Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 4
Fréttir LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989. Trúnaðarbrestur meðal templara á Akureyri: Ýmislegt gefið í skyn í löngu og áleitnu bréfi - raknar kjaftasögur segir Ingimar Eydal Félagar í stúkunum ísafold og Brynju á Akureyri hafa tekið saman langan lista þar sem óskaö er svara viö 24 spurningum. Spurningarnar beinast allar aö rekstri fyrirtækja IOGT á Akureyri. Stúkumar tvær hafa átt tvö áberandi fyrirtæki á Akureyri. IOGT átti Hótel Varðborg þar til hótelið var selt fyrir ekki löngu síöan. Stúkurnar eiga og reka Borgarbíó sem er eina kvikmynda- húsið á Akureyri. í bréfi reglubræðranna er látið að ýmsu liggja. Þar er meöal annars spurt um rekstur sælgætissölunnar og einnig hvað haíi veriö gert við þann aðgangseyri sem greiddur hef- ur vérið í sælgætissölunni. Þá er sagt aö starfsfólk sé óánægt með kjör sín Gler- ísetningu að verða lokið Nú er unnið af fullum krafti við aö glerja hús Hitaveitu Reykjavíkur í Óskjuhlíöinni. Að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitustjóra er gert ráð fyrir að glerjun veröi lokið 20. september. Gunnar sagði að allar framkvæmd- ir hefðu gengið vel og samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að húsið verði tekiö í notkun um áramótin 1990-’91. Að sögn Gunnars hefur ekki verið rætt við neina aöila ennþá um rekstur veitingastaðarins en gert er ráð fyrir að bjóða hann út. -SMJ Hofsós: Fáninn saumaður áfram Þórhaflur Ásirumdsson, DV, Sauöárkróki; „Þaö er reiknað með aö hér verði haldið áfram að sauma og alveg ákveðið að íslenski fáninn verði saumaður áfram á Hofsósi," sagði Svanhildur Guðjónsdóttir í sauma- stofu KS á Hofsósi. Hún er eini starfs- maðurinn á saumastofunni sem stendur en íjórum konum, sem þar unnu, var sagt upp í vor. Svanhildur sagðist búast við að áður en langt um liði yrði farið að huga að áframhaldandi rekstri saumastofunnar, hvort sem kaup- félagiö héldi honum áfram eða ein- hver annar. Mikill lager hefur safn- ast upp og vinnur Svanhildur nú við þaö að afgreiða pantanir og reynir' síðan að bæta inn í ef eitthvað vantar. „Lagerinn hefur veriö að safnast upp á nokkuð löngtnn tíma. Það hefði náttúrlega verið réttara að draga úr starfseminni fyrr. Einnig hefði kom- iö sér betur fyrir konumar að draga úr vinnunni tíma og tíma heldur en aö missa hana alveg,“ sagði Svan- hildur. og aö ekki hafi verið greitt í lífeyris- sjóð og órlof eins og ber að gera. Þá er látið að því liggja að skemmdir, sem hafa orðið á tækjum kvik- myndahússins, hafi orðiö vegna van- kunnáttu. Félagarnir vilja einnig fá svör við því hver sjái um úthlutun frímiöa á sýningar. Þeir sem tóku saman spurningarn- ar segja að ákveðið hafi verið að bíó- stjórinn léti af störfum. Þeir spyrja hvers vegna hann sé enn við störf. Auk þess sem hér hefur verið nefnt er fjöldi annarra spuminga í saman- tektinni. Auglýst eftir höfundunum „Eg auglýsi hér með eftir þeim mönnum sem skrifuðu þetta bréf. Ég vil fá að ræða þessi mál við þá á rétt- um vettvangi," sagði Ingimar Eydal en hann er varaformaður stjórnar fyrirtækja IOGT. Ingimar sagöi að afriti af bréfmu hefði verið stungið inn um bréfalúg- una á sínu heimili. Hann sagði að bréfið hefði verið óundirritað og að hann vissi ekki fyrir víst hver skrif- aði það. Ingimar sagðist þó gruna að það væra félagar í templarareglunni á Akureyri. Þrátt fyrir