Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Page 28
46 'MIÐVÍKUDAGUR 14.' JÚNf 1989. Akureyri íáiíal' Öll heimilistækin í samræmdu útliti á hagstæðu verði Við liðsinnum þér af þekkingu VALSMÍÐI sf., Frostagötu 6c, Akureyri, sími 96-23003 ________________1 ___________ Einar Farestveit&Co.hf. DORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆPl sem ég veit og í þeim tilfellum kem ég með rök fyrir mínu máli, bendi á greinar og vísindalegar rannsóknir sem ég hef lesið um í bæklingum. Ég hef einnig sótt námskeið fyrir landverði hjá Náttúruvemdarráði og þar hef ég fengið í hendur upplýsing- ar frá hinum ýmsu þjóöum um nátt- úrurannsóknir bæði á sjó og landi." - Hefur tilkoma myndar Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norður- höfum, orðið til þess að þú hefur ekki eins hátt um það og áður að þú sért grænfriðungur? „Nei, nei, hún breytti engu um það og ég er búinn að rökræöa mikið við vinnufélaga mína um þessa mynd. Ég segi það alveg eins og er að það kann að vera að þessi mynd hafi átt rétt á sér, en eins og hún var gerð á hún engan rétt á sér og ég tel að hún hafi frekar skemmt fyrir íslending- um en hitt. Myndin er mjög sundur- leit og sýnir ekki rétta mynd af einu eða neinu, hvorki grænfriðungum né íslendingum." - En myndin hefur ópeitanlega orðið til þess að breyta viðhorfi almenn- ings til grænfriðunga mjög mikið. „Já, það er rétt, hún hefur breytt viðhorfinu mjög til hins verra, enda voru þeir svertir mjög í þessari mynd. Menn trúa því að grænfrið- ungar séu af hinu illa og íslendingar líta þannig á að Grænfriðungar séu félagsskapur öfgamanna og hryöju- verkasamtök sem séu að reyna að kippa fótunum undan íslendingum." - Kemur það fyrir að þú verðir fyrir aðkasti vegna þess að þú tilheyrir samtökum grænfriðunga? „Nei, nei, alls ekki, aldrei nokkurn tíma og það má vel vera að það sé kjafturinn á mér sem bjargar því. Menn kveða mig ekki svo auðveld- lega í kútinn þótt ég segi sjálfur frá. Ég hef aldrei lent í því að verða rök- þrota eða orðið að flýja af hólmi í rökræðum um grænfriðunga og um- hverfisvemdarmál. “ Vinir á ferð KYNNTU ÞÉR glæsilegu, mjúku heimilistækjalinuna frá Konráð Jóhannsson á athafnasvæði Slippstöðvarinnar þar sem hann starf- ar. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég forðast að halda því á lofti að ég sé grænfriðungur en að visu fer ég ekkert leynt með það hér á meðal vinnufélaganna í Slippstöðinni,“ seg- ir Konráð Jóhannsson, málmiðnað- armaður hjá Shppstöðinni á Akur- eyri, en hann hefur síðan árið 1978 verið félagi í samtökum grænfrið- unga. Okkur lék forvitni á því að vita hvemig það væri að vera yfir- lýstur grænfriðungur á íslandi í dag þegar þau samtök mæta meiri mót- byr en áður hefur verið. - Hvers vegna forðast þú að halda þvíá lofti að þú sért grænfriðungur? „íslendingar em htlir umhverfis- vemdarsinnar og hafa ahtaf haldiö að landið væri hreint og ómengað í aha staði. Þegar maður svo reynir að koma hinu gagnstæða á framfæri þá er maður einfaldlega tahnn fara með staðhæfingar sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum, er jafnvel tahnn öfgasinni og annað í þeim dúr. Það spilar líka þama inn í að ís- lendingar hafa gengið ákaflega frjáls- lega um landið, enda ber það þess merki. Það má helst ekki setja nein lög eða reglur eða hafa afskipti af neinu í sambandi við umgengni við landið eða sjóinn í kringum það. Menn viija bara ganga að þessu eins og þeir hafa gert í gegnum árin þegar þeir lifðu beint á því sem landið og sjórinn gáfu. Þá gengu menn í þetta eftirhtslaust að eigin vild og margir vilja hafa það þannig enn þann dag í dag.“ - Þú hefur ekki verið þekktur fyrir það lengst af að fara leynt með það að þú sért grænfriðungur. „Nei, ekki ef ég hef verið í þannig aðstöðu, t.d. ef ég hef lent í rökræðum um umhverfisvernd eða náttúm- vemd hef ég notaö hvert tækifæri til að koma því á framfæri. Þá hefur það komið í ljós að ég veit meira um þessi mál en flestir eða allir sem ég tala við, t.d. vinnufélagar mínir hér. Þeir spyrja þá gjaman hvernig ég viti það Blombei Menn kveða mig ekki auðveld- lega í kútínn - segir Konráð Jóhannsson sem er félagi í samtökum grænfriðunga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.