Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Fréttir Hagsmunagæsludeildin vill ekki veita leyfi - segir Guðni 1 Sunnu sem fær ekki að hefja áætlunarflug „Hagsmunagæsludeildin telur sér ekki fært aö veita mér leyfið eins og sakir standa, enda sé í at- hugun framtíðarskipulag flugmála íslands," sagði Guðni Þórðarson hjá Sólarflugi. Guðni sótti um áætlunarflugs- leyfi, þar sem hann haíði hug á því að hefja áætlunarflug frá Akureyri til Lundúna og Kaupmannahafnar, og milli íslands og Spánar. Beiðni hans var synjaö af Flugráði og sam- gönguráðuneytinu, en Guðni sagð- ist ekki hafa kynnt sér ástæðumar fyrir synjunni þegar DV talaði við hann. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði að margar samverkandi ástæður lægju að baki ákvörðunni. í fyrsta lagi treystu menn sér ekki til að fjölga íslenskum áætlunarflugfélögum. í samræmi við samning við Bret- land, Danmörku og Spán getur ís- land tilnefnt eitt flugfélag og stend- ur ekki til að tilnefna tvö því að til að svo geti verið þarf árlegur fjöldi farþega að vera um 180.000. Og þær forsendur em ekki í sjónmáli. „í öðra lagi þurfti að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um mark- aðsspá, en við sáum ekki að slík vinna hefði farið fram. Ennfremur má nefna að við horfum upp á erf- iöleika í núverandi flugrekstri, sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að Flugráð hefði verið hikandi í afstöðu sinni, tveir vom með, tveir vildu að ákveðnum skilyrðum væri full- nægt, og einn tók ekki afstöðu. Hann sagði að beiðnin heföi verið mjög áhugaverð og menn væm opnir fyrir því að endurskoða af- stöðu sína ef forsendur breyttust. -GHK Innbrot á Vatnsenda: Þjófarnir skrúfuðu frá vatninu í nótt var brotist inn í sumarbú- staö við Vatnsenda og miklar skemmdir unnar á bústaðnum og innbúi hans. Einnig mun ein- hverju hafa verið stolið. Meðal annars létu innbrots- mennimir sig hafa það að skrúfa frá vatninu í bústaðnum þannig að flæddi út um allt. Mun þaö hafa fullkomnað skemmdimar. Ekki er vitaö hverjir vom þama á ferð en lögreglan vinnur að rannsókn málsins. -SMJ Vélarbilun hjá Stekkjahamri Vart varð vélarbilunar í vél- bátnum Stekkjahamri þar sem hann var staddur norður af Garð- skaga um klukkan eitt í nótt Skip Hafrannsóknastofiiunar, Mímir, var beðiö að fara Stekkja- hamri til aðstoðar og kom á vett- vang um tvöleytið. Var báturinn dreginn til Reykjavíkurhafnar og komu skipin þangaö kl. 4.40 í morgun. -SMJ Keflavík: Tekinn á 146 km hraða Lögreglan i Keflavík tók í gær- kvöldi ökumann á mótorhjóli þar sem hann var á 146 km hraða á Garðsvegi við golfskálann í Leiru. Ökumaöurinn var fluttur upp á stöð þar sem hann var sviptur ökuleyfi til bráöabirgða. -SMJ Hollur heima- tekinn baggi Regína Hioraransen, DV, Gjögit Gunnsteinn, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Strandamanna á Norðurfirði, kaupir grásleppu- hrogn og lætur verka þau á Gjögri og Norðurfirði. Hann borgar 120 krónur fyrir kílóið, svo kemur uppbót seinna, þegar Sambandiö er búið að selja hrognin en það kaupir hrognin af kaupfélögunum víðs vegar um landið. Ég segi nú bara, alltaf er hollur heimatekinn baggi. Listaverkið, sem Jaqueline Picasso gaf forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, árið 1986, er nú til sýnis í Listasafni íslands. DV-myndir JAK Jaqueline til sýnis Nýlega kom listaverk Picassos, sem er portrett af konu hans, Jaquel- ine, frá árinu 1962, í Listasafn ís- lands. Verkið gaf Jaqueline sjálf Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta íslands, fyrir þremur árum. Að sögn Komelíusar Sigmunds- sonar forsetaritara var „verkið lánað Listasafninu þannig að almenningur geti notið þess. Þar mun það verða til sýnis um óákveðinn tíma“, sagði hann. Hjá myndinni í Listasafninu er spjald þar sem segir að forsetinn hafl afhent hana íslensku þjóðinni