Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Side 9
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
9
Breti tekinn af
Fangaverðir í Malaysíu flytja lík Derrick Gregory til líkhúss nærri Kuala
Lumpur, höfuðborg landsins. ■ Símamynd Reuter
Malaysíu
dauðadómur lögboðinn fyrir þá er
fundnir voru sekir um að hafa í fór-
um sínum meira en 15 grömm af
heróíni eða 200 grömm af maríjúana.
Alls hafa rúmlega sjötíu verið teknir
af lífi, flestir Asíubúar.
Mörg erlend ríki gagnrýndu stjóm
Malaysíu árið 1986 þegar tveir Astr-
aiiubúar voru teknir af lífi. En stjórn
landsins hefur tiikynnt að eiturlyfja-
smygl verði ekki þolað, sama hver
eigi í hlut. í Malaysíu er mikill eitur-
lyfjavandi. Samkvæmt opinberum
tölum eru eiturlyfjasjúklingar um
130 þúsund talsins en margir telja
að í raun séu þeir fimmfalt fleiri.
Reuter
lands. Hann var handtekinn á flug-
. vellinum á eyjunni Penang árið 1982.
Hann sagði við yfirheyrslur að hann
hefði verið neyddur til að reyna að
smygla eiturlyíjunum eftir að hann
hefði fengið dauðahótanir frá tveim-
ur mönnum sem hann hitti á eyj-
unni.
Derrick Gregory var tekinn af lífi I
Malaysíu snemma I morgun vegna
meints fíkniefnasmygls.
Simamynd Reuter
Viö réttarhöldin sagði geðlæknir
að Gregory ætti við alvarleg geðræn
vandamál að stríða. Gregory er þriðji
maðurinn af vestrænum uppruna
sem tekinn er af lífi í Malaysíu vegna
meintra brota á eiturlyfjalöggjöf
landsins síðan árið 1975 þegar eitur-
lyfjalöggjöfinni var breytt. Þá var
Ivfi í
Breskur ríkisborgari, sem dæmdur
var til dauða fyrir tveimur árum fyr-
ir að hafa fíkniefni í fórum sínum,
var tekinn af lífi í Malaysíu snemma
í morgun. Bresk yfirvöld, sem farið
höfðu fram á að dómurinn yfir
Derrick Gregory yrði mildaður, lýstu
yfir' vonbrigðum sínum strax og
fréttist um aftökuna.
Dómstóll í Malaysíu dæmdi Greg-
ory til dauða í marsmánuði árið 1987.
Honum var gefið að sök að hafa reynt
að yfirgefa landið með 576 grömm af
heróíni í fórum sínum. Fíkniefnið
faldi hann í stígvélum sínum og und-
irfatnaöi. Aftakan fór fram í dögun
í morgun. Gregory var hengdur.
Gregory var 42 ára gamall málari
frá Middlesex í suðurhluta Bret-
Hreyfilbilun talin
orsök slyssins
Bilun í hreyfli gæti hafa orsakað
flugslysið á miðvikudaginn þegar
DC-10 þota brotlenti í Sioux í Iowa í
Bandaríkjunum. Hundrað og tíu
manns fórust þegar þotan tættist í
sundur en hundrað áttatíu og þrír
komust lífs af.
Flugstjórinn er sagður hafa háð
örvæntingarfulla baráttu í fjörutíu
og tvær mínútur við að halda flugvél-
inni á lofti eftir að hreyfillinn missti
afl.
Farþegar sem komust lífs af segja
flugstjórann hafa róað farþega og
tjáð þeim að lendingin gæti orðið
svolítið harkalegri en þeir ættu að
venjast.
íbúar í litlum bæ í um 120 kíló-
metra fjarlægð frá slysstað tilkynntu
í gær að þeir hefðu fundið úti á akri
hlut sem virtist vera hluti af flugvél-
arstéli. Enn er verið að tína saman
Sabrina Michaelson, eins árs, var
ein þeirra sem komst lífs af úr flug-
slysinu í Bandaríkjunum á miðviku-
daginn. Hún varð viðskila við for-
eldra sina en fannst i örmum annars
farþega. Símamynd Reuter
hluti úr þotunni sem ekki brunnu.
Fremsti hluti vélarinnar og aftasti
eyðilögðust en sætaraðirnar nálægt
vængjum vélarinnar sluppu best.
Svarti kassinn, sem geymir hljóð-
ritanir, hefur fundist og er nú verið
að rannsaka hann. Ekki er búist við
niðurstöðum af rannsókn slyssins
fyrr en eftir nokkra mánuði.
í gær lenti DC-10 þota frá flugfélag-
inu United Airlines með tvö hundruð
sjötíu og fimm manns á Chicagoflug-
velh en sú lending var ekki sam-
kvæmt áætlun. Hafði fugl sogast inn
í hreyfil vélarinnar sem var á leið frá
New York til San Francisco.
