Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Exrul Thozaxeatsen. DV, EákxQiði: Iþróttir Ungir knattspyrnu- menn í Fylki í Árbæ eru ekki einungis efniiegir knatt- spymumenn heldur prúöari en aðrir félagar þeirra. Á Tomma- mótinu í Eyjum á dögunum var hópurinn frá Fylki kosinn prúöasti hópurinn á mótinu og verður þaö aö teþast nokkur heiöur. Haukur sigraöi Haukur Gunnarsson spretthlaupari tekur þessa dagana þátt í mjög sterku alþjóð- legu móti spastiskra íþrótta- manna, svokölluðum Robin Hood-leikum. í undanrásum 100 m hlaupsins hljóp Haukur á 12,9 sekúndum og sigraöi síö- an í úrslitahlaupinu á 13,0 sek- úndum, sjónarmun á undan Kúbumanni sem hijóp á sama tíma. víkurmaraþon Eftir tæpan mánuð fer fram 6. Reykja- vikurmaraþonið eða þann 20. ágúst nk. Nú ættu allir aö vera komnir í góða æfingu fyrir þá vegalengd sem þeir ætla að taka þátt í en hægt er að veþa milli þriggja vega- lengda, 7 km skemmtiskokk, hálfinaraþon (21,1 km) og maraþon (42,2 km). í fyiTa hlupu 1200 hlauparar og í ár verða glæsilegir verð- launapeningar veittír öUum þeim sem ljúka hlaupinu til minningar um unnið afrek. Skorað er á hlaupara að skrá sig sem fyrst til aö auðvelda undirbúning mótshaldara. Skráning ásamt þátttökugjaldi á að berast til Ferðaskriístof- unnar Úrvals, Pósthússtrarti 13, 101 Reykjavík, eöa skrif- stofu Frjálsíþróttasambands íslands í Laugardal, 104 Reykjavik. Upplýsingar verða veittar I símum 28522 og 685525. Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir maraþon, kr. 850 fyrir hálf- maraþon og kr. 650 fyrir skemmtiskokkið. 12 ára og yngri greiða kr. 450. Hörkukeppni í < íblíðuál Re Grindvíkingar komnir með Kana: JeffNull tilUMFG - Suðurnesjaliðið ætlar sér stóra hluti í úrvalsdeildinni í vetur Ægir Már Kárasan, DV, Sudumesjum: Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga í körfuknattleik hefur fengið til sín bandarískan leikmann fyrir kom- andi keppnistímabil. Grindvíkingar eru þar með fyrsta liðið til að næla í erlendan leikmann en eins og áður hefur komið fram í DV var liðið búið að ráða til sín bandarískan þjálfara, Dennis Matika, en hann sá um ráðn- inguna á leikmanninum. Leikmaðurinn heitir Jeff Null frá Pensilvaníu og er 24 ára gamall. Null þessi er hvítur, 1,98 m á hæð, og spilar sem bakvörður en hann spilaði í Lúxemborg í fyrra við góðan orðstír. „Valið stóð á milli tveggja leik- manna en það var þjálfarinn sem tók ákvörðunina. Hann þekkir leik- manninn mjög vel og að sögn er Null mikil þriggja stiga skytta og góður alhliða leikmaður. Við bindum miklar vonir við bæði þjálfarann og leikmanninn þar sem við ætlum okk- ur stóra hluti í vetur,“ sagði Eyjólfur Guðlaugsson en hann sá um ráðn- ingu á þjálfara og leikmönnum fyrir körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Grindavík verður sennilega eina liðið sem verður bæði með erlendan leikmann og þjálfara. Það er mikill hugur í Grindvíkingum fyrir kom- andi tímabil og undanfarin ár hefur aðeins vantað herslumuninn á að lið- iö tryggði sér sæti í úrslitakeppninni. • Um síðustu helgi fór fram i Buenos Aires í Argentínu ágóðaleikur i kanttspyrnu og tóku valinkunnir leikmenn þátt í leiknum. Annað liðið var skipað meðal annars hinum heimsþekkta knattspyrnumanni Diego Maradona og forseta Argentínu Carlos Nemen, sem lék hluta leiksins. Myndin var tekin rétt áður leikurinn