Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. 45 Gunnar Öxndal Stefánsson við „vélina sina“, tvítuga lóskurðarvél sem DV-mynd gk enginn hefur snert við nema hann. Gunnar Öxndal Stefánsson „Ég man tímana tvenna hérna" - en hann hefur starfað í tæplega 40 ár hjá Gefjun og Álafossi Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Það hafa orðið gífurlegar breyt- ingar hérna síðan ég byrjaði hér fyrir tæplega 40 árum, óhætt að segja að ég muni tímana tvenna síðan ég byrjaði að vinna hér,“ seg- ir Gunnar Öxndal Stefánsson sem starfar í vefdeildinni hjá Álafossi á Akureyri. Gunnar hóf störf hjá Gefjun í desember 1949, þá 14 ára gamall, og sendlastörf og ýmis önnur störf voru það sem hann fékkst við til að byrja með. Hann hefur einnig starfað á lager en lengst af hefur hann þó verið í vefdeildinni. „Það má segja að ég hafi verið í tauinu mestallan tímann og ég kann því bara vel. Ég hef unnið hér á ýmsum vélum, s.s. við lóskurð og annan frágang. Ég missi aldrei dag úr vinnu, þó getur verið að ég hafi veriö veikur í einn dag eða svo, það er nú ekki meira,“ segir Gunnar. Hann bendir á eina vélina og segir: „Þessi vél er búin að vera héma í 20 ár og það hefur ennþá enginn unnið eitt handtak á henni nema ég. Þótt fyrirtækið sé vel vélvætt í dag hefur ekki alltaf verið svo og þegar Gunnar var ungur strákur í gömlu Gefjun var það handaflið sem réð. „Þetta var allt unnið í höndunum í gömlu verksmiðjunni. ÖIl efnin voru t.d. vafin upp í hönd- unum og strangamir síðan bomir á bakinu langar leiðir, þetta var forneskjulegt og erfitt. Það er því ekki saman að líkja þessum tíma og vinnuaðstöðunni í dag.“ - Laun iðnverkafólks hafa aldrei þótt neitt til að hrópa húrra yfir og það gerir Gunnar ekki. „Já, launin hafa álltaf verið lág og mikið um yfirvinnu. Bónusinn kom hins vegar til skjalanna fyrir nokkrum ámm og þá batnaði þetta nokkuö.“ „Þeir ættu aö prófa að lifa á þess- um launum, þessir æðstu menn,“ segir nú Áslaug Jónasdóttir, kona Gunnars, sem kemur að en hún hefur starfað í fyrirtækinu í um 30 ár. Þau hjón hafa því skilað nokkr- um dagsverkunum í Gefjun og síð- an hjá Álafossi. „Ég er nú orðin 60 ára og fór í fýrsta skipti til útlanda í þriggja daga ferð fyrir tveimur árum. Þótt þetta væri ekki nema þriggja daga ferð til Glasgow var ég marga mánuði að borga lán sem ég tók til að komast í þessa ferð,“ bætir hún við. „En okkur líkar vel hérna,“ segir Gunnar. „Ég væri ekki búinn að vera svona lengi hérna ef mér lík- aði ekki vel og ætli maður fari nokkuð héðan nema maður verði rekinn,“ segir hann og hlær. „Hér hafa alltaf verið yndislegir yfir- menn og þá ekki síst núna í dag,“ segir Áslaug og þrátt fyrir að laun- in séu ekki há sýnir það hvað þau hafa starfað lengi í fyrirtækinu að þeim hefur líkað vel. KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST - HONDA ER BETRIBÍIL /ICCORD HONDA ACCORD árgerð '89, 4 d. EXS. Sjálfskiptur með öllu. Verð kr. 1.263.000,00. (H) BÍLAR SEM VEKJA ATHYGLI! Cl VIC HONDA CIVIC SHUTTLE árgerð '89. 4WD. 116 Din hestöfl. Verð aðeins kr, 1.030.000,00. HONDA CIVIC SPORT árgerð '89. 75/90/130 hestöfl. Verð frá kr. 715.000,00 (H) GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐALLRA HÆFI. Honda á íslandi: Reykjavík, sími 689900 - Þórshamar hf., Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.