Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚMl 1989.
'
Hetjurnar sjö“. - Frá vinstri: Skjöldur, Óiafur, Gunnar, Dúi, Víkingur, Felix og Þorsteinn
DV-myndir gk
Djöfulgangur í íþrótta-
húsinu við Laugargötu
- þegar nafnlausa „skallboltaliðið" æfir þar á þriðjudögum
Þeir eru vígalegir þegar þeir ganga
til leiks í litla íþróttasalnum við
Laugargötu á Akureyri hvert þriðju-
dagskvöld. Sennilega eru þeir sam-
anlagt einn alþyngsti íþróttahópur
hér á landi og þyrfti sennilega að
fara til Japans á vit súmú-glímu-
manna þar til að finna samjöfnuð.
Gylfi Kristjánsjon, DV, Akureyri:
íþróttin, sem þeir iðka, er ekki
stunduð víða hér á landi. Um er að
ræða „skallbolta“ eða „skalltennis"
sem fer þannig fram að tvö lið kepp-
ast vjð að koma bolta yfir net eins
og notaö er í blaki og má baaði sparka
og skalla boltann yfir netiö.
. Hópurinn í íþróttahúsinu við Laug-
argötu notar blakbolta við iðju sína
og-áð ájálfsögðu er leikið eftir
ákveðnunr reglum sem óþarfi er að
skýra nánar út hér. Þessi hópur, sem
er reyndar nafnlaus, er orðinn rúm-
lega 20 ára gamall og þeir sem skipa
hópinn í dag eru lögreglumennimir
Ólafur Ásgeirsson og Ingimar
Skjóldal, Vikingur Bjömsson eld-
vamareftirlitsmaður, Þorsteinn Pét-
ursson, starfsmaður fógeta og fyrr-
verandi lögreglmnaður, Dúi Bjöms-
son kirkjugarðsvörður, Tómas Búi
Böðvarsson slökkviliðssljóri, Stefán
Stefánsson lagermaður og Gunnar
Helgason rafvirki. Þá em tveir ótald-
ir, Felix Jósafatsson lögreglumaður,
sem að sögn Ólafs Ásgeirssonar er
varamaður enn sem komið er, og Jón
Sigurgeirsson heiðursfélagi. Sá er
áttræður að aldri, búsettur erlendis
eins og er en gefur hinum ekkert eft-
ir þegar hann er viðstaddur.
Það gengur mikið á þegar þessir
kappar djöflast við að koma boltan-
um yfir netið, og það em ekki ein-
göngu fætur og höfiið sem notuð em,
raddböndin em þanin allan tímann
„Gullskallinn“ beitir fætinum.
Ólafur sýnir „bakdyrabragöið“ snjalia
sem vekur ávallt mikia hrifningu.