Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 13
i^íaMiki.S.'S4 Lesendur Enn um Húnaver Hámarkshraði á tvískiptum götum Ragnhildur hringdi: Þaö kom fram í frétt nýlega að öku- maður hafði verið sektaður um 8000 krónur fyrir of hraðan akstur á Ný- býlavegi í Kópavogi. Þar er hámarks- hraði 50 km. - Þetta er tilkynnt á skilti við enda götunnar. Á þessári annars löngu og gölfömu götu minnist ég ekki að hafa séð um það skilti annars staöar. Það er stað- reynd að ekki koma allir sem aka þessa götu frá enda hennar. Því er það mikilvægt að fleiri skilti verði sett víðar á götunni þama og annars staðar á lengri götum, þar sem há- markshraði er tilgreindur. Ég bý sjálf í Kópavogi og vissi ekki um þennan hámarkshraða þama. Og fleiri en ökumaðurinn sektaði hafa áreiöanlega ekki vitað um þenn- an 50 km hámarkshraða, þar sem Nýbýlavegurin er tvískiptur á löngu svæði, þ.e. tvær akreinar í hvora átt- ina. Á Vífilsstaðaveginum, sem er þó miklu mjórri og ekki tvískiptur er líka 50 km hámarkshraði. Mér fmnst það stinga í stúf að leyfa ekki hrað- A Nýbýlavegi í Kópavogi. - „Tilkynningar um hámarkshraða mættu vera víðar en við enda götunnar", segir hér m.a. ari umferö en 50 km á götum með þeim sem era aöeins meö einni ak- tvískiptar akreinar. Það hljóta að rein í hvora átt. - Þetta vildi ég láta vera önnur og betri akstursskilyrði koma fram af gefnu tilefni. á breiðum og greiðfærum götum en Hafdís Inga Haraldsdóttir skrifar: Ég vil ávarpa ritstjóra DV, Ellert B. Schram, nokkrum orðum vegna skrifa í DV hinn 12. ágúst sl. - Þar fer hann orðum um rokktónleikana í Húnaveri sem Stuðmenn stóðu fyr- ir. Ég er ekki alveg sammála því sem þar sagt og geri því eftirfarandi at- hugasemdir. Þú talar um 15 til 17 ára unglinga sem mest bar á. Jú, vissulega bar mest á þeim, þeir vora líka í miklum meirihluta. En hvers vegna minnist þú, ritstjóri góður, ekkert á fulloröna menn á aldrinum 25-35 ára sem þarna vora út úr drukknir - kannski vegna þess að þeir era nógu gamlir til að kaupa vín? Þessir menn vora kannski lítill hluti af þeim sem sóttu rokktónieik- ana, en þeim tókst með nærveru sinni að eyðileggja skemmtun fyrir unglingunum (einkum stelpunum). Þessi hópur var með mestu lætin, að ég tel, miðað við hversu fámennur hann var. Síðar segir þú orðrétt m.a. „allir duttu í það“. Þetta er alrangt. Vissu- lega var það mikill meirihluti ungl- inganna sem drakk eitthvað, en þó tel ég að aöeins um 2-5% ungling- anna hafi verið öfurölvi. - Þú segir einnig: „íslendingar eiga að skemmta sér um þess helgi“ - íslendingar EIGA ekki að skemmta sér um þessa helgi, en hún er gjarnan notuð til þess. - Var það ekki þín kynslóð sem tók upp á því? - Og það vora ekki bara 7 útikamrar á svæðinu, auk þeirra vora 11 salemi. Of lítið að vísu, en töluvert meira en þú talar um. í þessum pistli þínum koma líka fram fordómar gagnvart Sniglunum, samanber:.....enda ekki líklegt til löghlýðni ef marka má úthtið". Hef- urðu einhveija minnimáttarkennd gagnvart þeim, eða hefurðu bara séð of margar bíómyndir þar sem vondu mennirnir eru í leðurfatnaði og aka á mótorhjólum? - Þér hefur augljós- lega ekki verið kennt að dæma fólk ekki eftir útliti. Þú fullyrðir í pistli þínum, að for- eldramir borgi herlegheitin. Það er enn ein rangfærslan. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé aðeins í undan- tekningartilfellum að foreldrar borgi. - í flestum tilvikum vinna unglingarnir fyrir þessu. A einum stað í grein þinni stendur: „Eða hvað haldið þið um orðsporið sem fer af krökkunum ykkar ef það spyrst út að þau séu ekki hæf á hátíð- ar vegna reglusemi. Slíkir unglingar verða aö athlægi um allan bæ og hvergi gjaldgeng á efir“. - Enginn þeirra unghnga sem ég talaði við (nokkuð margir) gerði athugasemd við það aö ég var ódrukkin og reynd- ar fannst mörgum það nokkuð gott hjá mér. Þú gagnrýnir Stuömenn fyrir að greiða ekki söluskatt. Stuömenn fóru eftir lögum til að fá söluskattinn felldan niður. Miðaverðið er það lægsta sem boðið var upp á og skemmtiatriðin vora þaö góð að ég tel ekki mikið að borga þaö sem upp var sett. - Þeir