Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simí 27022 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989. Gámaleyfi: Engu breytt „Nei, viö munum ekki breyta okk- ar starfsaöferöum. Þessi skýrsla var ekki svaraverð. Þaö er ekkert bita- ^ stætt í henni aö mínum dómi. Þetta er bara blaður út í loftiö," sagði Stef- án Gunnlaugsson, deildarstjóri í við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. í skýrslu veiðieftirlitsmanna sjáv- arútvegsráðuneytisins um úthlutun söluleyfa á ferskfiski er dregin upp dökk mynd af ástandinu. Sú gagn- rýni, sem þar birtist, er samstofna gagnrýni sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefur haldið fram frá því um miðjan vetur. „Það má segja það. Þetta er búið að vera stöðug gagnrýni frá lands- sambandinu. Þaö er ekkert nýtt,“ sagði Stefán. -Sse ''Vangoldinn söluskattur: Reglugerðin ekki afturvirk - segir flármálaráöherra Ólafur Ragnar Grímsson íjármála- ráðherra segist leggja þann skilning í reglugerð, sem fjármálaráðuneytið gaf út um innheimtu á vangoldnum söluskatti, að hún sé ekki afturvirk. ■y Því eigi þau fyrirtæki, sem hafi greitt söluskatt á undanfomum dögum, ekki rétt á endurgreiðslu þó að mál þeirra séu til meðferöar hjá ríkis- skattanefnd og þau geti lagt fram fullnægjandi bankatryggingar. í DV í gær var haft eftir Steinari Berg ísleifssyni verslunarmanni að hann teldi sig eiga rétt á endur- greiðslu söluskatts enda geti hann lagt fram fullnægjandi bankatrygg- ingar. -SMJ Hvalveiöamar: Þriðjungur kvótans veiddur Það sem af er þessari hvalvertíð hafa veiðst 24 dýr. í morgun vom tuttugu og tveir hvalir komnir á land í hvalstöðinni og tveir voru á leiðinni í land. Alls verða veiddir 68 hvalir á þessu ári þannig að rúmlega þriðjungur kvótanserþegarkominn. HV Smygl í Hofsjökli Tollverðir í Vestmannaeyjum fundu 85 flöskur af vodka við leit í iHofsjökli í gærkvöld. Áfengið fannst víða í skipinu - mest fannst í lestun- um. Skipveijar hafa verið yfirheyrð- ^ir vegna smyglsins og verður yfir- heyrslum haldið áfram í dag. -sme LOKI Ég hef alltaf verið með það „svart á hvítu'' að maður verður að greiða söluskattinn. Mikil eftirspurn en lítið framboð á aflakvóta: Kvoti boðmn til solu a um 20 kronur kiloið - flest sveitarfélög hafa bannað sölu á kvóta úr héraði Sá litli kvóti sem nú er boöinn til sölu er seldur á allt að tvöföldu því veröi sem hann gekk á í fyrra. Þá var þorskígildið á um 10 krónur hvert kíió. Nú er kvóti hins vegar boöinn á 18 til 20 krónur og allt upp í 25 krónur kílóið. Ástæðan fyrir þessari hækkun er aö flestir togarar og bátar em komnir langt með kvóta sína. Afll hefur verið betri í ár en í fyrra. Sá 10 prósent samdráttur sem gert er ráð fyrir að náist í ár leggst þvi með fullum þunga á seinni hluta ársins. Þetta ástand hefur hækkaö verðið á kvótunum. Það er bæöi lítið framboð og óvenjumitól eftir- spum. Annað sem setur strik í reikninginn er að flest sveitarfélög haía nu bannaö sölu á kvóta út fyr- ir byggðarlagið. „Við svörum yfirleitt öllum aug- lýsingum þar sem kvóti er boðinn til sölu,“ sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Sam- heija á Akureyri. „Menn hafa verið að bjóða kvóta á aíllt aö 20 krónur. Ég get ekki séð að þaö verði mitóð eftir ef menn greiða það verð.“ Þorsteinn sagðist ektó hafa keypt kvóta síðan stuttu eftir áramót og þá ekki greitt nema 11 krónur fyrir kílóið. Síðan þá hefði hann stund- um tekiö vel undir þegar menn væru aö bjóða honum kvóta á 20 krónur og jafnvel meira en þá fyrst og fremst tíl að stríða mönnum þar sem hann mættt ekki kaupa kvó- tann vegna ákvarðana sveitarfé- laga. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagöi að það lítíö hefði veriö um kvótasölu á árinu að það verð sem hafi fengist væri ekki marktækt. Ástandið ein- kenndist fyrst og fremst af því að lítil sem engin kvótasala færi fram. Sala á kvóta hefur verið talin einn af kostum kvótakerfisins. Með henni mætti ná fram aukinni hag- kvæmni í útgerð. Þessi sala hefur hins vegar nánast legið niðri í ár. Halldór Ásgrimsson sjávarút- vegsráöherra lét vinna tillögnr um nýjan úreldingarsjóð fiskiskipa í vetur. Sá sjóöur átti að standa fýrir umtalsverðum kaupum og sölum á kvóta tíl að tryggja aukna hag- kvæmni. Þessar tíllögur komu hins vegar aldrei til meðferðar Alþingis vegna andstööu Alþýðubandalags- ins. -gse Bang-pfffffff... Æi, það er sprungið. Þetta getur gerst hvar sem er og hvenær sem er. Það fékk Ásta Sveinsdóttir að reyna á dögunum. Hún var ekkert að tvinóna við hlutina og byrjaði að skipta um dekk á staönum. Það hafði hún aldrei gert áður og studdist því við leiðbeiningar bílframleiðandans. Þrátt fyrir að Ijósmyndari DV hefði ítrek- að boðið fram aðstoð sína lét stúlkan ekki segjast og skipti um dekk upp á eigin spýtur, með bros á vör. DV-mynd JAK Veðrið á morgun: „Sumar, sumar, sumar og sól“ Veðurguðirnir hafa enn velþókn- un á íslendingum. Á morgun verð- ur hæg breytileg átt eða gola og bjart veður um allt land. Þó er hætt við síðdegisskúrum sums staðar til sveita sunnanlands og vestan. Hitinn verður 10-15 stig. Sjómannafélag Reykjavíkur boðar yfirvinnubann Sjómannafélag Reykjavíkur hefur boðað yfirvinnubann frá og með mið- nætti 5. júlí. Verður þá öll vinna há- seta í höfnum hér og erlendis bönnuð milli klukkan 17 og 8. Samningar Sjómánnafélagsins og kaupskipaútgerðanna voru felldir í almennri atkvæðagreiðslu í félaginu og nú hefur slitnað upp úr viðræðum aðilanna. Samkvæmt heimildum DV bar ektó mikið í milh þegar slitnaði upp úr viðræðunum. Höfðu aðilarnir ekki náð samkomulagi um orlofs- greiöslur og 9 þúsund króna desemb- eruppbót. Eru taldar litlar líkur á að samningar tatóst áður en yfirvinnu- bannskellurá. -hlh hækkar um 5 prósent Húsaleiga fyrir atvinnu- og íbúðar- húsnæði hækkar um 5 prósent frá og með 1. júlí. Leigan gildir fram til 1. október er hún breytist aftur. Síð- ast hækkaði húsaleiga 1. apríl. En þar áður var hún óbreytt frá því í fyrrahaust þegar tímabundin verð- stöðvun rítósstjómarinnar tók gildi. -JGH NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR GÆÐI - GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.