Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÍjST 1989.
27
Afmæli
Pétur Guðfinnsson
Pétur Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri Sjónvarpsins, Þinghólsbraut
5, Kópavogi, varð sextugur í gær.
Pétur er fæddur á Eskifirði og tók
próf í frönsku og menningarsögu við
Sorbonneháskóla í París 1950. Hann
tók dipl. d’études pohtiques próf
(stjórnmálafræði) í háskólanum í
Grenoble í Frakklandi 1952 og
stundaði nám í hagfræöi og sögu við
Kaupmannahafnarháskóla 1953-
1954. Pétur var starfsmaður Evróp-
urpðs 1955-1964, fyrst sem fufitrúi í
rekstrardeild þess og síðar í efna-
hags-og félagsmáladeild. Pétur hef-
ur verið framk væmdastj óri Sjón-
varpsins frá upphafi, 1964, og hefur
á vegum menntamálaráðuneytisins
tekið þátt í starfi norrænna og evr-
ópskra nefnda á sviði sjónvarps og
fjölmiðlunar. Hann kenndi frönsku
í MR1968-1970 og var um árabil
prófdómari í frönsku á stúdents-
prófum þar og í MH. Pétur var kos-
inn formaður framkvæmdastjómar
Nordvision, samtaka norrænna
sjónvarpsstöðva vorið 1988.
Pétur kvæntist 1. september 1953,
Stellu Sigurleifsdóttur, f. 12. janúar
1928, fulltrúa á skrifstofu Kópavogs-
bæjar. Foreldrar Stellu vom Sigur-
leifur Vagnsson, verslunarmaður á
Bíldudal, síðar starfsmaður at-
vinnudeildar Háskólans og kona
hans Viktoría Kristjánsdóttir. Böm
Péturs og Stellu em Ólöf, f. 28. des-
ember 1954, íslenskunemi og þýð-
andi, gift Jóhannesi Karlssyni
Hraunfiörð, tölvufræðinema í HÍ og
starfsmanni Strætisvagna Kópa-
vogs, Áslaug Helga, f. 3. desember
1957, gift Lúis Pena Moreno, tónlist-
armanni í Barcelona, Pétur Leifur,
f. 20. nóvember 1961, blaðamaður,
kvæntur Concha Pinós López, og
Ehn Marta, f. 14. desember 1963,
nemi í Danmörku, gift Ágústi Páls-
syni, skipasmið. Systkini Péturs em
Vigdís, f. 8. október 1927, gift Lofti
J. Guðbjartssyni, fyrrv. útibússtjóra
Útvegsbankans í Kópavogi, og Þor-
bjöm, f. 1. apríl 1945, rennismiður í
Rvík.
Foreldrar Péturs em Guðfinnur
Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri í
Rvík, er lést 1981, og kona hans,
Marta Pétursdóttir. Föðursystir
Péturs er Bergþóra, móðir Þor-
bjarnar Karlssonar, prófessors í
verkfræði í HÍ. Föðursystir Péturs
var einnig Jóna, móðir Páls Jóns-
sonar, forstjóra Meitilsins í Þorláks-
höfn. Guðfinnur var sonur Þor-
bjarnar, b. í Ártúni í Mosfehssveit,
bróður Lárusar, afa Erlendar Lár-
ussonar, forstöðumanns Trygginga-
eftirhts ríkisins. Þorbjöm var sonur
Finns, b. í Álftagróf í Mýrdal, bróður
Þorsteins, langafa Einars, fóður Er-
lendar, fv. forstjóra SÍS. Finnur var
sonur Þorsteins, b. á Vatnsskarðs-
hólum í Mýrdal, Eyjólfssonar. Móð-
ir Þorbjamar var Guðrún Sig-
mundsdóttir, snikkara í Rvík, Jóns-
sonar, og konu hans, Birgittu HaU-
dórsdóttur, langömmu Indriða Ind-
riðasonar, miðhs. Móðir Guðfinns
var Jónía Jónsdóttir, b. í EUiðakoti
í Mosfehssveit, HaUdórssonar. Móð-
ir Jóníu var Solveig Brandsdóttir,
b. á Bakka á Álftanesi, Jakobssonar,
og konu hans, Karítasar, systur
Páls, prófasts í Hörgsdal, langafa
Guðrúnar, móður Péturs Sigur-
geirssonar, biskups. PáU í Hörgsdal
var einnig langafi MatthUdar,
ömmu Ólafs ísleifssonar, hagfræð-
ings hjá Seðlabanka íslands. Karítas
var dóttir Páls, klausturhaldara á
Elhðavatni, Jónssonar. Móðir Ka-
rítasar var Ragnheiðar Guðmunds-
dóttir, Utara í Leirvogstungu, Sæ-
mundsssonar, foður Ólafs, langafa
Elínar, ömmu Ragnars Arnalds.