hófst. Símamynd/Reut Amór Guðjohnsen skrifaði undir hjá Anderlecht: Amórú’leik - leikur ekki gegn Austurríki í Salzburg 23. ágúst Kristján Bemburg, DV, Belgíu: „Það er ljóst að ég verð ekki orðinn góður eftir uppskurðinn og get því ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn því austur- ríska í Austurríki þann 23. ágúst. Þetta er auðvitað mjög leiðin- legt en maður verður bara að sætta sig við þetta,“ sagði Arn- ór Guðjohnsen í samtali við DV í gær. Amór var skorinn upp í maí sl. við eymslum í magavöðvum og hefur ekki enn náð sér eftir uppskurðinn. „Ég hef getað skokkað lítillega und- anfama daga en á enn langt í land. Það verður mjög slæmt að missa af undirbúningstímabilinu með And- erlecht og erfitt að geta ekki verið með frá byrjun. En mér líkar mjög vel við nýja þjálfarann og hann er greinilega toppmaður í sínu fagi. Ég hef fundið að hann skilur vel mína aðstööu og er hlynntur því að ég komi inn í liðið sem allra fyrst. Ég er því bjartsýnn á að komast í byrj- unarlið Anderlecht um leið og ég hef náð mér að fullu eftir uppskurðinn," sagði Amór við DV í gær. Skrifaði undir nýjan samning til eins árs Amór skrifaði undir nýjan eins árs samning við Anderlecht á dögunum og mun því verða eitt árið enn hjá félaginu. Ekkert varð af því að Arnór færi frá Anderlecht enda gat hann lítið sýnt á síðasta keppnistímabili vegna meiösla. Hann var þvi til- neyddur til að skrifa undir nýjan samning við Anderlecht. Þróttur vann Þróttur sigraði Reyni frá Sandgerði með einu marki gegn engu í A-riðli 3. deildar í gærkvöldi. Oskar Öskarsson skoraði fyrst fyrir Þrótt en Sigurþór Þórarinsson jafnaði fyrir Reyni. Á síöustu mínútu leiksins gerðu Sandgerðingar sjálfsmark sem tryggði Þrótt- urum sigur. Siglfirðingar unnu 3-0 sigur á Reyni frá Árskógsströnd í B-riðli. Hlynur Ei- riksson gerði tvö mörk og Hugi Sævarsson eitt. Þá vann Dalvík Austra, 6-1. Sigfús Karls- son gerði 5 mörk og Ragnar Rögnvaldsson eitt. Fyrir Austra skoraði Oskar Garðarsson. í 4. deild sigraði Augnablik lið Stokkseyrar, 2-0. Hrannar Erlingsson og Jón Ólafsson skoraðu fyrir Augnablik. Njarðvík vann Ægi, 2-1, með mörkum Einars Einarssonar og Rúnars Jónssonar en Jón Heiöarsson gerði mark Ægis. Víkingur frá Ólafsvík vann Ár- vak, 3-2. Magnús Gylfason gerði tvö mörk fyrir Víking og Víglundur Pétursson eitt. Páll Björnsson gerði bæði mörk Árvakurs. -RR/MJ/KH/ÆMK Fram og KA í kvöld Fram og KA mætast í kvöld í sannkölluðum toppslag í Hörpu-deUdinni. Leikurinn fer fram á aðaUeikvanginum í Laugardal og hefst klukkan 20. Einherjar fundu aðeins eitt stig í þokunni - 2-2 jafntefli hjá Einherja og ÍR á Vopnaíirði Jóhann Ámason, DV, Vopnafirði: • Sigurður Hallvarðsson I baráttu um boltann í leik Þróttar og Reynis í gærkvöldi. DV-mynd GS IR og Einherji gerðu 2-2 jafntefli á Vopnafirði í 2. deildinni í gærkvöldi. Stigin lágu í loftinu fyrir heimamenn en aðeins eitt fannst í þokuslæðunni sem lá yfir Vopnafirði. ÍR-ingar hófu leikinn en Einherjar tóku hann brátt í sínar hendur og börðust eins og ljón. Á 7. mínútu átti Njáll Eiðsson góða sendingu á HaUgrím Guömundsson sem skoraði af öryggi. Liðin skiptust nokkuð á um að sækja en heimamenn voru þó öUu grimmari og á 27. mínútu skoraði Kristján Davíðsson annað mark Einheija og staðan þá orðin 2-0. Tveimur mínútum síðar fengu IR-ingar víti og Hlynur Elísson skoraði af öryggi. Þegar komið var fram yfir venjuleg- an leiktíma í fyrri hálfleik komst Jón G. Bjamason einn í gegnum vörn heima- manna en Magni Björnsson varði mjög vel. ÍR-ingar komu ákveðnari tU leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu strax á 47. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Gunnarsson eftir mis- tök í vörn Einherja. Nú gengu ÍR-ingar á lagiö en Magni Bjömsson stóð eins og klett- ur í marki Einherja og varði aUt sem á markiö kom. Þegar stutt var til leiksloka gátu Einherjar gert út um leikinn. GísU Davíðsson fékk þá þijú færi í nánast sömu sókninni en aUt kom fyrir ekki. Leikurinn var mjög harður og áUs vom sjö spjöld á lofti í leiknum. Hjá Einherja stóðu þeir HaUgrímur Guð- mundsson og Kristján Davíðsson sig mjög vel ásamt Magna sem varði frábærlega. Helgi Þórðarson átti einnig góða spretti. í liði ÍR bar mest á Jóni G. Bjarnasyni og Hlyni Elíssyni. Austurlandsmótið í golfi var haldið á Eskifirði á dögunum í bliöskaparveðri eins og venjulega. Þó sætö það tíðindum að seinni daginn kom rigningarskúr. I karlailokki sigraði Jóhann Kjærbo, GN, á 154 höggum, Pétur Jónsson, GE, varð annar á 155 og Guðni Þór Magnússon, GE, þriðji á 159. Sveinbjðm Egjlsson, GF, sigraði með forgjöf á 121 höggi, Pétur Jónsson, GE, varð annar á 125 höggum og Kjartan Guð- jónsson, Stöðvarfirði, þriðji á 129. í kvennaflokki sigraði Ag- nes Sigurþórsdóttir, GE, án for- gjafar á 190 höggum og með forgjöf á 148 höggum. I öðru sæti varð Bryndís Hólm, GHH, á 201 og 151 höggi. Þriðja án forgjafar varö Rósa Þorsteins- dóttir, GHH, á 212 höggum og þriðja með forgjöf varð Laufey Oddsdóttir á 151 höggi. Bjartur Finnsson, GHH, vann í ungl- ingaflokki á 156 höggum, annar varð Jón Bjömsson, GHH, á 164, og þriðji Ivar Reynisson, GHH, á 187. í keppni meö for- gjöf sigraði Kristinn Sörensen, GE, á 128 höggum, annar varð Bjartur Finnsson, GHH, á 132, og þriöji Jón Björasson, GHH, á 136 höggum. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Iþróttir Jónsson til Arsenal: AUdnson vil fá 700 þús - Arsenal reiðubúið að greiða 300 þús. pund fyrir Sigga. Atkinson, stjóri Sheff. Wed., heimtar 700 þús. pund. Málið fyrir dómstóla Sigurður Jónsson ákvaö í gær að taka tilboði ensku meistaranna Arsen- al og ganga til liðs við félagið eftir langan umhugsunartíma. Sigurður Jónsson mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið á morgun á Highbury leikvanginum, höfuðstöðvum Arsenal í London. Sigurður hefur leikið með Sheffield Wednesday undanfarin ár en tekur nú stórt skref upp á við og fer til eins allra þekktasta og voldugasta félags í Englandi. Arsenal, eöa Barónamir frá Lon- don, eins og félagið er oft kallað, varð enskur meistari á síðasta ári eftir eftirminnilegan úrslitaleik viö LiverpooL Það er mikill heiöur sem Sigurði er sýndur meðþessu tilboöi og greinilegt aö George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal, bindur vonir viö þennan unga leikmann frá Akranesi. Clough hafnaði Sigurðl Það kom eflaust mörgum á óvart þegar þær fréttir bámst að Sigurð- ur væri kominn til Arsenal. I síö- ustu viku stefndi flest í aö hann mundi ganga til liðs viö Notting- ham Forest. Vitað var að Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, hafði mikinn áhuga á Sigurði en hann hafði ekki samband viö leik- manninn á mánudag eins og talað haíði