til eignar. -Ó'TT PABLO PICASSO 1881-1973 Jacqueline Mougins, 1962 . , Málmplata, klfppt, beygð, máluð 49 cm sem afhendi hana fslensku þjéðinni til eignar. Þessi texti fylgir myndinni í Listasafninu. Þar segir að forsetinn hafi afhent myndina íslensku þjóöinni til eignar. Miklar tafir við af- greiðslu Nörrænu „Þaö varð klukkutíma bið því hífa varð 20 bíla frá borði og það verður líka að gera næst. Bifreiðirnar fyrir aftan urðu að bíöa þvi ekki er nema eitt hlið fyrir þær,“ sagði Siguijón Andri Guðmundsson, lögreglumað- ur á Seyðisfirði, en taflr urðu á af- greiðslu Norrænu á fimmtudaginn. Sigurjón sagði aö afgreiðslan tæki venjulega 1 /% til 2 tíma, ekki minna. Það færi þó dálítiö eftir því hversu duglegir þeir væm að leita. Síðasta fimmtudag fannst t.d. talsvert mikið af mat. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdasfjóri Austfars, sem er um- boðsaðili Smyril Line, kannaöist við það að einhveijar tafir hefðu orðið í síöustu viku. Skipið kom hálftíma á eftir áætlun og þegar átti að hleypa farartækjum út var vagn fastur í ganginum og tók hálftíma að losa hann. Jónas sagði að veður hefði verið ljómandi gott og fólk tekið töfinni vel. Hvað varðaði töf við tollskoðun vildi hann leggja þunga áherslu á að sem allra best væri tollskoðað, þó væri þiöin auðvitað erfið fyrir börn. Það tæki sinn tíma að skoða 280 far- artæki. „Það tekur um 2 til 2'A tíma að koma fólki frá boröi og kemur fyrir að einhverjum bílum er haldið eftir til að leita í betur. Það er samt allt reynt að gera svo fólki líði sem best,“ sagði Jónas. -GHK Hundur útataður í olíumálningu - spumlng um lif eöa dauöa hundsins „Um áttaleytið í gærmorgun varð dóttur okkar það á að missa labra- dorhundinn út, en hann er 5 ára gam- all. Um hádegisbilið var síðan hringt frá Dýraspítalanum og tilkynnt að hann væri staddur hjá þeim útataður í blárri olíumálningu - ég myndi telja að málningin hefði þakið 60% dýrs- ins,“ sagði Gunnsteinn Gíslason, eig- andi hundsins, í samtali við DV. „Hundaeftirhtsmaður hafði fundið hamí við Brúnaland og hefur hund- urinn verið undir læknishöndum hjá Helgu Finnsdóttur dýralækni. Hann er fárveikur núna, með 40 stiga hita, enda hefur þurft aö þvo hann marg- oft upp úr terpentínu og sápu. Ef svona gerist er spuming um líf og dauöa hjá dýrunum," sagði Gunn- steinn. „Hundurinn gengur í gegnum ólýsanlegar kvalir“. Dýralæknirinn taldi víst að þetta væri gert af manna völdum. Þaö sem styður þá skoöun er að málning var bæði í augum og eyrum hundsins - engu var hlíft. Því teljum við ólíklegt að hann hafi gert þetta sjálfur með einhverjum hætti. Ef svona verk er Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir meö hundinn sinn skömmu eftir aö byrjað var á að þvo hann með terpentínu. Dýrið hefur þolað miklar kvalir og er með 40 stiga hita. DV-mynd Hanna framið af manna völdum er viðkom- andi vorkunn. Auðvitað átti hundur- inn ekki að ganga laus, þaö em okk- ar mistök - en þetta er einum of mik- ilmannvonska." -ÓTT Glæsilegt sumarhús Regína Thorarensen, DV, Gjögri; Kristmundur Sörlason er fæddur og uppalinn á Gjögri en fór fljótlega eftir fermingu, eins og fleiri úr Ár- neshreppi, á brott. Hann læröi jám- smíöi og hefur gengið vel í sínu starfi. Hann keypti lóð á Gjögri og er nýbú- inn að byggja þar sumarbústað á tveimur hæðum, 58 m2 hvor hæð. Efri hæðin er fúllkláruð og er ytra byrði úr rekavið sem sagaður var af Guðmundi bónda á Finnbogastöðum og dáðust húsasmiðirnir að hve allt passaði. Þar féll allt saman. Það á að vígja þennan flotta sumar- bústað 19. ágúst. Þann dag verður Kristmundur sextugur og þá verður eflaust fiölmenni í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Margir em famir að hlakka til þeirrar matarveislu sem þá verður hjá Kristmundi og konu hans, Addý Guðjónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.