Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989.
e»v Útlönd
Forsetakosnlngar í Chile:
Baráttan hafin
fyrir alvöru
Patricio Aylwin, fyrrum formaður kristilegra demókrata, er frambjóðandi
stjórnarandstæðinga í forsetakosningunum í Chile. Kosningarnar eiga að
fara fram í desember. Símamynd Reuter
Hægrimenn á Chile hafa komiö sér
saman um að styðja fyrrum fjár-
málaráðherra landsins, hinn fertuga
hagfræðing, Heman Buchi, í forseta-
kosningunum í desember en þá verð-
ur kosið um arftaka Augusto Pinoc-
het, forsetaherstjórnarinnar. Stjóm-
arandstæðingar styðja Patricio Ayl-
win. Ljóst er nú að baráttan stendur
miili Buchi og hins sjötuga Aylwin
og búast má við hörðum bardaga.
Ákvörðun stærsta íhaldsflokks
landsins, Þjóðlega endurreisnar-
flokksins, um að styðja Buchi bindur
enda á þá pólitísku óvissu sem ríkt
hefur í Chile. Tahð var að flokkurinn
myndi styðja við bakið á formanni
flokksins, Sergio Onofre Jarpa.
Skoöanakannanir sýna að Aylwin
nýtur meiri stuðnings kjósenda í
þessari baráttu um hver verður
fyrsti borgaralegi forsetinn í Chile
síðan Salvador Allende var við
stjóm. Niðm-stöður nýlegrar skoð-
anakönnunar á vegum stjórnarand-
stæðinga sýna að hann hlyti 54 pró-
sent atkvæða ef gengið yrði til kosn-
inga nú en Buchi 28 prósent.
Pinochet hefur fariö fram á afsögn
ráðherra sinna til að fá inn nýja
menn fyrir þá sem hyggjast bjóða sig
fram í kosningunum. Heimildar-
menn segja að atvmnumálaráðher-
rann, Guillermo Arthur, og ráðherra
opinberra framkvæmda, Bruno Sie-
bert, hafi staðfest að þeir muni bjóða
sig fram. Líklegt er tahð að Pablo
Baraona efnahagsráðherra bjóði sig
einnig fram. Ný stjórn tekur eið á
morgun, miðvikudag.
Aylwin og Buchi
Aylwin, sem sex sinnum hefur ver-
ið kjörinn formaður kristhegra
íbúar Chile ganga til kosninga um
nýjan forseta í desember. Búast má
við að kosningabaráttan verði hörð.
demókrata, stærsta stjórnmála-
flokks Chhe, nýtur stuðnings sautj-
án-flokka bandalags stjórnarand-
stæðniga. Meðai þeirra eru komm-
únistar og óánægðir, fyrrum stuðn-
ingsmenn herstjórnarinnar. Aldrei'
vár nokkur vafi á að Aylwin, sem
talinn er snjaU samningamaður, yrði
í framboði fyrir stjórnarandstæð-
inga, sérstaklega ekki eftir að hann
leiddi stjórnarandstöðuna í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni í október síðast-
hðnum. í kjölfar ósigurs í henni
neyddist Pinochet tU að boða tU kosn-
inga í desember en stjórnarskipti
fara ekki fram fyrr en í mars. Sam-
kvæmt stjórnarskránni í Chile má
Pinochet ekki bjóða sig fram.
Buchi, sem hefur htla reynslu af
stjómmálum í Chile, sagði af sér
embætti fyrir fjórum mánuðum tíl
að einbeita sér að kosningabarátt-
unni. Hann nýtur stuðnings hægri-
sinna sem og stórfyrirtækja á við-
skiptasviðinu en vonast til að fá
stuðning ungu kynslóðarinnar.
Aðrir frambjóðendur hafa ekki
stuðning stærri stjómmálaflokka í
ChUe. Reuter
Robert Pelletreau er samningamað-
ur Bandaríkjastjórnar við PLO,
Frelsissamtök Palestínu.
Simamynd Reuter
Viðræður PLO og
Bandaríkjanna
halda áfram
Viðræður miUi fuUtrúa Banda-
ríkjastjórnar og PLO, Frelsissam-
taka Palestínu, munu halda áfram
þrátt fyrir bakslagið í Túnis í gær,
mánudag, aö sögn talsmanns banda-
ríska utanríkisráðuneytisins.
Viðræðurnar í Túnis í gær, þar sem
samningamaður Bandaríkjanna, Ro-
bert Pehetreau, ræddi við fulltrúa
PLO, enduðu í sjálfheldu. Heimildar-
menn segja að framtíð herteknu
svæðanna sé Þrándur í götu við-
ræðnanna. Aðilar ræða um kosning-
aáform Shamirs, forsætisráðherra
ísraels, en hann vUl að Palestínu-
menn á herteknu svæðunum kjósi
fuhtrúa tU viðræðna við ísraels-
menn.
Bandaríkjamenn hta á kosning-
amar sem góða leið til að koma á
beinum samningaviðræðum milh
ísraelsmanna og Palestínumanna.
Margir leiðtoga Palestínumanna
hafa hins vegar hafnað áætlunum
Shamirs í því formi sem þær eru í nú.
Bandaríkjastjórn fór fram á við-
ræðurnar í Túnis í gær í kjölfar þings
Fatah, stærsta hóps innan PLO, ný-
lega‘ Reuter
8
i
AUKABLAÐ
UM
TÓMSTUMDIR
OG
ÚTIVIST
12 síðna aukablað um tómstundir og
útivist fylgir DV á morgun.
Meðal efnis:
UmQöllun um hestamennsku og umönnun
gæludýra, golf og veiði, bæði skotveiði,
stangveiði og fluguhnýtingar. Einnig verður
Qallað um hjólreiðar, báta o.fl. o.fl.
Tómstundir
og útivist
á morgun.
n
Varmi
RÉTTINGAR OG SPRAUTUhl
AUÐBREKKU 14, KÓPAV., SIMI 44250
Heildarupphæð vinninga
12.8. var 7.750.559.
5 höfðu 5 rétta og fær
hver kr. 904.991.
Bónusvinninginn fengu 8
og fær hver kr. 59.813.
Fyrir 4 tölur réttar fær
hver kr.5.002 og fyrir 3
réttar tölur fær hver um sig
kr. 326.
Sölustöðum er lokað 15 mínútum
fyrir útdrátt í Sjónvarpinu.
Sími 6851 11.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002