Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Síða 27
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989.
35
Afmæli
Jóhann Eyjólfsson
Jóhann Eyjólfsson verslunarmaö-
ur, Dalsbyggð 21, Garöabæ, er sjö-
tugurídag.
Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk prófi frá VÍ1938
og hefur lengst af stundað verslun-
arstörf.
Jóhann hefur tekið virkan þátt í
ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Hann stundaði fimleika hjá Ár-
manni frá því á unglingsárunum og
var í sýningarflokki félagsins í mörg
ár. Þá keppti hann með meistara-
flokki Vals í knattspyrnu. Jóhann
var formaður Knattspymufélagsins
Vals 1955-57. Hann er einn af stofn-
endum Golfklúbbs Reykjavíkur og
sat í stjóm hans í mörg ár, auk þess
sem hann sat í stjórn Golfsambands
íslands. Hann var íslandsmeistari
með Val á sínum tíma, varð íslands-
meistari í golfi 1960 og hefur þrisvar
orðið heimsmeistari öldunga í golfl
í sínum flokki, 1975,1979 og 1981.
Jóhann er einn af stofnendum
Lionsklúbbsins Ægis og var formað-
ur hans 1970-71. Hann sat í hrepps-
nefnd Garðahrepps 1954-57, sat í
bygginga- og skipulagsnefnd Garða-
hrepps 1948-57 og var formaður
skólanefndar Garðahrepps 1954-58.
Hann var fyrsti formaður sjálfstæð-
isfélags Garðahrepps 1957-61 oghef-
ur gegnt ýmsum fleiri trúnaðar-
störfum.
Fyrri kona Jóhanns var Elísabet
Markúsdóttir. Börn Jóhanns og El-
ísabetar eru Eyjólfur Jóhannsson,
f. 13.5.1949, prentari, kvæntur Ingi-
björgu Ingvarsdóttur og eiga þau
þrjá syni, Eyjólf, Daða og Andra, en
sonur Eyjólfs frá fyrra hjónabandi
er Jóhann; Markús Jóhannsson, f.
25.2.1951, heildsali, kvæntur
Guðnýju Kristjánsdóttur og eiga
þau þrjú börn, Nönnu Mjöll, Lísu
Maríuog Sindra.
Jóhann kvæntist 13.3.1963 Fríðu
Valdimarsdóttur bókara, f. 20.10.
1936, dóttur Hólmfríðar Helgadóttur
og Valdimars Stefánssonar stýri-
manns.
Börn Jóhanns og Fríðu eru Hanna
Fríða, f. 13.3.1960, húsmóðir í Kópa-
vogi, og á hún tvö börn, Katrínu Osk
og Hlöðver Steina. en Hanna er gift
Hlöðver Þorsteinssyni; Helga, f.
26.10.1963, húsmóðir í Hafnarfirði,
gift Aðalsteini Svavarssyni og eiga
þau eina dóttur, Agnesi Ýr.
Systur Jóhanns eru Ásthildur
Eyjólfsdóttir Finlay, f. 28.9.1917,
búsett í Bretlandi, ekkja eftir Will-
iam Finlay og á hún tvo syni sem
búsettir eru í Bretlandi, dóttur sem
búsett er í Bandaríkjunum og aðra
dóttur sem búsett er í Ástralíu; Ingi-
björg Eyjólfsdóttir, f. 23.10.1925,
kennari í Garðabæ og búsett í Hafn-
arfirði, ekkja eftir Kristján Hans-
son, en hún á þrjá syni búsetta í
Hafnarfirði og dóttur búsetta í
Garðabæ.
Foreldrar Jóhanns voru Eyjólfur
Jóhannsson forstjóri, f. 27.12.1895,
d. 1.4.1959, ogHelgaPétursdóttir
húsmóðir, f. 12.3.1894, d. 5.1.1979.
Eyjólfur og Helga bjuggu á Óðins-
götunni í Reykjavík og síðar í
Sveinatungu í Garðabæ.