sem stóðu fyrir öðrum skemmtunum, og fengu ekki fehdan niður söluskatt, kynntu sér lögin ekki nógu vel. Að síðustu kom fram mótsögn í grein þinni. Þú varst búinn að gagn- rýna ölvun unglinganna mikið en svo segirðu síðast: „Það er óþarfi að láta um sig spyijast að vera edrú þegar hitt er miklu karlmannlegra aö detta í það“. - Veistu nokkuð hvaða skoðun þú hefur á málinu? Ég legg til að þú kynnir þér efnið betur næst, og gerir upp hug þinn gagnvart efninu, áður en þú ferð að skrifa svona greinar. Að lokum þakka ég Stuðmönnum og öðram skemmtikröftum fyrir mjög góða tónleika en minni Stuð- menn þó á fleiri ruslatunnur og sal- emi næst. - Sjáumst hress í Húna- veri að ári liðnu. Vegna skrifa dr. Hannesar H. Gissurarsonar Einar Laxness skrifar: Dr. Hannes H. Gissurarson lætur enn ljós sitt skína á síðum DV, mánu- daginn 14. ágúst sl. Það er eins og fyrri daginn, aö hann er óspar á að gefa mönnum vitnisburð eða eink- unn, hkt og skólakennari nemendum sínum. - Ég get ekki orða bundist, þótt mér sé málið kannski fuhskylt. Þeir sem nú síðast urðu m.a. fyrir barðinu á áráttu mannsins, eru rit- höfundamir Halldór Laxness og Jó- hannes úr Kötlum. Þeir fá þann vitn- isburð að hafa um dagana ástundaö það að ljúga vísvitandi að fólki - „mælt gegn betri vitund“, sam- kvæmt orðum greinarhöfundar DV. - Þetta séu óheiðarlegir menn, ósaimindamenn, enda sá munur á þeim og öðrum mönnum, sem hann nafngreinir - með hans orðum - „blátt áfram munurinn á ósanninda- mönnum og heiðarlegu fólki“. Það er varla hægt þegjandi og hljóðalaust að horfa upp á þau ósköp, að þessi maður geti átölulaust svívirt opinberlega, annars vegar aldur- hniginn rithöfund, sem nú situr á friðarstóli, eftir að hafa m.a. varpað ljóma á nafn íslands með því að hljóta æðstu bókmenntaverðlaun heimsins, skáld sem alhr tala af virð- ingu um sem þekkja, og hins vegar skáld, sem m.a. var verðlaunað í tvi- gang fyrir framúrskarandi ættjarð- arljóð, ort í tilefni hátíðarstunda í sögu íslensku þjóðarinnar. Báðir fyrrgreindir rithöfundar héldu að vísu uppi vöm á sínum tíma fyrir „ríki Leníns“, sem dr. Hannes nefnir svo en auðvitað var það gert í góðri trú og ríkri von um batnandi hag „verkamannaríkisins", og aht á það sínar sögulegu skýringar sem ekki skal farið út í hér. Hannes þekk- ir það fuhvel sem sögulæröur mað- ur. En báðir þessir rithöfundar urðu fyrir miklum vonbrigðum og létu það í ljósi opinberlega. - Þeir eiga því engan veginn það skítkast skihð sem doktorinn sendir þeim, hvorki lífs né liðnir. Ef dr. Hannes H. Gissurarson held- ur áfram að svívirða og ærumeiða menn á prenti með þessum hætti, verðskuldar enginn fremur en hann heitið „alræmdur skammarkjaftur", eins og honum þykir við hæfi að nefna menn í grein sinni. - A.m.k. eru fyrrgreind ummæh hans um rit- höfundana hónum til stórrar van- sæmdar, vægast sagt. VERKAMENN - KRANAMAÐUR Óskum að ráða verkamenn og kranamann. Uppl. i síma 16637 frá kl. 16-17 og í kvöldsímum 44983 og 45305. NORRÆNA AFRÍKUSTOFNUNIN auglýsir hér með: - Ferðastyrki - til rannsókna í Afríku. Umsóknir þurfa að berast stofnuninni í síðasta lagi 29.9. 1989. - Námsstyrki - til náms við bókasafn stofnunarinnar tímabilið jan- úar - júní 1990. Síðasti umsóknardagur 1.11. 1989. Upplýsingar í síma (0)18-155480 Uppsala eða í pósthólfi 1703, 751 47 Uppsala. HVERVANN? Vinningsröðin 19. ágúst: X11 -1X1 -221 -21X Heiidarvinningsupphæð: 432.552 kr. 12 réttir = 302.790 kr. Einn var með 12 rétta - og fær kr. 302.790 í sinn hlut. 11 réttir = 129.762 kr. 24 voru með 11 rétta - og fær hver 5.406 kr. í sinn hlut. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Hólmavík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæsfustöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaupstað. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík.. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á.Akranesi. 9. Tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslu- stöðina í Garðabæ. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. ágúst 1989

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.