Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
9
IþróttapistiU
íslenska knattspymuíandsliðið
er á tímaxnótum. Eftir ósigurinn
gegn Austur-Þýskalandi á miö-
vikudaginn er draumurinn um
annað sætið og Ítalíuför kirfilega
úr sögunni. Þegar Tyrkir mæta
hingað til lands þann 20. september
hefur íslenska landsliðið aö litlu
að keppal nema helst því að reyna
að komast úr botnsæti 3. riðils og
enda keppnina með sex stig. Nú er
tækifæri til breytinga, og í þetta
skiptið mega þær vera róttækar.
Tími Sigfrieds Held er liðinn og það
er óhætt að láta þá íhaldssemi sem
einkenndi starf hans lönd og leið!
Tillaga að landsliði
Það er freistandi að setja sig í
spor Guðna Kjartanssonar og velja
landsliðið fyrir leikinn við Tyrki.
Hér er min tillaga:
Markvörður - Bjami Sigurösson,
Val. Bjami er okkar besti mark-
vörður og ætti aö vera þaö næstu
misserin, og Friörik Friðriksson, B
1909, er honum næstur.
Varnarmenn - Guðni Bergsson,
Tottenham, Einar Páll Tómasson,
Val, og Alexander Högnason, Akra-
nesL Guöni er ómissandi en nú er
rétt að skipta inn á ungum mönn-
um í hinar tvær stöðumar og þeir
Einar Páll og Alexander eru þar
fremstir í flokki í dag, báðir aðeins
21 árs gamiir.
Kanttengjliðir - Ólafúr Þórðar-
son, Brann, og Þorvaldur Örlygs-
son, KA. Ólafs var sárt saknaö á
miðvikudaginn, og Þorvaldur hef-
ur reynslu af því að leika vinstra
megin, er reyndar geysilega fjöl-
hæfúr.
Miðjutengiliðir - Sigurður Jóns-
son, Arsenal, Amór Guðjohnsen,
Anderlecht, og Rúnar Kristinsson,
KR. Um Sigurð og Amór þarf vart
að fiölyrða, og þaö er ekki seinna
vænna að Rúnar fái alvöru tæki-
færi.
Framheijar - Sigurður Grétars-
son, Luzem, og Eyjólfúr Sverris-
son, Tindastóh. Sigurður er okkar
besti sóknarmaður í dag, og sá sem
skorar 4 mörk í 21 árs landsleik
hlýtur að banka hressilega á dym-
ar. Eyjólfur ætti að fá að spreyta
sig gegn Tyrkjum.
Harald inn
efAmór
kemurekJki
Svo kann að fara að Araór fáist
ekki laus í leikinn og þá myndi ég
veija Harald Ingóifsson frá Akra-
nesi í hans stað. Haraldur hefur
leikið mjög vel meö 21 árs liðinu
og er einn af landsiiðsmönnum
framtíðarinnar.
Komi Friðrik ekki í leikinn ætti
varamarkvörður Bjarna að vera
Birkir Kiistinsson úr Fram, eða þá
Ólafur Gottskálksson, Akranesi,
sem margir teija framtíðarmark-
vörö landsliðsins. Á varamanna-
bekkinn koma aörir helst til greina
þeir Pétur Amþórsson, og Þor-
steinn Þorsteinsson úr Fram,
Halldór Áskelsson úr Val, Antony
Karl Gregory úr KA og Gunnar
Oddsson úr KR.
Ungtliðen
samtmeðreynslu
Hér væri teflt fram ungu liöi, sem
samt byggi yfir talsverðri reynslu.
Bjami, Amór og Sigurður Grétars-
son væm „gömlu mennimir“ en
þeir GuðnL Ólafúr og Sigurður
Jónsson era allir vel sjóaðir þrátt
fýrir lágan aldur. Kjaminn úr liö-
inu væri 20-24 ára, og þar raeð
væri þama á ferðinni hópur sera
Fjarvera Olafs Þórðarsonar var
vel merkjanleg á islenska lands-
iiðinu á miövikudaginn.
gæti haldiö saman án of mikiila
breytinga næstu 4-6 árin.
Þetta yrði vissulega mikil bylting
á liðinu en hér er ekki verið að
gera lítið úr þeim sem hafa haldið
merki íslands á lofti síðustu árin
og oftast staðiö sig með miklum
sóma Þeir hafa skilað drjúgu dags-
verki og geta dregið sig í hlé, kinn-
roðalaust. Sú kynslóð íslenskra
landsliðsmanna sera nú er í kring-
um þrítugsaldurinn hefur komið
íslandi á Evrópukort knattspym-
unnar með mörgum frábæram úr-
slitum
Á þessum forsendum nefni ég
ekki Pétur Pétursson og Pétur
Ormslev, tvo af bestu leikmönnum
1. deildarinnar í dag. Þeir era ekki
leikmenn framtíðarinnar, en hins
vegar hefði ég ekkert á móti þvi að
sjá þá klæðast landsliðspeysunum
þann 20. september.
