Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Side 15
ÞKIÐJUDAGUR 15. ÁGtJST 1989. 15 Vatnsfælin efni og steypuskemmdir: Hverjum er um að kenna? , ,Þegar ég fyr st kynnti vatnsfæla á í s- landi árið 1960 var það til að koma 1 veg fyrir einmitt sömu skemmdir og nú herja hér.“ Hvers vegna viöurkenndu þeir sem vit höfðu á málunum atdrei vatns- tæla? Ég las með miklum áhuga hring- borðsumræður DV hinn 26. júní sl. um steypuskemmdir sem og grein- ar eftir Harald Ásgeirsson verk- fræðing, Hákon Ólafsson verk- fræðing, Magnús Þórðarson bygg- ingarmann og aðra, um hvemig ætti að lagfæra steypuskemmdir. - Enginn þeirra minntist hins vegar á hvað hefði átt að gera til að koma í veg fyrir skemmdimar. Áætlaður kostnaður viö viðgerð- imar skiptir milijónum. Því er það mj'ög mikilvægt að yfirvöld geri eitthvað í málinu. Það er auðveld- lega hægt að kippa þessu í liðinn og mér væri ánægja af því aö ráö- leggja hvemig. Yfirvöldum ætti einnig að líka tilhugsunin um allar milljónimar sem mundu koma inn í formi söluskatts. Vissu sannleikann Þegar ég fyrst kynnti vatnsfæla á íslandi árið 1960 var það til að koma í veg fyrir einmitt sömu skemmdir og nú herja hér. Nær þrjátíu árum síðar er svo farið að ræöa máliö af miklum móði. - Það var árið 1962 sem ég fyrst setti auglýsingu í Morgunblaðið sem hófst á þessum orðum „Gegn alkalí...“ Enginn hafði heyrt talað um alkalí í' sam- bandi við steypuskemmdir. Haraldur Ásgeirsson vissi sann- leikann þegar hann var forstöðu- maöur Atvinnudeildar Háskólans 1960, Málning hf. vissi það þegar ég, sama ár, talaði við bæði Kolbein Pétursson og Gísla Þorkelsson og síöar við Óskar Maríusson, efna- verkfræðing.hjá Málningu, og enn fleiri. Hvemig geta þessir menn sagt nú að þeir hafi ekki vitað neitt um kosti vatnsfæla á byggingar? - Hverjum er um að kenna? Haraldur Ásgeirsson var fyrsti verkfræöingurinn sem ég kynnti vatnsfælana fyrir. Hann vissi allt um meðferð vatnsfæla en mælti aldrei með þeim. Hvers vegna? - Óskar Maríusson hjá Málningu hf. þekkti einnig til vatnsfæla en var aldrei stuðningsmaöur þeirra. Hvers vegna? - Það sama á við um Húseigendafélagið og Húsnæðis- KjaBariim Frank A. Cassata forstjóri málastofnun. Hvers vegna? - Á al- mennum fundi hjá Húseigendafé- laginu á Hótel Borg fyrir átta árum minntist ég á kosti vatnsfæla. En félagið mælti aldrei meö notkun þeirra. Hvers vegna? Niðurstöður tilrauna Þegár Hákon Ólafsson, núver- andi forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaöarins, tók við ákvað hann að rannsaka notagildi vatns- fæla og hvaða efni væri best. Til- raunir vpru gerðar í samstarfi við Harald Ásgeirsson sem um þetta leyti hætti sem forstjóri Rann- sóknastofnunarinnar. Menn urðu sammála um kosti og notagildi vatnsfæla og ennfremur að silíkon, þekkt sem mono-silan, gæfi bestu niöurstöðuna. Ég er einn þeirra sem efast um þessar niðurstöður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ástæðan fyrir því aö mono-silan var talið betra en aðrar silíkon-tegundir er sú að það smýgur dýpra inn, sem að mínum dómi réttlætir ekki hið háa verð mono-silan miðað viö aðr- ar silíkon-tegundir. Það var svo skrýtið að um leið og niðurstöður voru kunnar var umrætt efni þegar á markaðnum en hafði þó aldrei verið fáanlegt fram aö því. Bendir þetta ekki til þess að Haraldur hafi í raun og veru alltaf veriö fullviss um að vatnsfælar væru