Marta var systir Erlendar Ólafs,
forstjóra og formanns KR. Marta
var dóttir Péturs, skipstjóra í Rvik,
bróður Jóns, langafa Lám Ragnars-
dóttur, þróunarráðgjafa hjá Rík-
isspítulunum. Jón var einnig faðir
skipsfióranna Jóns Otta og Guð-
mundar á Skahagrími, föður Jóns á
Reykjum í MosfeUssveit. Dóttir Jóns
var Ásta, amma Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur. Önnur dóttir Jóns
var Guðrún, móðir Jóns Guð-
mundssonar menntaskólakennara.
Systir Péturs var Guðrún, lang-
amma Arnar Erhngssonar, skip-
sfióra í Keflavík. Pétur var sonur
Þórðar, b. og skipasmiðs í Gróttu,
bróður Ingibjargar, langömmu Pét-
urs Sigurðssonar, formanns bank-
aráðs Landsbankans. Þórður var
sonur Jóns skipasmiðs í Engey Pét-
urssonar, b. í Engey, fóður Guðrún-
ar,' langömmu Bjarna Benedikts-
sonar, forsætisráðherra. Pétur var
einnig faðir Guðfinnu, ömmu
Bjarna Jónssonar vígslubiskups.
Pétur var sonur Guðmundar, lög-
réttumanns í Skildinganesi, Jóns-
sonar, sem var einn þeirra sem
mældi út lóð Reykjavíkur eftir að
hún var gerð að sérstökum kaup-
stað 1786. Móðir Þórðar í Gróttu var
Guðrún Þórðardóttir, dbrm í Skild-
inganesi, Jónssonar, og konu hans,
Pétur Guðfinnsson.
Margrétar Guðmundsóttur, systur
PétursíEngey.
Móðir Mörtu var Vigdís, systir
Marteins skipstjóra foður Guð-
' mundar verkfræðings, sem lengi
var formaður Skógræktarfélags
Rvíkur, föður Guðrúnar, hjúkrun-
arforstjóra Landakotsspítalans.
Vigdís var dóttir Teits, sjómanns í
Rvík, Teitssonar, bróður Jóns, afa
Benjamíns Eiríkssonar banka-
stjóra. Móðir Vigdísar var Guðrún
Þorláksdóttir, hafnsögumanns i
Rvík, Þorgeirssonar, bróður Herdís-
ar, ömmu Margrétar, ömmu Ellerts
B. Schram ogGríms Valdimarsson-
ar, formanns Ármanns.
Gunnar Gíslason
Gunnar Gíslason bókari, Grundar-
gerði 12 í Reykjavík, er sjötugur í
dag.
Gunnar er fæddur í Noregi en
flutti ungur með foreldrum sínum
til Reykjavíkur og ólst þar upp.
Hann varð stúdent frá Menntaskól-
anun í Reykjavík árið 1940. Þá um
sumarið réðst hann til Reykjavíkur-
hafnar og vann þar lengi sem gjald-
keri. Fyrir þremur árum réðst hann
sem bókari að fyrirtækinu Fagtúni
hf. sem tengdasonur hans rekur.
Gunnar er sonur Gísla Péturs Jó-
hannssonar og Fríðu Tómasdóttur.
Gísli var ættaður frá Ólafsfirði, bjó
um skeið í Noregi, en var lengst af
sjómaður í Reykjavík. Fríða var
döttir Tómasar Tómassonar, bónda
í Brattholti í Biskupstungum. Hann
var þekktur fyrir baráttu sína gegn
virkjun Gullfoss sem er í landi
Brattholts.
Eiginkona Gunnars er Þóra
Sveinsdótir húsmóðir, fædd 25. júh
árið 1925. Hún er dóttir Sveins Guð-
mundssonar, rafvirkja í Reykjavík,
og Láru Lilju Jónsdóttur, konu
Gunnar Gislason.
hans.
