Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUD4GUR 2% ÁGÚST 1989. Útlönd á herteknu svæðunum ísraelskar hersveitir vakta götur Jerúsalemborgar t gær en þá voru um 1,7 milljón Palestínumanna á herteknu svæðunum I verkfalli. Slamynd Reuter ísraelsk heryfirvöld hafa neitað því aö vera völd aö dauða palestínsks- bandarísks unglings sem íannst látinn á vesturbakkanum. Talsmaður hersins sagði að rannsókn á láti hins fjórtán ára gamla Amjad Hussein Jibreen væri lokið og að herinn myndi afhenda lík hans til líkskoðunar. Lik Jibreens fannst á vesturbakkanum á fóstudag. Hann var borinn til grafar um helgina en fáerður til likskoðunar eftir að ættinsar hans sök- uðu herinn um lát hans. Þeir sögðu að hann hefði verið skotinn í hjartaö og höfuö hans brotiö. Herinn sagði að rannsókn heföi leitt í Ijós að hann heföi veriö skotinn af stuttu færi. f þorpinu Ram á vesturbakkanum skutu ísraelskir hermenn tíi bana tvo paiestínska unglinga þegar róstur brutust út á herteknu svæðunum. Að minnsta kosti 606 arabar og 40 gyðingar hafa látist síöan uppreisnin hófst fyrir tuttugu mánuðum. HarðSr jarðskjálftar I Afríku Tveir harðir jarðskjálftar gengu yfir Djibouti og norðaustur hluta Eþíóp- íu á sunnudag og í gær. Samkvæmt fyrstu fréttum virðast skemmdir vera htlar og engar frétör um mannfall hafa borist. Jarðskjálftafræðing- ar segja að mikiar skemmdir heföu getað orðiö ef jarðskjálftamir hefðu gengið yfir þéttbýlissvæði. Skjálftamir áttu upptök sín í eþíópísku eyðimörkinni, um 530 kílómetra norðaustur af Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Sá fyrri mældist 6,4 á Richter-skala en sá síðari um 6,5. Hætta á olíuleka Stórt olíuskip rakst á skipsflak í Persaflóa og teija sérfræðingar mikla mengunarhættu við strendur Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Gulf Current, rúmlega 37 tonna olíuflutningaskip, rakst á flakið af skip- inu Mare sem sökk í um 15 kílómetra fiarlægö frá borginni DubaL Ekki er Ijóst hvenær slysið varð. Tyrkneskir Búlgarar bíða þess að fá ieyfi til að sækja eigur sinar að landamærum Búlgaríu og Tyrkiands. Símamynd Reuter - Straumur flótta manna stöðvaður Tyrkir lokuöu landamærum sín- um að Búlgaríu í morgun og komu þar með í veg fyrir frekari flótta Búlgara af tyrkneskum uppruna. Rúmlega þrjú hundruð þúsund hafa flúið yfir landamærin frá því í júní- mánuði og er það talinn stærstí fólks- flótti þjóðarbrots það sem af er öld- inni. Með kerrur fullar af nauðsynjavör- um og fatnaði í eftirdragi reyndu margir að komast yfir landamærin áður en hin nýja lokun tók gildi um tvö að morgni að staðartíma í morg- un. Áður en lokunin tók gildi höfðu 310 þúsund flóttamenn flúið. Tyrknesk yfirvöld segja að ein- göngu þeir sem hafa gilda vega- bréfsáritun fái að fara yfir landa- mærin þar til yfirvöld í Búlgaríu skrifi undir samning við Tyrki þar sem kveðið er á um réttindi útflytj- anda sem og þeirra sem eftir verða í í landinu. Yfirvöld í Sofia hafa aftur á móti ítrekað hafnað viðræðum um slíka samninga. Þau segja að ekki sé um tyrki að ræða heldur búlgarska mú- hamöestrúarmenn. Tyrkneskir Búlgarar segja að þeir séu að flýja fimm ára ofsóknir Búlg- ara þar sem þess sé krafist að þeir lagi sig að siðum landsins, nöfnum þeirra verði breytt og siðir, klæða- burður og tungumál bönnuð. Talið er aö allt að 1,5 milljón tyrkneskra Búlgara séu í Búlgaríu. Nokkrir flóttamannanna hafa ver- ið fluttir á hótel, sumir eiga ættingja í Tyrklandi og aðrir eru fluttir í búð- ir. Reuter Kokkur Svíakonungs í hvfld Þeaair fimm kokkar, allir meðlirnír í félagsskapnum „Kokkar Kok- kanna“, taka sér langþráða hvíld frá amstri eldhússins. Allir þessir kokkar taka til matinn fyrir kóngafólk og þjóðarleiðtoga. Meðal þeirra er Wemer