Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 14
ÞRIÐ JUDApIjR. ?2,4GÚ£T, [9S9. 14 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SiMI (1J27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Tólf ára þrælkun Formaður Alþýðuflokksins hefur rétt fyrir sér, þegar hann segir siðlaust að gera nýjan búvörusamning milli ríkis og samtaka landbúnaðarins. Jón Baldvin Hanni- balsson hefur líka á réttu að standa, þegar hann segir, að gerð núverandi búvörusamnings hafi verið siðlaus. Það var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Steingríms Hermannssonar, sem gerði þennan illræmda samning einum mánuði fyrir síðustu kosningar. Með samningnum batt gamla ríkisstjórnin hendur nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Samningurinn var til fjögurra ára og hefur legið eins og mara á tveimur ríkisstjórnum, fyrst stjórn Þorsteins Pálssonar og síðan stjórn Steingríms Hermannssonar. Samningurinn kom endanlega á ríkisrekstri á búskap með kýr og kindur og kostar nærri tíu milljarða á ári. Stéttarsamband bænda vill hafa vaðið fyrir neðan sig, þótt þrjú ár séu eftir af samningstímanum. Það hefur krafizt nýs búvörusamnings, sem gildi tvöfaldan tíma, það er að segja í átta ár, frá árinu 1992 til ársins 2000. Fjögurra ára ánauð á að verða að tólf ára ánauð. Alþýðuflokkurinn hefur fyrir sitt leyti ekki algerlega hafnað hugmyndinni um nýjan búvörusamning, en vill ekki, að hann feli í sér, að ríkið kaupi meira magn á hverju ári en sem nemur sölu ársins áður. Það væri nokkur bót á núverandi ástandi, en ekki mikil bót. Offramleiðsla á dilkakjöti hefur leitt til aukinnar ör- væntingar ríkisins við að reyna að koma út umfram- birgðunum. Hin ýmsu tilboð, sem neytendur hafa feng- ið á síðustu misserum, eru að meira eða minna leyti á kostnað ríkisins, það er að segja skattgreiðenda. Offramleiðslan hefur líka leitt til aukinnar skekkju í verðmyndun matvæla. Reynt er að koma út dilkakjöti á kostnað annars kjöts og annarra matvæla, sem gjarna eru skattlögð til að styðja dilkakjötið. Þannig hefur ver- ið sett kjarnfóðurgjald á svínakjöt og kjúklinga. Ef ríkið mundi samkvæmt tillögum Alþýðuflokksins kaupa á hverju ári sama magn og unnt var árið áður að troða inn á markaðinn með handaflsaðgerðum ríkis- ins á kostnað skattgreiðenda og framleiðenda annarra matvæla, væri hætt við, að offramleiðslan héldi áfram. Tillögur Alþýðuflokksins um að takmarka niður- greiðslur við dilkakjöt og að hætta niðurgreiðslum á mjólk, svo og að lækka kjarnafóðurskattinn, eru spor í rétta átt, en gera þó í stórum dráttum ráð fyrir, að veru- legir þættir hins spillta kerfis fái að halda áfram. Einna athyghsverðast í tihögum Alþýðuflokksins er, að rýmkaðar verði heimildir til innflutnings á land- búnaðarvörum, svo að þjóðin geti notfært sér hvort tveggja, lágan framleiðslukostnað í útlöndum og thraun- ir auðþjóða th að losna við sína offramleiðslu. Alþýðuflokkurinn hefur áður veifað sjónarmiðum af þessu tagi án þess að gera tilraun til að fylgja þeim eftir í stjórnarsamstarfi. Ekki er hægt að treysta, að tæki- færissinnaður og veiklundaður flokkur á borð við Al- þýðuflokkinn geri mikið úr stóru orðunum. En óneitanlega er haldlítih Alþýðuflokkur samt betri kostur en Framsóknarflokkarnir þrír eða fjórir, sem treysta má th illra verka í landbúnaði, enda er einn þeirra, Sjálfstæðisflokkur, beinlínis höfundur að land- búnaðarþrælkuninni, sem þjóðin hefur verið hneppt í. Fyrr eða síðar kemst einhver flokkur að raun um, að