Held breytti leik-
stílnum til hins betra
Þó Sigfried Held hafi verið um-
deildur, liðsval hans oft vafasamt
og tengsl hans við íslenska knatt-
spyrnu skammarlega lítil, gerði
hann ákveönar grundvallarbreyt-
ingar. Leikstíll landsiiðsins breytt-
ist til hins betra undir hans stjóm,
kýlingar á enska vísu vora að
mestu lagðar niður og leikurinn
byggður upp á spili út frá vöm.
Láðinu gekk misvel að útfæra þetta,
datt stöku sinnum niöur á gamla
planið eins og á miövikudaginn
var, en í heildina séð tókst þetta vel.
Nýr þjálfari þarf aö halda áfram
á sömu braut, en ákveðnar skipu-
lagsbreytingar þurfa aö eiga sér
stað. Arftaki Helds verður að vera
landsliðsþjálfari, ekki maður með
búsetu erlendis sem ekkert sér til
þeirra leikmanna sem hann hefúr
úr að velja, og veit ekki einu sinni
hverjir gefa kost á sér í landsliöiö
og hveijir ekki!
Hvað umÁsgeir?
Margir erlendir þjálfarar líta
stöðu landsliðsþjálfara á íslandi
hýru auga. Kanna þarf hvort feitir
bitar séu í þeim potti. En það getur
ekki veriö skilyrði að þjálfarixui
kunni ekki íslensku, eða hvað? Hér
heima eru til menn sem myndu
valda þessu verkefni - og skal þó
aöeins eitt nafii nefnt hén Ásgeir
Elíasson. Hann hefúr raótað leikstíl
Fram síðustu fimm árin á áþekkan
hátt og þróunin hefur veriö hjá
landsliöinu. Ásgeir er sá íslenski
þjálfari sem náð hefur bestum ár-
angri undanfarin ár. Hveraig væri
aö byxja á að leita til hans?
Viðir Sigurðsson
BIBBA og HALLDÓR
í íslensku óperunni
GAMLA BÍÓ
s®-— - __4ww
Frábaer atþreV,n9
itvo
-íéHSjSDAGUfi
S. JÚXl
198 J
MORCUNBLADIÐ SUNNX'DACfR X. MAl 1»W f
Bibba ogHalli
eruorovn
ftúni#
sýning - Upp
Laugard. 6/5.
aýn. - Uppaelt
Sunnud. 7/5.
sýn. - Uppselt
Mánud. 8/5.
rtursýn. - Uppselt |
Föstud. 12/5.
kL15.00.-Öfásætilií
n. kl 2030. - Uppselt '
'ugard. 13. mai.
,n. — Örfá sæti
laginn 16/5 kl. 20..
,'tursýn. - Uppseltr
ud. 19/5 kl. 23.30.
Örfá sacti lá
ikud. 24/5 kl. 20.30.
rsýn. — Örfá saeti laua
ud. 26/5 kl. 23.30.
FlNT FQ1
— og þau eru hamit^
~ ibb. rr búm knfii !
HJÓNIN. ■ ■ að bk'a rfnr þrssu húsi - B
- Ks&ælfH
■ ■búmsölendatsllskpis ■ f ■
lUum H H-An,v.mul a'bvl.™.- ■ %
>f HD Wgl komiö upp 1 Kn þau ■ U| 1
BRÁVAIXAGÖTUHJÓNIN.
; Hlbba og llalldór, eru flut'
| — á Amamesið. Moldrik
frsrnka Bibbu dó og
arfleiddi Bibbu að öllum
eigum sinum; fullt af
; miUjónum. »uk hluUbríL-
[>au hjónin keyptu sér >>>v- ——- -
draumahús á sjávarióð á .Drfda
Amamesinu, meó úLýni til
Be*»astada - og au<V»-
Idsýn. — Uppselt.
ard. 27/5 kl. 20.30.
st
__ e- ^ Gríniðjan:
SSsörC Svninear í iiiní á o.im-
/ II M, I - ^ ‘jflið
• \JP1
j. mai.
■cVda
SúhrfS eS-er ® sem
■ unum að undljL°jú hjónin.Núpegar Byl0-
boðsgestauppiþaubioni ^ { .,
hefUr Jl Má^meM annarra nefna n bú-
| gott boð. Má m ..ðmund J. Guð- anna.
Þomtein pdls“u^, odósson. Einnig ]egar
, numlisson Ok -
Sýningar
Föstud. 15. sept. kl. 20.30. Föstud. 22. sept. kl. 20.30.
Laugard. 16. sept. kl. 20.30. Laugard. 23. sept. kl. 20.30.
Sunnud. 24. sept. kl. 20.30.
MISSIÐ EKKIAF ÞEIM
Miðasala hefst í
Gamla bíói mánud. 11. sept.
Miðapantanir alla daga
í síma 1-14-75
og allan sólarhringinn
í síma 11-123
Munid símaafgreiðslu Euro og Visa