Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Síða 5
■J4-01 fí FU '/ il' '1;!/! I FIMMTÚDAGUR 29. JÚNÍ 1989. Fréttir Verslunarráð kannar afkomu 102 fyrirtækja í fyrra: Aukning eigin fjár gerð að miklu tapi - 1,2 milljarða aukning á eigin fé verður að 1,8 milljarða rýmun I óútkominni greinargerð frá Verslunarráði íslands um afkomu 102 fyrirtækja á síðasta ári er þvi haldið fram að þessi fyrirtæki hafi vantaö um 1.781 milljón króna í árs- lok til þess að halda sama eiginfjár- hlutfalli og árið á undan. Þetta er í sjálfu sér rétt en gefur alls ekki rétta mynd af afkomu þessara fyrirtækja í fyrra. Réttara væri að segja að eigið fé þeirra hefði vaxið að raungildi um 1.212 milljónir milh áranna 1987 og 1988. Aðferð Verslunarráðs felst í því að bera saman eiginfjárhlutfall fyrir- tækjanna í árslok 1987 og 1988. Eig- infjárhlutfall gefur til kynna hversu stór hluti af heildarfiárhag fyrirtækj- anna er eigið fé og hversu stór hluti lánsfé. í árslok 1987 var þetta hlut- faU 14,63 prósent en í árslok 1988 var það komið niður í 13,66 prósent. Mis- munurinn er 0,97 prósent. Verslun- arráð deilir síðan þessu hlutfalli í 183 milljarða heildarfjárhag fyrirtækj- anna og fær út að ef þau hefðu hald- ið eiginfjárhiutfallinu frá 1987 hefði vantað um 1.781 milljón í eigið fé fyr- irtækjanna um síðustu áramót. Af þessum 102 fyrirtækjum eru 8 bankar og lánastofnanir. Slík fyrir- tæki hafa gífurlega mikið heildar- fiármagn, það er öll útlán sín, en lít- ið eiginfiárhlutfall. Þessi fyrirtæki skiluðu 648 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eða um helmingi af heildarhagnaði fyrirtækjanna 102. Ef þessum gróðafyrirtækjum er sleppt úr samanburði Verslunar- ráðsins gerist það að 1.781 milljónar króna eiginfiártap fyrirtækjanna verður einungis 493 milljóna króna tap. Ástæðan er sú að mismunur á eiginfiárhlutfalli milli áranna 1987 og 1988 verður reyndar hærra en áður, eða 1,01 prósent, en þar sem risavaxið heildarfiármagn lánastofn- ana er farið verður tapið 1.288 millj- óna króna minna en samkvæmt út- tekt Verslunarráðs. Nú er annar samanburður á breyt- ingum eiginfiár milli ára algengari en sá sem Verslunarráð beitir. Hann er sá að athuga hversu vel eigið fé fyrirtækjanna hefur haldiö verðgildi sínu. Samkvæmt skattalögum er byggingavísitala notuð við verðupp- færslu í ársreikningum fyrirtækja. Samkvæmt henni hefur eigið fé fyrir- tækjanna vaxið um 1.212 milljónir milh áranna 1987 og 1988 eða um 5,1 prósent. Ef lánastofnunum er aftur sleppt í þessum samanburði verður aukning eigin fiár minni eða um 271 milljón. Það er um 1,8 prósent aukning um- fram verðbólgu. Þegar einstakar atvinnugreinar eru skoðaðar kemur í ljós að eigið fé í verslunarfyrirtækjum í könnun- inni minnkaði um 6,6 prósent að raungildi. Eigið fé framleiðslufyrir- tækjanna minnkaði einnig eða um 6,3 prósent. Hins vegar óx eigið fé fyrirtækja í þjónustu um hvorki meira né minna en 20,8 prósent milli áranna 1987 og 1988. Þó þarna kunni að vera einhver hlutafiáraukning þá er þetta dágóð útkoma. -gse Úthlutun fræöimannsíbúðar 1 Kaupmannahöfn: Skoða bréf íslenskra kvenna - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræöingur „Eg veit í raun ekki hvað er til af bréfasöfnum íslenskra kvenna á Konunglega bókasafninu en ætla að sjá hvað er þar. Þá ætla ég að sjá hvort hafa átt sér stað upplýsinga- skipti milli íslenskra kvenna á þess- um tíma um það sem þær voru að lesa og heyra um kvenréttindamál,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur