Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 28, ÁGÚST;1989.
iö
Utlönd
Framlengja vopnahlé í Súdan
Ríkisstjórn Súdans framlengdi á sunnudag um einn mánuð einhliða
vopnalúé sitt í baráttunni við uppreisnarmenn í suöurhluta landsins að
því er opinber útvarpsstöð landsins skýrði frá. Það var Omar Hassan
ai-Bashir, herstjóri Súdans, sem tók þessa ákvörðun og gengur hún í gildi
4. september.
Þetta er í þriðja sinn sem al-Bashir lýsir yfir einhhða vopnahléi flrá því
hann hrifsaði til sín völdin í júni síðastliönum. Útvarpið hafði það eftir
honum að nýja vopnahléð aetti að auðvelda samningaviðræður við upp-
reisnarmenn. Ekki hefur verið tilgreind nein dagsetning fyrir slíkan fund.
\
Sprengjuárásir
á ríkisbanka
Perez, forseti Venezueia, skipti um stjóm um helgina.
Simamynd Rsuter
Ný sljórn í Venezuela
Bloch gengur enn laus
Bandaríkjamaðurinn Felix
Bloch, sem hefur verið hundeltur
af starfsraönnum alríkislögregl-
unnar, FBI, og blaðamönnura frá
því að grunur vaknaði um að hann
væri njósnari fyrir tveimur mán-
uðum, segir að hann hafi ekki ver-
ið ákærður enn sökum þess að ekki
sé grundvöllur fyrir málshöfðun
gegn honum.
I viðtali við fréttaritið Time, sem
birtist í gær, neitaði Bloch hins
vegar að tjá sig um sögusagnir um
að hann hefði afhent Sovétmönn-
um leyndarmál.
Utanrikisráðuneytið staðfesti í
júlí að verið væri að rannsaka mál
Blochs þegar sjónvarpsstöð birti
frétt þess efnis.
Þegar Bloch var spurður hvort
hann væri sekur hikaði hann í
hálfa mínútu en sagði síðan: „Ég
get ekki tjáö mig um einstök atriði
því þá verð ég að tjá mig um allt
málið.“
Felix Bloch segir ekki grundvöl! til
málshöfðunar gegn sér.
Símamynd Reuter
Irving Stone er látinn
Bandaríski rithöfundurinn Irving Stone lést úr hjartaslagj á sjúkrahúsi
í New York á laugardagskvöld, 86 ára gamall Stone skrifaði 27 bækur
og þekktastur er hann fyrir eins konar ævisögur manna á borð við Van
Gough og Michelangelo. Bækumar um þessa menn voru báðar kvikmynd-
aöar.
Stone sagði aö hann reyndi alltaf að setja sig í fótspor persónunnar sem
hann skrifaöi um. Hann var orðinn svo þreyttur þegar hann hafði eytt
fimm árum í að skrifa um Sigmund Freud að hann var nær dauða en lifi,
að eigin sögn, þegar hann skriiaði síöasta kaflann.
Þegar hann vann að bók um Charles Darwin 1980 bjó Stone í húsi Dar-
wins og fór í gönguferðir þar sem Darwin hafði verið að velta fyrir sér
þróunarkenningunni.
Dómsmálaráðherra Kólumbiu, Monica de Greiff. Hún var sögð hafa sagt
af sér í gær en forseti landsins vísaði þeirri frétt á bug.
Simamynd Reuter
Sprengjur sprungu í níu ríkis-
bönkum í Medellin .í Kólumbíu í
gær. Einn maður fórst í sprengjuár-
ásunum sem eru þær mestu sem
gerðar hafa verið í þessari borg eitur-
lyíjanna í nokkur ár.
Forseti Kólumbíu, Vergilio Barco,
neitaði í gær fregnum um að dóms-
málaráðherra landsins, Monica de
Greiff, hefði sagt af sér vegna dauða-
hótana sem henni hefðu borist frá
eiturlyfjahringum. Stærsta frétta-
stofa lahdsins, útbreitt dagblað og
útvarpsstöð höfðu greint frá afsögn
dómsmálaráðherrans sem nú er í
Bandaríkjunum. Þar vinnur hún að
áætlun um hvernig vernda megi
dómara í Kólumbíu sem hótað hefur
verið af eituriyfjabarónum.
Nær ellefu þúsund manns hafa ver-
ið handteknir og eignir að andvirði
milljóna dollara hafa verið gerðar
upptækar í baráttu kólumbískra
stjómvalda gegn eiturlyfjasölum.
Hópur þeirra lýsti á fimmtudaginn
stríði á hendur stjórnvöldum.
Eiturlyfjasalar hafa hótað að
myrða tíu dómara fyrir hvern meint-
an eiturlyfjasala sem framseldur
verður til Bandaríkjanna en eitt
helsta vopniö í baráttunni gegn eit-
urlyfjasölum var tilkynningin um
samkomulag við Bandaríkin um
framsal.
Dómsmálaráðherra Kólumbíu fór
til Bandaríkjanna á fóstudaginn til
að kynna yfirvöldum þar hvernig
kólumbísk yfirvöld hyggjast með
fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna
vernda hina rúmlega fjögur þúsund
dómara Kólumbíu. Ráðherrann mun
fara fram á fleiri brynvarða bíla
dómurunum til handa og mótorhjól
handa fylgdarmönnum þeirra.
Einn af fyrirrennurum Monicu de
Greiff var myrtur árið 1984 af eitur-
lyfiamafíunni. Á þriggja ára valda-
tímabili Barcos forseta hafa átta
dómsmálaráðherrar tekið þátt í
stjórnarstarfi.
