hafa náð á síðustu missirum og njóta trausts kjósenda í sínum löndum. Kjósendur eru einu dómararnir um árangur stjórnmálamanna. Suma hluti má læra af sögunni þegar um stjórnmálaflokka er að ræða. Sá lærdómur er hvað skýr- astur að klofningur stjórnmálaafla verður sjaldnast th að styrkja hehdarhreyfmguna. Þótt ýmislegt megi þannig læra af fyrri tímum er hins vegar fráleitt að sækja hug- myndafræði aftur í söguna, jafnvel aht aftur á síðustu öld. Hugmynda- fræðingar síðustu aldar munu aldrei leysa vandamál okkar tíma neðan úr sínum gröfum. Hug- myndafræðingum síðustu aldar er enginn greiði gerður með því að kalla þá th ábyrgðar um þjóðfélags- mótun okkar tíma. Hringferðir í pólitík. íslenskir flokkar ganga stundum í undarlega hringi og örðugt getur verið að henda reiður á hvar þeir eru staddir á hringnum hverju sinni. Kvennahstinn var af ýmsum tahnn róttækasta afhð í íslenskum stjórnmálum fyrir síðustu þing- kosningar: kjósendur sem höfnuðu Alþýðubandalaginu sakir þess að það væri ekki nógu vinstrisinnað, kusu Kvennalistann. Nú er hins vegar Kvennalistinn farinn aö virka sem hálfgerð hækja undir Sjálfstæðisflokknum í stjórnarand- stöðu: í hverju málinu á fætur öðru standa þessir flokkar saman gegn ríkisstjóm vinstri aflanna. „Vinstri atkvæði" úr kosningunum 1987 reynast þannig Sjálfstæðisflokkn- um drjúg um þessar mundir. Vinstri sinnaður flokkur, sem tahst hefur getað „burðarafl í land- sjóminni“, hefur ekki verið th á íslandi. A-flokkarnir hafa ával® verið of litlir til þess. En þetta er dæmigert fyrir íslenska stjórn- málasögu. Hún einkennist af sam- stöðuleysi vinstri aflanna, sem og 'fyrmefndum hringferðum stjórn- málaafla. Flokkar hafa stundum náð betur saman við aðra flokka, sem eru fjær þeim í hinu póhtíska htrófi, en þá sem standa nær og eru jafnvel sprottnir af sama meiði. Þessi furðulega-staðreynd, sem lík- ast th er fyrst og fremst sprottin af persónupólitík og thfinninga- karpi, hefur verið höfuðmeinsemd íslenskra stjórnmála. Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa th dæmis aðeins veriö saman í stjóm í landinu í innan viö fjögur ár frá stofnun fyrrnefnda flokksins árið 1956. Hins vegar hefur Al- þýðubandalagið verið tíu ár í stjóm með Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokkurinn þrettán ár í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ekki er undarlegt að kjósendur viti ekki ahtaf nákvæmlega hvar og fyrir hvað íslenskir stjórnmálaflokkar standa. Samstaða vinstri flokkanna í rík- isstjóm nú er hins vegar mikhvæg- ur áfangi í þá átt að skerpa línur í íslenskum stjórnmálum og þeim áfanga verður að fylgja eftir. Séríslenskar aðstæður Á sama tíma og umræðan um endurskoðun íslensks flokkakerfis hefur orðið háværari en í langan tínia er önnur umræða einnig há- vær: Um vinstri málgögn. Þjóðvhj- inn rambar á barmi gjaldþrots og Alþýðublaðið er einungis fjórar th átta síður að stærð á hverjum degi. Ekki gleðileg staða fyrir vinstri- menn en samofin samstöðuleysinu, hringferðunum, tilfinningakarp- inu, persónupóhtíkinni. Séríslenskar aðstæður, smæð markaðarins, valda því að tæpast er í rauninni pláss fyrir fleiri en tvö morgunblöð og eitt síðdegisblað á íslandi. Árið 1985 var síðast gerð tilraun til að setja á stofn nýtt sam- eiginlegt vinstra blað en hún strandaði meðal annars á því að menn gátu ekki komið sér saman um hvernig leiðaraskrifum skyldi háttað. Leiðaraskrif eru lítill hluti af því sem slíkt blað þarf að bjóða ! lesendum sínum: það verður fyrst og fremst að vera vettvangur gagn- rýninnar umræöu og í leiðinni samræmast þeim kröfum sem hinn almenni lesandi gerir th dagblaðs um hlutlægt fréttaefni, upplýsing- ar, afþreyingu. Fréttatímaritið Þjóðlíf hefur raunar sýnt á undan- förnum mánuðum að í þjóöfélaginu er sterkur grundvöllur fyrir blöð af slíkum toga. Um þessar mundir stendur ríkis- stjórn vinstriaflanna hla í skoðana- könnunum, A-flokkarnir standa iha, málgögn vinstrimanna standa illa. Menn verða að ræða saman, reyna nýjar leiðir, endurskoða máhn og umfram allt: ná víðtækari samstöðu. Því er eins farið um flokka og blöð; áhrifin mótast af breidd þeirrar samstöðu sem að baki hggur. Við þessar aðstæður má umræðan um uppstokkun í flokkakerfi og íjölmiðlaheimi ekki þagna; hún verður að halda áfram, - það er eina leiðin th úrbóta. Einar Heimisson „Árið 1985 var síðast gerð tilraun til að setja á stofn nýtt sameiginlegt vinstra blað en hún strandaði m.a. á því að menn gátu ekki komið sér saman um hvernig leiðaraskrifum skyldi hátt- að.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.