Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 2
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989. Farsímahleranimar: Tala ekki orð af viti í þennan síma hér eftir - segir Sverrir Hermannsson bankastjóri „Þetta er alveg grábölvað. Þetta þýðir að hér eftir tala ég ekki orð af viti í þennan síma,“ sagði Sverr- ir Hermannsson, bankastjóri í Landsbankanum, er DV bar undir hann frétt þess eðlis að talsverð brögð væru að því að farsímar væru hleiraðir. Eins og blaðið greindi frá um helgina er talsvert um að fólk hafi keypt hlerunartæki erlendis, aðal- lega í Bandaríkjunum og Hollandi, og haft heim með sér. Er tahð full- víst að einhver hundruð tækja séu nú til í landinu og með þeim er mögulegt að hlera farsíma. Að vísu er aðeins hægt að hlera einn síma í senn og þá aðeins helming sam- tals. „Ég var að vísu búinn að frétta um þennan hlerunarmöguleika áð- ur því kollega minn hafði varað mig við,“ sagði Sverrir. „Farsíminn getur verið mikilvægur þegar þarf nauðsynlega að ná sambandi við einhvern. En það getur verið hast- arlegt ef menn í ábyrgðarstöðum ræða starf sitt í slíka síma og hler- að er. Sjálfur notaði ég minn síma eins og venjulegan síma í fyrstu og það er ekkert langt síðan ég fór að gæta mín sérstaklega á að ræða ekkert sem ekki mátti fara lengra. Svo geta auðvitað komið upp ýmis tilvik sem maður kærir sig ekkert um að fari út um borg og bæ, til dæmis ef maður vill ræða við kon- una sína. -■■■) otrys-. »»«•« tw. IWÍW.V/Í XK4H'. iótsrsirtíttlítáya í wjúmti í Jsnðímt K'XOftcMtc'/ftoo. >»: .• v:ö:« : t»yy < ooc.:.;<:.'< .■■;. í»:'xv< t*y» » x xKs'v -vo rt/ t > x:« <*«• ' <<■>*• vtfev Cv twwc ■' - ■" «y/X/!iyO«//.</ >••' :- >•■•:'•> '• "'•■ '•■ - >y* yh »•««■/•.• /(/••»- Frétt DV á laugardaginn um hlerun samtala í farsímum hérlendis. Per Olof Sundman: meira en þrjátíu sinnum til íslands. DV-mynd KAE Fulltrúar frá Sænsku akademíunni komu til landsins í gær: Við höfum sameinast - segir Per Olof Sundman rithöfundur „Ég taldi eitt sinn saman með hjálp minnisbóka að ég hef komið 30 sinn- um til íslands síðan árið 1968. Ég var fulltrúi í Norðurlandaráði og sat á þingi, einnig var ég varaformaður í sænska rithöfundasambandinu. M.a. vegna þess hefur leið mín svo oft leg- ið hingað,“ sagði Per Olof Sundman í viðtah við DV, en hann er í heim- sókn hér á landi með 9 öðrum fulltrú- um í sænsku akademíunni. Þetta er í annað skiptið í rúmlega 200 ára sögu akademíunnar sem ferðast er út fyrir Svíþjóð. „Mér fannst alltaf að samvinna- Norðurlandaþjóðanna væri mjög mikilvæg og tók mikinn þátt í því starfi. Það er erfitt að segja hvemig þetta samsarf varð til. En í dag hefur Sænska akademían orðið mjög sterk í sænsku menningarlífi. Meö árunrnn hefur akademían breyst til betri vegar og hefur beint spjótum sínum æ meir til alls Norð- urlandasvæðisins. Það er þess vegna sem við erum komin hingað. Mín persónulega skoðun er að á íslandi geymist sameiginleg menn- ingarleg arfleifð Norðurlandanna. Ég hef alltaf haldið því fram að ís- lendingasögumar sígildu séu jafn- mikilvægar fyrir Noreg og Svíþjóð eins og Island. Þjóðimar fóra hver sína leið á sínum tíma. En nú höfum við sameinast. Við þurfum á hvert öðra að halda, m.a. til að halda okkar menningu og tungu áfram,“ sagði Per Olof Sundman. Hitti Vigdísi fyrst árið 1960 Sænska akademían hefur óskað eftir því að heimsækja íslenska mál- stöð og færa henni gjöf í tilefni af 25 ára afmæh hennar. Hópurinn mun heimsækja Forseta íslands, borgar- stjórann, Halldór Laxness, fara út í Viðey og fara á sögulega staði og fræðast um íslenska menningu, bók- menntir og tungu. „Við munum hitta Vigdísi sem ég hitti sjálfur fyrst árið 1960. Við eram góðir vinir. Og Laxness hef ég hitt mörgum sinnum. Ég varð líka mjög hrifinn af Gunnari Gunnarssyni rit- höfundi - hann hitti ég tvisvar sinn- um áður en hann dó. Það var eigin- lega hann sem kynnti Laxness á dönsku og gaf honum undir fótinn í hinum stóra heim.“ Sundman hafði fengið fregnir af því að Karl Gústaf Svíakonungur væri væntanlegur til landsins og verður hér á sama tíma og akademían: „Þetta er nú tilviljun. En hann ætl- ar vist að veiða hreindýr á Austur- landi. Karl Gústaf hefur gagnrýnt selaveiðar í Bandaríkjunum. Islend- ingar tóku það e.t.v. eitthvað til sín - en það var óþarfi. Konungurinn hugsar sinn gang. Að sjá þessar sela- veiðar á sjónvarpsskjá er ekki fögur sjón. Þetta gengur víst öðravísi fyrir sig þegar elgir og fuglar era skotn- ir“, sagöi Per Olof Sundman. -ÓTT Annars hef ég það fyrir reglu að ræða aldrei mestu trúnaðarmál í síma, hvorki farsíma né aðra. Þessi siður er tilkominn frá þeim tíma þegar hlustað var á hverjum bæ allt í kringum landið.