Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Page 18
36 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. Akureyri Gyifi Kristjánsscn, DV, Akureyri: Hann ekur nú um á sinum 9. Skodabíl, bíl sem hann segir vera af nýrri kynslóð Skoda En þótt Skoda- verksmiðjumar tékknesku hafi gert gagngera breytingu á flaggskipi sínu er engan bilbug að finna á Ingimar Eydal hljómlistarmanni. Skoda er hans bfli og svo mun verða „Ég er nú búinn að aka um 600 þúsund kfló- metra á Skoda og ég vona að mér endist aldur og heflsa til þess að aka Skodabifreiðum samtals eina milljón kflómetra" segir Ingimar. Það er greinilega gaman í rólunum Tókáhættuna „Ég fékk minn fyrsta Skoda árið 1955. Spumingin var þá hvað ungur maður með nýtt ökuskírteini ætti að gera Átti hann að kaupa eitthvert stríðsáramódel eða taka áhættuna á þessum austantjaldsviðskiptum og kaupa nýjan bíl? Ég fór að kynna mér sögu Skoda sem hafði verið til hér á landi síðan 1946 og það varð úraðég fjárfesti í Skoda 1200, árgerð 1955,“ segir Ingimar. Ingimar er heill hafsjór af fróðleik þegar Skoda er annars vegar og í fórum sínum var hann með gamla bæklinga um Skoda, bækiinga sem hann fáer jafhan senda frá Skoda- verksmiðjunum í gegnum umboð hér á landi. Ingimar þylur yfir mér ýms- an fróðleik um Skoda-verksmiðjum- ar og upphafið að bifreiðaframleiðslu Skoda í borginni Pilsen í Tékkósló- vakíu. Ingimar Eydal í 9. Skodanum sínum, nýjum Skoda Favorít. DV-mynd gk miðaði kaup sín á Skodabflum við þyngd sína, hefði td. verið 100 kg að þyngd þegar hann keypti Skoda 100, 110 kg þegar hann keypti Skoda 110 o.s.frv.! Sérkennin „Það sem hefúr alltaf gert menn aö virkilegum Skoda-eigendum er að hafa haft gaman af sérkennum Skod- ans. Fyrsti bfllinn var t.d. með smumingskerfi og maður smurði hann sjálfúr á 100 km fresti. Þá ýtti maður á takka og smurði út í allar legur. Efþessi útbúnaður eyðilagðist ekki t.d. vegna gijótkasts þá slitnuðu þessir hlutir afls ekki. Ég var t.d. með sömu spindia og stýrisenda í fyrsta Skodanum eftir 100 þúsund kflómetra sem var einsdæmi á þess- um árum Annað sérkenni var að þurfa alltaf að slökkva á stefnuijós- unum sjáifur." Háðsglósumar - Þú ert auðvitað búinn að hlusta á margar háðsglósumar varðandi Skodann í öll þessi ár? „Já, biddu fyrir þér. Ég var einu sinni staddur á bamum á Hótel KEA og þar vom sölumenn að ræða um innflutning á mjög dýrum jeppa Það kom nokkrum sinnum fyrir í sam- tali þeirra að svona bfll væri ekki fyrir neinn meðaljón Ég gat ekki stillt mig og sagði: „Strákar mínir, nú ætla ég að útskýra fyrir ykkur heimspeki Skodaeigandans. Þama situr hann og drekkur vatnið sitt, háður engu nema sjálfúm sér og alls ekki fangi viðtekins gildismats sem segir við menn: „Taktu 4-5 ára kaup þitt og stingdu því undir rassinn á þér og gerðu ekkert annað við pen- ingana" Sjáið svo Skoda-eigandann sem getur farið hvert sem hann vill því hann á nóga peninga af því bfl- reksturinn er svo hagkvæmur." Þeir sögðu fatt lOOþúsundán viðhalds „Ég átti minni fyrsta Skoda í 10 ár, ók honum 100 þúsund kflómetra án viðhalds áður en ég seldi hann, og þetta var gífurlega góð útkoma á bfl af árgerð 1955. Allar hrakspár um að það væri einhver byrjendabragur á þessu hjá Tékkunum vora bara rugl. Þegar ég svo fékk mér annan bfl kom því ekkert annað til greina en að kaupa annan Skoda og þá varð fyrir valinu Skoda Oktavia. Þann bfl átti ég einnig í 10 ár og ók honum 100 þúsund kílómetra eins og þeim fyrri.“ Síðan hafa Skodamir komið á færi- bandi hjá Ingimar. Skoda 1000, Skoda 100, Skoda 110, Skoda 120, tveir af gerðinni 130 og nú er þaö semsagt Skoda Favorit. Ómar Ragnarsson sagði einhverju sinni að Ingimar „Skodinn átti það til að setja upp skeifu ef hann þurfti á verkstæði, t.d. ef það þurfti aö sjóða í púströr," segir Ingimar. Auðvitað hef ég rifist við fullt af mönnum í hálfkæringi og sagt margt án þess að meina neitt með því. Við Skoda-eigendur gefúm að vísu ákveðnu gildismati langt nef, því sem segir að til þess að geta verið maöur með mönnum þurfir þú að eiga bfl sem kostar um eina milljón en ekki bíl sem kostar 200-300 þúsund krón- ur. Miöaldra maður, sem ekki á bfl að verðmæti um milljón krónur, er samkvæmt þessu gfldismati 'svona eins og blaðlaus hnífur með engu skafti." KemstekkiíTrabant - Hefur þér aldrei dottið í hug að fá þér Trabant, láta skynsemina ráða algjörlega eins og Trabanteigendur segja? „Trabantinn hefur í mínum augum þann galla að hann er afla vega smækkaður bfll. Fyxir mig er of lágt undir loft, of stutt uppundir stýri fyrir fæturna á mér, of stutt fyrir fæturna á mér, miðstöðin er ekki nógu virk og ég kemst einfaldlega ekki fyrir í Trabant. Trabantinn er einfaldlega arfur frá löngu liðnum tíma, hönnunin er 25 ára gömul." - Ert þú með bfladellu, Ingimar? „ Já.“ - Þetta svar kom strax og það kom greinilega frá hjartanu. „Ég kaupi allt um bfla og ég er líka með jeppadellu og búinn að eiga Wiflys, Wagoneer og japanska jeppa," baetir Ingimar við, og nú er mál að linni þótt kappinn sé greinilega í þeim ham að geta talaö um bíla í heilan dag. ,, Stefni að því að aka milljón kílómetra á Skoda" - segir Ingimar Eydal sem nú er kominn á níunda Skodann sinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.