Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 17
irÍNUÖÁGÚK 28’ ÁGÚST1989.
Lesendur
Nýr umboðsmaður okkar í
SÚÐAVÍK
er Magnús Steindórsson
Túngötu 20, sími 4917
FELAGSMALASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Húsvörður
Húsvörður óskast í fullt starf fyrir sambýlishús. Aðeins umgengnis-
gott og reglusamt fólk kemur til greina.
Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með að
húsreglum sé framfylgt. Góð íbúð fylgir starfinu.
Nánari upplýsingar gefgr Birgir Ottósson húsnæðisfulltrúi í síma
680980. Umsóknarfrestur er til 3. september. Umsóknum ber að
skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Þannig leit vegurinn út, ókeyrandi.
DV-mynd Páll
Ókeyrandi malarvegur
Páll Pétursson, Vík í Mýrdal, skrifar:
Ég var á ferð frá Vík í Mýrdal aust-
ur á Kirkjubæjarklaustur fóstudag-
inn 18.ágúst og þarf þá að aka á mal-
arvegi frá brúnni yfir Skálm og aust-
ur að brú yfir Eldvatn. Þetta er 15-20
km vegalengd og var vegurinn mjög
slæmur þá um kvöldið. Þegar ég ók
til baka á sunnudagskvöldið hafði
vegurinn versnað um allan helming
og frá Hrífunesi og að brúnni yfir
Skálm var nú þvottabretti alla leið-
ina og ekki hægt að aka nema á hest-
vagnshraða.
Það virðist vera minna hugsað um
þessa kafla, sem ekki eru með
bundnu slitlagi, en áður var og er
það undrunarefni því að þeim fækk-
ar stöðugt. Þess vegna ætti að vera
hægt að hefla þá oftar. Heyrst hefur
að eftir nokkur ár eigi að leggja nýjan
veg sem yrði sunnar, þannig að þessi
vegarkafli leggist af sem Þjóðvegur
1. En skyldi hann eiga að vera ókeyr-
andi þangað til?
Sameign eða einbýli
„Ein af þúsund“ skrifar:
Það hefur löngum verið orðtak hér
á landi að enginn lofi einbýh sem
vert er. - Ég vil þakka konunni sem
sendi lesendabréfið í DV á sínum
tíma og kallaði sig „Eina af átján“!
og ræddi um aðferð sína til að fá lóð
við hús sitt skipt milli eigendanna
svo að hún gæti ræktað sinn garð og
þyrfti ekki að þola ágang eða af-
skiptaleysi hinna eigendanna. - En
þetta er ekki alltaf auðvelt.
í framhaldi af þessu langar mig til
að lýsa öðru atviki sem ég lenti í er
ég hugðist kaupa íbúð fyrir ekki
löngu. Mér var sagt af íbúð í tvíbýlis-
húsi, sem væri til sölu og vildi ég
skoða hana. íbúðin var mjög falleg
og umgengni hennar og viðhald til
fyrirmyndar. Ég hafði því áhuga á
að kynna mér aðrar aðstæður og
sameign frekar.
Það kom eins og vandræðasvipur
á eigandann sem var kona. Hún
sýndi þó allt eins og farið var fram
á. En þar var ekki fallegt um að ht-
ast. Stiginn í sameigninni var varla
fær fyrir rusli, sama var um stiga-
ganginn og þvottahúsið, og stór og
rúmgóður kyndiklefi frá tímum ohu-
kyndingarinnar var hlaðinn af göml-
um rúmdýnum, shtnum gólfteppum
og öðru þvi sem öskuhaugunum til-
heyrir.
Þetta var sagt tilheyra íbúm á
næstu hæð fyrir ofan, og reyndi kon-
an að afsaka ástandið sem best hún
gat. Þetta hafði einhvern veginn
komið svona smám saman, og til að
halda friðinn í húsinu hafði þetta
verið látið dankast svona th þessa
dags.
Og svona er þetta mjög víöa í hús-
um. Má ég þá heldur biðja um ná-
kvæmni Þjóverjanna, sem ég hefi
umgengist talsvert og mörgum finnst
vera of smámunasamir þegar hrein-
læti og regla er annars vegar. - Það
hlýtur að veröa visst andlegt niður-
brot að þurfa að láta þetta ganga yfir
sig í sambýh við aðra húseigendur.
Ég þekki dæmi þar sem samband
húseigenda í fjölbýh fer eingungis
fram með lögfræðing sem tengihð.
Og því miður eru það þeir sem minna
mega sín sem verða fyrir yfirgangin-
um og tilhtsleysinu. Þetta er þó oft
mun verra í tví- og þríbýhshúsum
en í margbýh í blokkum þar sem
húsreglur ghda og húsfundir eru
haldnir reglulega. - Mér finnst að vel
mætti taka þessi vandamál sambýhs-
húsanna th rækhegrar umræðu í
sjónvarpi eða útvarpsþætti. Þar
kæmi margt fróðlegt fram.
Eldhúsborð
og stólar
Fjölbreytt úrval af stólum og borðum í eldhúsið.
Smíðum borðplötur eftirpöntunum í stærðum og
litum að vali kaupanda.
N£Q
SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI 43211
Viltu lengja sumarið?
Þetta er heitasta og sólríkasta sumar í Evrópu
í mörg ár. Og það stendur ennþá.
Við fljúgum þangað daglega.
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 91-84477
Austurstræti 22, sími 91-623060
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50300
Bw
Kodak
Express
MÍATÚTUR
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 ■ SÍMI 68 58 11
nnmTTTirmnminimimi
Opnumkl. 8.30.
u
4-