Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Side 11
MIÐVIKUDAGUR
14. JÚNÍ
1989.
29
Akureyri
Hjólaþvottur við Strandgötu:
„Engir bílar að
þvælast fyrir hér"
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þeir sem aðallega notfæra sér
gamla bílaþvottaplanið við Strand-
götu á Akureyri eru ökumenn vöru-
flutningabifreiða, vörubifreiða og
vinnutækja, enda kraftmikil og góð
slanga á staðnum.
En einn og einn „Eyrarpúki" lætur
þessa aðstöðu ekki fram hjá sér fara
og læðist með reiðhjólið sitt á planið
þegar lítið er um að vera þar. Þannig
var með Eyjólf Björgvin Guðbjöms-
son, 7 ára polla sem við rákumst á
þar snemma morguns.
„Ég þvæ hjólið mitt alltaf héma,
það er svo gaman að sulla héma,“
sagði Eyjólfur. Þegar hann var
spurður að því hvers vegna hann
færi á þetta þvottaplan frekar en
önnur stóð ekki á svarinu: „Þetta er héma.“ Svo sprautaði hann á hjóhð
besti staðurinn, það eru ekki svo sitt og hjólaði stuttu síðar á vit nýrra
margir bOar að þvælast fyrir manni ævintýra.
Minnisvarðinn við Glerárkirkju.
DV-mynd gk
Minnisvarði
um
drukknaða
og týnda
sjómenn
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Á dögunum var aíhjúpaður minn-
isvarði um drukknaða og týnda sjó-
menn við Glerárkirkju á Akureyri.
Minnisvarðinn er gefinn af sjó-
mönnum og útgerðarmönnum. Lengi
hafði staðið til að koma upp slíkum
minnisvarða á Akureyri en segja má
að skriður hafi komist á fram-
kvæmdina er ungur maður fórst af
loðnubát frá Akureyri fyrir nokkr-
um árum.
Minnisvarðinn var hannaöur og
smíðaður af starfsmönnum Stein-
smiðju S. Helgasonar í Reykjavík.
Hann tekur í útliti og uppbyggingu
nokkurt mið af Glerárkirkju og Súl-
um og er hinn fallegasti gripur.
iiiipi
miiii
SAMSUNG
Göbur - Betri - Bestiir
Samsung örbylgjuofnar eru traustir og öruggir, en samt
á frábæru verði. Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og
auðveldað mörgum eldamennskuna.
I |U RE-211. Lítill og nettur 500 watta
_____örbylgjuofn, 11,4 Itr. innanmál,
eldun, afþíðing
og 30 mín. klukka.
12.950,-stgi.
BETRI
RE-553T. Vinsæll fjölskylduofn,
500 watta, 17 Itr. innanmál,
5 hitastillingar og snúningsdiskur. Fjölhæfur
en sérstaklega
auðveldur í notkun.
I5.950;stgi.
[[TTniTjl RE-630/ME. Fullkominn tölvu-
stýrður 650 watta örbylgjuofn,
27. Itr. innanmál, sjálfvirk upphitunarkerfi, stafræn
klukka og snúnings-
diskur. Aðeins kr.
19.950;Stgt.
Fullkominn íslenskur leiðbeiningarbæklingur fylgir.
AKM
SKITOGATA1 - SÍMI 96 25611