Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1989,
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Smáskammtalækning
Ríkisstjórnin hefur þurft að grípa til ráðstafana vegna
ríkisíjármála. Allt útlit er fyrir fimm til sex milljarða
króna halla á ríkisrekstrinum ef fer sem horfir en rikis-
stjórnin hefur sett sér það markmið að skila hallalaus-
um úárlögum. í ráðstöfununum er gert ráð fyrir sparn-
aði í rekstri ríkisins sem nemur átta hundruð milljónum
króna og auk þess lántöku. innanlands sem svarar til
þriggja milljarða.
Þetta er smáskammtalækning. Á borði stjórnarinnar
hafa verið hugmyndir um hækkun söluskatts, hækkun
tekjuskatts og endurskoðun á búvöruverðssamningnum
en ljóst er að ekki hefur náðst samkomulag um slíkar
aðgerðir. Áfram mun ríkja óvissa um framhaldið og
ekki munu lausnirnar koma af sjálfu sér. Allar líkur
benda til að staða ríkissjóðs eigi enn eftir að versna þar
sem aflakvótar eru að verða uppurnir víða um land og
útflutningur mun þar af leiðandi dragast saman þegar
líða tekur á árið.
Nú kann einhver að segja að nóg sé að gert og ekki
séu hundrað í hættunni þótt ríkissjóður sé rekinn með
tapi eitt árið enn. Samkvæmt lauslegum útreikningum
nemur halh ríkissjóðs á síðustu fimm árum tuttugu og
frnim milljörðum samtals og enginn kippir sér upp við
eitt tapárið í viðbót. Þetta er að sjálfsögðu mikil skamm-
sýni. Það er ábyrgðarlaust með öllu að safna skuldum
enda kemur að skuldadögum fyrr eða síðar og komandi
kynslóðir hafa erfiðan drösul að draga ef þjóðarbúið er
slmldum vafið. Það mun skapa sultarkjör fyrir íslend-
inga um ókomin ár.
Hitt ber einnig á að hta að halh á ríkissjóði hefur
veruleg verðbólguáhrif. Verðbólga er helsta meinsemd
efnahagslífsins. Hún hefur áhrif á vexti, kaupmátt, gengi
og gerir útflutningsgreinum okkar erfitt fyrir. Verð-
bólgan skapar oftast þenslu á vinnumarkaði en nú hef-
ur hún í för með sér atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot og
er í rauninni orðin að óbærilegri kvöl. Engin ríkisstjórn
nær tökum á efnahagsmálum meðan verðbólgan leikur
lausum hala.
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar veita ekkert viðnám.
Þau eru eins og allar aðrar aðgerðir á þessum áratug:
háhkák og einhvers konar málamiðlun milli stjórnar-
flokka sem ekki koma sér saman um markvissar lausn-
ir. í því hggur ógæfa okkar. Hver ríkisstjórnin á fætur
annarri gefst upp við að stjórna landinu annaðhvort
vegna ráðleysis ehegar hagsmunagæslu hinna ýmsu
stjórnarflokka. Og allt situr við það sama.
Ráðherrar hafa huggað sig við það að stjórnin sé
óvinsæl vegna skítverka sem þarf að vinna. Þeir segja
að þjóðin þurfi á svoleiðis ríkisstjórn að halda. En hvers
vegna ganga þá mennirnir ekki alla leið og taka almenni-
lega til hendinni? Hverju er að tapa? Ekki komast þeir
neðar í óvinsældunum. Það er þá helst að vinsældirnar
og traustið muni aukast ef kjósendur sjá að stjórnar-
flokkarnir eru samstíga, setja sér mark og útskýra um
leið fyrir þjóðinni hvað vinnst þegar vörn er snúið í
sókn.
Með ráðstöfunum og neyðarvörn frá degi th dags
missa alhr trú á stjórn landsins. Fólk fær það réttilega
á tilfmninguna að stjórnin viti ekki hvað hún eigi að
gera. Vantrúin, óvissan og örvæntingin hleður utan á
sig og hver hópur, hver og einn, hugsar um það eitt að
taka th fótanna. Hehdarsýnin hverfur, samábyrgðin
dvínar og trúin á framtíðina fíarar út. Og þá flæðir
bæði undan þjóð og stjórn.
Ehert B. Schram
„llm milliveg er ekki að ræða.“ - Frá New York. Andstæðingar (óstureyðinga mótmæla kröftuglega.
