Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Side 10
28
MipyiKUDAGUR 14, JÚNÍ 1989.
Akureyri
„Eg varð hrein-
lega að gera þetta''
- segir Helena Dejak, frumkvöðullinn að stofnun Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri
Gyifi Kristjánason, DV, Akuieyii;
„Hugmyndin að stofnun þessarar
ferðaskrifstofu varð eiginlega til
við eldhúsborðið heima hjá mér að
Pétursborg. Mig hefur lengi langað
til þess að gera eitthvað til þess að
reyna að fá fleiri útlendinga til að
koma til Akureyrar. Ég er búin að
reka feröaþjónustu í Pétursborg í 8
ár, hef haft mest afskipti af útlend-
ingum og hef auðvitað heyrt á þeim
hvað þeir vilja helst geta gert hérna
og hvað þeim finnst vanta hér í
fermannaþjónustuna,“ segir He-
lena Dejak um aðdragandann að
stofnun Ferðaskrifstofunnar
Nonna sem nýlega hefrn- tekið til
starfa á Akureyri.
„Mér frnnst ekki hafa verið gert
nægjaniega mikið til þess að sýna
fram á þá möguleika sem eru í
móttöku erlendra ferðamanna hér
fyrir norðan. Ég fór til Júgóslavíu
til viðræðna við Kompas, sem er
alþjóðleg ferðaskrifstofa með höf-
uðstöðvar þar og ætlunin var að
reyna að koma á ferðum Júgóslava
og annarra Evrópubúa hingað til
lands og um leið tók ég að mér sölu
á ferðum íslendinga til Portoroz í
Júgóslavíu. Niðurstaðan varð sú
að Kompas var tíibúið í samstarf
og nú er það komiö inn í þeirra
sölukertí að selja ferðir til íslands.“
Varvöruðvið
Það má segja að þetta sé þá í upp-
hafi einkaframtak þitt í þeim tH-
gangi að efla ferðamannastraum til
Akureyrar?
„Já, reyndar. Það reyndu margir
að vara mig við, höfðu litla trú á
þessu en það er eitthvað í mér sem
olli því að ég gafst ekki upp. Mér
þykir mjög vænt um ísland og sér-
staklega Norðurland og ég varð
hreinlega að gera þetta. Eg vil sýna
að það sé hægt að reka ferðaskrif-
stofu hér sem leggur höfuðáherslu
á ferðir útlendinga hingað í stað
þess að hugsa bara um að fara með
Islendinga í ferðir til útlanda.“
Hvernig er markaðurinn í Júgó-
slavíu fyrir ferðir til íslands, er
mikill áhugi?
„Júgóslavar ferðast mikið um all-
an heim og hvers vegna þá ekki til
íslands? Mér tókst að telja mönn-
um í Júgóslavíu trú um að ísland
Þótt Helena sé drifkrafturinn í
starfsemi Ferðaskrifstofunnar
Nonna og eigi öðrum fremur heið-
urinn af því að koma fyrirtækinu
á laggirnar stendur hún ekki ein
að þvi. Hluthafar ásamt henni eru
Iönþróunarfélag Eyjafjarðar,
Ferðaskrifstofan Atlantíc, júgó-
slavneska ferðaskrifstofan Kompas
og vinkona Helenu, Guörún Hall-
grímsdóttír.
Nonnanafnið
erþekkt
Helena Dejak á skrlfstofu sinni.
væri mjög fallegt land og mér tókst
að fá menn inn á það að reyna
þetta. Málið er nú komið það langt
að fyrstí hópurinn kemur hingað
til lands 12. júií. Það verður flogið
frá Júgóslavíu til Frankfurt og það-
an til íslands. Það eru ekki bara
Júgóslavar sem verða í þessari
ferð, einnig ítalir, Austurríkis-
menn og Þjóðverjar.
Það eru engin vandamál við að
flnna eitt og annað fyrir þetta fólk
að gera. Við bjóðum m.a. göngu-
feröir á Súlur og Glerárdal, rútu-
ferðir um Norðurland og ferðir á
hestum svo eitthvað sé nefnt.
Möguleikarnir eru svo sannarlega
fyrir hendi hér.“
„ísland er sérstakt"
Verður þú ekki vör við að fólki
finnist ferð til íslands vera dýr?
„ísland er dýrt land. Það eru Fen-
DV-mynd gk
eyjar lika en fólk fer þangað samt.
Ef fólk er að leita aö einhveiju sér-
stöku fer það þangað sem það er
að finna og vill borga fyrir það. ís-
land er mjög sérstakt, eina landið
í heiminum sem er með hreint loft
og hreint land og það á ekki að
vera ódýrt að ferðast hingað. Ég sel
þetta þannig aö ísland sé sérstakt
land, og þeir sem hafa áhuga á því
að kynnast landinu verða að borga
fyrir það.“
En hvers vegna heitir ferðaskrif-
stofan Nonni? Er það vegna Jóns
Sveinssonar?