Reuter
Þota frá United Airlines flugfélaginu flýgur yfir braki DC-10 þotunnar með
nokkra þeirra farþega sem lifðu af flugslysið. Símamynd Reuter
Útlönd
Leiðtogi Kúrd
Dæmdur fyrir njósnir
Hinn myrti leiðtogi íranskra
Kúrda, Abdölrahman Qassemlu,
sem myrtur var í Vín 13. júlí þegar
hann átti í samningaviðræöum við
íranska embættismenn, var jarð-
settur í París í gær langt frá fjöllun-
um þar sem hann háöi baráttu sína.
Menntamálaráðherra Frakka,
Lionel Jospin, gekk með þúsund
syrgjendum, flestum Kúrdum, eftir
breiögötu að kirKjugarðinum.
Flokkur Qassemlus, Demókrata-
flokkur Kúrdistans, hefur sakað
írana um morðiö á leiðtoganum og
tveimur aðstoöarmönnum hans.
Saka þeir yfirvöld í íran um að
hafa fallist á samningaviðræður til
þess að lokka Qassemlu í dauða-
gildru. Reuter
Kurdiskur skæruliði í Vín með
mynd af Qassemlu, leiðtoga ír-
anskra Kúrda, sem myrtur var í
vin fyrir viku. Simamynd Reuter
Ferðamenn flýja skógarelda
Ferðamenn og þorpsbúar í suðurhluta Frakklands lögðu á flótta i gær
undan skógareldum sem herjað hafa á þessum slóðum í þrjá daga. Um
sex þúsund manns nutu aðstoðar lögreglu til aö komast í skjól.
Notaðar voru jarðýtur til aö hlaða varnargarð við þorpið Longarisse
eför að fimmtán hundruð íbúar þess höfðu lagt á fiótta. Bjarga tókst
þorpinu undan eldunum.
Viðbúnaður er til að flytja á brott tuttugu þúsund manns frá bænum
Lacanau ef eldurinn kemst of nálægt honum. Reuter
Aung San Suu Kyi sett í stofufangelsi
Herstjómin í Myanmar, fyrrum Burma, settuií gær einn helsta leiötoga
stjómarandstæðinga, Aung San Suu Kyi, í stofufangelsi. Að sögn vest-
rænna stjómarerindreka tóku hermenn sér stöðu fyrir utan heimili Suu
Kyi í úthverfi Rangoon, höfuðborgarinnar, í gær. Hún reyndi að yfn-gefa
heimili sitt að sögn en var ekki hleypt út. Bandaríkjastjórn hvatti her-
stjómina i gær til þess að láta Suu Kyi lausa sem og aðra póhtíska fanga.
Þúsundir hermanna vakta nú götur Rangoon. Stjórnarandstæðingar
aflýstu vegna þrýstings frá yfirvöldum mótmælaaðgeröum sem halda
átti á miövikudag. Hersfjórn hefur setið við völd í Myanmar síðan í sept-
ember.
Sam Ibrahim, sem dæmdur varfyrir njósnir I Egyptalandi, ásamt lögfræð-
ingi sínum. Simamynd Reuter
Dómstóll í Kaíró dæmdi í gær fjarstaddan bandarískan ríkisborgara í
fimm ára þrælkunarvinnu fyrir að hvetja Egypta til aö njósna um herskáa
múhameðstrúarmenn fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Sam Ibrahim,
sem er Egypti af bandarískum ættum, og bróðir hans, Samir, sem enn
leikur lausum hala, voru dæmdir í tíu ára þrælkunarvinnu fyrir að hafa
afhent upplýsingar sem skaðað hefðu egypska ríkið.
Reuter
Enn róstur á herteknu svæðunum
ísraelskir hermenn skutu til
bana ungan Palestínumánn á vest-
urbakkanum í gær. Þann dag stóð
yfir allsherjarverfall Palestínu-
manna á herteknu svæðunum.
Samkværat heimildum í ísrael
var maðurinn skotinn í rannsókn-
arleiðangri hermanna í þorpinu
Bureen á vesturbakkanum. Her-
menn gripu til vopna eftir að þeir
voru grýttir. Annar Palestínumað-
ur særðist. Fimm hundruð sextíu
og sex Palestínumenn hafa látið lif-
ið síðan uppreisn þeirra á herteknu
svæðunum hófst fyrir nítján mán-
uðum. Þtjátíu og níu ísraelar hafa
látist.
Palestínskir kaupmenn á svæð-
unum lokuðu verslunum sínum í
gær og opinberar samgöngur lágu
niðri vegna verkfallsins. Leiðtogar
Palestínumanna hvöttu til verk-
fallsins til að mótmæla áætlunum
ísraelskir hermenn skutu Palest-
ínumann til bana á herteknu svæö-
unum í gær. Þann dag voru Patest-
inumenn á svæðunum í verkfalli.
Simamynd Reuter
ísraela um kosningar á herteknu svæðunum.