Tilfinningapólitík
Hæstiréttur Bandarikjanna hef-
ur enn á ný kveöið upp úrskurö
sem valda mun stórfelldu umróti í
bandarískum stjórnmálum. Áöur
hefur Hæstiréttur komiö miklu róti
á hug manna meö ákvöröun um
aö löglegt sé samkvæmt mannrétt-
indaákvæðum stjómarskrárinnar
að brenna og vanhelga bandaríska
fánann í póhtískum mótmælum og
hann hefur hneykslað marga með
því aö ákveöa að unglingar undir
lögaldri og vangefnir séu ekki und-
anþegnir dauðarefsingu.
En meö úrskuröi sínum í byrjun
mánaöarins um lögmæti ríkislaga
í Missouri, sem takmarka aðgang
aö fóstureyöingum, hefur Hæsti-
réttur varpað sprengju inn á hinn
pólitíska vettvang og að sumra
dómi mun þetta mál skipta þjóðinni
rækilegar í tvær andstæðar fylk-
ingar en dæmi em til síðan á tím-
um Víetnamstríðsins.
Jafnframt er ljóst aö Hæstiréttur
hefur skipt um stefnu. Hann túlkar
nú sljórnarskrána í anda Reagans
og annarra íhaldsmanna á þröngan
og íhaldssaman hátt. Þaö frjáls-
lyndi við túlkun á grundvallarmál-
um, sem einkenndi réttinn allt frá
því um 1950, er nú úr sögunni. Þetta
er verk Reagans og varanlegur arf-
ur stjómartíöar hans. Áhrifa Reag-
ans mun gæta í innanríkismálum
Bandaríkjanna fyrir tilstilli Hæsta-
réttar um mörg ókomin ár.
Þaö var Reagan sem breytti sam-
setningu réttarins, hann skipaöi
þrjá dómara og þar með komust
íhaldsmenn í meirihluta í fyrsta
sinn í áratugi. Ég hef áður fjallaö
um sérstöðu Hæstaréttar Banda-
ríkjanna meðal dómstóla lýöræðis-
ríkja. Hæstiréttur er valdastofnun
lýðveldisins jafnrétthá fram-
kvæmdavaldi og löggjafarvaldi og
hefur vald til aö ógilda gerðir hinna
tveggja ef þær eru ekki taldar í
samræmi viö stjórnarskrána.
Hæstiréttur getur ógilt hvaða lög
sem er og rétturinn getur líka ógilt
ákvarðanir forsetans. Því er Hæsti-
réttur Bandaríkjanna pólitísk
valdastofnun, á vissan hátt sú
valdamesta í Bandaríkjunum. Öll
löggjöf, ekki aðeins á alríkisþing-
inu í Washington heldur ekki síður
á ríkisþingunum 50, verður að taka
mið af því í hvaða anda Hæstiréttur
túlkar stjórnarskrána. Og nú er þar
orðin breyting á.
Fóstureyðingar
Fóstureyðingar em tilfmninga-
mál og menn skiptast í tvær alger-
lega andstæðar fylkingar í afstöð-
unni til þeirra. Um milliveg er ekki
að ræða, menn em með eða á móti.
Árið 1973 úrskurðaöi Hæstiréttur
að konur ættu stjórnarskrárlegan
rétt á fóstureyðingum, þær væm
hluti af löghelgun einkalífsins. Sá
úrskurður hefur síðan verið harka-
lega umdeildur og hávær minni-
hluti hefur aldrei sætt sig viö hann.
í öllum ríkjum Bandaríkjanna
hafa verið starfandi þrýstihópar
sem berjast gegn fóstureyðingum
og frambjóöendur til hinna ólíkleg-
ustu starfa hafa meðal annars verið
vegnir og metnir í samræmi við
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
hvaða afstöðu þeir hafa til þeirra.
Mikil barátta hefur farið fram um
stjórnarskrárbreytingu til að
ógilda úrskurö Hæstaréttar frá
1973. í sumum ríkjum eru í gildi lög
um bann við fóstureyðingum sem
taka munu gildi um leið og Hæsti-
réttur úrskurðar þær ólöglegar.
Þrýstihópar hafa víða gert aösúg
að læknamiðstöðvum þar sem
fóstureyðingar eru gerðar og marg-
ar konur, sem þangað leita, hafa
sætt aðkasti og jafnvel misþyrm-
ingum. Öll er þessi barátta þrungin
tilfmningum og Biblíutilvitnunum.