að Ingimar hafi ekki viljað fara nákvæmlega í þær spum- ingar, sem settar eru fram í bréfmu, sagði hann að mörgum þeirra væri auðsvarað. „Eftir að við tókum upp tvo sýning- arsali hefur miðasölustúlka selt alla aðgöngumiða. Áður kom það fyrir aö dyraverðir eða aðrir starfsmenn seldu aðgang í sælgætissölunni. Það fyrirkomulag tíðkast ekki lengur,“ sagði Ingimar. DV ræddi við nokkra templara á Akureyri. Nokkrir þeirra voru mjög ósáttir við hvernig staðið væri að rekstri fyrirtækjanna. Það kom með- al annars fram að á síðasta ári hefði nýtingin á hótelinu aðeins verið um 15 prósent. „Það er rétt að nýtingin á hótelinu var ekki góð. Það sem látið er aö liggja í þessu bréfl era raknar kjafta- sögur. Ef þær ásakanir, sem settar eru fram á framkvæmdastjórann, eru réttar mun ég ekki trúa neinum manni hér eftir. Það vel treysti ég þessum manni. Ég harma að þessir menn hafi snúið sér til fjölmiðla frek- ar en að ræða þessi mál opinskátt á stúkufundum. Við erum fáir virkir félagar hér og það þarf að ríkja frið- semd á meðal okkar,“ sagði Ingimar Eydal. Hefur ekki verið rekinn Ingimar sagði það ekki rétt að framkvæmdastjóranum hefði verið sagt upp störfum. Ingimar sagði að þegar hótelið hefði verið selt hefði framkvæmdastjóranum eðhlega ver- ið sagt upp sem hótelstjóra en hann væri enn framkvæmdastjóri Borgar- bíós. -sme 39 nauðungar- uppDoo aug- lýst á þessa vikuna Hrina nauðungaruppboða er kú á Patreksflrði. Þessa vikuna vora 39 nauðungaruppboð auglýst á Patreksflrði. Að sögn Stefáns Skarphéðinsson, sýslumamis á Patreksfiröi, era þaö fyrst og fremst fasteignir einstaklinga og fýrirtækja sem verið er að bjóða upp. Stefán segir ennfremur aö 39 nauðungarappboð sömu vikuna séu auðvitaö mikiö á stað eins og Patreksflröi. „En því miður er annar eins fjöldi að fara í Lög- birtingablaöið til auglýsingar.“ -JGH Tjónskýrslur: Lögreglan kentur sé þess óskað Lögreglan í Reykjavík ætlar að dreifa fjóntilkynningum og leið- beiningarbæklingi um notkun þeirra til þeirra ökumanna sem ekki era með tjónskýrslur í bílum sínum. Dreifingin verður 12. sept- ember. Lögreglan ætlar að vekja athygli ökumanna á því hvemig á aö fylla út skýrslurnar og hvetja ökumenn til aö vera með þær í bílum sínum. Lögreglan kemur á vettvang í þeim tilfellum þar sem hennar er þörf. Eins mun lögreglan kom á slysstað en einnig í öðrum tilfell- um og aöstoöa við útfyllingu tjón- skýrslnaséþessóskaö. -sme Leiðrétting Sú villa var í frétt DV í gær af málefnum Birtingar að Ámi Páll Ámason var titlaður formaður félagsins. Það er rangt. HiÖ rétta er að Kjartan Valgarðsson heild- sali er formaður félagsins en Árni Páll hins vegar stjómarmaður í félaginu. Þetta var misskilningur blaðamanns og eru viðkomandi beðnirvelvirðingar. -SMJ ....... -f-m' Nú er glerkúpulinn að verða kominn upp á Öskjuhlíöarhúsinu en rúmlega ár er þangað til húsið fer að snúast með gesti. Veitingastaðurinn verður á efri hæðinni en eldhús á neðri hæð. Efst verður síöan loftræsting og bruna- varnaútbúnaöur. DV-mynd GVA Leiðrétting Sú villa var í frétt DV í gær af málefnum Birtingar að Ámi Páll Ámason var titlaður formaður félagsins. Það er rangt. Hið rétta er að Kjartan Valgarðsson heild- sali er formaður félagsins en Árni Páll hins vegar stjómarmaður í félaginu. Þetta var misskilningur blaðamanns og eru viðkomandi beðnirvelvirðingar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.