Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Útlönd DV Skotið á unglinga Suöur-afrísk lögi'egla skaut í gær táragasi og fuglahöglum aö ungling- um sem nýkomnir voru frá messu hjá Desmond Tutu erkibiskupi. í messunni, sem haldin var í Höföa- borg, mælti Tutu gegn ofbeldi en unghngamir köstuðu grjóti að lög- reglunni að sögn vitna. Fimm ungl- ingar eru sagöir hafa særst í átökun- um. Undanfamar vikur hefur hvaö eftir annaö komið til átaka milli lögreglu og þeirra sem andvígir era kynþátta- aöskihiaðai'stefnu suður-afrísku stjórnarinnar. Stjómarandstæðing- arnir eru einnig aö mótmæla vænt- anlegum kosningum sem haldnar verða 6. september en blökkumenn fá ekki aö taka þátt í þeim. Hugað að skotsárum unglings í Hölðaborg. Sfmamynd Reuter Kontrar yfirgefa Nicaragua Kontraskæruliöi tekur í hönd hermanns sandinistastjórnarinnar i Nic- aragua á fundi skæruliöa og hermanna fyrir nokkrum dögum. Simamynd Heuter Kontraskæruliðar í Niearagua eru nú lagðir af stað frá bækistöðvum sínum í Nicaragua. Þeir halda til Honduras og Costa Rica samkvæmt áætlun þeirri er fimm forsetar Mið-Ameríkuríkja gerðu samkomulag um fyrr í þessum mánuöi. Samkvæmt áætluninni ér gert ráö fyrir aö allir kontraskæruhðar verði farnir frá Nicaragua fyrir árslok. Brottfor þeirra á aö vera undir eftirhti Sameinuöu þjóöanna og Samtaka Ameríkuríkja. Þjálfaðir á Spáni Pétur L. Pétuisson, DV, Barœlona; ísraelskir málahðar munu hafa þjálfað einkahersveitir kólumbískra eiturlyfjakónga á bóndabæ nærri Valencia hér á Spáni. Frá þessu skýrðu ísraelsk dagblöö nú um helgina. Þjálfunin fer fram með þeim hætti að málahðar frá öllum löndum era fluttir hingað til Spánar og þjálfaðir á bóndabýh nærri Valencia. Þaðan era þeir svo fluttir til Suður-Ámeríku þar sem þeir eru innlimaðir i einka- hersveitir eiturlyfjakónga í Kólumbfu, Paraguay, og Brasihu. Þessar fregrúr hafa komið spænskum stjómvöldum í opna skjöldu og segjast þau engar spimúr hafa haft af þessum herbúöum eiturlyftasala á spænskri grand. Mafíuforingi handtekinn Einn helsti foringi maöunnar á ítahu var handtekinn þegar hann var að vökva blómin i garðinum heima hjá sér, að þvi er italska lögreglan greindi frá í gær. Ekki var sagt hvenær handtakan fór fram Mafíuforingjans hafði verið leitað í meir en tíu ár. Á hann yfir höfði sér kæra vegna fjölda morða og annarra glæpa. Fjöldamorð í Punjab Herskáir síkhar eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti tutt- ugu manns og sært þijátíu þegar þeir gerðu skotárás á farþegalest í Punjab á Indlandi í gær. Árásin átti sér stað eftir að hópur manna hafði neytt lestarstjórann til aö stöðva lestina sem var á leið frá lestarstöð í gærmorgun. Byssumönnunum tókst að flýja. Óstaöfestar fréttir herma að alls hafi sjötíu og fimm manns farist í árás- inni þar sem skotiö hefði verið á farþega sem flúöu út á akur. Alls hafa tvö hundruð manns verið myrtir í Punjab í þessum mánuði. Kaunda yfirheyrir De Klerk De Klerk, starfandi forseta Suöur-Afríku, hefur verið boðið tii Zambíu. Simamynd Reuter Forseti Zambíu, Kenneth Kaunda, kvaðst í gær ætla að kanna hvort starfandi forseti Suður-Afrfku, F.W. de Klerk, ætlaði í raun og vera að binda enda á kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku eins og hann hefur lýst yfir. Fundur forsetanna tveggja fer frara í dag í Livingstone í suðurhluta Zambíu. De Klerk hefur verið starfandi forseti Suður-Afríku í tvær vikur frá því að Botha forseti sagði af sér. Búist er við að hann verði skipaður forseti eftir kosningarnar sem fram eíga að fara i september. 