harkan sex í vömum gegn þrælahaldinu er hkleg th að afla fylgis hjá neytendum og skattgreiðendum. Jónas Kristjánsson Vonarland, heimili þroskaheftra á Egilsstöðum. Áfangasigrum fagnað eystra Það hendir vonandi fleiri en mig að fara til baka og leita sér örlítillar upphafningar í liðnum athöfnum þó að upphefðin geti verið ærið völt og lítt varanleg. Frá þingferli mínum er mér einna minnisstæðastur flutningur titlögu frá fyrstu þingárum mínum og af- drif hennar og svo ákveðin fram- haldssaga í tengslum við þaö. Almenn þróun í málefnum þroskaheftra kallar ósjálfrátt upp í hugann nókkrar liönar leiftur- myndir þó ljós sé sú staðreynd að enn eigum við dijúgar dagleiðir fyrir höndum að allt megi þar vera á besta veg. Og þess ber þá að gæta einnig, einmitt nú á tímum mikiila alhæfmga, að það sem viö teljum veg allra vega bestan 1 dag kann að þyka hálfgerð vegleysa síðar meir. Nú þegar hugurinn leitar heim sem oft áður - austur til átthaga - þá gleðst hann yfir því hvoru tvegga sem þar er nú markverðast á þessu sumri, annars vegar nýrri, fullkominni sundlaug við Vonar- land á Egilsstöðum (heimili þroskaheftra þar) og hins vegar upphafinu að byggingu þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöðvar fyrir fatl- aða á Austurlandi sem væntanlega verður fullgild staðreynd að tveim árum liðnum. Og þá er að upphafn- ingunni komið, tillögunni góðu til þingsályktunar sem á var minnst í upphafi. Engin heimili utan Reykjavíkur! . Áriö 1972 munum við þrír hafa flutt tillögu á Alþingi um vistheim- ili fyrir vangefna á Austurlandi og Vestfjörðum. Þessir þrír voru þeir Karvel Pálmason og Vilhjálmur Hjálmarsson, auk undirritaðs, sem flutti fyrir tillögunni framsögu. Útrædd varð hún ekki og var end- urflutt og fékk þá það sem kallað er þinglega meðferð og að því skal vikiö síöar. Nauðsyn er vegna þeirra sem nennu hafa til að lesa að greina frá því að annað form en vistheimili fyrir þroskahefta (vangefna eins og þaö þá hét) - annað form en fjölda- heimili var þá ekki til. Þá var þaö Kópavogshælið og svo Skálatún, Sólborg, Sólheimar og Tjaldanes sem um var að ræða. Við vorum því ekki, þremenningarnir, að fitja upp á neinni byltingarkenndri nýj- ung - nema þá hvað varðaði stað- arval. En það var líka mergurinn máls- ins. Látum nú vera þó ýmsir gerðu að tilllögunni góðlátlegt gys og okk- ur um leið með því t.d. að segja að „þeir þurfa að koma kjósendum sínum fyrir á einum stað“ o.s.frv. Lakara var hversu fjarstæðukennt þótti að bjóða þjónustu fyrir þá sem þurftu heima í héraði. Jafnvel þeim velviljuðu þótti fulllangt gengið í heimtufrekju þessara „lands- bysidiota“ þegar þeir kröfuðust sjálfstæðra heimila fyrir þetta fólk á slíkum útkjálkum sem Austur- landi og Vestfjörðum. Og viti menn: Hin þinglega með- ferð var á þeim grunni byggð. Til að öllu sé nú til skila haldiö þá leit- KjaUariiin Helgi Seljan félagsmálafulltrúi un. Þar hafa Austfirðingar sýnt mikla rausn og reisn því mörg góð fjárhæð hefur þangað runnið frá almenningi eystra og margt hand- takið verið í sjálfboðavinnu unnið. Enn eru þeir til sem ekki hugsa stöðugt um að „alheimta daglaun að kveldi“ og forystumaðurinn nú, Sigurður Magnússon í Breiðdal, hefur eytt óteljandi stundum erf- iðis og fyrirhafnar í það að sjá þennan sameiginlega draum svo margra rætast. Þess ber vissulega að geta sem svo vel er gert. Mín skoðun er líka sú að hin ei- lífa umkvörtun okkar sé úr hófl og óhætt sé að líta til þeirra sólskins- bletta sem blessunarlega skína víða í heiði mannlífsins. Svartagalls- rausið er alltof víða áberandi - ein- mitt hjá þeim sem nær ekkert bját- „Svartagallsrausið er alltof víða áber- andi - einmitt hj á þeim sem nær ekk- ert bjátar á hjá - hinir bera sínar byrð- ar 1 hljóði.