Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
15
Með ráðherrann í maganum
Allt frá því aö Borgaraflokkurinn
fór aö gæla við þá hugsun aö ganga
til stjómarsamstarfs var ég í hópi
þeirra sem fullyrtu aö sá yrði end-
irinn. Enda held ég aö það hafi í
rauninni aldrei staðið á Borgara-
flokknum að gariga tii liðs við ríkis-
stjómina heldur hafi tregða stjórn-
arflokkanna sjálfra tafið fyrir því
faðmlagi. Menn geta velt fyrir sér
málefnalegum ágreiningi, mála-
myndaskilyrðum og pólitísku mati
á því hvort það verði þjóðinni til
góðs að Borgaraflokkurinn taki
boðinu um stjómarþátttöku. En
allt þetta er reykur, fyrirsláttur til
að sýnast fyrir kjósendum. Ástæð-
an fyrir stjórnarsamstarfl Borgara-
flokksins er ein og ósköp einfóld:
Þeir gengu með ráðherrann í mag-
anum.
Sú freisting að komast í ráðherra-
stól var of stór og of seiðandi til að
metnaðarfullir þingmenn á vegum
Borgaraflokksins gætu staðist
hana.
Ég þekki þessa tilfinningu sjálfur.
Ailir sem leggja stund á stjórnmál
ganga með þetta steinbarn í mag-
anum. Misjafnlega mikið að vísu
enda eru ekki allir þannig í sveit
settir í sínum flokkum að þeir geti
leyft sér að tala upphátt um dag-
drauma sína. En innst inni leynist
hún, vonin um að komast til valda,
komast í ráðherrastól, verða stór í
pólitíkinni.
Bör Börsson stóð fyrir utan dyrn-
ar á kontórnum sínum, leit með
velþóknun á nafnspjaldið á hurð-
inni og hneigði sig fyrir sínum eig-
in virðuleik. Svo æfði hann sig í
að ávarpa sjálfan sig, skoðaði sig í
speglinum og sá að þarna var kom-
inn mikils háttar maður.
Við hittum Bör Börsson víða í
þjóðfélaginu. Hvarvetna skýtur
hann upp kollinum, uppskafning-
urinn og stórbokkinn, sjálfumglaði
framapotarinn, sem lítur löngun-
araugum til metorðanna og linnir
ekki látum fyrr en hann hefur feng-
ið sína vegtyllu og uppreisn.
Hversu lítill sem félagsskapurinn
er, hversu ómerkilegt sem málefnið
er, aUs staðar fmnast hégómlegir
frambjóðendur til formennsku og
forystu. í kvenfélaginu, í sóknar-
nefndinni, í hreppsfélaginu, svo
ekki sé taiaö um pólitísk áhugafé-
lög þar sem vægi manna ræðst af
vegtyllum. AUs staðar skal vera til
fólk sem lítur á það sem sjálfsagðan
hlut að það sé betur fallið tU frama
en hinir félagsmennirnir.
Nú er þetta stundum guðsþakk-
arvert því það eru ekki allir sem
nenna að taka að sér ábyrgðar-
störfm. En það er á hinn bóginn
verra þegar nýi formaðurinn hefur
ekkert til brunns að bera nema þá
sína eigin hégómagirnd.
Stökkbretti
í framapoti
Hver þekkir ekki manninn sem
stendur upp á hverjum fundi og
segir öðrum hvaö sé rétt og hvað
sé rangt? Hver þekkir ekki loddar-
ana og lýðskrumarana sem troða
öðrum um tær og hafa mesta
ánægjuna af þvi að hlusta á sjálfa
sig? Hver þekkir ekki manninn sem
veit allt best, manninn sem stækk-
ar í munninum í öfugu hlutfalh við
hugsunina?
í póhtík eru menn verri hvað
þetta snertir en almennt gengur og
gerist. Draumurinn um hinar póli-
tísku vegtyUur hefur löngum verið
lífseigur og það var oft unun að því
í gamla daga að sjá þá spranga upp
í pontuna, nýgræðingana á þing-
inu, og baða sig í sviðsljósinu. Þeir
voru hinir útvöldu leiðtogar þjóð-
arinnar sem mættir voru í biðstofu
valdsins og gátu eiginlega aUs ekki
leynt því. Uppskrúfaður stíUinn,
hátíðlegur rómurinn, strokinn og
pússaður eins og foringja sæmir.
