Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLf 1989. Fréttir Lífsnauðsyn að vinnslan verði rekin með hagnaði - aíkoman bætt með gengisbreytingum en ekki millifærslu, segir Halldór Ásgrímsson „Þaö er aö mínu mati lífsnauðsyn- legt að fiskvinnslan komist í hagnað. Ef það gerist ekki þá er ekki von til þess að efnahagslíf blómstri í landinu," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra. Eins og fram kom í DV í gær er fiskvinnslan nú rekin með um 4,2 prósent tapi samkvæmt mati Sam- taka fiskvinnslustöðva. Á ársgrund- velh jafngildir þetta um 1.300 milljón króna tapi í greininni sem heild. í fyrra var fiskvinnslan rekin með tæplega 3.000 milljóna halla. „Ég vefengi ekki þessa útreikninga. Þjóðhagsstofnun hefur talið að af- koman sé ekki jafnslæm og þama kemur fram. Hins vegar er það alveg ljóst að afkoman á árinu 1988 var mjög slæm. Það eru engar nýjar fréttir. Það hafa orðið allnokkrar breytingar á genginu síðan sem var nauðsynlegt. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi frekari breytinga við. Hins vegar er það reynsla áranna að Halldór Ásgrimsson: Vefengi ekki útreikninga Samtaka fiskvinnslu- stöðva. raungengi breytist ekki nema með tiltölulega jafnri aðlögun og það hef- ur átt sér stað veruleg breyting á raungengi á undanförnum mánuð- um. Það verður erfltt viðfangsefni á næstunni að viðhalda þeirri breyt- ingu og reynir ekki síöur á aðila vinnumarkaðarins í því sambandi en stjórnvöld.“ - Nú hafa forsvarsmenn fiskvinnsl- unnar þrásinnis viljað herma upp á stjórnvöld loforð frá því í kjarasamn- ingunum í vor um að afkomu fisk- vinnslunnar yrði komið upp fyrir núllið: „Það var tekið fram í kjarasamn- ingunum að afkoma fiskvinnslunnar yrði viðunandi. Ég tel að viðunandi staða sé ekki fyrir hendi nema um hagnað sé að ræða. Hitt er svo annað mál að það sem gerir langerfiðast fyrir er skuldasöfnun fyrri ára og sú fjármagnsbyrði sem er á þeim skuld- um.“ - Eru stjórnvöld þá með aðgerðir í bígerð til að létta þessa byrði? „Það hefur verið farið út í margvís- legar aðrar aögerðir og má þar fyrst benda á skuldbreytingar Atvinnu- tryggingasjóðs. Tilgangurinn með þeim var að koma í veg fyrir mjög miklar breytingar á gengi.“ - Þú sagðir í samtali við DV í vor að ekki yrði gripið til frekari milli- færslu til sjávarútvegsins heldur yrði afkoman bætt með gengisbreyt- ingum. Er þá ekki ljóst að stjórnvöld þurfi að lækka raungengi krónunnar umtalsvert á næstu mánuðum? „Ég er sömu skoðunar. Frekari millifærslur mega ekki verða. Við höfum hins vegar verið að vonast til að afurðirnar hækki eitthvað í verði.“ - Er ástæða til bjartsýni um hækk- andi verð á erlendum mörkuðum? „Menn hafa enga ástæðu til mikill- ar bjartsýni en þaö er engin ástæða heldur til að að gefa upp alla von í þeim efnum. Ég tel að fyrr eða síðar komi að því að einhveijar verð- hækkanir eigi sér stað. Það er aðeins spurning um tíma því að víða virðist vera skortur á mörkuðunum. Hitt er annaö mál að miklar hækkanir geta gert okkur erfiðara fyrir og nægir þar að nefna reynsluna sem varð af þeim miklu verðhækkunum sem komu árið 1987 og þær miklu verð- lækkanir sem fylgdu í kjölfarið. Það hefur reynst íslenskum sjávarútvegi erfitt að komast í gegnum þessar sveiflur. Það er því auöveldara að hafa stöðugt verð.