Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Page 13
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989,,
13
Lesendur
Landbúnaöurinn:
Forystuliðið þekki
■ ■■ ■ ■
sinn vnjuDcnnciiyis
Neytandi hringdi:
Nýlega las ég grein í DV um land-
búnaðarmál eftír Guðna Ágústs-
son, þingmann Framsóknarílokks-
ins. Þar var allt eftir reglunum,
talað niður til neytenda að venju
með hroka og alvisku bændaforys-
tunnar og látjð sem lanbúnarmálin
væru öll í hiranalagi hjá foryst-
unni.
í greininni var talað um innflutn-
ingsaðal sem vildi bændum illt og
væri óþarfur. Það hlýtur að vera
átt við SÍS sem er langstærsti inn-
flutningsaöili áíslandi og SÍS-fúrst-
arnir þekktir af framúrstefnuleg-
um lífsmáta sem þessi Guðni hlýt-
ur að þekkja vel sem framsöknar-
þmgmaður, sennilegast er hann í
stjórn eða stjórnarformaður á ein-
hvejum SÍS-skankanum.
Ég held að forystulið bænda ætti
að fara að hugsa alvarlega sinn
gang og breyta framkomu sinni við
neytendur og talsmenn þeirra. Og
þegar ábyrgir og alvarlega hugs-
andi menn vilja rasða landbúnaðar-
vandann á vinsamlegan hátt er
Neytandi telur SIS iangstærsta innfiutningsaðilann.
kominn tími til að forystuliðið
þekki sinn vitjunartíma og það taki
á jákvæðan hátt þátt í þeirri um-
ræðu. Sá kostur er a.m.k. heppileg-
astur fyrir bændur hvað sem liður
hallarforystunni í Reykjavík.
Eitt skal yfir alla ganga
Sigrún Pálsdóttir skrifar:
Eg hlustaði á viðtal við ijármála-
ráðherra í fréttatíma Sjónvarps þann
22. júní sl. þess efnis að ekki væri
hægt að líða lengur að stjórnendur
opinberra stofnana, svo sem Þjóð-
leikhússins og Ríkisútvarpsins, færu
langt fram úr fjárveitingum er þeim
eru ætlaðar og ótækt væri að þeir
teldu sig geta leitað á náðir ríkissjóðs
til að rétta af reksturinn sem ein-
göngu mætti rekja til vankunnáttu
þeirrá í fjármálum.
Þá vaknaði sú spurning hjá mér
hvort ekki skyldi eitt yfir alla ganga,
þ.e.a.s. hvort almenningur hefði ekki
rétt á því að víkja úr starfi fjámála-
ráðherra sem færi langt fram úr fjár-
hagsáætlun en teldi sig einan opin-
berra starfsmanna geta teygt sig ofan
í vasa almennings án allrar gagn-
rýni.
Eitt má þó líklega segja um íjár-
málaráðherra, sem og þá opinberu
starfsmenn sem hann gagnrýnir, að
hann sé góður í sínu fagi (sem stjórn-
málafræðingur) en með mjög svo
takmarkað vit á fjármálum.
Fjármálaráðherra gagnrýndi störf þjóðleikhússtjórnar.
EFF EMM lostæti
Harpa Karlsdóttir hringdi:
Ég vil endilega hrósa nýju útvarps-
stöðinni FM 95,7. Hún er hreint lost-
æti fyrir unnendur góðrar tónhstar.
Fyrst af öllu heyrist þaðan frá-
brugðnari tónlist en gerist og gengur
á hinum stöðvunum. Listamenn eins
og Bauhaus, Echo and the Bunny-
men og Simple Mind fá þar að njóta
sín, svo ekki sé talað um Klaus
Nomie sem var bannaður á öðrum
Sala plast-
pokanna
Fjallkona skrifar:
Ég var að hlusta á fréttir um hvern-
ig Landvernd hefur ráðstafað ágóð-
anum af sölu plastpokanna og finnst
til fyrirmyndar en þætti fróðlegt að
heyra frá Kaupmannasamtökunum
hvernig kaupmenn hefðu ráðstafað
sínum hlut.
rásum. Það er vonandi að yngri tón-
listarunnendur víkki tóneyrun fyrir
annarri tónlist en Jack, Jack, Jackie
og annarri „aerobic“-tónlist.
Takk fyrir langþráða rás. Ég vona
svo sannarlega að hún haldi
óbreyttri tónlistarstefnu.
Gabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
G ”
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 I - 8 47 88
I MYRKRI OG REGNI
eykst áhættan verulega!
Um það bil þriðja hvert slys í umferðinni
verður i myrkri. Mörg þeirra í rigningu
og á blautum vegum.
'HggsJ
U---' RÚÐUR
PURFA AÐ VERA HREINAR.
yUMFERÐAR
RÁÐ
AUKABLAÐ
UM
HÚS OG GARÐA
Miðvikudaginn 12. júlí nk. mun aukablað um fram-
kvæmdir við hús og garða fylgja DV.
Meðal þess sem flallað Verður um er: viðgerðir og við-
hald húsa, skjólveggir, málning, viðarvörn, heitir pottar,
garðskálar og hellur, auk annars sem tengist fram-
kvæmdum við hús og garða.
Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu
aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsinga-
deild DV hið fyrsta, í síma 27022.
Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til
fimmtudagsins 6. júlí nk.
Auglýsinadeild
3verholti 11, sími 27022
l
SKÓR ~~j
BARNAFOT
fiALUBUXUR
FJOR-FJÖR
fjör-fjör