Maður var svona Uka og lét heim-
inn falla að fótum sér og beið þess
í ofvæni að verða kallaður til nýrra
trúnaðarstarfa.
Svo þegar þessum merka áfanga
er náð í pólitíkinni, að setjast á þing
og vera málsmetandi stjórnmála-
maður og drekka kaífi með þjóð-
frægum alþingismönnum, er lagt á
ráðin um næstu skref. Ekki
kannski upphátt því að enginn get-
ur viðurkennt það opinberlega að
pólitíkin sé stökkbretti í framapoti.
Alhr segjast þeir hafa hugsjónir og
baráttumál og endasendast á milU
kjósendafunda tU að telja fólkinu
trú um að veriö sé að vinna fyrir
það. Sumir eru jafnvel svo bíræfnir
að halda því fram að það sé í þágu
kjósenda þeirra sem þeir þurfi að
komast í valdastólana.
Kjósendur mínir krefjast þess,
segja þeir, eða vinir mínir hafa lagt
að mér, bæta þeir við og láta svo
tilleiðast vegna fjölda áskorana.
Aldrei eru það þeir sjálfir sem vfija
nokkurn skapaðan hlut.
Þeir eru lítíllætið uppmálaö og
hógværðin eftir því. En undir niðri
er það hinn eini og sanni Bör Börs-
son sem stendur fyrir framan speg-
Uinn og mátar á sig ráðherrafotin.
Eyðimerkurganga
Ég held ég hafi fimm sinnum set-
ið á Alþingi þegar nýjar ríkisstjórn-
ar voru myndaðar. Alltaf var það
segin saga að ráðherraveikin
breiddist út. Þegar dró að stjórnar-
myndun stigu menn þyngra til
jarðar, gerðust ábúöarmiklir í
framan og heilsuðu til hægri og
vinstri. Ég tala nú ekki um þegar
ráðherradómurinn var í höfn. Þá
var eins og blessuð skepnan skUdi
og úfiitið tók stökkbreytingu, hinn
hversdagslegi þingmaður varð allt
í einu að virðulegum þjóðhöfðingja
í hverju spori og hverju orði, önn-
um kafinn í útliti og framgöngu.
Hinir sem urðu útundan voru hins
vegar hljóðir og hógværir menn,
rétt eins og þeir hefðu misst ná-
kominn ættingja, og tU voru þeir
sem fóru í fýlu sem stóð yfir í mörg
ár.
Verst fara þeir þó út úr þessari
ráðherraveiki ráðherrarnir sem
eru orðnir óbreyttir á nýjan leik.
Þeir eru eins og fiskar á þurru
landi, vita ekki sitt ijúkandi ráð
og leggjast oftast í þunglyndi sem
bráir ekki af þeim fyrr en þeir eru
orðnir ráðherrar aftur. Það er eig-
inlega engin lækning við ráðherra-
veikinni nema að gera menn að
ráðherrum upp á nýtt.
Þið hefðuð átt að sjá hvUík eyði-
merkurganga það varð fyrir ráð-
herra Alþýðubandalagsins þegar
þeir duttu út úr stjóminni hið fyrra
skiptið. Þeir urðu eins og aftur-
göngur, blessaðir mennirnir, og
fengu sjálfsagt fráhvarfseinkenni.
Sumir þeirra eru ekki búnir að ná
sér ennþá, að minnsta kosti ekki
þeir sem urðu útundan þegar Al-
þýðubandalagið hrökk inn í stjóm-
ina í fyrra.
Borgaraflokkurinn er hvorki
betri né verri en aðrir flokkar að
þessu leyti. Nú veit maður að vísu
ekki hversu margir þeir eru,
flokksmennirnir, eftir að þeir Al-
bertsfeðgar sögðu skilið við þetta
afkvæmi sitt. Flökkufylgið, sem
þeir fengu í kosningunum, skilar
sér lítið í skoöanakönnunum og
kannski samaristendur Borgara-
flokkurinn af þessum fáu hræðum
sem nú hafa tekið ákvörðun um að
stjórna landinu. Það er ekki á
hverjum degi sem útvíkkaður
spilaklúbbur fær slík völd. En auð-
vitað eru þessir menn ekkert frá-
brugðnir öllum hinum sem vasast
í pólitík og velja völdin fram yfir
verkin. Þeir ganga með ráðherrann
í maganum eins og aðrir. Bör Börs-
son er líka í Borgaraflokknum.