23 AUCl }-c Þrátt fyrir viðvaranir frá Moskvu efndu hundruð þúsunda Moldavíubúa til mótmælagöngu í gær. Símamynd Reuter Hundruð þúsunda mótmæla í Moldavíu Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, gagnrýndi 1 morgun þúsundir Moldavíubúa sem þátt tóku í mótmælagöngu í gær til að krefjast opinberrar viðurkenningar á tungu- máli sínu. Lýsti Pravda kröfumönn- um sem valdasjúkum aðskilnaðar- sinnum. Pravda hefur birt nokkrar harð- orðar greinar að undanfórnu þar sem þjóðernissinnar í sovéskum lýð- veldum hafa verið gagnrýndir. Og í sovéska sjónvarpinu var á laugar- daginn átján mínútna árás á þjóöem- issinna í Eystrasaltslöndunum. Sú árás kom þó ekki í veg fyrir að hundruð þúsunda Moldavíubúa söfnuöust saman í höfuðborg lýð- veldisins, Kisjinjov. Það hversu mót- mælin í þessu sovéska lýðveldi við landamæri Rúmeníu voru víðtæk þykir benda til aö yfirvöld í Moskvu verði að grípa til harðari aögerða en gagnrýni vilji þau koma í veg fyrir frekari uppreisnir í öðrum sovéskum Forsætisráðherra Eistlands, Indrek Toome, ásamt löndum sínum sem ásamt íbúm Lettlands og Litháens mynduðu keðju til að mótmæla inn- limun landanna í Sovétrikin fyrir fimmtíu árum í kjölfar leynisamn- inga Hitlers og Stalíns. Simamynd Reuter lýðveldum. Alls tóku nær tvær milljónir manna þátt í mótmælaaðgerðum á miövikudaginn í Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Minnihlutahópur Rússa í Moldavíu óttast að ný lög muni mismuna þeim eins og Rússum í Eystrasaltsrikjun- um. Samkvæmt Tassfréttastofunni tóku nokkur þúsund manns þátt í gagnkröfugöngum í Moldavíu í gær. Fréttastofan greindi frá því að fimm- tíu þúsund manns hefðu tekið þátt í kröfugöngu í Tiraspol í Moldavíu þar sem rússneskir verkamenn hafa efnt til verkfalla í mótmælaskyni. Tals- menn Alþýðufylkingarinnar segja hins vegar að rússneskir mótmæl- endur hafi verið tvö þúsund. Leiðtogar Alþýðufylkinganna í Eystrasaltsríkjunum óttast nú að yfirvöld í Moskvu undirbúi hertar aðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum og beití jafnvel herafli. Reuter Verkföll á vesturbakkanum Arabískir kaupmenn á hinum her- numdu svæöum vesturbakka Jórd- anár lokuðu verslunum sínum í dag til að mótmæla því að ísraelsmenn ráku fimm Palestínumenn úr landi um helgina og sökuðu þá um að æsa til uppþota. Palestínskir íbúar bæjanna Ra- malla, Nablus og Tulkarm sögðu aö verslunum hefði verið lokað og nem- endur hefðu yfirgefið kennslustofur til að taka þátt í verkfallinu. Verslan- ir í austurhluta Jerúsalem, Hebron og Bethlehem voru opnar. ísraelsmenn létu gagnrýni sem vind um eyru þjóta og ráku fjóra Palestínumannanna til Líbanons og einn til Frakklands. Herinn sagði að mennirnir hefðu tekið þátt í og stjórnar uppreisn Paelstínumanna á herteknu svæðunum. í austurhluta Jerúsalem komu 50 þjóðernissinnaðir gyðingar saman fyrir utan heimih palestínsks bar- áttumanns og kröfðust þess að hann yfirgæfi landið. Þeir sökuðu hann um að vera mesta hryðjuverkamann vesturbakkans. Reuter Urslitatilraun um Kambódíu Úrslitatilraun verður gerð til að koma á friði í Kambódíu, áður en Víetnamar hverfa þaðan með her- sveitir sínar í næsta mánuði, á ráð- stefnu 19 þjóða sem hefst í París í dag. Nordom Sihanouk, fursti og leiðtogj skæruhða, kom öllum á óvart í gær þegar hann sagði af sér sem leiðtogi flokks síns. Sihanouk, sem réð ríkjum i Kambódíu í hartnær 30 ár, fram til 1970, nýtur stuðnings Vesturlanda sem telja hann best fallinn til að ná sáttum meðal þjóðarinnar. Stjórn landsins, sem er höll undir Víet- nama, er einnig sátt við hann sem leiðtoga. Talsmaður Sihanouks neitar því að hann hafi einnig sagt af sér sem leiðtogi skærahðabandalagsins. Staða hans er því fremur óljós við upphaf ráöstefnúnnar. Engin ástæða var gefin fyrir afsögn furstans en vestrænn stjórnarerind- reki sagði að konungurinn fyrrver- andi væri hugsanlega að slíta tengsl- in við hina róttæku Rauöu khmera, eina þriggja fylkinga í bandalagi skæruliöa. Stjórnarerindrekar segja að sam- band Sihanouks við Rauðu khmer- ana, sem sakaðir eru um að hafa - drepiö meira en eina milljón manns á valdaferh sínum á 8. áratugnum, takmarki valkosti hans. Ríkisstjórn Kambódíu neitar að deila völdum með Rauðu khmeranum. Viðræðurnar um frið í Kambódíu hafa verið í hnút í einn mánuð vegna þess að hinar fjórar stríðandi fylk- ingar hafa ekki getað komið sér sam- an um skiptingu valdsins eftir brott- flutning vietnamskra hersveita í september. Reuter Sihanouk fursti sagði af sér leið- togaembætti andstööufiokks í Kambódíu í gær. Simamynd Reuler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.