“ aði þingnefnd svo sem umsagnar þeirra sem færastir þóttu þá á þessu sviði og mest, skiptu sér af málum, svo þingnefndarmönnum var vissulega vorkunn. Það var semsé tíundað að einhver alvitur útlendingur hefði birst hér á Fróni og farið yfir öll þessi mál með fremstu mönnum hér og hans „evangelium", sem allir skyldu lúta, hljóðaði svo: Engin heimili fyrir vangefna utan Reykjavíkur nema á Akureyri og búið - basta. Og málinu var einfaldlega vísað út í ystu myrkur með þó velviljuðum tón í garð okkar flutningsmanna sem vildum vel en vissum ekki betur. Það var nú þá. Ráðgjöf í heimabyggð í aðdraganda alls þessa höfðum við eystra stofnað okkar eigið félag - baráttutæki fyrir framtíðina. Og svo þokaðist allt áfram og vísindin að utan viku, svo vart sér þeirra staö lengur. Fjölmenn safnheimili gleymskunnar eru ekki á dagskrá í dag og vonandi heyra þau brátt fortíöinni til með öllu, þó öðru hverju fari fornaldardraugar um héruð með hátíöablæ. Og eystra bíð ég eftir að sjá enn frekari árangur samskipunarstefn- unnar þar sem þjónustan er færð sem næst þeim sem á þarf aö halda. Það kann að kosta eitthvað, en búferlaflutningar, með öllu umróti sínu og raski, kosta líka sitt og er- um við ekki alltaf og ævinlega að segja fólki það aö við viljum jafnan rétt til allra semfélagslegra gæða fyrir cdla, hvar svo sem þeir búa. Við verðum líka að sýna það og sanna. Grundvöllur þjónustu og ráðgjafar í heimabyggö er einmitt sá að fullkomin þjónusta og ráð- gjafarmiðstöð rísi eystra, svo sem nú er að rætast. Og einn lykillinn að velferð þeirra, sem byggja Vonarland og miklu fleiri en þeirra, er sundlaug- in góða sem nú verður tekin í notk- ar á hjá - hinir bera sínar byrðar í hljóði. ... samkennd sem þarf En til þess að einhver vottur megi nú vera í þessum pistli í þessa veru þá hlýt ég að láta hér koma fram hversu mikið og margt er enn óunnið í þessum málum öllum. Þá munu einhverjir koma og segja: Þetta segja allir um öll mál, hversu vel sem er gert. En ég vísa þá til þeirrar sérstöðu sem þessi málefni hafa, sakir þess hve þróunarsaga þeirra er stutt. Litla sagan, sem ekki er tveggja áratuga gömul, sýnir þetta og sann- ar, enda oft verið sagt að þessi mál öll hvað þroskahefta varöar hafi risið frá hálfgerðum núllgrunni á liðnum árum og því von að unnt sé að fá allháar prósentutölur þeg- ar verið er að finna að útvíkkun og aukningu þessa áður vanrækta málaflokks. Vita skal fólk það að lokum að tugir neyðartilfella hrópa á hjálp samfélagsins enn og enn fleiri bíða brýnna úrlausna. Og þetta er vissu- lega kaldur virkileiki. Við höfum enn ekki þurrkað út með öllu gamla hugsunarháttinn um „óhreinu börnin hennar Evu“ og ég veit það er afar notalegt að láta sem ekkert sé, vitandi ekki af vandamálunum - meðan þau berja ekki aö eigin dyrum. En mál málanna er það að hafa þá samkennd sem þarf án þess að á eigin baki brenni, að berjast með og fyrir málstaðnum án tillits til þess hvort þaö kemur sjálfum manni beint til góða eða ekki. Það kemur manni nefnilega alltaf til góða á einhvem veg. Því er auð- velt fyrir alla að samgleðjast þeim fyrir austan með tvo ágæta áfanga- sigra, okkar allra um leið. I sunnlenskri ládeyðu og litlu skyggni. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.