Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989.
9
Utlönd
F.W. de Klerk var svarinn inn í embætti forseta Suöur-Afríku í morgun.
Símamynd Reuter
De Klerk sakaður um
„hallarbyltingu“
F.W. de Klerk, formaður Þjóðar-
flokksins í Suður-Afríku, sór emb-
ættiseið sem nýr forseti landsins í
morgun. Hann tekur við af P.W. Bot-
ha sem sagði af sér forsetaembættinu
í fússi í gær þegar hann varð að lúta
í lægra haldi í baráttu sinni við de
Klerk innan stjórnarflokksins. Botha
sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinn-
ar í gær að ráðherrar hefðu lagt að
honum að bera við heilsuleysi viö
afsögnina en hann neitaði að nota
lygi sem yfirvarp. Búist er við að de
Klerk-verði staðfestur í embætti að
afloknum kosningum í landinu 6.
september næstkomandi þar sem
blökkumenn fá ekki að láta skoðun
sína í Ijós.
Stjómarandstöðuflokkar sögðu að
valdabaráttan milh Botha og de
Klerk vissi ekki á gott fyrir Suður-
Afríku undir stjóm nýja forsetans.
Lýðræðisflokkurinn, sem er andvíg-
ur kynþáttaaðskilnaðarstefnu
stjómvalda, sagði að það væri sorg-
legt að valdabarátta sem einkum
væri af persónulegum toga skyldi
verða til þess að forsetinn segði af
sér eins og hann gerði, einmitt á þeim
tíma þegar landið þarfnaðist ákveð-
innar og hugmyndaríkrar fomstu.
íhaldsflokkurinn, sem er lengst til
hægri, sakaði de Klerk um að hafa
bolað Botha frá í hallarbyltingu sem
spillti fyrir ímynd Suður-Afríku sem
„trausts lýðræðisríkis". Flokkurinn
benti á að deilan milli de Klerks og
Botha ætti rætur sínar að rekja til
andstöðu Botha við fyrirhugaða ferð
de Klerks til Zambíu þar sem hið
útlæga Afríska þjóðarráð (ANC)
væri með höfuðstöðvar sínar. Með
heimsókn sinni síðar í þessum mán-
uði og viðræðum við Kaunda, forseta
Zambíu, væri de Klerk óbeint að
ræða við Afríska þjóðarráðið, helstu
samtökin sem beijast gegn minni-
hlutastjóm hvítra manna í Suður-
Afríku.
Þjóðarflokkurinn er andvígur við-
ræðum við Afríska þjóðarráðið á
meðan það neitar að að snúa baki
viö vopnaðri baráttu gegn stjórn-
völdum. íhaldsflokkurinn vill aftur á
móti koma á algjörum aðskilnaði
kynþáttanna og hafnar öllum við-
ræðum við ANC.
Dagblöð landsins, bæði þau sem
fylgja stjórninni og eru henni andvíg,
fógnuðu brottfór Botha. Blökku-
mannablaðið Sowetan sagði að Botha
hefði sloppið vel eftir allar þjáning-
arnar sem blökkumenn hefðu orðið
að líða undir stjóm Þjóðarflokksins.
Dagblaðið Beeld, sem fylgir stjórn-
inni að málum, sagði að afsagnar-
ræða Botha þar sem hann lýsti deil-
um sínum við de Klerk væri biturleg-
ur pólitískur vitnisburður. Blaðið
Business Day sagði að það sem hefði
orðið Botha að falli hefðu verið hin
víðtæku völd sem hann tók sér þegar
hann varð forseti eftir stjórnarskrár-
breytingu 1983.
F.W. de Klerk er 53 ára gamall fyrr-
um lögfræðingur. Hann tók við for-
ustu Þjóðarflokksins í febrúar þegar
Botha fékk heilablóðfall. Nýi forset-
inn er ættaður frá Transvaal héraði
sem er hjarta póhtískra valda, auðs
og áhrifa í Suður-Afríku. De Klerk
er ákafur fylgismaður varfærinnar'
umbótastefnu Botha í aðskilnaðar-
málum en hann er engu að síður tal-
inn forustumaður íhaldsarms stjórn-
arflokksins. í október síðasthðnum
styrkti hann enn frekar íhaldsímynd
sína þegar hann snupraði embætt-
ismenn rugbysambands landsins
fyrir að ræða við blökkumannaleið-
toga um hvemig binda bæri enda á
einangrun landsins á íþróttasviðinu.
Reuter
P.W. Botha sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í fússi i gær eftir harða
valdabaráttu innan stjórnarflokksins.
