Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Side 16
16
íþróttir
„Ekki lengur smeykir
við stóru liðin“
- sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, eflir leikinn við Fram
„Viö komum til að vinna
en gerum okkur ánægða
með jafntefli. Við höfum
fengið aukið sjálfstraust
og erum ekki lengur smeykir við
„stóru liðin“. Liðsheildin hjá okk-
ur er orðinn þrælsterk og hópur-
inn er virkilega samstilltur og góð-
ur. Við ætlum að halda okkar
striki á toppnum og munum ekki
gefa toppsætið eftir. Ég vpna að
Hafnfirðingar fjölmenni á heima-
leik okkar gegn Þór á fimmtudag
og styðji okkur eins og í kvöld,“
sagði Ólafur Jóhannesson, annar
þjálfara FH-inga, eftir jafntefli
topphðanna á Laugardalsvelli í
gærkvöldi.
„Skemmtilegur leikur“
„Þetta var skemmtilegur
leikur og opinn á báða
bóga. Það var auðvitað
svekkjandi að ná ekki að
sigra en eins og leikurinn þróaðist
þá held ég að jafntefli hafi verið
sanngjörn úrslit. Ég er ekki alveg
nógu ánægður með einstök atriði
í leik minna manna en það má laga
allt fyrir næsta leik. Við stefnum
að sjálfsögðu á sigur gegn Val á
fimmtudagskvöldið,“ sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, eftir leik-
inn í gærkvöldi.
Sex spor í
höfuð Péturs
Pétur Ormslev meiddist
illa í síðari hálfleiknum
eftir að Rafa skallað
saman við Birgi Skúla-
son. Pétur var færður út að hlið-
arlínunni óg lá þar í nokkrar mín-
útur. Hann fékk skurð á höfuðið
og var færður upp á slysavarðstofu
eftir leikinn og þar voru saumuð
sex spor í höfuð hans. Margir
áhorfendur héldu að verið væri að
sauma Pétur úti við hliðarlínuna
þar sem hann lá svo lengi. Pétur
lét skurðinn ekkert á sig fá heldur
kom aftur inn á og lék leikinn til
enda.
Prúðmannlegur leikur
Leikur Fram og FH
verður að teljast mjög
prúðmannlegur af
beggja hálfu. Gísli Guð-
mundsson þurfti aðeins að gefa
eitt gult spjald og er það kannski
ekki mikið ef haft er í huga að
þarna var mikið í húfi og hart bar-
ist. Þá má einnig minnast á
skemmtilegt atvik þegar Pétur
Ormslev lá slasaður á vellinum og
FH-ingurinn Guðmundur Valur
Sigurðsson sparkaði boltanum
rakleitt út af svo huga mætti að
meiðslum Péturs. Framarar þökk-
uðu drengilega fyrir sig þegar Þor-
steinn Þorsteinsson tók innkastið
og kastaði boltanum beint til FH-
inga. Sannarlega drengilega gert í
svo þýðingarmiklum leik.
Liðin í gærkvöldi
Toppliðin tvö voru þannig skipuð í
þessum þýðingarmikla leik í gær-
kvöldi:
Fram: Birkir Kristinsson, Jón
Sveinsson, Þorsteinn Þorsteinsson,
Viðar Þorkelsson, Kristján Jónsson,
Kristinn R. Jónsson (Helgi Bjarnason
85. mín.), Pétur Amþórsson, Pétur
Ormslev, Ómar Torfason, Ragnar
Margeirsson (Ríkharður Daðason 71.
mín.), Guðmundur Steinsson.
FH: Halldór Halldórsson, Ólafur
Jóhannesson, Birgir Skúlason, Bjöm
Jónsson, Þórhallur Víkingsson, Olaf-
ur Kristjánsson, Magnús Pálsson,
Guðmundur Valur Sigurðsson,
Kristján Gíslason, Pálmi Jónsson,
Hörður Magnússon.
-RR/VS
Svlþjóö:
Gunnar
skoraði
Gœmar Guxmarason, DV. Svíþjóð:
Gunnar Gíslason skoraði mark
fyrir Hacken annan leikinn i röð
er liðið sigraði Kalmar FF, lið
Hafþórs Sveinjónssonar, 1-2, á
útivelli í sænsku 1. deildinni í
knattspymu á sunnudaginn.