Eyjólfur var sonur Jóhanns, b. og
alþingismanns í Sveinatungu í
Borgarfirði, Eyjólfssonar, b. og
skálds í Hvammi í Hvítársíðu, Jó-
hannessonar Lund, vinnumanns á
Gilsbakka, Jónssonar. Móðir Ey-
jólfs í Sveinatungu var Helga Guð-
mundsdóttir, b. á Sámsstöðum í
Hvítársíðu, Guðmundssonar, bróð-
ur Sigurðar, afa Jóns Helgasonar,
prófessors og skálds. Meðal annarra
bræðra Guðmundar voru Jónas og
Gísli, afar Steins Dofra ættfræðings.
Guðmundur var sonur Guðmundar,
b. að Háafelli í Hvítársíðu, Hjálm-
arssonar, ogkonu hans, Helgu Jóns-
Jóhann Eyjólfsson.
dóttur, ættforeldra Háafellsættar-
innar og Ingibj argar Sigurðardóttur
Móðir Eyjólfs var Ingibjörg Sig-
urðardóttir, b. í Geirmundarbæ á
Akranesi, Erlendssonar, b. og
hreppstjóra á Bekansstöðum í Skil-
mannahreppi, Sigurðssonar, b. á
Bekansstöðum, Vigfússonar.
Jóhann verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Anna Jórunn
Benediktsdóttir
Anna Jórunn Benediktsdóttir hús-
móðir, til heimilis að Grýtubakka 22,
Reykjavík, er fimmtug í dag.
Hún fæddist að Stóra-Rimakoti í
Þykkvabæ í Rangárvallasýslu og
ólst upp í Þykkvabænum.
Eiginmaður Önnu Jórunnar er
Páll Hallgrímsson verkamaður, f.
22.1.1932, sonur Ingibjargar Páls-
dóttur húsmóður og Hallgríms
Konráðssonar verkamanns. Anna
Jórunn og Páll byijuðu sambúð 1958
en giftu sig 31.12.1962.
Dóttir Önnu Jórunnar og Páls er
Ingibjörg Pálsdóttir, f. 27.5.1975.
Foreldrar Önnu Jórunnar voru
Benedikt Jóhann Pétursson, b. að
Stóra-Rimakoti í Þykkvabæ í Rang-
árvallasýslu, f. 18.3.1900, d. 1971, og
Jónína Þorgerður Jónsdóttir hús-
móðir, f. 22.8.1908, d. 1971.
Jóhann Samsonarson
Jóhann Samsonarson verkamaður,
Laufvangi 12, Hafnarfirði, er sjötug-
urídag.
Jóhann fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð óg ólst þar upp. Hann hóf
ungur almenn verkamannastörf á
Þingeyri en flutti til Patreksfjarðar
eftir stríð og var þar lengst af verk-
stjóri. Hann hefur verið verkamað-
ur í Hafnarfirði sl. tíu ár
Kona Jóhanns er Guðrún Hulda
Jóhannesdóttir, f. 20.4.1927.
Böm Jóhanns og Guðrúnar Huldu
eru Samson, f. 1943, vélvirki í
Straumsvík; Jóhannes, f. 1944, vél-
virki á Akureyri; Sigurður, f. 1946,
byggingameistari á Patreksfirði;
Ragna, f. 1949, sjúkraliði á Sauðár-
króki; Svanur, f. 1953, fram-
kvæmdastjóri á Hvammstanga;
Guðrún, f. 1954, hjúkrunarfræðing-
ur á Hjaltlandi; Þorbjörg, f. 1955,
kennari í Hafralækjarskóla í Þing-
eyjarsýslu, og Heiðar, f. 1957, inn-
kaupamaður í Hagkaup í Reykjavík.
Foreldrar Jóhanns voru Samson
Jóhannsson, sjómaður á Þingeyri,
og kona hans, Bjamey K. Svein-
bjömsdóttir.
Samson var sonur Jóhanns, b. á
Saumm, Samsonarsonar, b. og
Jóhann Samsonarson.
hreppstjóra á Brekku í Dýrafirði,
Samsonarsonar, skálds í Hólahól-
um, Samsonarsonar, skálds á
Klömbrum í Vesturhólum, Sigurðs-
sonar. Móðir Samsonar í Hólahól-
um var Ingibjörg Halldórsdóttir,
prests á Breiðabólsstað í Vestur-
hópi, Hallssonar og konu hans,
Helgu Oddsdóttur, stúdents og
annálaritara á Fitjum í Skorradal,
Eiríkssonar, b. á Fitjum Odddsson-
ar, biskups í Skálholti, Einarssonar.