nauðsynlegir? Hvers vegna nú en ekki áöur? Nú vaknar sú spuming af hverju þeir sem höfðu vit á þessum málum viðurkenndu aldrei vatnsfæla. - Áður en ég svara því verð ég að viðurkenna að tvö málningarfyrir- tæki geröu ekki athugasemdir viö það þótt vatnsfælar væru notaðir meðan önnur tvö tóku ekki í mál aö þeir væru notaðir undir „þeirra málningu“. Hvers vegna? Ástæðan fyrir því að nokkur málningarfyrirtæld neituðu að við- urkenna kosti vatnsfæla var sú að ég auglýsti að: 1. Málningin entist lengurS25 ár á sumum húsum). 2. Tvær yfirferðir af málningu myndu duga, raunar myndi ein og hálf duga. Afleiðing auglýsinga minna var sú að málningarframleiðsla dróst saman um 40%. Ekkert málningar- fyrirtæki vill missa viðskiptin og enginn málarmeistari heldur, þó aö ekki sé hægt að kenna þeim síð- amefnda um, þar eð hann trúir aðeins því sem málningarfjTÍrtæk- in segja honum. Þau tvö máhnngarfyrirtæki, sem áöur lýstu sig andyíg notkun vams- fæla, selja þá nú sjálf. - Hvers vegna núna en ekki fyrr? Notkun og notagildi Kæri lesandi, ef þú hefur ekki enn komist að raun um hver er ábyrgur fyrir 99% stej^puskemmda þá gjörðu svo vel að láta greinar- höfund vita. Ég má þó til að slá vamagla og hann er sá að ekki em allir vams- fælar eins. Til dæmis er parafím gott, gúmbarin klæðning er betri og úretan enn betra. Hvers vegna era þessi efni ekki notuð? - Þessi efni em jafngóð og þijár yfirferðir af málningu en hafa slæma ókosti. Þess vegna er það mikilvægt þegar vamsfælir er valinn að um viður- kennda vöm sé að ræða, að varan uppfylli þau loforð sem framleið- andi gefur og síðast en ekki síst að efni, sem notað er, komi úr óopnuö- um pakkningum og notað eins og það er en ekki þynnt út. Þetta er sérstaklega tekið fram þar sem nokkrir verktakar hafa þ>rmt efhið út og þar með alvarlega dregið úr notagildi efhisins, oft að þvi marki að það er ónothæft. Síð- ast en ekki síst hefur það slæm áhfif að nota ranga blöndu af efn- inu við röng veðurskilyrði. Og að lokum. Ef þú ert í vafa um hvenær sé rétt að nota vamsfæla eða hvort rétt verð sé á þ\i efni sem þú kaupir, hikaðtiekki við að hafa samband við greinarhöfund sem hefur sérhæft sig í vatnsfælum frá því 1960. Hefurðu nú svarið við hverjum er um aö kenna? Frank A. Cassata Efnisatriðin og Hannes Aðeins nokkur orö til að svara spumingu sem Hannes Jónsson, félagsfræðingur og sendiherra, varpar fram í grein í DV á dögun- um vegna skrifa minna um fram- komu hans þegar hann gegndi starfi sendiherra hjá EFTA. Raun- ar byijar Hannes á að segja að þar sem ég hafi skrifað grein í Al- þýðublaðið hafi hann upplýsinga- skyldu að gegna við lesendur DV. Ég næ nú ekki upp í þessa rök- semdafærslu, en látum það liggja milli hluta. Grein Hannesar snýst um við- brögð hans sem sendiherra íslands hjá EFTA er Júgóslavar vildu auk- ið samstarf við EFTA. Rekur Hann- es gang málsins innan EFTA eins og það kom honum fyrir sjónir. Segir síöan: „En meðal annarra orða: Skyldi Sæmundur og bandamenn hans á Alþýðublaðinu hafa áhuga á efnis- atriðum málsins, eða er einhver miður göfugur tilgangur aö baki íjölmiðlafári þeirra með 9 ára gam- alt og löngu afgreitt mál?