“ Sverrir kvaðst vera á þeirri skoð- un að Póst- og símamálastofnunin ætti að koma í veg fyrir að shkar hleranir væru mögulegar. „Þetta er náttúrlega engin þjónusta að manni skuli vera boðiö upp á þetta,“ sagði hann. „Það er verið aö tala um að búnaður til að koma í veg fyrir hleranir sé svo dýr. Ég myndi glaður vilja greiða hærri afnotagjöld til að geta verið þess fullviss að ekki væri hlustað á samtöl mín hér og þar.“ -JSS Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins: Heff alltaf reiknað með að þessir símar væru hleraðir „Éghefalltafreikaðmeðaðþess- „Gleymir maður sér ekki alltaf? ir símar væru hleraðir og farið aö Ég hef hins vegar ekki gert mikið samkvæmt því. Ég vissi að þessi að því enda hef ég fengið smánasa- tækni væri til og hef alltaf búist sjónafþvíaðsíminnminnhafiein- við að einhverjir yrðu til að not- hvera tíma verið hleraöur. Þetta færa sér hana. Ég hef iíka heyrt var ekki sagt við mig beint, ég fékk . um dæmi þar sem farsímar hafa smáábendingu. verið hieraðir svo þaö er engin Þessi hlerunarmöguleiki hefur ástæða til annars en að vera var- auðvitað í för með sér takmörkun kár.“ á gagnsemi svona tækis. Þetta gerir Þetta sagði Guðjón B. Óiafsson, það að verkum að menn nota sím- forstjóri Sambands íslenskra sam- ann ekki nema til almennra hluta, vinnuféiaga, er DV ræddi við hann svo og í neyðartilvikum. Vitaskuld en Guðjón er með farsíma í bifreið væri æskilegt aö koma í veg fyrir sinni. að hægt væri aö framkvæma þess- Aðspurður um hvort það kæmi ar hleranir og tækni til þess mun þá aldrei fyrir að haim ræddi trún- vera fýrir hendi.“ Veit dæmi um hlerun samtala - segir Jón Sigurðson viðskiptaráðherra „Ég veit þess dæmi að það sem þess að fleiri en viðmælandinn talað hefur verið í slíka síma hefur hlusti.“ heyrst þar sem það átti ekki að Jón kvaðst ekki vilja sveija fyrh heyrast. í mig hafa hringt menn að það hefði einhvem tíma hent sem segjast þekkja slík dæmi,“ hann að ræða trúnaðarmál í far- sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- símann í bö sínum. „En ég hef allt- herra sem er meö farsíma í sínum af reynt aö taka tilht til þess aö til bíL mín kunni aö heyra einhvetjir sem „Ég tala fátt í þennan síma sem ekki er ætlaö aö heyra þaö sem ég er þess eðlis aö aðrir en viömæl- segi. Þetta eru því. mest einföld andi minn megi ekki heyra það. skilaboð sem þessi sími er notaður En það er slæmt að þessi hleruna- til að flytja á milli. Ég held aö menn rmöguleiki skuli vera fyrir hendi verði, hver fýrir sig, að gæta þess þvi notkun farsíma hefur mjög hvers eðlis þessi tengiliður er og færst í vöxt og menn viija eiga þess hegöa sér samkvæmt því.“ kost að geta rætt sín einkamál án -JSS Hallgrímskirkja: Turnspíran kemur í Ijós í september Nú er verið að ljúka við aö steypa síðustu stöplana í tumspíra Hall- grímskirkju. Tekur þá við frágangur og vinna viö samskeyti. Að því loknu veröur spíran múrhúðuð með granít- salla. Loks verður borin á sílanhúð (vatnsfæla). Að sögn Arnar Steinars Sigurðs- sonar hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen verður hafist handa við aö fjarlægja vinnupallana af kirkj- unni í byrjun september. „Við stefnum að því að ná öllu nið- ur fyrir lok september. Reyndar hef- ur verið ákveðið að halda áfram við- gerðum niður eftir kirkjunni þegar lokið verður við turnspíruna,“ sagði Öra Steinar. „Sléttir veggir kirkjunnar virðast í góðu lagi - þaö hefur þó ekki verið fullkannað enn. En stöplamir niður með hliðum tumsins era illa famir af steypuskemmdum - þá verður lögð áhersla á að gera við ef tími vinnst til í haust. Byijað verður á hominu norðan megin, sem snýr aö Iðnskólanum. Ég býst viö að næstu tvö ár þurfi til þess verks,“ sagði Öm Steinar. Áætlaður kostnaður vegna við- gerðar við tumspíruna hefur þegar náð irni 20 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að verkið muni kosta tæpar 25 milljónir króna þegar upp verður staðiö. Vinna við tuminn frá fyrra ári er þá reiknuð með en viðgerð við annað en tumspírana er ekki tekin með í reikninginn. Á næstunni verður kannaö hvort ráðist verður í að setja tölvustýringu á kirkjuklukkurnar sem era 32 tals- ins. Núverandi búnaður er orðinn um 20 ára gamall og virkar ekki eins ogtilstendur. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.