Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Síða 9
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989. 9 Utlönd Israelar í mól mælagöngur ísraelskir hægri menn leggja í dag í pólitískar gönguferðir um svæöi araba á vesturbakkanum þar sem leiðtogar uppreisnarmanna hafa lýst yfir allsherjarverkfalli. Með göngu- ferðunum í c}ag og á morgun vilja hægri menn leggja áherslu á að þeir hafi rétt til að fara um ísrael bibl- íunnar. Palestínumenn lita hins vegar á væntanlegar gönguferðir hægri manna sem ögrun. Átök milli vopn- aðra göngumanna og araba, sem kastað hafa grjóti, hafa þegar leitt til dauða að minnsta kosti þriggja Pa- lestínumanna og eins ísraela. Land- nemar hafa hvað eftir annað farið í árásarferðir til þorpa araba í hefnd- arskyni fyrir grjótkast og bensín- sprengjuárásir á ísraelsk farartæki. Meðlimir úr Likudflokknum, flokki Shamirs forsætisráðherra, ætla til þorpsins Ein Arik og nálægra svæða ísraelskra landnema í dag. Landnemar segjast ætla að efna til gönguferða á fimmtíu stöðum á vest- urbakkanum á morgun og vinstri sinnaðir ísraelar undirbúa nú gagn- mótmælagöngur. ísraelskir hermenn á vesturbakk- anum skutu og særðu að minnsta kosti sjö arabíska mótmælendur í gær og á Gazasvæðinu skutu her- menn til bana vopnaðan Palestínu- mann sem grunaður var um að hafa staðið fyrir ráninu á Bandaríkja- Kennslustund í nýbyggingu á vesturbakkanum. ísraelsk yfirvöld hafa lokað um tólf hundruð skólum á herteknu svæðunum og fór kennsla fram í þeim í aðeins einn mánuð á síðasta ári. „Neðanjarðarskólar" hafa þess vegna sprottið upp víðs vegar til þess að hægt sé að halda uppi kennslu. Símamynd Reuter manninum Chris George í síðustu viku. George var sleppt eftir að hann hafði verið tuttugu og níu klukku- Stundirígíslingu. Reuter Framburður Lisbet dreginn í efa Nokkur vitni fullyrtu fyrir rétti í gær að Lisbet Palme hefði verið hálfrugluð strax eftir morðið. Þar með þykir hægt aö draga í efa fram- burð hennar. Lásbet er eina vitnið sem bent hefur á hinn ákærða sem þann mann er sást á morðstaönum. Sjálf sagði Lásbet fyrir rétti að hún heföi vel gert sér grein fyrir umhverfinu strax eftir morðið. Hún fullyrti að sem sálfræðingur væri hún þjálfuð í því aö veita hlut- unum eftirtekt Vildi hún með þeirri athugasemd leggja áherslu á að hún gæti ekki hafa gert mistök þegar hún benti á hinn ákærða. Fyrir rétti í gær gáfu hins vegar nokkur vitni upplýsingar sem benda til þess aö athyglisgáfa Lis- bet hafi ekki verið upp á það besta. Maður, sem kom að morðstaðn- um, sagðist hafa reynt að tala við Lisbet en ekki náð sambandi. Sagði hann hana greinilega hafa orðið fyrir taugaáfalli og heföi hún þotið fram og til baka á morðstaðnum. Annað vitni lýsti ástandi Lisbet á samahátt Saksóknarar vísuðu í gær enn á bug beiðni verjanda um að fá að kalla sem vitni fyrrverandi leyni- þjónustumaim vegna hins svokall- aða PKK-spors. Viil verjandi sýna fram á að hugsanlegt sé aö aörir en hinn grunaði hafi framið morö- iö. PKK eru kúrdísk hryöjuverka- samtök sem af sumum hafa verið talin bera ábyrgð á moröinu á Palme. tt Samstaða: Brot gegn samkomulaginu Mikiar verðhækkanir í Póllandi hafa kynt undir óróleikann í stjóm- málum þar í landi og hafa talsmenn Samstöðu, hinna óháöu verkalýðs- samtaka, sakað stjórnvöld um að bijóta gegn samkomulagi því sem samtökin og stjórnvöld gerðu með sér í apríl síðasthðnum: Samkomu- lagið kveður á um efnahagslegar og pólitískar umbætur. Segja talsmenn samtakanna að með því að hækka verð ýmissa vöm- flokka án þess að láta almenningi í té bætur af einhverju tagi hafi stjóm- völd brotið gegn samkomulagi því er náðist í hringborðsumræðunum svo- kölluðu. Þær umræður urðu til þess að Samstaða fékk að bjóða fram í þingkosningunum fyrr í mánuðin- um. Frambjóðendur Samstöðu unnu yfirgnæfandi sigur á frambjóðendum kommúnistaflokksins í kosningun- um. Verðhækkanimar hafa ásamt Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu. Samstaða hefur sakað stjórnvöld í Póllandi um að brjóta gegn samn- ingi þeim er samtökin og yfirvöld gerðu með sér i april síðastliðnun. Teikning Lurie skorti á nauðsynjavömm leitt til mikillar óánægju meðal almennings, segir í yfirlýsingu frá Samstöðu. Segja talsmenn samtakanna að svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki fulla stjórn á efnahagsaðgerðum sínum. Ráðamenn kommúnistaflokksins hafa hvatt ríkisstjómina til að halda verðhækkunum í lágmarki til að reyna að koma í veg fyrir frekari óánægju. Verkfalh bifreiðarstjóra langferða- bifreiða og sporvagna í borginni Byd- goszcz í norðausturhluta Póhands lauk síðari hluta dags í gær. Bifreið- arstjórarnir lögðu niður störf í gær- morgun og fóm fram á launahækk- un. Gengið var að kröfum þeirra og hlutu þeir allt að 80 prósent launa- hækkun. Þetta er fyrsta stóra verk- fallið í Póllandi síðan hringborðsum- ræðunum lauk. Reuter STOKKSEYRI Nýr umboðsmaður á Stokkseyri frá 26. júní 1989. Selma Hrönn Róbertsdóttir Eyrarbraut 6 S: 98-31496 SMÁAUGLÝSINGAR s: 27022 NflLBRAUTASXÓtiNN BRE1ÐH0U1 FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Útskrift stúdenta verður laugardaginn 1. júlí nk kl. 11.00 í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, Reykjavík. Skólameistari Enskunámskeið fyrir 7-12 ára börn r • ' \ r I JUII Innritun stendur yfir Enskuskólinn Símar 25330/25900 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Orðsending til nemenda Þeim nemendum sem hyggjast stunda nám á haustönn 1989 er bent á að staðfestingar- gjöld þurfa að hafa borist skólanúm í síð- asta lagi 4. júlí. Eftir þann tíma verður tekið inn af biðlistum. IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. ' $ í-\' ' Þú gefur okkur upp: _Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og gildistíma og númer greióslukorts. • Hámark kortaúttektár i síma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 ] . rmxti:'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.