í viðtali við DV i morgun. Ingibjörg Sólrún er ein fimm ís- lenskra fræðimanna sem fengið hafa fræðimannsíbúð í húsi Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfn til afnota næstu tólf mánuði. Þeir sem fá íbúðina til afnota næsta starfsár eru: Jónas Hallgrímsson, prófessor í læknisfræði, til að ljúka ritverki um magakrabbamein í íslendingum 1954-1984. Matthías Viðar Sæmundsson, lekt- or í íslenskum bókmenntum, til að ljúka ritverki um þróun íslenskrar menningar 1600-1900 og til að kanna skjöl og heimildir um nokkur tiltekin atriði er að þessu lúta. Helgi Skúli Kjartansson, lektor í sögu, til að kanna landsnefndarskjöl, sinna Grágásarrannsóknum og til að afla gagna um valtýskuna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagn- fræðingur til að kanna bréfasöfn ís- lenskra kvenna á Konunglega bóka- safninu í því skyni að skrifa um hug- myndafræðilegar rætur íslenskrar kvennahreyfingar um og eftir alda- mótin. Páll Valsson bókmenntafræðingur til að stunda framhaldsrannsóknir á verkum Jónasar Hallgrimssonar og bókmenntasögu 19. aldar. -HV Jónsmessuhrím á Egiisstöðum Sigrún Björgvinsd., DV, Egilsstöð unv Eftir hlýja daga með yfir 20 stiga hita hefur nú kólnaö svo á Héraði að hreytir snjó í byggð og sannast þar að á Héraði er þó allt- af veður, annaðhvort vont eða gott og lítið þar á milli. Á Jónsmessunótt skal velta sér upp úr dögginni en í ár munaöi minnstu að fólk hér eystra gæti velt sér upp úr hrírai og snjó. BfLLINN VERÐUR HUCDMLEIKAHÖLL MEÐ PIONEER Pioneer er hvarvetna samnefnari fyrir hljómgæði. Pioneer framleiðir fjölmargar gerðir hljómtækja, hátalara og fylgihluta í bíla. Við bendum á þrjú bíltæki sem dæmi, en bjóðum þér að koma og skoða- og hlusta - á miklu fleiri. UH3 CD cp FM tl O 0- ~Ií;6 ~r ta 33.C?.6 -•'-yS-'ii t' 33.E.6 DEH 55 - Olíkt nokkru öðru bíltæki. Örtölvustýrður geislaspilari og útvarp með innbyggðum kraftmagnara í sama tækinu. 2x20 músíkwött, lagaleitari og aörir eiginleikar geislaspilara. 24 stöðva minni með fínstillingu, þar af fara 6 sterkustu stöðvarnar sjálfvirkt inn á minnið. Fjöldi annarra eiginleika. - 46.900 kr. stgr. - KEH-5090B - Tæki með mikla tækni- eiginleika, þrátt fyrir lágt verð. Útvarps- og kassettutæki með innbyggðum kraftmagnara. Tengimöguleiki við 2 eða 4 hátalara. 2x25 eða 4x15 músíkwött. Rafeindastilling fyrir 24 stöðvar. Minni með fínstillingu, þar af fara 6 sterkustu stöðvarnar sjálfvirkt inn á minnið. Sjálfvirk spólun. Aðskilin stilling á bassa og hátónum. Hlutfallsstillir milli fjögurra hátalara. Dolby kerfi. - 26.490 kr. stgr. - KE-1030 - Einfalt, en traust og hljómmikið tæki. Útvarps- og kassettutæki, 2x8,5 músíkwött. Rafeindastillt 24 stöðva minni, þar af fara 6 sterkustu stöðvarnar sjálfvirkt inn á minnið. Stöðvaleitari. Sjálfvirk aukning fyrir bassa og hátóna á lágum styrk. - Aðeins 17.749 kr. stgr. - ísetning samdægurs hjá Radíóþjónustu Bjarna, Síðumúla 17, Reykjavík. flð PIONEER HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn Radióþjónusta Bjarna Reykjavík, KEA Akureyri, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Ösp Selfossi, Hljómtorg ísafirði, EYCO Egilsstöðum, Radíóver Húsavík, Kaupfélag Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Rangæinga, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar, Rás Þorlákshöfn, Hornabær Hornafirði, Vörumarkaðurinn hf. Reykjavík, Bókaskemman Akranesi, Ljósboginn Keflavík, Tónspil Neskaupstað, Rafsjá Bolungarvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.