„Já, ég vildi velja nafn á ferða-
skrifstofuna sem tengdi hana órjúf-
anlega við Akureyri. Það komu
ýmis nöfn upp í hugann en nafnið
Nonni varð ofan á ýmissa hiuta
vegna. Nonnanafnið er mjög þekkt
í Júgóslavíu og viðar í Evrópu og
það er einnig auðvelt í munni út-
lendinga. Jón Sveinsson gerði mjög
mikið fyrir Akureyri og mér finnst
að Nonni standi nálægt mér í því
sem ég er að gera. Ég fór því til
fógeta og festí þetta nafn á ferða-
skrifstofuna."
Helena hefur verið á íslandi í 15
ár og segist hreinlega hafa orðið
ástfangin af landinu strax og hún
kom hingað. „Ég er orðin íslend-
ingur enda á ég heima hér. Það er
svo skrítíð að þegar ég kom hingað
fyrst og steig út úr flugvéhnni
fannst mér eins og ég væri komin
heim. Ég veit ekki hvernig ég á að
útskýra þetta, en svona er það
bara.“ -
Miklir möguleikar
Ert þú bjartsýn á rekstur ferða-
skrifstofunnar?
„Já, ég hlýt að vera það. Sú bjart-
sýni þýðir þó ekki að ég reikni með
miklum peningum í kassann fyrstu
árin en bjartsýnin byggist á því að
þetta framtak verði tíl þess aö
þjappa Akureyringum og Norð-
lendingum saman um að gera átak
í ferðaþjónustu sinni því á þessu
sviði eru mjög mikhr ónýttir mögu-
leikar," sagði Helena Dejak.
Orð dagsins á Akureyri:
„Fólk er mjög þakklátt
fyrir þessa þjónustu"
- segir Jón Oddgeir Guðmundsson
Gylfi Kiistjánsaon, DV, Akureyn:
„Orð dagsins. Ofurmagn kraftsins
sé Guös en ekki frá oss. Síðara Kor-
intubréfið, 4.7.
Trúin hefur meðtekið kraft tíl aö
sigra syndina, standast freistinguna,
þola þrautir, vinna þrekvirki, vera
sterkust þegar mest reynir á, sjá færa
leið þegar sundin lokast. Þetta gerist
svo lengi sem við áköUum Guð í trú,
hann er þjálparinn og lífgjafinn,
hann hefur gefið okkur hæfileika
trúar og trausts, frá honum einum
kemur mátturinn. Þess vegna ber
honum heiður og dýrð því hans er
mátturinn ævinlega.
Drottinn Guö blessi þig og varð-
veiti í Jesú heUaga nafni, amen.“
Þannig hijóðaði boðskapurinn sem
hijómaði er hringt var í síma 21840 á
Akureyri þriðjudaginn 23. maí sl. Um
er að ræða „Orö dagsins" þar í bæ
en þessa þjónustu hafa Akureyringar
getað notfært sér í 18 ár. Sá sem veit-
ir þessa þjónustu á eigin vegum heit-
ir Jón Oddgeir Guðmundsson, fer-
tugur bæjarbúi sem var því rétt um
tvítugt þegar hann hóf að lesa orð
dagsins inn á símsvara.
„Kveilqan að þessu var sú að ég
var hjá vini mínum í heimsókn.
Hann haföi verið aö hlusta á breska
útvarpið og þar var verið að segja frá
símsvara sem nýlaga var búið að
setja í gang. Okkur fannst æskUegt
að koma þessari þjónustu á fót hér
fyrir norðan, fólk gæti hringt og
hlustað á guðsorð og heyrt það út-
skýrt í fáum orðum. Ég hugleiddi
þetta, fékk tíl Uðs við mig góða vini
til að setja saman stuttar hugleiðing-
ar auk þess sem ég sjálfur samdi
hugleiðingar á las þær inn á band.“
Og síðan hefur ekki faUið úr dagur
og ávaUt er skipt um texta eftir hvem
dag. En hversu mikiö er hringt í sím-
svarann?
„í dag eru sennUega að jafhaði um
30 hringingar á dag. Þær hafa heldur
aukist að undanfómu og mest fara
þær í um og yfir 60 á einum degi.
Notkunin er því mikU og þörfin á
Jón Oddgeir Guðmundsson hefur 118 ár séð um að Akureyrlngar geti hlust-
að ð „Orð dagsins". DV-mynd gk
þessu og fólk er mjög þakklátt fyrir
þessa þjónustu."
Hefur þú að öðm leyti haft mikU
afskipti af trúmálum?
Ég er virkur félagi í KFUM og hef
veriö frá blautu bamsbeini. Þá sit ég
í sóknamefhd Akureyrarkirkju og
ég hef unniö við sumarbúðir KFUM
að Hólavatni. Símaþjónustuna hef ég
hugsað þannig að í símsvarann gæti
fólk hringt sér til uppörvunar og
huggunar og að þessi orð, sem flutt
em, séu tii styrktar og uppörvunar
fólki sem á í erfiðleikum," sagði Jón
Oddgeir.