verið um. Samkvæmt umsögn enska stór- blaðsins Daily Mirror, sem birtist í morgun, segir að Brian Clough hafi hafnað Sigurði en ekki er til- greint á hvaða forsendum. Glasgow Celtic og Lundúnafélagið Chelsea höfðu einnig sýnt Sigurði mikimi áhuga og bæði liðin áttu viöræður við hann ekki alls fyrír löngu. Atkinson helmtar 700 þúsund pund „George Graham, stjóri Arsenal, á þó einn þröskuld í veginum og þaö er kaupveriö á Sigurði. Arsenal bauð 300 þúsund pund i Sigurð en framkvæmdastjóri Sheffield Wed- nesday, Ron Atkinson, heimtar 700 þúsund pund," sagði íþróttafrétta- maður á Daily Mirror í samtali við blaöamann DV seint í gærkvöldi. „Eins og staðan er núna er aug- Jjóst að málið fer fyrir rétt og þá verður ákveðið hvert kaupverðið verður. Þaö er líklegast að það verði í kringum hálf milljón punda og það má teljast vel sloppið fyrir Arsenal eins og verðið er almennt orðið á enska markaðnum," sagöi blaðamaður Daily Mirror ennfrem- ur. Annar íslendingurinn sem leikur með Arsenal Sigurður Jónsson verður því annar íslendingurinn sem leikur með Arsenal. Albert Guðmundsson, sendiherra íslands í Frakklandi, lék með liðinu á 5. áratugnum við glæsilegan orðstír. Sigurður mun hefja æfingar með Arsenal strax í vikunni en enska deildarkeppnin hefst 19. ágúst -RR Tiú hefur verið dregið úr réttum svörum í Ferða- getraun II. Rétt svar var Dyr- hólaey og hér koma nöfn hinna heppnu. Þeir fá allir heimsenda Wizensa mynda- vél ffá framköllun sf. Ásdis Ársælsdóttir Stóra-Háisi, Selfossi Guðný Pálsdóttir Sigtúni 27, Patreksfirði ÞorvaldurSkúli Hrafnkelsson Mariubakka 20, Reykjavík BæringJóhann Björgvinsson Álfhólsvegi 118, Kópavogi Sara Ögmundsdóttir Valhúsabraut 17, Seltjamamesi Sigfinnur Róbert Svavatsson Qónhól 5, Mjarðvik Erla Björk Atladóttir Þórðargötu 6, Borgamesi Ólöf F. Alfreösdóttir Strandgötu 17b, Hafnarfirði Þorsteinsína 0. Gestsdóttir Hafharbraut 21, Hóimavik Óskar Páll Þorgilsson Kambaseli 44, Reykjavik Paul V. Michelsen Rrummahólum 6, Reykjavik Btynja Hrönn Jónsdóttir Hliðabyggð 4c, Oaröabæ Stefán Þór Theodórsson Blónduósi Eggert Jóhannesson Þorkelshóli, Hvammstanga Elma Jónatansdótdr Hörgstúni 9, Garðabæ < c- Ferðagetraun Þekkirðu staðinn? t>etta er mynd af: a) Herðubreið □ b) Lómagnúpi □ c) Keili □ Skilafrestur er til laugardagsins 12. ágúst. Svar sendist til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt Ferðagetraun DV III. Nafn...................................... Heimilisfang.............................. Símanúmer................................. Það borgar sig að þekkja landið sitt! Ef þú berð kennsl á staðinn á myndinni skaltu senda okkur svarið ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri og þú getur átt von á glæstum vinningi. Þetta er þriðja og síðasta ferðagetraunin í sumar. Dregið er úr réttum svörum og eru 15 verðlaun veitt. Vinsamlegast athugið að senda úrklippuna af ferða- getrauninni með. Ljósrit eru ekki tekin gild. Og verðlaunin eru ekki af verri endanum. í tilefni af 5 ára afmæli sínu ætlar FRAMKÖLL- UN SF., LÆKJARGÖTU 2 OG ÁRMÚLA 30, að gefa heppnum lesendum DV ferðafélaganh í ár: WIZENSA, alsjálfvirka 35 mm myndavél að verð- gildi 3.500 kr. WIZENSA myndavélin er með ★ 35 mm glerlinsu ★ föstum fókus ★ sjálfvirkri filmufærslu ★ innbyggðu flassi (leifturljósi)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.