Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989.
17
narinn Helgi Bjarnason sækir að honum.
á toppnum. DV-mynd GS
^augardalnum í gær
FH er á réttum
stað ídeildinni
FH-ingar sýndu það og sönnuðu að
þeir eiga heima við topp 1. deildarinnar
og hafa burði til að fara alla leið ef þeir
trúa á sjálfa sig. Það virtust þeir gera í
gærkvöldi, þeir gáfu Frömurum engan
frið á miðjunni og réðu henni á löngum
köflum. Þeir náðu einnig upp hröðu og
markvissu spih, oftar en ekki með
Kristján Gíslason í lykilhlutverki, og
sóknarmennirnir, Hörður Magnússon
og Pálmi Jónsson, voru óhemju virkir
og áræðnir.
Framarar óheppnir
á lokakaflanum
Þótt Framarar hafi átt undir högg að
sækja á köflum léku þeir alls ekki illa.
Þeir náðu nokkrum hröðum sóknum en
tókst þó aldrei almennilega að sprengja
vörn FH-inga. Á lokakaflanum léku þeir
af miklum krafti og voru þá sannast
sagna óheppnir að knýja ekki fram sig-
urinn. Kristján Jónsson lék mjög vel á
vinstri vængnum, skilaði þar bæði varn-
ar- og sóknarhlutverki með prýði. Þor-
steinn Þorsteinsson var traustur í vöm-
inni og Pétur Ormslev náöi sér á strik
þegar leið á leikinn og átti margar góðar
sendingar.
Dómari: Gísh Guðmundsson..••
Maður leiksins: Kristján Jónsson,
Fram. -VS
Iþróttir
Næst munum við
Birgir Mikaeisson hef-
ur ákveðið að leika
áfram með KR-ingum í
úrvalsdetlinni í körfu-
Imattleik. Birgir var áður búinn
að tilkynna að hann ætlaði aö
skipta yfir í Þór og leika með
Akureyrarliðinu á komandi
keppnistímabih en nú er ljóst að
af því verður ekki.
Orðiðvirkilega
þreytandi
„Þetta er vægast sagt furðuleg
framkoma hjá Birgi og þetta er
reyndar fjórða árið í röð sem Birg-
ir hættir viö á síðustu stundu og
þetta er orðið virkilega þreytandi.
Hann er hreinlega búinn að draga
okkur á asnaeyrunum í alltsumar.
Hann var búinn að gefa út yfirlýs-
ingar um aö hann kæmi og fyrir
þremur vikum vora félagaskiptin
einungis formsatriði að hans sögn.
í gærkvöldi tilkynnti hann okkur
hins vegar að hann væri búinn að
ákveða að vera áfram í KR,“ sagði
Binar Viðarsson, stjómarmaður
hjá körfuknattleiksdeild Þórs, í
samtah við DV í gærkvöldi.
„Birgir talaði við okkur að fyrra
bragði í vetur og sagöist viidu koma
norðm-. Hann sagðist vera óánægð-
ur með þjálfarann hjá KR og vildi
breyta til. Við tókum hann auðvit-
að alvarlega en það voru greinilega
mikil mistök. í gærkvöldi gaf Birg-
ir þá afsökun að það væri of mikill
söknuður að yfirgefa KR og aht í
þeim dúr. Það er aha vega öraggt
að næst þegar hann hringir mun-
um við hlæja að honuni,“ sagði
Einar ennfremur..
Hagwood á leiðinni
Þórsarar eru búnir að missa af
Birgi Mikaelssyni en þeir fá þó hðs-
styrk á fimmtudag. Þá kemur
bandariski leikmaðurinn Brent
Hagwood til Akureyrar og mun
hann áreiðanlega styrkja Þórsara
i úrvalsdeildinni í vetur.
-RR
• Birgir Míkaelsson er hættur við að leika með Þór í vetur og klæö-
ist KR-búningnum áfram.
t l.deild
W stadan jW
FH..............13 6 5 2 17-11 23
Fram............13 7 2 4 17-11 23
KA............13 -5 6 2 18-12 21
FH...........13 6 5 2 17-11 23
Fram.........13 7 2 4 17-11 23
KA...........13 -5 6 2 18-12 21
Valur........13 6 3 4 15-9 21
KR...........13 5 5 3 19-16 20
Akranes......13 6 2 5 14-15 20
Víkingur.....13 3 5 5 19-18 14
Þór..........13 2 6 5 14-20 12
Keflavík.....13 2 5 6 14-21 11
Fylkir.......13 3 1 9 11-25 10
Markahæstir:
Kjartan Einarsson, ÍBK.........8
Guðmundur Steinsson, Fram......7
Hörður Magnússon, FH...........7
Pétur Pétursson, KR............6
Björn Rafnsson, KR.............5
Antony Karl Gregory, KA........5
Andri Marteinsson, Vík.........5
Goran Micic, Víkingi...........5
t 2.deild
W stadan 'jW
Víðir.......13 9 2 2 19-11 29
Stjaman....12 9 1 2 28-12 28
Vænleg staða hjá
stúlkunum úr Val
- nær öruggar með titilinn eftir jafntefli á Akranesi
Valsstúlkumar nánast
tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn í 1. deild
kvenna í gærkvöldi þeg-
ar þær gerðu markalaust jafntefh
við ÍA á Akranesi. Þær þurfa að-
eins eitt stig enn til að guhtryggja
sig og eiga eftir að leika við tvö
neðstu liðanna, Þór og KA.
