Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar * Ás skrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989. Jón Sigurðsson: Eitt þrep í virðisauka „Þaö getur verið nauösynlegt eins og ástandið er að afgreiða fjárlög með halla. Ég vil ekki nefna tölur um hver hallinn þarf að vera en miðað við nýjustu upplýsingar um horfur í sjávarútvegi er samdráttarskeiðið alls ekki á enda runnið. Við þær að- stæður er ekki skynsamlegt að grípa til snöggra niðurskurðaraðgerða," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra í samtali við DV. Rætt er um að afgreiða næstu fjár- lög mpð allt að tíu milljarða halla sem er tvöfaldur sá halli sem tahð er að verði á fjárlögum þessa árs. Jón Sig- urðsson vildi ekki staðfesta þessa tölu. „Vandi síðustu ára er enn óleystur. Allan þennan áratug hafa útgjöld aukist meira en tekjur. Það tekur meira en eitt ár að ráða bót á þeim vanda. Halli á fjárlögum nú kann því að vera nauðsynlegur" sagði Jón. Jón Sigurðsson sagöi það skoðum alþýðuflokksmanna að virðisauka- skatturinn, sem verður að lögum um áramót, ætti að vera í einu þrepi. Nú er rætt um að hafa hann í tveimur þrepum, lægri fyrir matvæh. „Mörg þrep í virðisaukaskattinum geta leitt til undanskota. Því er fjölg- un þeirra óæskileg í það minnsta á smásölustiginu. Ég útiloka þó ekki tilslakanir af okkar hálfu ef það gæti orðið til að halda aftur af matar- verði,“sagði Jón Sigurðsson. -GK Eldur í rútu Eldur varð laus í rútu á Fljótsheiði í gær. Sextán manns voru í rútunni, fimmtán Þjóðverjar og ökumaður. Enginn slasaðist en ökumáðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Húsavík vegna þess að hann fékk minni hátt- ar reykeitrun. Farangri fólksins var bjargaðenrútanergjörónýt. -sme SigluQöröur: ' Fyrsta loðnan komin í land Fyrsta loðnuaflanum á þessu hausti var landað á Siglufirði í gær. Fjögur skip lönduðu hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins samtals 1400 tonn- um. Tvö skipanna voru færeysk, eitt norskt og eitt íslenskt, Hilmir SU. Hhmir var með 122 tonn, Kronborg 300 tonn, Norborg 750 tonn og Ole Torrisen 235 tonn. Loðnan veiddist 120 sjómílur út frá Langanesi og er þokkaleg, að sögn Þórðar Andersen verksmiðjustjóra, svohtið meyr en kom ágætlega upp í þró. Þrjú skipanna héldu aftur á veiðar en veður á miðunum er fremur slæmtídag. -JJ LOKI Ef Jón Sig er í fyrsta bekk hlýtur Karvel að vera löngu útskrifaður! Er alls ekki á dagskrá að víkja Jóni Baldvin ffrá“ * t t n* * x 1*1 / xi „Ég ht á orð Karvels sem hug- Hannibalsson ætti að víkja úr sæti sagði Karvel Pálmason í samtah leiðingar en ekki kröfur. Það er formanns Alþýðuflokksins vegna við DV í morgun. ahs ekki á dagskrá að vikja Jóni Iítils gengis flokksins. „Það getur vel verið að Jón Sig- Baldvin frá. Þetta er bara gamla „Jón Baldvin hefur ekki náð til urðsson vilji gera htið úr mínum aðferðin hans Karvels í póhtíkinni fólksins. Viðhorf almennings til orðum. Haxm er vafalaust ágætur en ég vildi helst fá að tala við haim Alþýðuflokksins hefur aldrei verið embættismaður en hann er enn í sjálfan,“ sagði Jón Sigurðsson við- neikvæðara en nú. Það eru hans fyrsta bekk í póhtíkinni,“ sagði skiptaráðherra um þau orð Karvels orð að kalliim í brúnni eigi að taka Karvel Pálmason. Pálmasonar að Jón Baldvin pokann sinn ef hann fiskar ekki,“ -GK Franski flugmaðurinn Andrés-Georges Lafitte, sem ætlar að fljúga til New York yfir Atlantshafið á smáflugvél, lagði öðru sinni af stað til Grænlands frá Reykjavík klukkan níu í morgun og sést hér veifa t kveðjuskyni. Að sögn Karls Schiöth hjá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar mun fylgdarflugvél af Skymaster-gerð fylgja Lafitte til Grænlands og aftur út úr dönsku flugumferðarsvæði áleiðis til Kanada. DV-mynd Hanna Veðrið á morgun: Bjart veður sunnan- lands Á morgun verður norðan- og norðvestanátt á landinu, víðast kaldi. Dáhtíl súld eða rigning norðanlands en þurrt að mestu og allvíða bjart veður um sunn- anvert landið. Hitinn verður 6-14 stig. Páll Pétursson: Hugsum næst um sveitar- stjórnar- kosningar „Ég deili ekki þeirri skoðun með Guðmundi G. Þórarinssyni að fara verði út í kosningar. Það getur verið að honum hafi sortnað fyrir augum en svo er ekki um aðra þingmenn Framsóknarflokksins. Þessi ríkis- stjórn hlýtur að reyna að takast á við þau verkefni sem hún hefur tekið að sér og ætti af hafa alla burði til þess,“ sagði Páll Pétursson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokksins, viðDV. „Ég tel eðhlegt að reyna að fá Borg- araflokkinn til samstarfs. Það hefur staðið á Álþýðuflokknum fram að þessu en ég vona að þeir átti sig á því að það er eðlilegt og skynsamlegt að styrkja ríkisstjómina. Ég sé ekki annað stjórnarmynstur sem væri hk- legra til að geta stjórnað þessu landi farsællega. Ég veit ekki betur en það sé gott samstarf í ríkisstjórninni. Milli formanna flokanna er fullur trúnaður. Við skulum því hugsa um komandi sveitarstjórnarkosningar sem næstu konsingar." -hlh í vinnuferð til Tyrklands Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra er þessa dagana í Tyrk- landi. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða heldur svokahaða vinnuferð. Jón ræðir við utanríkisráðherra Tyrklands um málefni Nato og efna- hagsbandalandsins. Jón Baldvin og Bryndís Schram skoða í leiðinni vörusýningu í borg- inni Ismír. Ferðin stendur í rétta viku. Þau hjón fóru í gær og eru væntanleg aftur th landsins á mánu- dag. -GK Fimm á toppnum Fimm skákmenn deila nú með sér efsta sætinu á heimsbikamótinu í skák í Svíþjóð. Þetta eru þeir Kasp- arov, Karpov, Elvest, Salov og Port- isch. Salov og Kasparov gerðu jafntefh í toppslagnum í gær en Karpov vann Seiravan og komst þar með í hóp efstu manna. Portisch náði einnig að bera sigurorð af Bretanum Nunn og skipar nú einnig efsta sætið. Elvest og Short gerðu jafntefli. -GK Kentucky Fried Chicken Kjúklingursembragó erað. Opið alla daga frá 11-22. Um allan heím alla daga ARNÁRFLUG VtSÍ KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.