“ - Má búast við að gengið muni síga á næstunni með álíka hraða og und- anfarna mánuði? „Það er ekki neitt endanlega ákveð- iö með það. Hins vegar er ekki að vænta neinna stórra breytinga. Við hljótum ávallt að taka miö af okkar umhverfi og aðstæöum í landinu nú sem hingað ti),“ sagöi Halldór Ás- grímsson. -gse Samtök fiskvinnslustöðva: Eyða út áhrifum gengistaps Við mat á afkomu fiskvinnslunnar í dag notast Samtök fiskvinnslu- stöðva við meðaltal fjármagnskostn- aðar samkvæmt ársreikningum 32 fyrirtækja á árunum 1987 og 1988. Þetta er gert til þess að eyða út áhrif- um af gengistapi eða -hagnaði, að sögn Agústs Elíassonar fram- kvæmdastjóra. Eins og DV benti á fyrir nokkrum vikum hefur tap fyrirtækja á íslandi í fyrra í raun veriö ofmetið. Að sama skapi hefur of mikið verið gert úr þokkalegri afkomu þeirra á árinu 1987. Ástæðan fyrir þessu hggur í hversu mikil áhrif gengistap eöa -hagnaður hafa á ársreikninga fyrir- tækjanna. Gengistap verður ef gengi erlendra gjaldmiðla hækkar meira en innlend verðbólga. Þá hækka lán, sem bund- in eru erlendri mynt, mun meira en eignir og birgðir fyrirtækjanna. Mis- munurinn er færður til gjalda í árs- reikningum þó að þessi hækkun skuldanna jafnist út á afborganir til margra ára. Að sama skapi hefur minni hækkun gengis en verðbólgu þau áhrif að höfuöstóll skuldanna minnkar í íslenskum krónum og er mismunurinn færður sem tekjur í reikninga fyrirtækjanna. Það kemur glögglega í ljós hversu hæpið er að líta einvörðungu á niður- stöðutölur ársreikninga þegar litið er til uppgjörs þeirra 32 fyrirtækja sem Samtök fiskvinnslustöðva byggja mat sitt á. Árið 1987 var fjár- magnskostnaður þessara fyrirtækja, en gengishagnaður kemur til frá- dráttar þessum hð, um 4,8 prósent af tekjum. Árið 1988 var fjármagns- kostnaðurinn hins vegar orðinn um 13,2 prósent þar sem gengistapið vó þungt það ár. Ekkert sem gerst hefur á innlendum lánamarkaði getur skýrt þessa sveiflu. Hún er fyrst og fremst tilkomin vegna breyttrar gengisstefnu stjórnvalda. Ef miðað er við meðaltal fjár- magnskostnaðar þessara tveggja ára má segja að fiskvinnslan hafi tapað um 1.620 milljónum í fyrra. Hún hef- ur hins vegar jafnframt gjaldfært um 1.230 mihjóna tap frá fyrra ári sem ekki kom fram vegna mikils gengis- hagnaðarþá. -gse Heyskapur var i fullum gangi er DV var á ferð í Öxarfirði á dögunum. Margir voru komnir langt með að heyja enda veöurblíða með eindæmum í langan tíma og baggarnir hrönnuðust upp á tununum eins og sjá má á myndinni. DV-mynd gk í dag mælir Dagfari Vinsælar óvinsældir Öllum þeim sem fylgjast meö stjómmálaumræðum er kunnugt um þá kenningu núverandi ráð- herra að ríkisstjórnin sé betri eftir því sem hún er óvinsælh. Þetta kom skýrt fram þegar síöasta skoð- anakönnun var framkvæmd og sýndi hnignandi fylgi ríkisstjórn- arinnar. Var þaö komið niður í tuttugu og fimm prósent eða fjórð- ung þjóöarinnar og mun vera ís- landsmet. Þó standa að þessari stjóm þrír flokkar, sem ahir telja sig vera fulltrúa alþýðunnar, og Stefán Valgeirsson er sömuleiðis lífakkeri stjómarinnar, en Stefán er sjálfur þeirrar skoðunar að betri stjómmálamaður sé vart finnan- legur norðan Alpafjaha en hann sjálfur. Þegar þetta íslandsmet var sett brá mörgum manninum í brún því það hpfur aldrei þótt gott í pólitík aö vera óvinsæh og hafa fólkið á móti sér. Sérstaklega þegar í hlut eiga póhtíkusar sem starfa fyrir fólkið og í þess þágu. „Hvað er nú til ráða?