Gunnar og Þóra eiga tvö börn. Þau
eru: GísliPétur, bifvélavirkií
Reykjavík, ógiftur, og Lára Lilja,
húsmóðir í Reykjavík. Maður henn-
ar er Bjarni Axelsson, tæknifræð-
ingur og framkvæmdastjóri Fagt-
úns hf. íReykjavík. Þeirra börn eru
Gunnar, Sveinn, Kristín og Pétur.
--------------- Þorgerður Karlsdóttir,
Steinum 6, Djúpavogi.
Anita Elise K. Villadsen,
Þangbakka 10, Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir,
Laufskógura 9, Hverageröi.
Sigríður Jóhannsdóttir,
Höfðatúni 9, Reykjavík.
Magdalena Margrét Oddsdóttir,
Blöndubakka 3, Reykjavík.
Guðmunda Guðjónsdóttir,
Hjálmholti, Hraungerðishreppi.
Jón Jónsson,
Noröurgötu 41A, Akureyri.
Elínborg Gísladóttir,
Álftamýri 56, Reykjavík.
Svava Þórhahdóttir,
Hálshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.
Laufey Sigríður Karlsdóttir,
Holtagerði 42, Kópavogi.
Benedikt Bjðrnsson,
Gnoðarvogi 72, Reykjavík.
60 ára
Haraldur S. Gíslason,
Fögrukinn 23, Hafnarfirði.
Ágústa Magnúsdóttir,
Tangagötu 4, ísafirði.
Soffia H. Jónsdóttir,
Skipholti 45, Reykjavík.
Sigríður Jóhannsdóttir,
Fagrahvammi 12, Hafnarfirði.
Guðmundur Gunnlaugsson,
Göngustöðum, Svarfaöardals-
hreppi.
Bjöm Erik Westergren,
Melabraut 53, Selfiarnamesi.
Gunnar Bjarnason,
Öldugötu 25, Reykjavík.
ólafur Magnússon,
Þingaseh 7, Reykjavik.
Rúnar Þór Egilsson,
Auðkúlu, Laugarvatnshreppi.
Jón Ásmundsson,
Furulundi 2G, Akureyri.
Rafn Ambjörnsson,
Öldugötu 3, Dalvík.
Anna Steha Marinósdóttir,
Öldugötu 8, Daivík.
Jón Norðfiörð Gíslason,
Mýrdal I, Kolbehrsstaðahreppi.
Helgi Kristmundur Ormsson
Helgi Kristmundur Ormsson, Raf-
stöð 2, Suðurlandsbraut, Reykjavík,
er sextugur í dag. Helgi Kristmund-
ur fæddist í Reykjavík. Hann lauk
námi í rafvirkjun í Iðnskóla Borgar-
ness 1954. Hann vann við rafvirkjun
og var rafverktaki í Borgarnesi
1954-1972 og var umsjónarmaður
við lóranstöðina á Gufuskálum
1972-1977. Helgi hefur verið fuhtrúi
hjá heimtaugaafgreiðslu Rafmagns-
veitu Reykjavíkur frá 1977. Hann
var í stjóm Verkalýðsfélags Borgar-
ness 1948-1953 og formaður félags
ungra sjálfstæðismanna í Mýra-
sýslu 1961-1963. Helgi var í fulltrú-
aráði Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar 1980-1984, fulltrúi starfs-
manna RR í stjórn Veitustofnana í
tvö ár og formaður Félags starfs-
manna Rafmagnsveitu Reykjavíkur
1985-1986. Hann hefur verið rótarý-
félagi frá 1964. Hann var forseti Rót-
arýklúbbs Ólafsvíkur 1976-1977 og
er nú félagi í Rótarýklúbbi Seltjarn-
amess. Kona Helga er Þuríöur
Hulda Sveinsdóttir, f. 25. ágúst 1930.
Foreldrar hennar vom, Sveinn
Skarphéðinsson, d. 1955, b. á Hvíts-
stöðum, seinna verkamaður í Borg-
arnesi, og kona hans, Sigríður
Kristjánsdóttir saumakona. Börn
Helga og Huldu eru: Hilmar, f. 1951,
stýrimaður, deildarstjóri hjá Sjó-
mælingum íslands, Kristján, f. 1952,
rafmagnstæknifræðingur, vinnur
hjá Hugbúnaði hf. í Kópavogi, Sig-
ríður Sveina, f. 1955, nemur ferða-
þjónustu í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, Helgi Öm, f. 1960, myndhstar-
maður í Svíþjóð, og Þuríður, f. 1961,
húsmóðir í Kópavogi. Systkini
Helga eru Hrefna, f. 30. mars 1919,
saumakona í Rvík, gift Þórði Guð-
jónssyni húsasmið, Ormur Guðjón,
f. 3. ágúst 1920, rafvirki í Innri-
Njarðvík, kvæntur Sveinbjörgu
Jónsdóttur, Ingvar Georg, f. 11.