System i galskabet
Stjórnarandstæðingar eru að
gera lítið úr hðsaukningu Borgar-
anna. Segja að lítið fari fyrir mál-
efnum og flokkurinn hafi verið
keyptur á útsölumarkaði. Þetta
segja þeir sem hafa sjálfir samið
sig inn í ríkisstjórnir án mikilla
málefna og hangiö í ráðherrastól-
unum eða utan í þeim löngu eftir
að stefna og störf eru komin á skjön
við allar hugsjónir eða skynsemi.
Borgaraflokkurinn hefur gert það
sem alhr aðrir eru sífellt að gera í
pólitíkinni: að selja sig fyrir ráð-
herradóm.
Flestir viðurkenna að ríkisstjóm-
in sé ekki líkleg til mikilla afreka.
Ekki var hún það fyrir og ekki
verður hún það eftir tilkomu Borg-
araflokksins. En hún verður held-
ur ekkert verri. Borgaraflokkurinh
drepur engan; nema þá að hann
hefði drepið sjálfan sig, flýtt fyrir
andláti sínu, ef þingmennirnir
hefðu setið utan stjórnar og stuðlað
að kosningum fyrr en ella. Stjórnin
hefur þó ahténd meirihluta á þingi
og það verður system i galskabet í
stað þeirrar óvissu um vitleysuna
meðan mál réðust af duttlungum
eða tilviljunum. Ráðherramir geta
aö minnsta kosti ekki skellt skuld-
inni á ábyrgðarlaust þing. Meðan
íslendingar sitja uppi með það böl
að hafa ríkisstjórn sem stjórnar
með handafh er þó skömminni
skárra að hún hafi meirihluta Al-
þingis á bak við sig. Ég minnist
hins vegar ekki á meirihluta þjóð-
arinnar enda hefur stjórnmála-
mönnum ekki verið tamt að hafa
áhyggjur af þjóðarmeirihluta.
Mikils háttar maður
Nei, hér ræður enginn þjóðar-
vilji, hér er ekki spurt um málefni
eða nýjan stjórnarsáttmála. Hér er
um það að ræða að Albertslausir
þingmenn Borgaraflokksins eru
staddir á eyðiskeri í póhtíkinni og
þiggja far með þeim sem býður upp
á björgun. Þeir ganga með ráð-
herrann í maganum eins og allir
hinir þingmennimir og dagdraum-
arnir eru skyndilega að rætast. Bör
Börsson tekur sæti í ríkisstjóm.
Hann maldar eitthvað í móinn og
talar eins og véfrétt fyrir framan
sjónvarpsvélamar og þykist verða
að fá meira fyrir sinn snúð. En allt
frá því að ríkisstjómin bauð Bör
til sætis var deginum ljósara að
freistingin var honum ofviða. Það
var ekki hægt annað en faha fyrir
henni. Skítt veri með málefnin og
matarskattana og htla manninn
sem einu sinni fyrir löngu var beð-
inn um að kjósa Borgaraflokkinn
til að stokka upp í stjórnmálunum.
Það getur vel verið að einhverj-
um þyki þetta fyndið. Sumir hafa
meira að segja ekki húmor fyrir
þessari uppákomu og eru að
hneykslast yfir ástandinu. En
svona er nú póhtíkin þegar allt
kemur til ahs, skrum og hégómi
og eltingaleikur við völd og veg-
semd. Völdin eru fólgin í því að
misnota þau og vegsemdin er fólgin
í því að láta dagdraumana rætast.
Enginn getur heldur neitað því
að það er ekki á hvers manns færi
að láta dagdrauma sína rætast með
jafnævintýralegum hætti. Fyrst
kom Albert og stofnaði flokk fyrir
thviljun. Svo smalaði hann saman
frambjóðendum fyrir thvhjun. Síð-
ast hrekkur flokkurinn inn í stjórn
fyrir tilviljun. Og nú höfum við
stjórn sem enginn vih hafa, fyrir
thstuðlan flokks sem enginn vhl
kjósa, handa ráðherrum sem ekk-
ert ráðuneyti er th fyrir! Þaö þarf
bæði heihadísir og örlaganornir til
að spinna upp þessa atburðarás og
halda verndarhendi sinni yfir
henni.
Bör Börsson strýkur niður eftir
vestinu, dustar flösuna úr kragan-
um og hneigir sig. Hann lítur í
speghinn og er ánægður með dags-
verkið. Hann hefur velþóknun á
sjálfum sér. Hann er orðinn ráð-
herra og mikhs háttar maður.
Ehert B. Schram