Mark Gunnars kom á 18. mín-
útu en Kalmar jafnaöi fyrir hlé
og sótti síöan stíft í síðari hálf-
leik. Hacken stal hins vegar sigr-
inum með því að skora sigur-
mark þremur mlnútum fyrir
leikslok.
Öster er langefst og stefnir
beint í úrvalsdeildina, er með 26
sög. Mjállby hefur 18 stíg en Hác-
ken, Elfsborg og Trelleborg 17
stig hvert. Kalmar FF er um
miðja deiid með 14 stig en Falken-
berg, lið Eggerts Guðmundsson-
ar, sem gerði 2-2 jafhtefli við
Trelleborg, er í 4. neðsta sætinu
með 12 stig.
6 manns
létu lífið
í Nígeríu
Sex manns létu lífiö á landsleik
Nígeríú og Angóla í undankeppni
HM í síðustu viku. 90 þúsund
manns vom á pakkfullum áhorf-
endastæðunum þegar leikurinn
fór fram en völlurinn tekur að-
eins 70 þúsund áhorfendur.
Rannsókn hefur leítt íljós aö fólk-
iö tróðst undir þegar áhorfendur
fógnuð gríðarlega 1-0 sigri Níger-
íu og algert öngþveiti myndaðist
á áhorfendapöllunum. Of mörg-
um áhorfendum var hleypt inn
um hlið á norðurhluta vallarins.
AUir þeir sem létust voru Níger-
íubúar.
-RR
Víðir á toppinn
en tveir í bann
- Víðir sigraði Tindastól, 1-0, í Garðinmn
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Víðismenn unnu dýr-
mætan sigur í toppbar-
áttunni er þeir lögðu
Tindastól frá Sauðár-
króki, 1-0, í Garðinum í gær-
kvöldi. Víðismenn eru þar með
komnir á toppinn í 2. deild en
Stjömumenn eiga þó leik til góða
því leik þeirra var frestað í gær-
kvöldi.
Sigurmarkið kom strax á 6. mín-
útu þegar Bjöm Ingimarsson gaf
fyrir mark Stólanna og Grétar Ein-
arsson skoraði auðveldlega af
stuttu færi. Strax á næstu mínútu
björguðu Víðismenn á eigin
marklínu eftir þunga sókn Sauð-
krækinga. Á 32. mínútu komst
Vilberg Þorvaldsson einn í gegn-
um vöm gestanna en Gísli Sig-
urðsson bjargaði vel. Tindastólar
sóttu meira og lögðu mikið í sókn-
ina en allt kom fyrir ekki. Eyjólfur
Sverrisson fékk tvívegis góð mark-
tækifæri en Garðsmenn náðu að
bjarga naumlega í bæði sltíptin.
Víðismenn áttu ágætar sóknir inni
á milli en mörkin urðu ekki fleiri.
Tindastólsmenn hafa verið mjög
óheppnir í leikjum sínum í sumar
og svo var einnig í gærkvöldi. Þeir
virðast hafa alla burði til að vinna
leiki en vantar alltaf herslumun-
inn.
Víðismenn em sterkir um þessar
mundir og verða í toppslagnum
um sæti í 1. deild. Leikurinn í
gærkvöldi kann þó að reynast dýr-
keyptur því tveir leikmenn Uðsins
fara í leikbann í næsta leik. Guðjón
Guðmundsson, fyrirhði Víðis, fékk
rautt spjald í gærkvöldi og Grétar
Einarsson fékk sitt fjórða gula
spjald í sumar. Þeir tveir, ásamt
Oskari Ingimundarsyni, verða því
fjarri góðu gamni á næstunni en
Oskar sleit liðbönd í síðasta leik
og verður ekki meira með í sumar.
Maður leiksins: Sævar Leifsson,
Víði.
