Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði.... Clint Eastwood er margmilljónari, en hann þáöi samt skaðabætur og afsökunar- beiöni frá breska blaðinu News of the World á dögunxun. Upp- hæðin var ekki látin uppi en blað- ið baðst fyrirgefningar á grein sem var birt 9. júlí. Þar var því haldið fram að Eastwood ætti óskilgetið bam í Englandi sem átti að hafa fæðst upp úr 1960. Eastwood, sem er í London að leika í nýjustu kvikmynd sinni, White Hunter, Black Heart, vill btið um málið segja en segir þó að blaðið hafi gert mistök og við- urkennt þau og að hann virði það. Flipp-Open mótið hefur sjálfsagt aldrei verið fjölmennara, þátttakendur voru hátt í fjörutíu og sést hópurinn hér fyrir framan golfskálann á Svarfhólsvelli. Árlegt golfmót DV haldið á Svarfhólsvelli við Selfoss: Snilldarhögg sáust þótt ekki rötuðu þau alltaf í rétta átt Rob Lowe hefur’samþykkt að vinna í tvö ár við að hjálpa ungu fólki sem á í erfiðleikum. Þetta er niðurstaða úr máli semvar höfðað gegn hon- um fyrir að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri. Leikarinn ungi átti yfir höfði sér allt að tutt- ugu ára fangelsi og 100.000 dollara sekt hefði hann ekki samþykkt þessa málamiðlun, en eins og frægt er orðið komst myndband í umferð þar sem hann var uppi í rúmi með tveimur stúlkum og þegar að var gáð kom í Ijós að önnur þeirra var ekki orðin sext- án ára. Brigitte Bardot segist vera að yfirgefa heimili sitt i Saint-Tropez, þar sem hún hefur búið í 31 ár. Ástæðan er hunda- bann. \ opnu bréfi til borgaryfir- valda segir fyrrverandi kvik- myndastjaman að hún geti ekki búið á stað þar sem hundar eru bannaðir en dreggjum mann- kynsins leyft að búa. í bréfinu hneykslast hún á stefnu borgar- yfirvalda í ferðamálum og segir drulluga túrista, sem ekki kunni að skammast sín, vera að eyði- leggja borgina. Fhpp-Open, hið árlega golfmót starfsmanna DV og gesta þeirra, var að þessu sinni haldið á Selfossi. Sel- fyssingar eignuðust fyrir fáum árum nýjan golfvöll sem er í Svarfhólslandi sem Uggur að Ölfusá, rétt utan við bæinn. Völiurinn býður upp á skemmtilegt landslag þar sem áin gegnir stóru hlutverki í legu hans. Þótt keppnin sem slík skipti nokkru máh er FUpp-Open fyrst og fremst skemmtun fyrir starfsfólk DV sem haldin er árlega og var mótið haldið í þrettánda skiptið í ár. Þaö voru hátt í fjörutíu þátttakendur 1 mótinu að þessu sinni og hafa aldrei ct'Í' WlfiSSm ■ - Jónas Haraldsson fréttastjóri gerir hér heiðarlega tilraun til að koma boltan- um í holuna en mistekst. Meðspilarar hans, Gylfi Kristjánsson, Stefán Kristj- ánsson og Jón örn Sigurðsson, leyna brosi undir alvarlegu yfirbragði. verið fleiri. Reyndir kylfingar sem og nokkrir sem voru að slá sín fyrstu högg voru mættir til leiks. Sáust mörg sniUdarhöggin hjá DV-mönn- um. Og þótt boltinn færi ekki aUtaf beina leið að holunni þá endaði hann þar hjá öUum þótt höggaíjöldinn væri misjafnlega mikUl, allt frá þremur upp í tuttugu högg á holu. Verðlaun voru vegleg, má þar nefna útvarpstæki, golfbolta, hrein- lætisvörur og margt fleira sem vel- vUdaramenn DV gáfu til keppninnar. -HK Sigurvegari i Flipp-Open 1989, Gylfi Kristjánsson blaðamaður, heldur hér á veglegum verðlaunum er hann fékk. Með honum á myndinn er mótsstjór- inn, Kristján Jónasson. Bima Gunnarsdóttir, Hrund Sigurðardóttir og Hulda Pjetursdóttir brosa fram- an í Ijósmyndarann enda höfðu þær náð að fara holuna á aöeins „nokkr- um“ höggum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.