Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. 3 Fréttir Langbestu ved urkortin í DV - sögðu svissneskir ferðalangar á Tjömesi FERÐAFOLK! Munið að spenna beltin í bílnum og björgunarvestin í bátnum. d Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Jú gjöröu svo vel, þér er velkomiö að taka mynd af okkur,“ sögðu fjórir svissneskir feröalangar sem DV hitti á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu snemma morguns fyrir skömmu. Fjórmenn- ingamir sátu þar viö borð og snæddu morgunverð úti í náttúrunni. Og þaö fór vel um þau Regula Blátt- er, Markus Wyss, Audoeas Lauter- burg og Lilian Tiösch á Tjömesinu. Blankalogn var í morgunsáriö, sólin skein og hitinn var 17 stig. Þau voru því ánægð. En á hvaða ferðalagi voru þau? „Við erum búin að vera hér í þrjár vikur á íslandi. Úpphaflega ætluðum við að fara um hálendið en það reyndist ekki hægt vegna þess að þar er svo mikill snjór. Þess í stað ákváð- um við aö keyra um landið og við höfum verið mest hér á Norðurlandi vegna þess að veðrið hefur verið best hér. Við erum búin að fara víða, vor- um við Mývatn, fóram í Öskju og Herðubreiðarlindir og svo hingað. Við vorum vo heppin að í gærkvöldi sáum við í fyrsta skipti miðnætursó- hna við sjóinn og það var frábært eins og svo margt annað í náttúrunni hér,“ sagði Markus Wyss. Þau sögðust ætla að fara og skoða Dettifoss, halda þaðan til Akureyrar og síðan yrði flogið til Reykjavíkur og heim. Upplýsingar um að þau heföu gert rétt í því að halda sig norðanlands í góða veðrinu vegna þess að nær stanslausar rigningar hefðu verið sunnanlands komu þeim ekkert á óvart. „Þú ert frá DV og það má alveg koma fram að DV er með bestu veð- urkortin. Við höfum alltaf skoðað veðurkortin í því blaði og farið eftir þeim. Þess vegna höfum við fengið gott veður," sögðu þau hress og kát í lokin. glens og Svissnesku ferðalangarnir snæddu mOrgunverð í góða veðrinu á Tjörnesi. DV-mynd gk Ökumælar Haldex VDO Almennar barkaviðgerðir Tökum notaða mæla upp í nýja! GunnarÁsgeirsson hf. Suðurtandsbraut 16,108 Reykjavfk - Slmi 91-680 780 fææ&ss fFaranqursgrinduri S Burðarbogar \ Margar mismunandi stærðir og gerðir. HVERAGERÐI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL 12-20 Bílavörubúðin FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Heildsala Smásaia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.