Eiríkur hélt Völs-
ungum í skefjum
og Blikar sigruöu, 1-0, í Kópavogi
Breiðablik slapp vel með
1-0 sigur á Völsungum í
2. deildinni á Kópavogs-
velhnum í gærkvöldi.
Sókn Húsvíkinga var þung mestan
hluta leiksins en bar ekki árangur,
mest fyrir atbeina Eiríks Þorvarö-
arsonar sem varði mark Kópa-
vogsbúa af snilld.
Haraldur Haraldsson stóð einnig
fyrir sínu í marki Völsungs og
varði snemma í leiknum' góðan
skalla frá Grétari Steindórssyni.
Sigurmarkið kom á 35. mínútu og
var vel að því staðið. Grétar sendi
fyrir frá hægri og Jón Þórir Jóns-
son skoraði með hörkuskalla.
Eiríkur bjargaði tvisvar glæsi-
lega í fyrri hálfleiknum, frá Jónasi
Hallgrímssyni og Kristjáni 01-
geirssyni, sem báðir komust einir
gegn honum. Hann og Blikavömin
stóðust áhlaup Völsungs í síðari
hálíleik og á síðustu mínútu mun-
aði engu að Blikar skomðu sitt
annað mark. Amar Grétarsson
komst þá í dauðafæri en Haraldur
hirti boltann af tám hans. Völs-
ungar em því áfram í erfiðri stöðu
við botn deildarinnar en Blikar
sigla lygnan sjó um miðbikið.
Maður leiksins: Eiríkur Þorvarð-
arson, UBK.
-VS
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989.
• Ólafur Kristjánsson, FH-ingur, með knöttinn i leik FH og Fram í gærkvöldi. Frai
Leik toppliðanna í 1. deild lauk með markalausu jafntefli og liðin eru enn jöfn að stigum
Sex liö s
um trtil
- eftir markalaust jafntefll Fram og FH í I
Draumur Uðanna í þriðja til sjötta sæti 1. deildarinnar rættist í gær-
kvöldi þegar tvö þau efstu mættust á Laugardalsvellinum. Fram og
FH tókst ekki að skora mark í annars líflegri viðureign sín á milli
og þar með helst sama spennan í deildinni. Liðin tvö deila áfram
efsta sætinu en nú munar aðeins þremur stigum á þeim og Skagamönnum,
sem eru í sjötta sæti, og því virðist framundan einhver mest spennandi bar-
átta um íslandsmeistaratitilinn sem um getur á seinni árum.
Sanngjörn úrslit
Úrslitin á Laugardalsvellinum voru
sanngjörn þegar á heildina var htið.
FH-ingar komu Frömurum í opna
skjöldu með baráttu og krafti og höfðu
undirtökin lengi vel. Framarar áttu aft-
ur á móti hættuiega kafla og á síðustu
fimmtán mínútunum, þegar þrek Hafn-
firðinganna var farið að þverra, sóttu
þeir grimmt. Á lokamínútunum var stig-
inn darraðardans í víta- og markteig
FH-inga sem tókst þó að halda sínum
hlut þar til flautað var af.
Nokkur ágæt marktækifæri litu dags-
ins ljós. Hörkuskot sleiktu stangir beggja
liða á fyrstu tveimur mínútunum en tvö
bestu færin féllu í hlut FH-inga. Það
fyrra á 38. mínútu þegar Hörður Magn-
ússon slapp einn inn að marki Framara
en Birkir Kristinsson markvöröur bjarg-
aði glæsilega í horn. Á 53. mínútu óð
Kristján Gíslason upp völhnn og inn í
vítateig Fram en í stað þess að skjóta
sendi hann boltann fyrir markið og
sókninni lauk með skoti Guðmundar
Vals Sigurðssonar rétt yfir þverslána.
Aðsóki Aðsóknarmet var slegið í gær- narmet Mesti áhorfendaíjöldinn fyrir gær-
kvöldi á leik Fram og FH á Laugar- daginn haföi verið á deildarleik KR
dalsvelli. 2250 áhorfendur komu til og Vals en þá komu rúmlega 1500 manns áKR-völlinn viö Frostaskjól.
aö sjá leik toppliðanna og er það
mesta aðsókn á leik í sumar. -RR