Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Síða 7
LAUGARDAGÚR 9. SEPTEMBER 1989.
Allir þurfa að nota
ENDURSKINSMERKI!
Höfum ódýru bílana
fyrir skólafólkið
og líka þá dýru.
Fréttir
Loðnumjöl sem
gæludýrafóður
Regina Thorarensen, DV, Eskifiröi
Útgeröarfyrirtækiö Eskfirðingur
hf. var stofnað áriö 1985 og gerði þaö
út bát sem sökk viö loðnuveiðar í
fyrra. Aöalsteinn Valdimarsson eig-
andi dó ekki ráðalaus og fyrir ári
setti Eskfirðingur upp tæki til fisk-
þurrkunar. Byrjað var að þurrka
loðnu til útflutnings, aöallega gælu-
dýrafóður sem selt er til Svíþjóðar
og Bandaríkjanna.
Mánaðarlega flytur fyrirtækið út
5,5 tonn af þurrkaðri loönu í 500
gramma pokum. Líkar hún vel ytra.
Einnig er verkaður harðfiskur, aðal-
lega flök, sem þykja mjög góð. Þar
vinna fimm manns: Kristján Bjarna-
son, Atli Aðalsteinsson, sonur fram-
kvæmdastjórans, og þrjár konur.
Húsið er um 400 fermetrar að stærð.
Þar er gott loft og þrifalegt, létt yfir
mannskapnum og vinnur fólk af
ánægju.
Stjóm verkamannabústaöa á Akranesi:
Kaupir sex notaðar íbúðir
mannaíbúðir þannig að þörfin virðist
mikil.
Á þessu ári hefur stjórn verka-
mannabústaða fengið heimild til
kaupa á sex íbúðum en að auki eru
níu félagslegar íbúðir í byggingu á
Akranesi, fimm verkamannaíbúðir
og flórar kaupleiguíbúðir.
íbúðirnar, sem keyptar verða, eiga
að vera tveggja og fjögurra herbergja
og sagðist Jón Pálmi búast við að
hægt yrði að afhenda þær að fjórum
til fimm mánuðum liðnum.
Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi:
„Þaö var ákveðið að kaupa notaðar
íbúðir fyrst og fremst vegna þess að
þær eru ódýrari og komast fyrr í
notkun," sagði Jón Pálmi Pálsson
bæjarritari í samtali við DV en
ákveöið hefur verið aö kaupa sex
verkamannaíbúðir á frjálsum mark-
aði í stað þess að byggja eins og yfir-
leitt hefur verið gert áður.
Aö sögn Jóns Pálma hafa að jafnaði
legið fyrir 30-40 umsóknir um verka-
Laxveiði í Húnavatnssýslum:
Helmingi minni en í fyrra
75% af veiöi síðasta sumars.
Miðfjaröará kemur skást út af
stærri ánum: 52% af veiðinni í fyrra.
Þá kemur Vatnsdalsá með 43%, Laxá
á Ásum með 42%, Víðidalsá 40% og
Hrútafjarðará með 39% en veiði þar
stendur til 20. september. Lökust var
veiðin í Blöndu, 30%, og Svartá, 29%.
Mönnum gengur erfiðlega að koma
auga á ástæður fyrir þessari dræmu
laxveiði. Haft hefur verið á orði að
miklar seiðasleppingar í ámar hafi
orðið til þess að rjúfa náttúrlegt jafn-
vægi í lífríki þeirra. Silungsveiðin í
sumar hefur hins vegar ekki valdið
vonbrigðum.
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Laxveiði í ám í Húnvatnssýslum
hefur verið með eindæmum dræm í
sumar. í ágústlok höfðu einungis
veiðst 43% af veiði síðasta sumars.
Litlar líkur eru taldar á að á þeim
tíma, sem eftir er, veiðist þeir 700 lax-
ar sem mundu jafngilda helmingi
veiðinnar síöasta sumar en þá veidd-
ust 9500 laxar í húnvetnskum ám.
Litlu árnar virðast koma mun bet-
ur út en þær stóru. Tjarnará á Vatns-
nesi kemur þar langbest út og þar
hefur veiðst um 25% meira en í fyrra.
Næstbesta smááin kemur út með
Smíðaði eigin heypökkunarvél:
Kostar innan við 10%
af verði innfluttrar
V/MIKLATORG
Sími 621055
Bráðum opnast brúin
og þá kætist frúin
IUMFERÐAR
RÁÐ
„Það kostaði ekki mikið að smíða
þessa vél - ættí það hafi ekki verið
um tuttugu og fimm til þrjátíu þús-
und krónur. Ég átti mest af þessu
efni héma á ruslahaugnum hjá
mér og fór út í þetta til að spara
mér nokkrar krónur,“ sagði Stefán
Halldórsson, bóndi á Brú á Jökuld-
al. Stefán brá á það ráð að smíða
eigin heypökkunarvél þegar hon-
um hraus hugur við verði inn-
fluttra véla. Lætur nærri að verðið
á þeim sé á milli fjögur og fimm
hundruð þúsund krónur.
Stefán sagði aö þetta væri í sjálfu
sér einfóld vél og hann hefði aðeins
þurft að panta nokkur hjól og keðj-
ur til að geta lokiö smíðinni en
hann smíðaði vélina fyrr í sumar
og tók það þrjár vikur. Stefán hefur
hins vegar keypt böggunarvélina
sjálfa enda sagði hann að hún væri
flóknari og hann hefði þurft að
kaupa meira efni í hana.
- En hafa nágrannarnir leitað
eftir því að þú smíðaðir slíka vél
fyrir þá?
„Það er nú ekki mikið um það en
þó var einn sem vildi fá slíkan grip
en ég veit nú ekki hvort ég hef tíma
í það,“ sagði Stefán.
-SMJ
Atvinnu- og orkumál
á Austurlandi
Hun kostaði innan við 10% af verði innfiuttrar vélar, þessi heimasmiðaða heypökkunarvél en það er Stefán
bóndi á Brú sem stendur við gripinn. DV-mynd LE
Almennur fundur þriðjudaginn, 12. september 1989,
kl. 20.30, í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra, fjallar um horfur í sjávarútvegi
og atvinnumálum. Jón Sigurðsson, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, fjallar um
virkjanaáform og iðnaðaruppbyggingu,
sérstaklega Fljótsdalsvirkjun og
iðnaðaráform tengd henni. Að fram-
söguerindum loknum verða al-
mennar umræður. Með ráðherr-
unum verða sérfræðingar frá
sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti
og stofnunum sem undir þau heyra.
í tengslum við fundinn verður haldin
sýning í Hótel Valaskjálf á teikn-
ingum sem lýsa hugmyndum um
virkjun Jökulsár í Fljótsdal
og virkjun Fjarðar-
ár. Sýningin verður
opin frá kl. 17.00.
Sérfræðingar frá
Landsvirkjun og Raf-
magnsveitum ríkis-
ins verða á sýning-
unni til að útskýra
það sem fyrir augu
ber.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
IÐNAÐARRÁÐ UNEYTIÐ