Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. 43-- Akureyri ,,Nægur tími til að hugsa" - segir Sigurbjöm Sveinbjömsson kranamaður Gamli kraninn „að störtum" í miðri nýju fiskihöfninni á Akureyri. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að þessi krani sé af árgerð 1961 og að hann hafi verið fluttur hingað ijl lands notaður," sagði Sig- urbjöm Sveinbjömsson sem við hitt- um í miðri nýju fiskihöfninni á Ak- ureyri. í miðri höfninni, já, því þar var Sigurbjöm að störfum á þessum eld- gamla P og H krana sem sennilega hefur komið hingað til lands frá Þýskalandi þótt hugsanlegt sé að hann hafi verið smíðaður í Banda- ríkjunum. En sá gamh stendur fyrir sínu og á honum vinna þeir baki brotnu, Sig- urbjörn og Hermann Jónsson sem mun reyndar hafa verið með þessa gömlu gröfu lengi. Það lætur hátt í gripnum þegar hann er í gangi og þeir félagar skiptast á um að sitja við stjómtækin. „Það er mikill hávaði. Hins vegar er þetta ekki starf sem krefst mikillar einbeitingar svo það er nægur tími til að hugsa,“ sagði Sigurbjöm. Margir voru vantrúaðir á að hægt væri að dýpka höfnina með þessum gamla krana eingöngu en það virðist ætla að takast. Fyrst var dýpkað við viðlegukant sem þegar hefur verið gengið frá. Síöan lá leið gamla kran- ans út í höfnina sjálfa miðja og hon- um var ekið eftir uppfyllingu úr efni sem hann tók sjálfur úr botni hafnar- innar. Þannig verður haldið áfram og það bendir ekkert til annars en að þessi tæplega þrítugi krani muni ljúka sínu verki. Konic Sigurbjörn Sveinbjörnsson við stjórntækin í gamla krananum. DV-myndir gk PUSTKERFIN FRA FJOÐRINNI Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ ÁÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.