Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 28. ÁGtJST 1989. 41 LífsstOl Kartöflur: Horfur á verri uppskeru en í fyrra Margir kartöflubændur eru farnir aö taka upp og er orðið talsvert fram- boð af nýjum íslenskum kartöflum í verslunum þótt það fullnægi ekki eftirspurn enn. Enn er leyft að flytja inn kartöflur en heimildir til þess hafa verið skertar um 50%. Fáir munu nota sér innflutnings- leyfi því flestir eiga talsverðar birgð- ir og auk þess hefur dregið til muna úr kartöflusölu því þeir sem rækta til heimilisnota eru famir að taka upp. „Okkar menn eru rétt að byija,“ sagði Níels Marteinsson hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna. „Enda er þetta ekki nema rétt svo að verða sprottið og ég sé ekki að mönnum Uggi lífið á að rífa þetta smælki upp.“ Bændur byijuðu að sönnu fyrr að taka upp en síöasta sumar þrátt fyrir lélegar uppskeruhorfur, einkum norðanlands. Nyrðra voraði seinna en á Suðurlandi og þar eru baéndur Utið eða ekki byijaðir aö taka upp nema það sem ræktað var undir plasti og þar er gert ráð fyrir slakari uppskeru en í fyrra. Bændur sunnanlands gera ráð fyr- ir svipaðri uppskeru og í fyrra. Þá var uppskera í meðallagi eftir tvö góð ár á undan sem oUu offramleiðslu á kartöflum. Hitt er rétt að benda á að endanleg kartöfluspretta ræðst af veðurfari næstu tveggja vikna. -Pá Búist er við heldur lakari kartöfluuppskeru en í fyrra. Mengunarreglugerð: Tekur gildi um áramót Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um mengunarvarnir og eftirht með mengun umhverfisins og á reglugerð þessi að taka gildi 1. janúar 1990. Þetta er fyrsta heildarreglugerð um mengimarvamir sem gefin er út hér á landi og tekur til mengunar um- hverfisins. Þótt reglugerðin hafi veriö staöfest þarf að setja fleiri reglur og gefa út leiðbeiningar um viðmiðunarmörk og þau sömu mörk þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Einnig þarf að setja mörk um fleiri mengunar- valda en nú Uggja fyrir. Vatnsmengun Mengun í ám og vötnum og við strandsvæði skal vera undir ákveðn- um mörkum utan þynningarsvæða. Með þynningarsvæöi er átt við þann hluta svæðis þar sem mengun má vera yfir viðmiðunarmörkum. Sveitarstjórnum er skylt að leita samþykkis heilbrigðisnefnda á áætl- unum um nýjar fráveitur. Hollustu- vernd ríkisins leggur mat á stærri fráveitukerfi og leitar tillagna sveit- arstjórna um úrbætur ef hún telur þörf. Húsaskólp, sem leitt er í ár og vötn, skal leiða um rotþrær sem Hollustu- vernd ríkisins viðurkennir og skólp, sem leitt er um strandsvæði, skal grófhreinsa og leiða 5 metra niður fyrir eða 20 metra út frá meðalstór- straumsmörkum. Loftmengun Mengun frá bifreiðum skal könnuö við skoðun og efni í útblæstri þeirra * Reglugerðin tekur til flestra þátta sem lúta að mengun umhverfis. skulu að vera undir ákveðnum mörkum. HeUbrigðisnefndir geta takmarkað umferð ef loftmengun fer fram úr mörkum. Einnig getur nefndin sett reglur um brennslu sem veldur mengun. Úrgangsmengun Sveitarstjórnir skulu leggja til og sjá um að reknar séu móttökustöðv- ar fyrir hvers kyns úrgang. Ráðherra skipar 5 manna fastan starfshóp