Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Page 3
LAUGARDAGL'R 9. SEPTEMBER 1989. 9 „Hálfmillinn“ Dagbjört Gunnarsdótt- ir, fjórtán ára Dalvíkurstúika, er búin að leggja aurana í banka. DV-mynd Geir 14 ára á Dalvík: Fékk hálfa milljón á happaþrennu Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvík; Þriðjudaginn 5. sept. keypti 14 ára Ðalvíkingur, Dagbjört Gunnarsdótt- ir, tvær happaþrennur í Verslunar- miðstöðinni Sogni og vann á aðra þeirra 50 krónur. Því ákvað stúlkan að nota vinninginn til að kaupa þriðju happaþrennuna: allt er þá þrennt er - og viti menn, hálfrar milljónar króna vinningur var orð- inn hennar eign. Dagbjört segist hafa keypt eina og eina happaþrennu í gegnum tiðina og mest unnið 500 krónur þar til nú að stóri vinningurinn kom. Vinkonur Dagbjartar vildu í fyrstu ekki trúa því hversu heppin hún hafði verið og báðu hana því í hálf- kæringi að lána sér hundrað þúsund krónur. Hálfu milljónina er hún hins vegar búin að leggja inn í sparisjóð- inn þar sem peningarnir ávaxtast því hún sagði engar áætlanir uppi um ráðstöfun þeirra. Bæjarstjóm Njarðvíkur: Vill breikkun Reykjanes- brautarinnar Bæjarstjórn Njarðvíkur skorar á ríkisstjórn að láta nú þegar heijast handa viö gerð áætlana um breikkun brautarinnar eða aðrar þær úrbætur sem auka megi öryggi vegfarenda og fækka slysum á henni. Bæjarstjórnin telur að ástand brautarinnar sé þannig að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af málinu. „í votviðri er brautin beinlínis hættuleg ytirferðar vegna hins mikla shts sem orðið er á henni og algengt að bifreiðar fljóti upp. Þar sem ein- ungis er ein akrein í hvora átt er framúrakstur mjög algengur og við slíkar aðstæður er hann stórhættu- legur,“ segir meðal annars í sam- þykkt bæjarstjórnar Njarðvikur. „Það kæmi mér ekki á óvart þó tugir manna létu hfið á Reykjanes- brautinni í vetur. Það eru komnir í hana slæmir skorningar eftir síðustu endurbætur. í hálku og bleytu er hún ekkert annað en dauðagildra," sagði Stefán Thordersen, aðstoðarvarð- stjóri hjá Keflavíkurlögreglunni, um ástand brautarinnar í DV á mánu- daginn var. „Veturinn leggst iha í mig eins og ástandið á brautinni er. Ég spái því að hún eigi eftir að verða mikið í fréttum í vetur.“ Þessi ummæh Stefáns hafa orðið tilefni mikiha umræðna um ástand Reykjanesbrautar. -gse Fréttir Æ hagstæðara að selja erlendis Þorskverð innlands og erlendis kr. pr. klló 120 100 80 60 40 20 0..................... septokt nóv des jan feb marsaprilmaí júní júlíágúst A undanfómum mánuðum hefur munur á fiskverði hér innanlands og erlendis farið vaxandi. Ástæðan er ekki verðhækkun erlendis heldur fyrst og fremst lækkandi gengi ís- lensku krónunnar. Eftir stendur að hagur útgerðarmanna við að selja erlendis fer vaxandi. í línuriti hér th hhðar er borið sam- an verð á þorski; annars vegar á mörkuðum í Hull og Grimsby og hins vegar verð sem verðlagsráð gefur út. Eins og sjá má hefur bihð farið vax- andi á síöustu mánuðum. Mismunurinn er minni á mhh verðs í Bretlandi og verðs á fisk- mörkuðum hér innanlands. Hins vegar er innan við 10 prósent af þorskafla, sem seldur er hérlendis, seldur á fiskmörkuðum. Að lang- stærstum hluta fá útgerðarmenn greitt samkvæmt verlagsráösverði. Um næstu mánaðamót mun verð- lagsráðsverðið hækka um 3,8 pró- sent. Það verð mun ghda allt fram að byrjun febrúar á næsta ári. Óvist er um verðbreytingar erlend- is en fiestir spá þó verðhækkunum þar. Ástæðan er sú að flestöh Evr- ópulönd eru nú að klára kvóta sína og með minnkandi framboði mun verðið hækka. ' Það má því búast við að æ hagstæð- ara verði fyrir íslenska útgerðar- menn að selja afla sinn erlendis. -gse Meðferðarhelmlli: Fitjar og Móar helst í sigtinu „Það er ljóst aö við horfúm hvað mest th tveggja húsa núna -ann- ars vegar Fifja og hins vegar Móa á Kjalamesi,“ sagði Erlendur Krisfjánsson, dehdarstjóri í raenntamálaráðuneytinu og for- raaður samstarfsnefiidar sex ráðuneyta i baráttu við ávana- og fíkniefnaneytendur, en ráöuneyt- iö leitar nú að heppilegu husnæöi undir heimih fynr unga fíkni- efnaneytendur. Er lendur sagði að nú væri beðið eftir áhti nefndar sem væri að taka út húsin tvö en hún fer yfir ástand eignanna um leið og hún raetur verðmæti þeirra, Söluverð á Fhjura hefúr verið nefnt upp á 55 mihjónir króna en Móar munu vera talsvert ódýrari. Að sögn Erlends er einnig möguleiki á því að leigja Fitjar og er eitt af hlut- verkum matsnefndar að skoða þann möguleika. Er þess vænst að nefndin skhi niðurstöðu á mánudaginn. -SMJ Munum selja á næstu dögum NISSAN SUNNY COUPÉ 1989 auk annarra Nissan bíla af 1989 árgerð með afslætti. - Lítið inn og leyfið okkur aö koma ykkur á óvart! Við bjóðum m.a. 25% út og eftirstöðvar á allt að þremur árum meö venjulegum lánakjörum banka. Ingvar Nelgason ht Sævarhöfða 2 - sími 67-4000 Munið bílasýninguna laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00. - réttur bíll á réttum stað WR' í l 1 \ : - [E 2 K J fWSLsái

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.