Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 13
MtÐVIKUDAGUR 14.'ilCNÍ'1989. 31 Akureyri Gunnar gengur niöur kirkjutröppurnar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta ð 125 ára afmæli Akureyrarbæjar. DV-mynd gk Á skrifstofu sinni hjá Utgeröarfélagi Akureyringa hf. DV-mynd gk Bærinn stendur í miklum fram- kvæmdum. Ég vil nefna uppbygg- ingu Verkmenntaskólans en upp- bygging hans er gífurlegt átak fyrir bæinn. Skólamálin eru okkur Akur- eyringum afar mikiivæg og Verk- menntaskólinn er geysilega mikil- vægur í því markmiði okkar að merkja Akureyri sem skólabæ. Bærinn hefur verið þátttakandi í uppbyggingu Fjórðungssjúkrahúss- ins á undanfömum árum og það hef- ur verið mikið átak. Það er t.d. fyrir atbeina Akureyrarbæjar að röntgen- deild sjúkrahússins kemst upp fyrr en ella hefði orðið vegna þess að bærinn sér um lántökur sem flýta því verkefni. Af öðrum verkefnum má nefha kennslusundlaug í Glerár- hverfi sem við erum famir að sjá fyrir endann á.“ Skilyrði fyrir sterkanbyggóar- kjama - Erueinhvermálsemþúhefðirvilj- að sjá í öðrum farvegi nú þegar þú hættir í bæjarstjóm? „Mér hefúr alltaf verið ljóst, þann tíma sem ég hef búið hér á Akureyri og ékki sist eftir að ég kom í bæjar- sljóm, að á Akureyri em langbestu skilyrðin til að byggja upp sterkan byggðarkjama á landsbyggðinni. Þess vegna er það ljóst að Akureyri hefði þurft að fá a.m.k. meðalaukn- ingu varðandi fólksfjölgun, en því miður hefur það ekki tekist. Á þessum tímamótum finnst mér ennþá að þetta sé áhyggjuefni. Spumingin er hvað sé til ráða til að ná þessu marki. Við verðum auðvit- að að horfast í augu við að þetta hér- að byggist fyrst og fremst upp á grunnatvinnuvegum okkar, sjávar- útvegi og landbúnaði, og stór hluti af okkar iðnaði hér á Akureyri teng- ist þessum greinum. Það má benda á úrvinnslu landbúnaðárafurða og skipaviðgerðir. Á meðan sú skerðing, sem er í báðum þessum undirstöðu- greinum, er til staðar er auðvitaö von að þaö segi til sín hér. Engu að síður er það svo að Akureyri og Eyjafjörð- vu- hafa á undanfómum misserum aukið hlutdeild sína í sjávarútvegi. Við höfum meiri afla að sækja en áður og þetta er af hinu góða. Mér var það Ijóst hér á árum áður, þegar talað var um möguleika á auk- inni stóriðju, að til þess að hér fjölg- aði fólki samkvæmt landsmeðaltali hlyti að þurfa að koma eitthvað stórt í atvinnulífið hér. Nú er stóriöja að koma9t aftúr á dagskrá og að þvi er virðist reikna menn með að sú stór- iðja verði byggð upp á Suðvestur- landi. Með því hallar enn á lands- byggðina og það vekur okkur til enn frekari umhugsunar xnn það hver þróunin verði á næstu árum. Veröi það niðurstaðan á næstu misserum að samið verði um stóriðju á suðvesturhominu þá er Ijóst að eitthvað verður að koma til ef lands- byggðin á ekki að fara á enn meira undanhald en verið hefur. í því sam- bandi kemur það upp í hugann hvort augu stjómvalda og almenningsá- litsins í landinu opnast ekki fyrir því að það verði að koma kjölfestu undir sjávarútveginn. Fyrr en það gerist kemst ekkert skikk á byggðamálin. Landsbyggðin yrði þá að fá aukna hlutdeild í sjávaraflanum." Fall er fararheil - Hvenær hófst þú afskipti af bæjar- málefnum? „Það má segja að það hafi verið árið 1978. Þá fór ég fyrst í prófkjör og hafnaði í 4. sæti. Ég veit ekki hvort hægt er að tala um að fall sé farar- heill en þetta byijaði heldur dapur- lega. Við sjálfstæðismenn höfðum haft fimm menn í bæjarstjórn kjör- tímabilið 1974-1978 en í kosningun- um 1978 fengum við aðeins þijá menn þannig að ég varð varafulltrúi. Það kjörtímabO sat ég nokkra fundi í bæjarstjóm og í nefndum en árið 1982 var ég í öðra sæti á hsta flokks- ins og þá Kjörinn bæjarfulltrúi. Gísh Jónsson, sem var þá í fyrsta sæti hjá okkur, vék úr bæjarstjórn um ári síðar að eigin ósk og þá var ég orðinn það sem kahað er oddviti okkar sjálf- stæðismanna. Ég var svo í fyrsta sæti við síðustu kosningar.“ - Hefur það ekki hvarflað að þér að taka þátt í landsmálapóhtíkinni? „Það þýðir ekki annað en að játa það að þeir sem gefa sig að sfjóm- málum í hvaða mynd sem það er velta því fyrir sér, en af ýmsum ástæðum var það þó aldrei ofarlega á blaði hjá mér. Ég hef verið mjög upptekinn við að reka stórt og að sumu leyti erfitt fyrirtæki sem Shppstöðin er. Það hefur veitt mér ánægju og lífsfyllingu að standa í atvinnurekstri og ég hef ekki verið reiðubúinn að shta mig þaðan. Kaflaskipti Ég var tuttugu ár í Shppstöðinni og búinn að finna það fyrir ahnokkru að ég myndi kjósa að það yrðu kafla- skipti þjá mér, taldi það bæði hollt fyrir mig og Shppstöðina.. Þegar ljóst var að Gísli Konráðsson myndi hætta hér í Útgerðarfélaginu vegna aldurs fannst mér ýmis rök fyrir mig að sækja um það starf og freista þess .að fá það og það varð úr. Þá varð mér jafnframt ljóst að þau kafla- skipti yrðu að ég myndi helga mig þessu starfi. Störfin að bæjarmálun- um hafa verið skemmtileg og lær- dómsrík en ég tók þá ákvörðun að ég myndi ekki sinna öðram umfangs- miklum verkefnum jafnframt nýja starfinu hjá Útgerðarfélaginu. Þetta er afar einfalt. Ég á líka fjölskyldu sem mig langar til að sinna, börn sem eru að vaxa úr grasi og það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað menn mega færast mikið í fang. Eins og að loka dyrum Ég er sáttur þegar ég hætti í bæjar- stjóminni. Ég var búinn að hafa góð- an tíma til að hugsa þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta væri skynsamlegt. Þar af leiðir að ég er ekkert að horfa til baka heldur er þetta eins og að loka dyrum á eftir sér og nú er bara að horfa fram á við - til nýrra tíma og nýrra verkefna," sagði Gunnar að lokum. Gunnar hefur nú kvatt Slippstöðina eftir 20 ára starf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.