Til hamingju með daginn
80 ára
Jens S. Ólafsson,
Brekastíg 29, Vestmannaeyjum.
Kolbeinn Guðnason,
Engjavegi 10, Selfossi.
Heiðvig H. Andersen,
Suðurgötu 52, Siglufirði.
Kristín Steindórsdóttir,
Skyggni, Hrunamannahreppi.
50 ára
Einar Magnússon,
Hvannalundi 13, Garðabæ.
Jón Anton Magnússon,
Holtagötu 3, Kaldrananeslireppi.
Leifur Sigurösson,
Kvígsstöðum, Andakílshreppi.
Guðrún Áslaug Ámadóttir,
Kerlingardal, Mýrdalshreppi.
Elías Sveinssonj
Brautarholti I, IsafirðL
Uros Ivanovic,
Álftamýri 2, Reykjavík.
Jóhanna Friðriksdóttir,
Skeijavöllum 4, Kirkjubæjar-
klaustri.
Þorsteínn Magnússon,
Byggðavegi 92, Akureyri.
Hafsteinn Björnsson,
Háarifi 61, Rifi, Neshreppi.
Hákonarstöðum 1-2, Jökuldals-
hreppi.
Hilmar S.R. Karlsson,
Vesturbergi 78, Reykjavfk.
Súsanna Halldórsdóttir,
Stigahlíð 14, Reykajvík.
Gunnar Haraldsson,
Tjamarbóli 14, Seltiamamesi.
Sigríður M.S. 1 Ú ■
Orrahólum 7. Reykjavík.
Andlát
Theodór A. Jónsson
Theodór A. Jónsson framkvæmda-
stjóri, Hátúni 12, Reykjavík, lést 7.
júní. Theodór Arnbjöms var fæddur
28. júní 1939 á Stað í Staðardal í
Steingrímsfirði og ólst upp á Hólma-
vík. Hannlauk Samvinnuskólaprófi
frá Samvinnuskólanum í Bifröst
1961 og var skrifstofumaður í lífeyr-
isdeild Tryggingastofnunar ríksis-
ins 1961-1964. Theodór var fulltrúi
í endurskoöunardeild Trygginga-
stofnunarinnar 1964-1973 og var for-
stöðumaður Vinnu- og dvalarheim-
ilis Sjálfsbjargar í Rvík frá 1973.
Hann var einn stofnenda Sjálfs-
bjargar 27. júní 1958 og var ritari
Sjálfsbjargar, félags fatlaöra í Rvík,
frá stofnun 1958-1960. Theodór var
varaformaður Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra, 1959-1960, for-
maður 1960-1988 og framkvæmda-
stjóri landssambandsins frá 1988.
Hann var í stjóm Bandalags fatlaöra
á Norðurlöndum frá 1961, formaður
1968-1972 og varamaður í trygging-
aráði Tryggingastofnunar ríkisins
frá 1974. Theodór var í stjóm
Sjúkrasamlags Seltjamamess frá
1974 og í bygginganefnd heilsu-
gæslustöðvar á Seltjarnanesi 1974-
1978. Hann var í stjórn Hjálpar-
tækjabankans frá stofnun 1976-1980
og í framkvæmdanefnd alþjóðaárs
fatlaðra á vegum félagsmálaráðu-
neytisins 1980-1981. Theodór hefur
verið varamaður í stjórn Örykja-
bandalags íslands frá 1988. Hann
var ritstjóri Skólablaðs Samvinnu-
skólans 1960-1961 og Sjálfsbjargar,
timarits fatlaðra 1960-1967. Theodór
var sæmdur heiðursmerki Rauða
kross íslands 1974, riddarakrossi
fálkaorðunnar 1981 og gullmerki
Sjálfsbjargar 1988. Theodór kværit-
ist 6. janúar 1973, Elisabetu Jóns-
dóttur, f. 31. október 1941, fram-
kvæmdastjóra. Foreldrar Elísabetar
vom, Jón V. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóriá Seltjarnamesi, og
kona hans, Gyða Valdimarsdóttir,
iðnrekanda í Rvík. Fósturböm The-
odórs voru Bjami Sigurðsson og
Kristín Sigurðardóttir. Bróðir Theo-
dórs er Ragnar Skagfjörð, f. 1930,
matvælaverkfræðingur í Þýska-
landi.