“ spurðu æviráðnir fram- sóknarmenn og múr- og naglfastir alþýðuflokksmenn. Alþýðubanda- lagsmenn vom ekki alveg eins for- viða, því þeir höfðu haft einhvem pata af óvinsældunum og vora margir búnir að segja sig úr flokkn- um og stofna nýtt félag til hhðar við Alþýðubandalagið svo þeir gætu veriö th hlés þegar ofveðrið skylh á. En ráðherrarnir vora ekki af baki dottnir. Þeir svöraöu því fullum hálsi að þetta væri besta einkunn sem þeir gætu fengið. Þaö sannaði að þeir væru á réttri leið. Þjóðin þarf á óvinsælh ríkisstjóm að halda, sögðu þeir og neru saman höndum af fögnuöi. Maöur hugsaði með óhugnaði th þeirrar ógæfu sem það heföi í för með sér fyrir stjórnina og þjóðina, ef skoðana- könnunin sýndi að stjórnin væri vinsæl. Það kæmi henni bókstaf- iega í koh og sannaði að hún væri vond sfjóm. Vond stjórn er vinsæl. Góð sfjórn er óvinsæl. Það er kenn- ingin. Og samkvæmt þessari kenningu starfa ráöherramir í þágu þjóðar- innar og í þágu óvinsældanna og gera nú aht sem í þeirra valdi stendur til að auka óvinsældimar. Því meiri sem þær verða, því kát- ari veröa ráðherramir, enda sér maöur ekki betur en að þeir uni sér vel í stjómarráðinu, öruggir um að þeir séu að gera rétt, þegar engum líkar það sem þeir gera og aht er öfugt við það sem fólk heldur aö sé skynsamlegt. Við höfum stundum haft svona ríkisstjómir áður, sem hafa aflað sér óvinsælda fyrir misskilning, en þær hafa verið svo vitlausar að átta sig ekki á því hvað þær stæðu sterkt 1 óvinsældum sínum og hafa asnast th að segja af sér. Þessi ríkis- stjóm, sem nú situr, veit betur og hefur sig aha í frammi um að auka við óvinsældirnar th að afla sér vinsælda. Því er ekki að neita aö stjórnar- andstaðan hlakkar nokkuð yfir þessum óvinsældum. Óvinsældirn- ar eru afar vinsælar hjá þeim stjórnarándstæðingum sem halda að pólitík og landstjórn gangi út á þaö að vera vinsæll. Þeir fatta ekki kenninguna og lögmálið sem ráð- herrarnir hafa fundið upp: Eftir því sem óvinsældirnar aukast því vin- sælh verður þú meðal þeirra sem þú ert óvinsæll hjá. Þeir sem eru á móti ríkisstjóminni eru svo glaðir yfir óvinsældum hennar að þeir geta ekki hugsað sér aö missa svona ríkisstjóm og enda með að kjósa hana aftur, vegna vinsælda óvinsældanna! Hvað er betra fyrir stjórnarandstöðu en að hafa óvin- sæla ríkisstjórn? Slík ríkisstjórn verður að sitja sem lengst. Og þegar ráðherrarnir sjálfir eru ofsakátir yfir sínum eigin óvinsældum sitja þeir auðvitað áfram í krafti óvin- sældanna. Nú um þessar mundir er ómögu- legt að sjá hvernig ríkistjórnin get- ur eða vhl fara að afla sér vin- sælda. Hún mun halda áfram að gera axarsköft og ergja landslýð með sköttum og skuldum og lög- regluaðgerðum og rifrildum svo vegur hennar aukist sem mest. Ef ríkisstjórnin er trú sínum eigin skoöunum væri það óðs manns æði að fara að gera eitthvað af viti! Og þá sjá menn sína sæng upp reidda. Við getum farið að hlakka til þess að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabi- lið með þá yfirlýstu stefnu sína að afla sér áframhaldandi óvinsælda. Það má enginn ráðherra bregðast þeirri skyldu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.