Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 11
l>RIDJÍri)ÁllÍuk 2Í-ÁtíÚST '1980. Útlönd Jósep Stalin og Adolf Hitler gerðu með sér leynisamning um skiptingu Evrópu fyrir 50 árum. Samningurinn varð undanfari innlimunar Eystrasalts- ríkjanna í Sovétríkin. Þjóðernissinnar ætla að efna til mótmæla á morgun til að minnast afmæiisins. Leynisamnlngar Stalíns og Hitlers 50 ára: Þjóðernissinnar í Eystrasaltsríkjunum efna til mótmæla Á þessu korti, sem undirritað er af Stalín og Ribbentrop, utanríkisráð- herra Hitlers, má sjá hvernig þeir skiptu Evrópu með sér. Hitler fékk mestallt Pólland en Stalín Eystrasaltsríkin og austurhluta Póllands. Simamynd Reuter Miklar mótmælaaðgerðir eru fyr- irhugaðar í Eystrasaltslýðveldum Sovétríkjanna á morgun. Þar á meðal ætla menn að mynda 600 kílómetra langa keðju milli höfuð- borga Eistlands, Lettlands og Lit- háens. Tilefnið er 50 ára afmæli leynisamninga sem Sovétríkin og Þýskaland Hitlers gerðu með sér um skiptingu Austur-Evrópu í áhrifasvæði. íbúar landanna líta á þann dag sem einn hinn dekksta í sögu sinni. Vestrænir sagnfræð- ingar segja að samningar þessir hafi leitt til þess að stjórnarherr- arnir í Kreml innlimuðu Eystra- saltslöndin í ríki sitt. Messað við veginn Skipuleggjendur mótmælanna segjast þurfa um tvö hundruð þús- und manns í hverju lýðveldi til að mynda keðjuna en þeir búast við fleiri þátttakendum. Mótmælend- urnir munu haldast í hendur í fimmtán mínútur kl. 16 að íslensk- um tíma á morgun. Mannfjöldinn mun síðan skipta sér niður í marga smærri mótmælafundi. í Litháen, þar sem kaþólskan á sterk ítök, munu prestar syngja messur í veg- kantinum. Smærri fundir, verkfóll og aðrar aðgerðir eru einnig fyrirhugaðar í lýðveldunum þremur og hreyfing þjóðemissinna í Litháen mun halda stjórnarfund um kvöldið. Vilja sannleikann Tilvist leynisamninganna, sem utanríkisráðherra Stalíns, Vyac- heslav Molotov, og þýski starfs- hróðir hans, Joáchim von Rib- bentrop, undirrituðu í Moskvu er orðin að mjögviðkvæmu máh inn- an Sovétríkjanna. Þjóðernissinnar í Eystrasaltslýðveldunum hafa smám saman á undanförnum mán- uðum þröngvað Sovétstjórnina til að láta af hefðbundinni afstöðu sinni sem fólst í að neita því að nokkrir leynisamningar hefðu ver- ið gerðir. Leiðtogar hinna róttæku þjóð- ernishreyfmga í löndunum þremur vonast eftir hundmð þúsunda þátt- takenda í aðgerðunum til að styðja kröfur um að endurheimta sjálf- stæðið sem leið undir lok við gerð samninganna. „Við viljum aðeins eitt, sannleik- ann um söguna," segir Vergihus Cepaitis, leiðtogi öflugrar þjóðern- ishreyfmgar í Litháen, sem sigraði með yfirburðum í kosningum til sovéska þingsins í mars. „Við vilj- um að þeir viðurkenni að við vor- um hersetnir og innhmaðir í kjöl- far samningsins. Ef þeir viður- kenna það höfum við fullan rétt til að ráða okkar eigin örlögum, það er sjáifstæði á þann hátt sem Lithá- ar vilja.“ Samningar rannsakaðir Sovésk þingnefnd var sett í að rannsaka samningana vegna þrýstings frá Eystrasaltslýðveld- unum. Um miðjan júh sendi hún frá sér bráðabirgðaskýrslu þar sem m.a. kemur fram að leynisamning- amir hafi veriö gerðir. í skýrslunni segir m.a. að samningarnir hafi verið gerðir vegna hótana um vald- beitingu og þess vegna skuli þeir lýstir dauðir og ómerkir frá undir- skriftardegi. Viðurkenning á tilvist samning- anna segir þó ekki aha söguna um atburðina sem urðu til þess að löndin þrjú glötuðu sjálfstæði sínu. Lagalega séð var það ekki afleiðing samninganna heldur fóru nýkjörin þing Eistlands, Lettlands og Lithá- ens í júh 1940 fram á það að vera tekin inn í Sovétríkin. Kremlverjar hafa hingað til ekki sýnt nein merki þess að þeir muni hafna þessari opinberu skýringu af ótta við að það muni grafa undan lögmæti áframhaldandi veru ríkjanna í Sov- étríkjunum. Fréttaskýrendur bú- ast ekki við að lokaskýrsla þing- nefndarinnar muni hafna henni. Sovéska fréttastofan Novosti sagði í grein sem birtist 15. ágúst síðastlicjinn að það væri „órökrétt og einfeldningslegt“ að segja að Eystrasaltsríkin hefðu verið inn- hmuð í kjölfar samninganna. Prav- da, málgagn Kommúnistaflokks- ins, birti í síðasta már.uði eftir- prentun af „beiðni" þinga land- anna um innlimun þeirra í Sovét- ríkin. Talið er að beiðnin hafi verið birt til að sýna fram á að það hafi verið kosningarnar í þingum Eystrasaltslandanna sem réðu úr- slitum í því máh en ekki samning- arnir við Þýskaland. Brögð í tafli? Vesturlönd halda því fram aö brögð hafi verið í tafh í kosningun- um 1940 og að þær hafi farið fram undir ægishjálmi sovéska hersins. Kommúnistar fengu 92,9-99,2 pró- sent atkvæða. Stjómvöld í Moskvu hafa ekki sýnt þess nein merki að þau muni fallast á þær söguskýr- ingar. Kremlverjar fengu forsmekkinn af fyrirhuguðum aðgerðum í Eystrasaltslýðveldunum þegar þjóðemissinnar í Moldavíu hótuðu því á sunnudag að fara í verkfall ef tunga þeirra yrði ekki gerð að opinberu máh lýðveldisins. Eins og í Eystrasaltslöndunum hefur tunga heimamanna átt undir högg að sækja gagnvart rússneskunni. Reuter 11. Heildarupphæð vinninga 19.8 var 3.892.054.1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.793.241. Bónusvinn- inginn fengu 2 og fær hvor kr. 155.556. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 3.833 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 289. Sölustöðum lokað 15 mínútum fyrir útdrátt I Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 HJÓLBARÐAR þurfa að vera með góðu mynstri allt árið. Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki síst f hálku og bleytu. DRÚGUM ÚR HRAÐA! d UMFERÐAR RÁÐ /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.