ágúst 1922, vélvirki í Keflavík,
kvæntur Agústu Randrup, umboðs-
manni DV í Keflavík, Vilborg, f. 14.
febrúar 1924, starfar hjá Pósti og
síma í Borgarnesi, gift Guðmundi
Sveinssyni vörubílsfióra, sem er lát-
inn, Sverrir, f. 23. október 1925, raf-
virki á Landakptsspítala, kvæntur
Döddu Sigríði Árnadóttur, Þórir
Valdimar, f. 28. desember 1927,
húsasmiður í Borgarnesi, kvæntur
Júhönu Hálfdánardóttur, Karl Jó-
hann, f. 15. maí 1931, tækjavörður á
Borgarspítalanum, kvæntur Ástu
BjörguOlafsdótturfóstm, Sveinn
Ólafsson, f. 23. júni 1933, húsasmið-
ur í Keflavík, kvæntur Önnu Pálu
Sigurðardóttur, starfsmanni Pósts
og síma, Gróa, f. 13. mars 1936, pró-
farkalesari hjá DV, gift Páh Steinari
Bjarnasyni húsasmið, Guðrún, f. 23.
ágúst 1938, kennari á Hvolsvehi, gift
Gísla Kristjánssyni skólasfióra og
Ámi Einar, f. 27. mai 1940, húsa-
smiður í Borgarnesi, kvæntur
HalldóruMarinósdóttur. •
Foreldrar Helga voru Ormur
Ormsson rafvirkjameistari, raf-
veitustjóri í Borgarnesi, og kona
hans, Helga Kristmundardóttir.
Meðal fóðurbræðra Helga voru Jón
og Eiríkur, stofnendur fyrirtækisins
Bræðumir Omsson, og Ólafur, faðir
Orms, formanns Kvæðamannafé-
iagsins Iðunnar, föður Ólafs, rithöf-
undar í Rvík, Ormur var sonur
Orms, b. á Kaldrananesi í Mýrdal,
Sverrissonar, b. á Grímsstöðum,
Bjarnasonar. Móðir Sverris var Vil-
borg Sverrisdóttir, systir Þorsteins,
afa Jóhannesar Kjarvals. Móðir
Orms Sverrissonar var Vilborg
Stígsdóttir, b. í Langholti, Jónsson-
ar, bróður Jóns, prests í Miðmörk.
Móðir Orms Ormssonar var Guðrún
Ólafsdóttir, systir Sveins, fóðqr Ein-
ars Ólafs prófessors, fóður Sveins,
dagskrársstjóra hjá Sjónvarpinu.
Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Eystri
Lyngum, Sveinssonar, Ingimundar-
sonar.
Helga var dóttir Kristmundar, sjó-
manns í Vestmannaeyjum, Árna-
sonar í Berjanesi undir Eyjafjöllum,
Einarssonar. Móðir Helgu var Þóra
Einarsdóttir, b. í Ormskoti undir
Eyjafiöllum, Höskuldssonar, og
konu hans, Gyðríðar Jónsdóttur,
prests í Miðmörk undir Eyjafiöllum,
Jónssonar. Móðir Gyðríðar var Þóra
Gísladóttir, b. á Lambafelh undir
Eyjafiöhum, Eiríkssonar, ogkonu
hans, Györíðar Jónsdóttur, b. í Vest-
mannaeyjum, Nathanaelssonar,
skólasfióra á Vilborgarstöðum í
V estmannaeyjum 1760-1761 og ef til
vih lengur, meðan hann starfaði,
Gissurarsonar, prests á Ofanleiti í
Helgi Kristmundur Ormsson.
Vestmannaeyjum, Péturssonar.
Móðir Nathanaels var Helga Þórð-
ardóttir, prests á Þingvöllum, Þor-
leifssonar, b. í Hjarðardal, Sveins-
sonar, bróður Brynjólfs biskups.
Móðir Gyðríðar Jónsdóttur var
Ragnhhdur Jónsdóttir, lögréttu-
manns í Selkoti undir EyjafiöUum,
ísleifssonar, ættfóður Selkotsættar-
innar.Helgiverðurerlendisáaf- .
mæhsdaginn.