sem gerir tillögur um stað- setningu og rekstur móttökustöðva fyrir hættulegan efnaúrgang. Heimilt verður að leggja skilagjald á vöru sem verður fyrirsjáanlega að hættulegum úrgangi til þess að draga úr mengun af völdum þess úrgangs. Starfsleyfi Skilgreindar eru í reglugerðinni 74 tegundir atvinnurekstrar sem heil- brigðisnefnd veitir starfsleyfi að upp- flylltum skilyrðum og að auki 37 teg- undir atvinnurekstrar sem Hollustu- vemd ríkisins hefur beint sérhæft eftirlit með vegna mengunarhættu. 26 tegundir atvinnurekstrar þurfa sérstakt starfsleyfi heilbrigðisráð- herra. Eftirlit Eftirht með framkvæmd reglu- gerðarinnar verður í höndum ein- stakra heilbrigðisnefnda á hverjum stað. Heilbrigðiseftirht heyrir undir Hollustuvemd ríkisins. Sérhæft eft- irht með atvinnurekstri, sem þarf sérhæft starfsleyfi ráðherra, verður í höndum Hohustuvemdar beint. Sinni aðih, sem hefur starfsleyfi, ekki tilmælum heilbrigðisnefnda um úrbætur á hann á hættu að sæta dagsektum uns starfsemin uppfylhr skilyrði reglugerðarinnar. Atvinnurekstur þeirra sem ekki hafa tilskihn leyfi getur ráðherra stöövaö með öhu að fengnum tfllög- um HoUustuverndar. Eins og fyrr segir tekur reglugerð þessi gildi um áramót. HeimUd er tfl undanþágu frá flestum hðum reglu- geröarinnar og margt er enn óskil- greint í henni. Með setningu hennar er þó stigið skref í rétta átt. Ólafur Pétursson, forstöðumaöur Mengunarvarna HoUustuvemdar ríkisins, sagði í samtali við DV að þurft gæti að endurskoða fjárþörf HoUustuverndar til þess að henni væri kleift að sinna hlutverki sínu til fullnustu. Hann taldi og líklegt að talsverðan tíma tæki að setja staðla og reglur um það sem reglugerðin skUgreinir ekki og það gæti tekiö mun lengri tíma en til áramóta. -Pá Mengun við Sundahöfn -PCB í jarðvegssýnum PCB greindist í öUum jarðvegs- og oUusýnum, sem tekin voru á athafnasvæði Hringrásar hf. viö Sundahöfn, utan einu. Efnagrein- ingin var framkvæmd af rann-. sóknarstofu dönsku umhvérfis- verndarstofnunarinnar í Kaup- mannahöfh. Magn PCB í sýnun- um var í öUum tilfeUum undir þeim mörkum sem hérlend reglu- gerð um innflutning, notkun og fórgun PCB nær til Engar reglur gilda hérlendis um hámarksinni- hald PCB í jarðvegi. Mörk ofangreindrar reglugerð- ar munu vera hærri hérlendis en víða erlendis og því telur Holl- ustuvernd rítósins rétt að að spennum, sem innihalda PCB, verði fargaö sem hættulegum úr- gangi. -Pá Hvemig á að taka upp kartöflur? Þegar kartöflukáhð fellur fer kartaflan aö búa sig undir vetur- inn. Hýðið þykknar og verður sterkara og geymsluþol kartafln- anna eykst Því er mjög gott að bíða með að taka upp þangaö til viku eftir að káhð er fallið í fyrstu frostum á haustin. Vflji kartöfluræktendur ekki bíða eftir því að káhð falli er hægt aö grípa til þess ráðs að slá þaö með orfi og jjá eða losa það með einhverjum öðrum hætti og bíða síðan í nokkra daga. Með þessu er tryggt heflbrigöi og auk- iðgeymsluþolkartaflnanna. -Pá SLIPIBELTI SKÍFUR OG DISKAR bæði fyrir málm og tré lOFTHAHDUERKFÆRI gott úrval ÍS3R0T BlLDSHOFÐA 18. SlMI 672240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.