Þeir sem fylgjandi eru fóstureyð-
ingum hafa aftur á móti hingað til
verið óhultir í þeirri fullvissu að
Hæstiréttur tryggði konum stjórn-
"'arskrárlegan rétt til fóstureyðinga
og lítiö haft sig í frammi. Alls kon-
ar takmarkanir hafa verið settar á
aögang að fóstureyðingum en
fóstureyðingin sjálf er samt lögleg.
Nú er óvíst hvort svo verður fram-
vegis. Úrskurður Hæstaréttar á
dögunum gefur vísbendingu um að
rétturinn sé kominn á fremsta
hlunn með að ógilda úrskurðinn
frá 1973 og því er nú allt að fara í
bál og brand.
Úrskurðurinn sjálfur var annars
á þá leið að lög í Missouri, sem
banna fóstureyðingar á spítulum í
eigu Missouriríkis og banna starfs-
mönnum ríkisins að gera þær, voru
talin lögleg. Fóstureyðingar mega
samt fara fram á einkasjúkrahús-
um. En það var röksemdafærsla
dómaranna og skipting þeirra í
dómnum sem mesta athygli vakti.
- Nú þykir sýnt að Hæstiréttur bíði
aðeins eftir viðeigandi prófmáli til
aö ógilda úrskurðinn frá 1973 og
gera fóstureyðingar ólöglegar á ný.
Pólitík
Síðustu 16 ár hafa stjómmála-
menn getað leitt hjá sér að taka
afdráttarlausa afstöðu tíl fóstur-
eyöinga. Þeir sem hafa viljað koma
sér í mjúkinn hjá andstæðingum
fóstureyðinga hafa getað fordæmt
Hæstarétt, þeir hafa hvort sem er
ekki verið í aðstöðu til að breyta
þeim úrskurði. En nú, þegar hggur
fyrir að einstök ríki hafa víðtækt
vald til að takmarka fóstureyðing-
ar, er hætt við að allar póhtískar
kosningar fari að snúast um þær.
Skiptingin meðal almennings er
svo afdráttarlaus að 25 prósent
segjast aldrei munu kjósa fram-
bjóðanda sem sé hlynntur fóstur-
eyðingum, sama hvaða önnur
stefnumál hann hafi, en 32 prósent
segjast aldrei munu kjósa neinn
sem sé andvígur fóstureyðingum.
Hætt er viö að öll önnur mál hverfi
í skuggann af þessu eina og skipti
þjóðinni ahri í tvær andstæðar
fylkingar í kosningum í hinum ein-
stöku ríkjum og í alríkiskosningum
þegar að þeim kemur næsta ár. Nú
er tahð að um 57 prósent Banda-
ríkjamanna séu fylgjandi frjálsum
fóstureyöingum en andstæðingar
þeirra eru miklum mun háværari
og beita sér meira í kosningum,
fyrst og fremst í fjáröflun fyrir
frambjóöendur.
Hin einstöku ríkisþing geta nú,
eftir síðasta úrskurð Hæstaréttar,
takmarkað mjög aðgang að fóstur-
eyðingum, jafnvel svo mjög að þær
verði í raun gerðar útlægar. Að því
miða mörg lög sem nú eru í undir-
búningi í ýmsum ríkjum því að
Hæstiréttur hefur nú gefið svigrúm
til þeirra.
Það er til dæmis hægt að gera svo
strangar kröfur til læknamið-
stöðva, sem taka að sér fóstureyð-
ingar, að þær geti ekki staðist þær.
Það er hægt að banna notkun al-
mennafiár til fóstureyðinga. Af-
leiöingin yröi fyrst og fremst sú að
hinn fátækari hluti þjóðarinnar,
sem treystir á fóstureyðingar sem
tryggingakerfið greiðir,' fengi ekki
ókeypis fóstureyðingar en þeir sem
geta borgað fá sínar fóstureyðingar
eftir sem áður. - Vitaskuld eru
fóstureyðingar algengastar meðal
hinna fátækari og takmörkun
þeirra mundi því bitna mjög mis-
jafnlega á konum.
Þaö er því útht fyrir geysiharða
og ihvíga pólitíska baráttu þar sem
htið svigrúm er til málamiðlunar.
Enginn mun geta skorast undan
aö taka afstööu, allir verða að vera
annaðhvort með eða á móti. Barátt-
an er rétt að byrja og afleiðingarn-
ar af úrskuröi Hæstaréttar eiga eft-
ir að koma betur í ljós.
Gunnar Eyþórsson.
„Hætt er við að öll önnur mál hverfi í
skuggann af þessu eina og skipti þjóð-
inni allri í tvær andstæðar fylkingar 1
kosningum í hinum einstöku ríkjum.“