Frakkar leita
friðar í Líbanon
Ungur drengur stendur ráðþrota fyrir framan rústir heimilis síns i vestur-
hluta Beirútborgar. Simamynd Reuter
Frakkar hafa nú hert herferðina
til að koma á friði í Líbanon. Sendi-
maöur Frakka, Jacques Andreani,
mun í dag leita eftir viðræðum við
fulltrúa Moskvu til að reyna að fá
Sovétríkin til að beita Sýrland þrýst-
ingi til að leggja niður vopn. Frakkar
telja að Sovétmenn, stuðningsmenn
Sýrlendinga, geti haft mikil áhrif til
að binda enda á fjórtán ára borgar-
styrjöld í landinu.
Rúmlega sex hundmð, þar af flestir
óbreyttir borgarar, hafa látist í styxj-
öldinni í Líbanon síðan bardagar
hófust á nýjan leik um miðjan mars-
mánuð síðasthðinn.
Gorbatsjov Sovétforseti hefur gefið
í skyn að hann sé reiðubúinn th aö
taka að sér hlutverk málamiðlunar
í dehu múhameðstrúarmanna og
kristinna. En Sovétstjómin hefur
einnig sagt að áhrif þeirra yfir' Sýr-
landsstjóm séu takmörkuö.
Frakkar hafa einnig sent fuhtrúa
th Túnis th að ræöa við Chedli Khbi,
framkvæmdastjóra Arababanda-
lagsins en fuhtrúar þess hafa reynt
að koma á friði. En fyrir þremur vik-
um lýstu fulltrúamir því yfir að þeim
hefði ekki tekist ætiunarverk sitt.
í gærmorgun nutu Beirútbúar
skammvinns hlés á bardögum. En í
gærdag byijaði sprengjuregnið á nýj-
an leik og þeir fáu íbúar borgarinnar
sem eftir eru urðu að leita skjóls í
neðanj arðarbyrgj um.
Leiðtogi kristinna, Aoun hershöfð-
ingi, hét því í gær að hætta ekki bar-
dögum fyrr en allir hermenn Sýr-
lands hefðu yfirgefið landið. „Það
verður ekki vopnahlé í Líbanon
nema það sé tengt brottflutningi sýr-
lenskra hermanna," sagði hann í við-
tah við Reuter-fréttastofuna. Hann
kvaöst reiðubúinn th langrar baráttu
en taldi þó að þess væri líklega ekki
þörf þar sem brátt yrðu allir sýr-
lenskir hermenn á brott úr landinu.
Hann útskýrði þessi ummæh sín
ekki nánar.
Reuter
Hermenn á Fhippseyjum sögöu
að ástralskur trúboði, sem íangar
í herfangelsi á Fhippseyjum tóku
gíslingu á sunnudag, hefði verið
myrtur í morgun. Segja þeir að
Jacquehne Hamhl hafi verið skotin
og skorin á háls. Að sögn her-
manna biöu þrír aðrir bana, þar á
meðal níu ára drengur. Morðin áttu
sér stað þegar kom th skotbardaga
mihi fanganna og öryggisvarða í
fangelsinu í suðurhluta Fihppseyja
í morgun. Fangamir reyndu að
skjóta sér leið ut úr fangelsinu og
notuðu gíslana sem skjöld.
Yfirvöld segja að fjórir gislanna
li í filippseysku fangelsi
hafi sloppiö á meðan á skotbardag- Fangamir freistuöu þess að
anum í fangelsinu, sem er um eitt skjóta sér leið út úr fangelsinu þeg-
þúsund kflómetra suðaustur af ar samningaviðræöur við yfirvöld
Manha, stóð. Trúboðinn var eini ehduðu í sjálfheldu. Samninga-
gíslinn af vestrænu bergi brotinn. nefnd yfirvalda, reynir nú að koma
Tahö er að nokkrir gíslanna séu viðræðunum á réttan kjöl á ný.
særðir en fréttir eru óljósar. Fangarnir fara fram á bifreiö til að
Ijósmyndari Reuter, sem var á sleppa úr prísundinni en tahð er
staönum, kvaðst hafa séð eina aö þeir hyggist fara th afskekktrar
konu og tvo karlmenn hggja fyrir eyjar.
utan fangelsið þegar skotbardagan- Fangamir tóku um fjórtán
um lauk. Fangamir sneru afto' inn raanns f gíshngu á sunnudag. Þeir
í fangelsið eftir bardagann Her- hótuðu að myrða Hamhl i gær
yfirvöld telja að leiðtogi fanganna, nema gengið yrði að kröfum þeirra.
Mohammad Samparani, hafi látið Reuter
hfið.
Simamynd Reuter