Valur var sterkari ahan tímann
í gærkvöldi en náði ekki að skora
þrátt fyrir að eiga bæði skot í slá
og stöng. Skagastúlkur vörðust vel
og Steindóra Steinsdóttir stóð sig
með prýði í markinu. Þær fengu
eitt dauðafæri um miðjan síðari
hálfleik, Júlía Sigursteinsdóttir
komst þá ein innfyrir vörn Vals
en skaut yfir markið.
Bjikastúlkur unnu
í Garöabæ léku Stjaman og Breiða-
blik og þar hafði Kópavogshðið bet-
ur, 0-1, í daufum leik. Sigurmarkið
skoraði Ásta María Reynisdóttir úr
vítaspymu eftir 20 mínútna leik en
hún var dæmd á Stjömustúlku fyrir
að handleika boltann á markhnunni.
Staðan í deildinni er þannig:
Valur.........10 8 2 0 32-4 26
KR.............11 7 2 2 28-8 23
ÍA............. 9 5 2 2 17-7 17
UBK............ 9 5 0 4 14-14 15
KA.............10 1 3 6 10-26 6
Stjaman........11 1 2 8 10-33 5
Þór............ 8 1 1 6 9-28 4
Markahæstar:
Helena Ólafsdóttir, KR............9
Guðrún Sæmundsdóttir, Val.........8
G. Jóna Kristjánsdóttir, KR.......7
Ásta Benediktsdóttir, ÍA..........6
Kristrún Daðadóttir, UBK..........6
-MHM/IH/VS
Pétur ekki í úrslitaleiknum
- leik Þórs og Fram frestað til 30. ágúst
IBV..........11 8 0 3 28-16 24
UBK..........13 5 4 4 28-22 19
Selfoss......12 6 0 6 14-21 18
Leiftur......12 3 4 5 10-13 13
ÍR...........12 3 3 6 14-18 12
Völsungur....l3 3 2 8 18-30 11
Einherji.....11 3 2 6 17-29 11
Tindastóll...13 2 2 9 19-23 8
Markahæstir:
Tómas I. Tómasson, ÍBV........8
Jón Þórir Jónsson, UBK........8
Árni Sveinsson, Stjörn........7
Hörður Benónýsson, Völs.......7
Tveimurfrestað
Tveimur leikjum í 2. deild var
frestað í gærkvöldi. Selfyssingar
komust ekki til Ólafsfjarðar þar
sem þeir áttu að mæta Leiftri, og
Stjaman komst ekki til leiks gegn
Einherja á Vopnafirði. Báðir leik-
irnir hafa veriö settir á kl. 19 í
kvöld og kl. 20 leika ÍBV og ÍR í
Vestmannaeyjum.
Stjórn KSÍ ákvað á fundi í gær að
leikir Þórs gegn Fram, og KR gegn
FH í 1. deildinni í knattspyrnu verði
háðir miövikudaginn 30. ágúst. Báð-
um þarf að fresta vegna bikarúrshta-
leiks KR og Fram, sunnudaginn 27.
ágúst.
Þór og Fram höfðu komist að sam-
komulagi um að leika sunnudaginn
20. ágúst, en stjórn KSÍ lagðist gegn
því á þeim forsendum að þá væru
aðeins þrír dagar í landsleik íslands
og Austurríkis í Salzburg og Framar-
arnir í landsliðinu yrðu ekki komnir
til Austurrikis fyrr en á mánudags-
kvöld.
Með þessu er endanlega ljóst að
Pétur Ormslev leikur ekki með Fram
í bikarúrslitaleiknum. Hann á yfir
höfði sér leikbann vegna fjögurra
gulra spjalda og sá úrskurður.verður
væntanlega kveðinn upp á fundi aga-
nefndar í dag. Pétur getur leikið með
Fram gegn Val í 1. deildinni á
fimmtudagskvöldið þar sem bannið
tekur gildi á hádegi á föstudaginn.
Næsti leikur eftir það er síðan bikar-
úrshtaleikurinn.
Þessi ákvörðun hefur það ennfrem-
ur í för með sér að verði jafntefli í
bikarúrshtaleiknum verður tæplega
hægt að setja á annan úrshtaleik fyrr
en þann 23. september.
-VS
ÍSLANDSMÓTIÐ 4. DEILD
ÆGIR - STOKKSEYRI
í kvöld kl. 20
á Þorlákshafnarvelli
Mætum öll!