Foreldrar Theodórs voru Jón Sæ-
mundsson, verslunarmaður í Rvík,
og kona hans, Elín Helga Tómas-
dóttir. Jón var sonur Sæmundar, b.
í Aratungu, Jóhannssonar, b. í Ara-
tungu, Hjaltasonar, b. í Hólum,
Jónssonar, b. á Grænanesi, Jóns-
sonar. Móðir Jóns var Margrét
Gunnlaugsdóttir, Torfasonar,
prests í Kirkjubólsþingum, Bjarna-
sonar. Móðir Torfa var Margrét
Torfadóttir, systir Páls, langafa Þor-
kötlu, ömmu Jóns Sigurðssonar for-
seta. Móðir Jóns var Helga Jóns-
dóttir, h. á Svanshóli í Bjarnafirði,
Arngrímssonar, b. í Krossnesi,
Jónssonar, b. í Ingólfsfirði, Alexíus-
sonar. Móöir Jóns var Þorbjörg
Halldórsdóttir, prests í Ámesi
Magnússonar, prófasts á Staö í
Steingrímsfirði, Einarssonar, próf-
asts á Staö, Sigurðssonar, prófasts á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, Einars-
sonar, prófasts og skálds í Heydöl-
um, Sigurðssonar. Móðir Jóns á
Svanshóh var Elísabet Jónasdóttir,
b. á Krossanesi, Jónssonar og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur, prests í
Árnesi, Bjarnasonar. Móðir Elísa-
betar Jónsdóttur var Guðríður Páls-
dóttir, b. á Kaldbak, Jónssonar og
konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur,
ættforeldra Pálsættarinnar.
Ehn var dóttir Tómasar, b. 4
Spáná í Unadal, Björnssonar, b. á
Á, Sigurðssonar, b. á Brúarlandi,
Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var
Sigríður Hákonardóttir, b. á Hval-
nesi, Einarssonar. Móðir Hákonar
var Sigríður Gunnarsdóttir, systir
Guðmundar, fóður Gunnars á
Skíðastöðum, ættfóður Skíðastaða-
ættarinnar. Móðir Elínar var Ingi-
leif Jónsdóttir, b. í Saurbæ á Neðri-
bygð, Guðmundssonar og konu
hans, Sigríðar Þorleifsdóttur, b. á
Botnastöðum, Þorleifssonar, b. og
hreppstjóra í Stóradal, Þorkelsson-
ar. Móðir Þorleifs var Ingibjörg
Guðmundsdóttir, b. í Stóradal, Jóns-
sonar, b. á Skeggsstöðum, Jónsson-
ar, ættfóður Skeggsstaðaættarinn-
ar. Móðir Sigríðar var Ingibjörg,
systir Einars, fóður Indriða rithöf-
undar. Ingibjörg var dóttir Magnús-
ar, prests í Glaumbæ, Magnússonar
Theodór A. Jónsson.
og konu hans, Sigríðar, systur Bene-
dikts, langafa Einars Benediktsson-
ar skálds og Bjargar, móður Sigurð-
ar Nordals. Sigríður var dóttir Hall-
dórs Vídalíns, klausturhaldara á
Reynistað, Bjamasonar. Móðir
Halldórs var Hólmfríður Pálsdóttir
Vídalíns, lögmanns í Víðidalstungu.
Móðir Páls var Hildur Amgríms-
dóttir lærða, vígslubiskups á Mel-
stað, Jónssonar. Sjálfsbjörg, lands-
samband fatlaðra, hefur stofnað
sjóð til minningar um Theodór og
er gírónúmer hans 292400. Theodór
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkjukl. 13.30 ídag.