“ Fyrst þetta með bandamenn mína á Alþýðublaðinu. Ég skrifa af og til pistla í það bláð um sjálfvalið efni og hvorki ritstjóri blaðsins né aðrir starfsmenn á þeim bæ hafa nokkru sinni skipt sér af því hvað ég tek fyrir í þessum pistlum. - Hannesar- KjaUaiinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður málið tók ég upp af eigin hvötum þegar hann þóttist þess umkominn að hafa meira og betra vit á skipu- lagi utanríkisþjónustunnar en þeir sem þar ráða húsum. Ólík efnisatriði Hvað efnisatriðin varðar þá talar Hannes í austur þegar ég tala í vest- ur. Á sínum tima gagnrýndi ég Hannes fyrir að taka að sér að móta afstöðu íslands í þessu máli án þess að fá um það fyrirmæli frá yfirmönnum sínum hér heima. Þetta gerði Hannes í ræðu í Genf sem varð þess valdandi að hann var kallaður heim á teppið og síðan var þess óskað að þessi ræða yrði felld niður úr fundargerðarbókum EFTA. Ég drap aðeins lauslega á efnisatriði ræðunnar. Aðalmálið hjá mér var að vekja athygli á af- glöpum senidherrans í starfi. Ólaf- ur Jóhannesson, þáverandi utan- ríkisráðherra, staðfesti að þessi af- glöp hefðu átt sér stað. Og það er beinlínis hlægilegt að lesa það í síð- ustu grein Hannesar að gagnrýni Ólafs hafi beinst að ályktunarorð- um formanns EFTA-ráðsins. Ég spurði Ólaf ekki um neitt varðandi þennan formann heldur eingöngu um ræðu Hannesar Jóns- sonar. Efnisatriði frétta minna af þessu máli em því allt önnur en Hannes fjallar um. En það er svo sem skiljanlegt að hann vilji ekki ræða nema eina hlið á málinu, það er að segja það sem hann kallar „efnisatriði". „Fjölmiðlafár“ hverra? Hannes spyr hvort það liggi ein- hver miður göfugur „tilgangur að baki fjölmiðlafári þeima með 9 ára gamalt og löngu afgreitt mál?“ Þegar hann segir „þeirra“ á hann væntanlega við mig og það sem hann kallar bandamenn mína á Alþýðublaðinu. Ég hef skrifað tvær greinar um þetta mál og getur það vart kallast fjölmiðlafár. Hafi ein- hver staðið fyrir fjölmiðlafári þá er það Hannes Jónsson með þess- ari makalausu skýrslu sem hann lét fara frá sér í sumar og var marg- tuggin í flestum fjölmiðlum. Og ef það lýsir miður göfugum tilgangi að leyfa sér að blaka við starfs- manni utanríkisráðuneytisins ef ástæða er til þá verð ég að játa að ég er ekki betur innrættur en svo að ég læt mig hafa það. Fyrir skömmu birtist í Helgar- blaði DV langt viðtal við Hannes. Þar hjó ég einkum eftir tvennu. Annars vegar þegar Hannes segir að það hafi komið sér á óvart þegar honum var boðið að ganga í utan- ríkisþjónustuna og gerast sendi- herra erlendis. Það mun hafa kom- ið fleirum á óvart, án þess þó að ég ætli að fjölyröa um það hvenær stjórnmálaflokkum þykir tími til kominn að koma einstökum flokks- mönnum úr landi á kostnað ríkis- ins. í öðm lagi drepur Hannes á að hann hafi fyrir margt löngu skrifað ritgerð er hann nam við skóla í Bandaríkjunum. En af einhverjum ástæðum hafi Sambandið enn ekki séð sér fært að gefa ritgerðina út. Nú ætla ég ekki aö skipta mér af því á hverju SÍS kýs að tapa fé, en ég vil eindregið hvetja Guðjón og kó til að hafa þess ritgerö í huga þegar betur árar á Sambands- heimilinu. Álit þjóðarinnar á Sam- bandinu getur varla versnað úr því sem komið er. Að lokum þakka ég Hannesi fyrir að hafa gerst pennavinur minn um skeið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Sæmundur Guðvinsson „Og ef það lýsir miður göfugum til- gangi að le>tfa sér að blaka við starfs- manni utanríkisráðuneytisins ef ástæða er til þá verð ég að játa að ég er ekki betur innrættur en svo að ég læt mig hafa það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.