Reuter
Loftárás þrátt fyrir hótanir
Níu manns létust og tuttugu og þijá ísraelska hermenn og sautján ' Obeid. Um sextíu klerkar múha-
fimm særðust, þar á meðal fimmt- vestræna gísla sem taldir eru vera meðstrúarmanna, sem hhðhollir
án börn, er ísraelskar orrustuþotur í haldi hjá Hizbollahsamtökunum. eru írönskum yfirvöldum, vöruöu
gerðu árás á. bækistöðvar Hiz- Alls hafa ísraelsmenn gert tíu í gær ísraelsk yfirvöld við ef þau
bollahmanna í suöurhluta Líban- loftárásiráþessuáriábækistöðvar slepptu ekki Obeid.
onsígær. palestínskra skæruliða í Líbanon Bandarískyfirvöid,semáhyggjur
Heimildarmenn Hizbollahsam- og skæruliöa sem sagöir eru hlið- hafa af bandarísku gíslunum í Li-
takanna segja að sprengja hafi lent hollir íran. Talsmaður ísraelska banon, hafa undanfarið beðið ísra-
á skóla þar sem Qölskyldur á ílótta hersins neitaði í morgun að segja elsk yfirvöld um að gera ekki árás-
hafi hafst við. hvort árásin í gær heíði verið gerð ir á bækistöðvar skæruhða. Einn
Árás ísraelsmanna í gær er sögð 1 hefndarskyni fyrir sjálfsmorðsár- bandarískur gisl, Whham Higgins,
vera sú fyrsta síðan klerkurinn ásina sem gerð var 9. ágúst. Þá er sagöur hafa verið hengdur í
Obeid var gripinn og fiuttur frá særðust fimm ísraelskir hermenn hefndarskyni fyrir ránið á Obeid.
suðurhlutaLíbanonsílokjúlímán- er sprengja sprakk á öryggissvæö- Reuter
aöar. Hafa fsraelsmenn boöist til inu i suöurhluta Líbanons. Sú árás
aö láta hann lausan í skiptum fyrir var gerð til aö hefna íyrir ránið á
Eldvirkni á Tríton
Carlos Andres Perez fiorseti Venezuela, stokkaði upp stjórn sína um
helgina og nýir ráöherrar sóru embættiseið aö þ'ví er heimildir Reuters
fréttastofunnar herma. Allir ráöherrar stjómarinnar sögöu af sér á fóstu-
dag, aðeins sex mánuðum eftir að hún komst til valda.
Samkvæmt heimildunum er ekki litið á afsögn ráðherranna sem vott
um vantraust forsetans á þeim. Meðal nýrra manna í stjórninni em Rein-
aldo Figueredo sem tekur við embætti utanríkisráðherra. Hann er talinn
hafa nánara samband við forsetann er fyrirrennari hans.
Perez hefúr lýst þvi yfir að hann langi th að vera í forustusveit leiðtoga
þriöja heimsins og hann hefur unnið að því að fá alþjóðlegar ráðstefnur
til lands síns.
Unnu kosningamar í Kyoto
Frambjóðandi, sem naut stuðnings Fijálslynda lýðræöisflokksins, sem
fer með völd í Japan, sigraði í borgarsfjórakosningum sem fram fóru í
borginni Kyoto i gær.
Tomoyuki Tanabe, sem er 64 ára gamall læknir, sigraði keppinaut sinn,
Manpei Kimura, sem naut stuðnings kommúnista, meö aðeins 321 atkvæð-
is mun. Sjö aðrir frambjóðendur vom til borgarsfióraembættisins, meðal
annars úr Sósíalistaflokknum, helsta stjómarandstööuflokki Japans.
„Ég er ánægöur yfir sigri herra Tanabe,“ sagði Toshiki Kaifu forsætis-
ráðherra eftir að úrslit lágu fyrir. „Ég vil votta þvi fólki sem skildi okkur
virðingu mina.“
Kosningamar á sunnudag voru fyrsti prófsteinninn á sfiómarflokkinn
frá þvi að næstæðsti maður rikisstjómarinnar sagði af sér í síðustu viku
þegar upp komst um kvennafar hans.
Vísindamenn á jörðu telja sig hafa séð eldgiga á Tríton, tungli reikistjörnunn-
ar Neptúnusar. Simamynd Reuter
Talið er hugsanlegt að eldvirkni sé
á Tríton, tungli Neptúnusar, sem
bandaríska geimfarið Voyager 2 hef-
ur verið að mynda að undanfornu.
Vitað er að á tunghnu eru fenja-
svæði, mikiö frost og tunglskjálftar.
Vísindamenn segja að nýjustu upp-
lýsingar frá geimfarinu bendi til þess
að eldgígar séu á Tríton og þeir spúi
köfnunarefnissískristöllum 30 kíló-
metra upp í gufuhvolf tunglsins.
Kristallarnir virðast síðan ná til
norðurpóls Trítons þar sem eilíft
myrkur ríkir og breytast þar í snjó.
Vísindamenn voru að segja frá nýj-
ustu upplýsingum og Ijósmyndum
sem komu til jarðar frá Voyager 2
sem nú er á leið út í ómælisvíddir
geimsins.
Köfnunarefnið flæöir eins og vökvi
um gljúpt efni undir yfirborði Trít-
ons og þegar og snjór og annað hleðst
ofan á eykst þrýstingurinn undir
yfirborðinu. „Köfnunarefnið verður
að finna útgönguleið," segir einn vís-
indamaðurinn.
Ekkert bendir til að eldgígar á Trí-
ton hafi verið að gjósa þegar Voyager
2 fór þar framhjá á fimmtudag.
Reuter