Vogeli, lengst til hægri á myndinni, en hann er matreiðslumað- ur sænsku konungshjónanna. Simamynd Reuter Rafsanjani styrkir stöðu sína Ah Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti írans, styrkti stöðu sína í gær þegar hann útnefndi Hassan Ebrahim Habibi, fyrrum dómsmálaráð- herra, í stöðu fyrsta vara-forseta. Útnefning Habibi kom tveimur sólarhringum eftir að Rafsanjani kynnti fyrirhugað ráöuneyti sitt en i því á harðlínumaðurinn Mohtashemi, fyrr- um innanríkisráðherra, ekki sæti. íranska þingið hefur ákveðið að fresta umfiöllun um hina fyrirhuguðu ríkisstjóm þar til um næstu heigi. Búast má við að Rafsanjani, sem talinn er tilheyra hófsamari öflum i íran, muni eiga erfitt uppdráttar í þeim umræðum þar sem harðlínumenn hafa meirihluta á hinu 270 sæta þingl Útnefning Habibi batt enda á vangaveltur um að harðlínumaðurinn Mir-Hossein Mousavi, fráfarandi forsætisráöherra, yröi útnefndur til hárrar stöðu í ríkisstjórninni. Habibi myndi taka við stöðu forseta falh Rafsanjani frá, veikist alvar- lega eða jrði vikið ur embætti. Hann varö dómsmálaráðherra árið 1984 og átti mikinn þátt í að semja stjómarskrárbreytingar þær sem sam- þykktar vom með yfirgnæfandi meirihluta í kosningum í júh. Samkvæmt þeim er embætti forsætisráðherra lagt niður og völd hans fáerö th embætt- ÍSforseta. Reutcr Hvtta Rússland gjaldþrota? - þarf að flytja 100 þúsund íbúa á brott Kostnaður við hreinsunarað um geislavirkni í um þriðjungi lýð sem varð 26. apríl 1986. Þijátíu og gerðir vegna Tsémobylslyssins í veldisins. Þar af leiðandi þarf að einn lést í slysinu. Sovétríkjunum fyrir þremur árum flytja á brott eitt hundrað þúsund íbúar í nágrenninu hafa ásakað gæti leitt til gjaldþrots sovéska lýð íbúa þess. Áætlaður kostnaður viö yfirvöld um slóðaskap varðandi veldisins Hvíta Rússlands. Þetta brottflútningana er tahnn nema hreinsunaraðgerðir og brottílutn- kom fram í fréttum Tass, hinnar rúmiega 15 milljörðum dollara, eða inga fólks sem og fyrir að gera lítið opinbem fréttastofu Sovétrikj- þvi sem næst jafnmikið og fjárlög úr afleiðingum slyssins. Þeir segja anna, ígær. lýðveldisins. aðlæknumhafiveriðsagtaötengja í Tass kom fram að hreinsuna- Að minnsta kosti eitt hundraö ekki aukningu í krabbameinstíðni raðgerðir eftir þetta versta kjam- þúsund íbúar Hvíta Rússlands og meðal íbúanna slysinu. orkuslys í sögunni hefðu ekki náö nágrannalýðveldisins Úkrainu Reuter aö útrýma hættulegum afleiðing- vorafluttirábrottíkiölfarslyssins Samþykkt Einlngasamtaka Afríku: Hvatning fyrir Afríska þjóðavráðið Samþykkt fundar fulltrúa Eining- arsamtaka Afríku, OAU, frá því í gær er talin hafa ýtt mjög undir stöðu Afríska þjóðarráðsins í Suður-Afr- íku. Aftur á móti telja fréttaskýrend- ur að óljóst sé hvort samþykktin hafi ýtt undir líkur á friðsamlegri lausn í landinu. Samþykktinni svipar mjög til af- stöðu Afríska þjóðarráðsins í barátt- unni gegn minnihlutastjóm hvítra í Suður-Afríku. í henni em hörð skil- yrði fyrir samningaviðræðum við stjómvöld í Suður-Afríku ítrekuð. Líklegt er tahð að Vesturlönd, s.s. Bandaríkin og Bretland, verði fyrir vonbrigðum með samþykktina. Tahð er að mörg vestræn rílti hafi vonast til að tónn fuhtrúanna yrði mhdari og að Afríska þjóðarráðið og stuðn- ingsmenn þeirra myndi gefa eftir th að flýta fyrir samkomulagi minni- hlutans og meirihlutans í Suður- Afríku. Forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, forseti Zimbabwe, Robert Mugabe ásamt forseta Zambíu, Kenneth Kaunda, á fundi Einingarsamtaka Afriku í Zimbabwe. Simamynd Reuter Búist er við að Kenneth Kaunda, á mánudag þegar þeir ræðast við. forseti Zambíu, skýri forseta Suður- Reuter Afríku, F.W. Klerk, frá afstöðu OAU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.