Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. Fréttir Fundur lánardrottna loödýrabænda og ráðherra: Miklu bjartsýnni eftir fundinn „Ég er miklu bjartsýnni eftir þenn- an fund á að það finnist lausn," sagði Stefán Valgeirsson, formaður stjóm- ar Stofnlánadeildar landbúnaðarins, eftir fund ráðherra, forsvarsmanna loðdýrabænda og helstu lánar- drottna loðdýragreinarinnar í gær. Stefán sagði aö engin bein niöur- staða hefði orðið á fundinum en menn hefðu lýst yfir skilningi á vanda greinarinnar. í tillögum Steingríms J. Sigfússon- ar landbúnaöarráðherra var gert ráð fyrir að bæði Stofnlánadeildin, Framleiðnisjóður og Byggðastofnun afskrifuðu stóran hluta af lánum sín- um til loðdýrabænda. - Er ekki ljóst að sá stuöningur, sem greinin þarf til að láta enda ná saman í rekstrinum sjálfum, muni koma frá ríkinu? - segir Stefán Valgeirsson „Einhvern veginn í gegnum það, geri ég ráð fyrir. Það er búið að draga allt of lengi að taka ákvörðun. Það þarf þvi skjót viðbrögð nú.“ - Voru menn á fundinum að tala um að bjarga greininni sem heild eða bara þeim best stæðu? „Það var talað um að bjarga því sem talið væri að þýddi að bjarga. Þetta er náttúrlega matsatriði. Ég hef það á tilfinningunni að það séu ekki margir tugir sem þyrftu að hætta vegna þess að reksturinn sé ekki í lagi." - Ernokkurtloðdýrabúþaðvelstætt aö það þurfi ekki aðstoð? „Það getur vel verið að það séu ein- hver bú sem eru þá hluti af öðrum búrekstri. En allir þeir sem stunda þetta alfarið þurfa aðstoð," sagði StefánValgeirsson. -gse Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra héidu fund í gær með helstu lánardrottnum loðdýra- ræktarinnar og fulltrúum bændasamtakanna um aðgerðir vegna gjaldþrots greinarinnar. Stefán Valgeirsson, einn helsti stuðningsmaöur viðtækra að- gerða, segist miklu bjartsýnni eftir þennan fund en áður. DV-mynd JAK Matador Danska leikkonan Ghita Norby kemur í sex daga heimsókn til landsins á morgun þar sem hún mum ríða út og lesa upp. Ghita Norby er flestum sjónvarspáhorf- endum kunn sem frú Skjem í dönsku þáttaröðinni Matador. Leikarahjónin Susse Wold og Bent MejcÚng koma í ágúst og verða með H.C. Andersen-sýn- inguna Manneskjan og ævintýra- skáldið í tengsium viö Hunda- daga ’89. í Matador lék hann ráð- villtan bróður Varnæs banka- stjóra og hún Gitte Graa, dóttur iönjöfurs. -hih HafnarQöröur: Hjólum ferða- manna stolið Tveimur fjallahjólum af gerð- inni MBK Ranger Hightech var stolið frá tveimur frönskum ferðamönnum við sædýrasafnið i Hafnarfirði á þriöjudagskvöld. Hjólin em rrýög litskrúðug, gul, græn og appelsínugul að lit Sást til krakka í nágrenni sædýra- safnsins þetta kvöld. Aö sögn lög- reglu er þetta slæm landkynning. -hlh íMwiirT ; i m lí "TT—— f7 m ! Slökkviliðsmenn á fundi sínum í gærkvöldi. DV-mynd Hanna SlökkvUiðsmenn funda vegna afleysingamanns: Lýsa fullri ábyrgð á hendur borgarráði „Fundurinn harmar þá ákvörðun Borgarráðs Reykjavíkur að brjóta gegn samþykkt um slökkvilið Reykjavíkur við ráðningu starfs- manns í afleysingastarf sem engan vegin stenst þær faglegu kröfur sem settar voru í samþykktinni og borg- arstjóm hefur samþykkt," segir meðal annars í ályktun sem sam- þykkt var á fjölmennum félagsfundi Bmnavarðafélags Reykjavíkur á slökkvistöðinni í gærkvöldi. Boðað var til fundarins vegna ráðningar afleysingamanns hjá slökkviliðinu. Heitt hefur verið í slökkviliösmönnum vegna þessa máls, meðal annars vegna þess að ráðningin, framhjá samþykktinni, er talin geta verið fordæmisgefandi. Neituðu slökkviliðsmenn að fara með manninum í útköll og var hann þvi settur í símavörslu fyrst í staö. Síðan segir í ályktuninni: „Ákvöröun þessi, svo og önnur brot á gerðum samþykktum varð- andi slökkviliðið, virðast tilkomin að hluta til vegna umsagna og afstöðu yfirmanna slökkvistöðvarinnar og gerð með fullri vitund þeirra og vilja. I samtölum yfirmanna við trúnaðar- menn starfsmanna hefur komið fram að borgarráð muni reka hvern þann brunavörð sem neiti að gegna skrán- ingu með þeim afleysingamanni sem hér um ræðir." Segir að brunaveröir ætli að láta borgarráði einu eftir slíkt valdboð og muni sinna störfum sínum áfram af skyldurækni. Telur fundurinn að fastráðning viðkomandi starfsmanns komi ekki til greina. Lýsa slökkvi- hðsmenn fullri ábyrgð á hendur borgarráði vegna ráðninga er brjóta gegn samþykkt um slökkviliðið. -hlh Olís hefur lagt fram tryggingar að uppJiæð 354 milljónir króna upp í kyrrsetningarkröfu Landsbankans, sem nemur 534 milljónum króna. Þá verða eignir félagsins, aö upphæð 180 milljónir króna, kyrrsettar. Þetta eru meginatriðin í samkomu- lagi milli Olís og Landsbankans sem gengið var frá í gær og er þar með lokið einu langvinnasta kyrrsetning- armáli sem rekið hefur verið fyrir íslenskum dómstólum. Þegar Landsbankinn sagði upp öll- um samningum við Olís og höfðaði mál gegn félaginu námu kröfur hans á hendur því 438 milljónum króna. Lagði félagið fram tryggingar fyrir skuldinni og benti á eignir til kyrr- setningar en þær upphæðir þóttu ekki nægilega háar aö mati bankans. Síðastliðinn miðvikudag var svo lögö fram sáttatillaga í málinu og höföu þá verið lagöar fram eignir að upp- hæð tæpar 172 milljónir. Á þessum grunni var svo samkomulagið gert í gær og lagði Olís fram viðbótareignir aö upphæð 8 milljónir króna, svo og tryggingu aö upphæð 354 milljónir króna. „Þetta er bara byijunaraðgerð sem framkvæmd var núna,“ sagði Rein- hold Kristjánsson, lögmaður Lands- bankans, er DV ræddi við hann. „Nú er eftir svokallað staðfestingarmál því það þarf að staðfesta kröfuna. Einnig verður rekiö mál fyrir bæjar- þingi til að sannreyna hana. Það verður teldð fyrir strax að loknu rétt- arlúéi. Skuldamálið hefur þegar ver- ið þingfest og verður staðfestingar- málið sameinað því í byijun sept- ember." -JSS Sættir milli Olís og Landsbankans Lögmenn unnu fanga I góðum leik í gær í gærkvöldi fór fram knattspyrnu- leikur á milli fanga á Litla-Hrauni og lögmanna. Leikurinn var mjög skemmtilegur og prýðilega leikinn. Fyrsta markiö var skorað rétt fyrir leikhlé. Atkvæðamestir í hði lög- manna voru Jón Steinar Gunnlaugs- son og Ólafur Garöarsson sem skor- uðu tvö mörk hvor. Föngum tókst aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir hetjulega framgöngu. Lögmannafé- lag íslands gaf veglegan bikar sem sigurvegaramir hömpuðu að leik loknum. Vonast báðir aðilar til að áframhald verði á samskiptum lög- manna og fanga í framtíðinni á knattspymusviðinu. -ÓTT Markahrókarnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Garöarsson (fyrir miðju) standa kampakátir ásamt félögum sínum. Þeir skoruðu tvö lögleg mörk hvor í knattspyrnuleiknum í gær. DV-mynd Hanna Danski hundaatferlisfræðingurinn Roger Abrantes hefur haldið fyrirlestra fyrir hundaeigendur undanfarið. í gærkvöldi hélt hann sýnikennslu þar sem hundaeigendum var kennt hvernig á að fá hundana til að hlýða. Meðal þess sem lögð var áhersla á var að verðlauna hundinn strax og hann hefur gert rétt en ekki löngu seinna. Á myndinni er Roger að sýna Gutt- ormi Birni hvernig hann getur látið íslenska hundinn Stássa setjast og bíða frekari skipana. Horfast þeir þarna i augu, fræðingurinn og Stássi. Miklar umræður urðu á eftir um aðferðir Rogers. DV-mynd Rasi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.