Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 26.' JÚLÍ 1989. DV Félag sendibílstjóra vill fækka sendibilum: Verio er að biðja um einokunar- rétt með þessu - segir Hjörleifur Kvaran hjá Reykjavíkurborg Trausti, félag sendibílstjóra á höf- uðborgarsvæðinu, hefur sótt um meðmæh til borgarráðs og bæjar- stjóma félagssvæðisins um takmörk- un á fjölda sendibíla á svæöinu. Nær svæðið yfir Reykjavík, Kópavog, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Garðabæ. í ráði er að sækja formlega um takmörkun til samgönguráðu- neytisins. Ráðuneytinu er heimilt að tak- marka íjölda leyfa. Hins vegar.verða að koma til meðmæli bæjarstjóma og héraðsnefnda á félagssvæðinu er svæðið fellur undir. Verði þær ekki sammála um hvort mæla skuli með takmörkun eða ekki skal ráðuneytið skera úr um vafaatriði. Meðmælabeiðni Trausta hefur ver- ið tekin fyrir hjá borgarráði Reykja- víkur og í bæjarstjórnum félags- svæðisins. Hjörleifur Kvaran, fram- kvæmdastjóri. lögfræði'- og stjóm- sýsludeildar Reykjavíkurborgar, sagði í samtah við DV að borgarráð hefði hafnað beiðninni með sam- hljóða atkvæðum. Beiðni um einokunarrétt „Við litum svo á að með takmörk- unum leyfa sé verið að biðja um ein- okunarrétt. Borgarráð vill hafa þetta opið og láta markaðinn ráða. Miðað við íbúafjölda Reykjavíkur er hér um 67% svæðisins að ræða. Samgöngu- ráðuneytiö hlýtur að taka tillit til þess við umfjöllun sína,“ sagði Hjör- leifur. Meðmælabeiðni Trausta um tak- mörkun á fjölda sendibifreiða til leiguaksturs var hins vegar sam- þykkt með 11 samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn Kópavogs. Lagði bæjar- ráð þar til að bæjarstjórn tæki máhö fyrir og voru meðmæhn samþykkt þar. í Trausta eru nú um 500 félags- menn en utan félagsins eru um 100 aðhar, þ.á m. starfsmenn Sendibha hf. Lárus Pálsson, starfsmaður hjá Trausta, sagði við DV að á aðalfundi félagsins hefði verið samþykkt að sækja um þessa takmörkun th sam- gönguráðuneytisins þar sem meiri- hluti sendibifreiðastjóra væri því hlynntur. Sagði Lárus að umsagnir bæjarstjórnanna gætu orkað tvímæl- is. „Við ætlum að sækja um og mun- um láta ráðuneytið skera úr um máhð,“ sagði hann. -ÓTT Fréttir Um 20 mínútur tók fyrir slökkviliðið að slökkva eldinn í bilnum, en hér fylgist Guðmundur Pétursson með þvi þegar bílinn hans nánast fuðrar upp. DV-mynd MS Leigubíll brann á Þrengslavegi: Þurfti tvö tonn af vatni til að slökkva eldinn Eins og greint var frá í DV á mánu- daginn kviknaði í leigubh á Þrengslavegi og varð ekkert við eld- inn ráðið þannig að bhinn er gjöró- nýtur. Bhinn er um ársgamall af gerðinni Mercedes Benz. Nýir kosta slíkir bhar um þrjár mhljónir króna. Bhstjórinn, Guðmundur Péturs- son, var að koma úr túr til Þorláks- hafnar og var á leiðinni til Reykja- víkur þegar hann varð var við mik- inn reyk undan framsætinu. Stöðv- aði hann bhinn og lyfti upp sætinu. Gaus þá upp mikhl eldur og þó að Guðmundur næði í duftslökkvitæki í bílnum dugði það ekki th. Hann hringdi því á leigubílastöðina sem hringdi th lögreglunnar í Hvera- gerði. Kom slökkviliðið fljótlega á staðinn en þá var bílinn alelda. Þurfti slökkvihðið að dæla um tveim tonn- um af vatni á eldinn th að slökkva hann. Ekki er ljóst út frá hverju kviknaði en Guðmundur vill jafnvel rekja það til verksmiðjugaha og að kviknað hafi í út frá dælu sem hafi ofhitnað. -SMJ Gert út frá Djúpuvík JEPPAEIGENDUR! Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Lýður Hallbertsson, útgerðarmað- ur á Skagaströnd, gerir út frá Djúpu- vík yfir sumarmánuðina, byriar reyndar oftast snemma vors á grá- sleppunni en dregur bolfisk á sumrin og saltar sjálfur aht saman í Djúpu- vík. Þar hefur hann gott athafna- svæði og íbúðarhús. Hann er á 120 tonna bát, Dagrúnu, og fékk í vor 120 tunnur af grásleppu- hrognum en hefur enn ekkert fengið útborgað frá Guðmundi á Húsavík sem kaupir hrognin af honum í um- boðssölu. Lýður verkar allt sjálfur og hefur gert í mörg ár en alls ekki selt kaupfélaginu nema allra fyrst á vorin. Leiðrétting vegna viðtals Nokkur misskhningur virðist hafa komið upp í samtali mínu við blaðamann DV sem birtist síðast- liðinn laugardag. Meðal annars er haft eftir mér að ég sé bæði fylgj- andi og andvígur veru vamarliðs- ins á Islandi. Þótt engu sé líkara en sumir stjórnmálaflokkar á ís- landi séu bæði með og móti hernum gildir það ekki um mig. Ég svaraði blaðamanni DV að mér þættu vam- armál íslands flóknari en svo að ég vildi svara með jái eða neii án rökstuðnings. Einnig er þaö ekki rétt eftir mér haft að mér hafi þótt hvalveiðar íslendinga skynsamleg- ar. Þvert á móti sagði ég að mér hefði þótt skynsamlegt að hætta þeim. Fyrst ég er á annað borð með rauða leiðréttingarpennann á lofti er sjálfsagt að leiðrétta stafsetning- arvihur í viðtalinu. Þannig ber að skrifa nafn uppáhaldssöngvarans míns Lou Reed (en ekki Lue), uppá- haldsleikkonan mín heitir Beatrice Dahe en ekki Bahd. Með þökk fyrir birtingu. Árni Snævarr fréttamaður * 20% AFSLÁTTUR TIL 7. ÁGÚST * Gildir ekki á pallbílahúsum A ■ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★'¥■'*" trSlmaSS UPPHÆKKUNARSETT í FLESTAR GERÐIR JEPPA: STÝRISDEMPARAR - FÓÐRINGAR -STÝRISARMAR - FJAÐRA-' HENGSLI - DEMPARAR - STUDPÚDAR OG DRIFSKÖFT GROUNDHAWG 36" RADIAL Einnig: 16/38.5 17/40-15 18.5/44-15 BFGoodrích Hjólbarðar, sem sameina ENDINGU, RÁSFESTU OG MÝKT #/ALLT## I TOYOTA FRÁ DOWNEY: FJAÐRIR - DEMPARAR - FLÆKJUR - BLÖNDUNGAR - STÝRISDEMPARAR - BODDY UPPHÆKKUNARSETT - „HEAVY DUTY" KÚPLINGAR - AUKABENZÍNTANKAR - TVOFALDIR STUÐARAR - SÍLSRÖR - BRETTAKANTAR - OG MARGT FLEIRA BIDDU UM MYNDALISTA • E 1 N N 1 G : • SPICER HJ0RULIÐS- • FELGUR • RANCHOFJAÐRIR - KR0SSAR • BLÆJUR DEMPARAR • VIÐGEROARSETT FYRIR • BRETTAKANTAR • KC-LJÓSKASTARAR RADIALHJÓLBARÐA • HALLAMÆLAR • BENSiNBRÚSAROG • DRIFHLUTFOLL - • LOFTMÆLAR (1-20 LBS) FESTINGAR • SPIL-STUÐARAR • RAFMAGNSVIFTUR • VARADEKKSFESTINGAR • FJÓRHJÓLASPIL • TEPPI1 BLAZERS100.FL. Á BLAZER S10 0.FL. • DRIFL0KUR • DRÁTTARKRÓKAR W A R N BRAHMA PALLBÍLAHÚS RAFMAGNSSPIL 0.7 - 2.5 - 4 - 5 - 6 TONNA A Útborgun samkomulag B Eftirstöðvar 6-12 mánuðir C Staðgreiðsluafsláttur Ath! Einnig driflæsingar í Suzuki 4.10 og 4.13. Drifhlutföll í 4.13. /VI4RT Vatnagörðum 14 Simi 83188 ★ ★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.