Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 22
;40 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. Akureyri „Eg reyni bara að taka lífinu eins og það er" - segir Julio Eduardo Soares Geto frá Grænhöfðaeyjum „Júili“ ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonunni Arlindu og börnunum Nadine og Magna. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þeir sem þekkja hann kalla hann sjaldan annað en Júlla en rétta nafn piltsins er Julio Eduardo So- ares Geto og hann kemur frá Græn- höfðaeyjum. Júlli hefur verið á Akureyri lengst af síðan árið 1981. Nú er fjölskylda hans komin til hans, kona og tvö böm, og það er ekki að heyra á Júlla að neitt farar- sniö sé á honum og hans fólki. „Ég kom fyrst til íslands í des- ember árið 1981. Á þeim tíma hafði Þróunarsamvinnustofnun íslands verið með togarann Bjart á Græn- höfðaeyjum og það var verið að kenna okkur þar að veiða. Þá hafði verið ákveðið að fara með Bjart til íslands vegna þess að hann hentaöi ekki að öllu leyti til þessa starfs og hafin var smíði á öðru skipi, Feng, sem síðar tók við hlutverki Bjarts. Ég kom hingað með vini mínum sem var skipstjóri á Bjarti og síðan þróuðust málin þannig að ég var meira og minna að fylgjast með smíðinni á Feng. Ég fékk einnig aðstoð til að fara í nám og fór að læra vélvirkjun. Ég er ekki búinn að ljúka því námi alveg en stefni að því að gera það áður en langt um líður.“ Júlli fór svo til Grænhöfðaeyja þeg- ar Fengur hélt þangað en hann sneri síöan aftur til Akureyrar. Hvað olli því? „Æth það hafi ekki verið vegna þess að héma em meiri möguleik- ar, t.d. varðandi vinnu. Mér líkaði vel hér, eignaðist hér vini sem ég saknaði og þess vegna m.a. kom ég aftur. Konan min og börnin tvö komu líka og hér emm við enn.“ - Hvernig hefur fjölskyldunni gengið að aðlaga sig hér, ísland og Grænhöfðaeyjar em gjörólík lönd á flestan eða allan hátt? „Það má segja að það hafi verið erfitt í fystu. Konan mín átti t.d. í erfiðleikum með að venjast lífinu héma. Hún var hka bundin heima yfir börnunum til að byrja með og kynntist fáum en eftir að hún gat farið að vinna úti hefur þetta batn- að mikið. Krakkarnir hafa aðlagað sig vel öhu hér og strákurinn, sem er eldri, hefur náð valdi á íslensku og er byijaður í skóla og líkar vel.“ - Lífið hér hlýtur samt að vera mjög frábmgðið lífinu á Græn- höfðaeyjum, þó við nefnum ekki annað en veðrið. „Já, en það þýðir ekkert að vera að hugsa neitt um það, ég reyni bara að lifa hfinu eins og það er, það skiptir ekki öllu máh þótt veö- urfarið sé öðruvísi. Spjórinn í vetur minnti mann á hvar maður er í heiminum. Haustið var ágætt og fyrri hluti vetrarins en síðan kom mikih snjór. Þetta er vissulega frá- brugðið því sem er heima á Græn- höfðaeyjum. Þar fer hitinn stund- um yfir 30 stig og er að meðaltali 24-26 stig yfir árið. Það er því stundum of heitt þar og ágætt að kynnast nýju veðurfari. Ég tek þessu bara eins og öðm sem við ráðum ekki við,“ sagði Júhi, eða Julio Eduardo Soares Geto, að lok- um. kl. 12.00-16.00 SYNING SUNNUDAG Umboðsaðílí á Akureyrí: SEGLAGERÐIN ÆGIR Plaststóll verð kr. 950 staðgreitt Furusett með púða, hægt að brjóta saman, kr. 21.508 - stgr. 20.432. Innifalíð: Eldavél, ísskápur, hítari. Eitt með öllu, reíst á 4 mínútum. Við fengum nokkur felli- hjólhýsi með fortjaldi á kynn- ingarverði. Nokkur sýningareintök: Evfförð HjaTteyrargötu 4 — simi 96-25222 SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 - SÍMI 621780 Strandgötu 25 Akureyri Afgreiðsla og smáauglýsingar Sími 25013 Ritstjórn Sími 26613 Heimasími blaðamanns 25384 Opið virka daga kl. 13-18 laugardaga kl. 11-13 Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.